Fleiri fréttir Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. 13.5.2011 04:30 Tilskipun kallaði á könnun Hvorki er að finna salmonellu né E. coli sýkingu í nautgripabúum hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar. 13.5.2011 04:15 37 umsóknir hafa borist um sérfræðiaðstoð Alls höfðu 37 umsóknir um sérfræðiaðstoð verið sendar stofnunum Evrópusambandsins (ESB) í lok mars, frá því að svokölluð TAIEX-aðstoð var gerð Íslendingum aðgengileg síðasta sumar. Umsóknirnar fela flestar í sér aðstoð við upplýsingaöflun og kynningu á regluverki ESB. 13.5.2011 04:00 Var með 1.100 lítra af bruggi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir landabrugg. Manninum er gefið að sök að hafa á heimili sínu í Skólagerði í Kópavogi framleitt í söluskyni 850 lítra af gambra. 13.5.2011 04:00 Handriðin í Hörpu slysagildra Handriðin á svölunum í Eldborgarsal Hörpunnar eru slysagildra og hafa tónleikagestir kvartað til tryggingafélaga. Tónlistarstjóri hússins ráðleggur lofthræddu fólki að kaupa sér ekki miða á svölunum. 12.5.2011 19:30 Skattahækkanir skila sér ekki sem skyldi í ríkissjóð Skattahækkanir á undanförnum árum hafa ekki skilað sér sem skyldi í ríkissjóð. Hagfræðiprófessor segir ástandið mikið áhyggjuefni og telur vaxandi líkur á ríkisgjaldþroti. 12.5.2011 19:15 Hvetja íslensk stjórnvöld til þess að hætta þróunaraðstoð við Úganda Samtökin 78 hafa sent frá sér ályktun til sendiráðs Úganda í London og á Norðurlöndunum þar sem krafist er að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að fullu og fallið verði frá lagasetningu um dauðarefsingar og fangelsisvist vegna samkynhneigðar. 12.5.2011 19:05 Formaður Lögmannafélagsins segir ákæru óskýra Formaður Lögmannafélagsins telur miklar líkur á að ákærunni gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði vísað frá Landsdómi. Hún uppfylli ekki nútímakröfur um skýrleika í ákæruskjölum. Hann segir pólitískt uppgjör ekki eiga heima í réttarsölum. 12.5.2011 18:45 Níu manns fluttir á spítala með eitrunareinkenni Níu manns hafa verið fluttir á spítala með misvæg eitrunareinkenni samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars vegna uppkasta, sviða og hósta. 12.5.2011 18:00 Búið að aflýsa hættuástandi í Hörpu - gaslekinn reyndist hreinsiefni "Það er búið að aflýsa hættuástandinu,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, en gríðarlegur viðbúnaður varð vegna þess að nemar námu gasleka í veitingastaðnum Munnhörpunni. 12.5.2011 17:50 Gasleki í Hörpunni - húsið rýmt Gasleki varð í veitingastaðnum Munnhörpunni tónlistarhúsinu Hörpunni. Að minnsta kosti tveir hafa fundið til óþæginda vegna lekans en lögregla og slökkvilið eru að rýma húsið. 12.5.2011 17:33 Fundu nokkur hundruð þúsund krónur - skiluðu þeim til lögreglunnar Honum hefur væntanlega verið illa brugðið manninum sem týndi nokkur hundruð þúsund krónum í peningum. 12.5.2011 17:14 Þyrla kölluð út vegna bílslyss í Skriðulandi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna umferðaslyss á Skriðulandi nærri Búðardal. 12.5.2011 16:51 Tveggja ára dómur fyrir brot gegn ölvaðri stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóm Vesturlands yfir manni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var sakfelldur að hafa haft samræði við 17 ára stúlku gegn vilja hennar. Karlmaðurinn notfærði sér ástand stúlkunnar sem gat ekki spornað við samræðinu sökum ölvunar og svefndrunga. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands kom fram að brotið hafi verið til þess fallið að valda henni sálrænum erfiðleikum til lengri tíma. Manninum var jafnframt gert að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur. 12.5.2011 16:47 Egill og Gerplustúlkurnar árita Símaskrána Egill Einarsson og Gerplustúlkurnar munu árita Símaskrána þegar hún kemur út á laugardaginn. Sérstök útgáfuhátíð verður haldin fyrir framan Hagkaup í Smáralind þegar símaskráin kemur út. 12.5.2011 16:13 Var endurlífgaður á slysstað Maðurinn sem ók bílnum sem valt á hliðina á Sæbraut í dag var í hjartastoppi þegar sjúkraflutningamenn komu að honum. Hann var endurlífgaður af sjúkraflutningamönnum á vettvangi og er í aðgæslu á Landspítalanum vegna þess, segir læknir á slysadeild Landspítalans. Maðurinn er ekki með alvarlega áverka af völdum bílveltunnar. 12.5.2011 15:55 Börnin fengu sippubönd og sundkort frá ÍBR Af gömlum og góðum íslenskum sið fagnar Íþróttabandalag Reykjavíkur sumarkomunni og gefur börnum í grunnskólum Reykjavíkur sumargjafir. Sumargjafaverkefnið hófst árið 2005 þegar nemendur í 2.bekk fengu sippuband. Það hefur síðan verið endurtekið ár hvert og hafa þrír árgangar bæst við í hóp þeirra sem fá gjafir frá Íþróttabandalaginu. Börn í öðrum bekk fengu sippuband ásamt litlum bæklingi með hugmyndum af leikjum og æfingum. Allir þriðju bekkir fengu þrjá bolta til að nota í frímínútum. Þá fengu fimmtu bekkingar sundkort sem gildir í þrjú skipti í sundlaugar Reykjavíkur ásamt bækling með hugmyndum að sundleikjum og upplýsingum um opnunartíma sundlauganna í Reykjavík. Tilgangur sumargjafanna er að gleðja reykvísk börn og um leið hvetja þau til að hreyfa sig og leika sér með tilvísun í íþróttir almennt. Starfsmenn og nemendur skólanna taka ávalt vel á móti gjöfunum og eru þakklát fyrir framtakið eins og sjá má í pósti frá einum skólastjóranum: „Kærar þakkir frá okkur. Gjafirnar eru vorboðar eins og lóan." Alls fengu 1350 börn sippubönd, 1438 börn sundkort og 74 bekkjadeildir (1343 nemendur) bolta frá ÍBR þetta árið. Sumargjöfunum var dreift til skólanna í byrjun maí. 4.bekkingar fengu líka gjöf á þessu skólaári því í tengslum við fyrsta vetrardag í október síðastliðnum voru þeim afhendir boðsmiðar á skauta, samtals 1.365 nemendur. 12.5.2011 15:19 Undirrita alþjóðasamning gegn heimilisofbeldi Ísland var í gær á meðal fyrstu 13 aðildarríkja Evrópuráðsins til að undirrita samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að samningurinn er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum. Samningurinn er lagarammi um vernd kvenna gegn ofbeldi, forvarnarstarf, saksókn á hendur gerendum og útrýmingu ofbeldis gegn konum og heimilisofbeldis. Eftirfylgni með innleiðingu samningsins í hverju landi fyrir sig er einnig hluti hans. Fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu, Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd á ráðherrafundi Evrópuráðsins, sem nú stendur yfir í Istanbúl í Tyrklandi. Auk Íslands undirrituðu Austurríki, Finnland, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakía, Spánn, Svartfjallaland, Svíþjóð, Tyrkland og Þýskaland samninginn. 12.5.2011 14:51 Óttast að hér sé "hestaripper" á ferð Hestamaðurinn sem uppgötvaði skurði á kynfærum hryssu um helgina hefur ritað greinargerð um fyrirbærið "hestaripper“ sem hann ætlar að koma til lögreglunnar á Egilsstöðum, lögreglumönnum til upplýsingar. Þá hefur hann einnig mælst til þess að greinargerðin verði hengd upp í hesthúsum þannig að hestaeigendur séu meðvitaðir um hættuna. Höfundur greinargerðarinnar heitir Ólafur Guðgeirsson og er heila- og taugaskurðlæknir. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. Eftir að Ólafur komst fann skurðina á hryssunni sökkti hann sér í þýskar fræðibækur, en sjálfur var hann við nám í Þýskalandi. Þar í landi gengu menn sem misþyrmdu hrossum á þennan hátt undir heitinu "pferderipper.“ "Þetta glæpsamlega tortímingaræði flokkast undir (zoosadisma) dýraníðingsskap. Í hópnum eru kvennaraðmorðingjar, en við yfirheyrslur margra þeirra í Þýskalandi er oft fyrri saga um dýraníðingsskap, raðáverka eða raðmorð. Einnig játuðu flestir að vera kvennahatarar,“ segir í greinrgerð Ólafs, en þar kemur fram að hann sækir fróðleik sinn til þýskra sérfræðinga. Ólafur segir að þegar í ljós kom að um áverka af mannavöldum var að ræða á hryssunni, eftir því sem komist er næst, hafi hann munað eftir fjölmiðlaumfjöllun um hestarippera frá námsárunum í Þýskalandi. "Þá var ákveðið að í stað þess að hlífa almenningi við þessum staðreyndum þá var fjallað um þetta opinskátt. Þannig væru meiri líkur á að níðingarnir kæmust í viðeigandi meðferð eða á bak við lás og slá,“ segir hann. Ólafur segir það ekki hafa verið tekið út með sældinni að lesa sér til um jafn viðurstyggilega hluti og dýraníð. "Það var hörmulegt að þurfa að vinna þetta. Ég gerði það með miklum stunum. Mér leið mjög illa meðan ég var að vinna úr þessu,“ segir hann. 12.5.2011 14:33 Sæbrautin lokuð vegna umferðarslyss Sæbrautin er lokuð milli Kleppsmýrarvegs og Súðarvogs í suðurátt vegna umferðaróhapps. Eftir því sem Vísir kemst næst var bíl ekið á steinvegg og valt síðan eftir það. Einn var í bílnum og hefur sá verið fluttur á slysadeild. 12.5.2011 13:50 Refsing fyrir mansal verði 12 ár Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að refsing fyrir mansal á Íslandi verði allt að 12 ára fangelsi í stað átta ára. 12.5.2011 13:24 Lögreglan leitar vitna að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í Reykjavík laust fyrir klukkan sjö á fimmtudagskvöld fyrir viku. Þar rákust saman svartur Volkswagen Polo og ljósbrún Toyota RAV4 en ökumönnum þeirra ber ekki saman um stöðu umferðaljósa. 12.5.2011 12:40 Stjórnlagaráð: Ráðherrar víki af þingi og Alþingi styrkt B-nefnd Stjórnlagaráðs leggur til að ráðherrar víki af þingi, vægi þingforseta verði aukið og að Alþingi verði styrkt sem löggjafi og eftirlitsaðili gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta eru meðal annars fyrstu tilögur B- nefndarinnar, sem verða kynntar á stjórnlagaráðsfundi klukkan eitt í dag. Þá mun A-nefnd Stjórnlagaráðs leggja fram fyrstu tillögur í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar fram til afgreiðslu inn í áfangaskjal ráðsins. 12.5.2011 12:11 Annarr fær grænt ljós hjá Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Annarr og hefur nafnið fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í úrskurði mannanafnanefndar frá 27. apríl sem birtur var í dag. Þá samþykkti mannanafnanefnd einnig nöfnin Jane og Denis. 12.5.2011 11:52 Verndar- og nýtingaráætlun samþykkt á Alþingi Alþingi hefur samþykkt lög sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra lagði fram um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að lögin skapi nauðsynlegan ramma um lagalegan sess rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. 12.5.2011 11:19 Vormarkaður við Elliðavatn Skógræktarfélagið heldur Vormarkað á Elliðavatni í annað sinn dagana 13.-15. maí næstkomandi. Föstudaginn 13. maí verður opið klukkan 15-18, en klukkan 10-18 á laugardag og sunnudag. Félag trérennismiða verður með stóra sölusýningu í Gamla salnum og rekur auk þess kaffistofu á staðnum. Þá verða þeir með sýnikennslu á Hlaðinu eins og í fyrra. Á laugardag verður hestaleiga fyrirtækisins Íslenski hesturinn, þar sem teymt er undir börnum í gerði við bæinn klukkan 11-13. Þá verður kynning á stafgöngu á vegum ÍSÍ eftir hádegi og síðdegis verður síðan Vorblót að Vatni á vegum Ásatrúarmanna, sem bjóða öllum að fagna gróandanum með sér. Fuglavernd og Ferðafélag Íslands verða með kynningu á starfseminni og bjóða fólki í fræðslugöngur á meðan á Vormarkaðnum stendur. Á föstudag verður kennsla í fluguhnýtingum. Á laugardag býðst fólki að kasta flugu með leiðsögn og á sunnudeginum verður síðan kastkeppni á túninu neðan við bæinn. Gámaþjónustan býður öllum upp á ókeypis moltu í garðinn -og ekki má gleyma Skógræktarfélaginu sem hefur til sölu eldivið, bolvið og kurl og einnig munu skógarmenn sýna nýjustu vélarnar að störfum á laugardeginum. 12.5.2011 11:11 Tæpur helmingur yfir hámarkshraða í Furugrund Brot 11 ökumanna voru mynduð í Furugrund í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Furugrund í austurátt, við Víðigrund. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 24 ökutæki þessa akstursleið og því ók næstum helmingur ökumanna, eða 46%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 46. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 38-67% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 41-45 km/klst. 12.5.2011 10:53 Þrettán brotlegir á Hjarðarhaga Brot 13 ökumanna voru mynduð á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hjarðarhaga í austurátt, við Tómasarhaga. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 33 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 39%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 50. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 42-46% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 43-45 km/klst. 12.5.2011 10:51 Sorpbrennsla: Sofandaháttur einkennir málið Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á fjölmörg atriði þar sem heilbrigðisyfirvöld brugðust í framkvæmd reglna um sorpbrennslustöðvar. Bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa ráðist í að stórbæta verklag sitt að undanförnu. 12.5.2011 10:00 Kanadamenn gættu Íslendinga Kanadamenn hafa lokið loftrýmiseftirliti hér við land. Þeir voru með fimm CF-18 Hornet vélar hér, sem komu í byrjun apríl og fóru í lok mánaðarins. 12.5.2011 09:43 Vestmannaeyjabær íhugar stjórnsýslukæru vegna dagssekta Vestmannaeyjabær íhugar stjórnsýslukæru á hendur Umhverfisstofnun vegna vinnubragða stofnunarinnar við mat á mengun frá sorpbrennslustöð bæjarfélagsins og ákvörðunar um að beita Vestmannaeyjabæ dagsektum. Ákvörðun Umhverfisstofnunar byggir á því að mengun frá sorpbrennslustöðinni mældist yfir mörkum, og því að bæjarfélagið hafi ekki gert nauðsynlegar úrbætur á hreinsibúnaði stöðvarinnar. Umhverfisstofnun kunngerði ákvörðun sína um dagsektir í gær. Vestmannaeyjabær gagnrýnir að í tilkynningu frá Umhverfisstofnun hafi láðst að geta þess að bæjarfélagið hafi gripið til margvíslegra úrræða til að draga úr mengun. Í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, segir að bæjarfélagið hafi óskað eftir nýrri mælingu á menguninni þar eð mengunarvarnarbúnaður hafi verið að hluta óvirkur þegar fyrri mæling Umhverfisstofnunar var gerð. Einnig fór bæjarfélagið formlega fram á að beðið yrði með íþyngjandi ákvæði, þar með taldar dagsektir, þar til ný mæling lægi fyrir. "Í stað þess að fresta úrskurði meðan beðið væri eftir niðurstöðu mælinga valdi Umhverfisstofnun að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem boðaðar voru dagsektir á Vestmannaeyjabæ sem og önnur íþyngjandi ákvæði – allt byggt á mælingu sem Vestmannaeyjabær dró í efa,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á að nýjar mælingar hafi sýnt að mengun var ekki jafn mikil og í fyrri mælingu, og því forsendur ákvörðunar Umhverfisstofnunar rangar. " Í ljósi nýrra mælinga sem sýna að ekki einungis hefur Umhverfisstofnun sniðgengið þessar athugasemdir heldur beitt verulega íþyngjandi úrræðum á grunni mælinga sem nú ekki gefa rétta mynd af ástandi mála - eins og bent hafði verið á - íhugar Vestmannaeyjabær nú að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að leita réttar þess á grundvelli m.a. rannsóknarreglu stjórnsýslulaga (þar sem kveðið er á um að mál séu nægjanlega upplýst áður en tekin er ákvörðun í þeim) og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga (þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnvald skuli gæta þess að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til),“ segir í tilkynningu Vestmannaeyjabæjar. 12.5.2011 09:22 Íslendingar á faraldsfæti - mikil aukning frá því í fyrra Íslendingar hafa farið mun meira til útlanda það sem af er árinu samanborið við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum til aprílloka nemur fjölgunin um 20 prósentum en í síðasta mánuði fóru 50 prósent fleiri Íslendingar til útlanda en í apríl í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálaskrifstofu. 12.5.2011 08:51 Kýrin Lýsa áfram á toppnum Afurðahæsta kýr landsins í aprílmánuði, reiknað út frámjólkurlítrum, er Lýsa frá Stakkhamri 2. Hún heldur fyrsta sætinu frá því í mars. Meðalafurðir Lýsu voru tæplega 12 tonn í apríl en ríflega 12 tonn í mars. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. Þar segir að af 10 afurðahæstu kúm landsins eru fimm frá sama búinu, Gunnbjarnarholti. 12.5.2011 08:49 Stjórnendur Hörpu féllu á prófinu Sinfóníuhljómsveit Íslands hafði fundið kostunaraðila fyrir beina útsendingu frá opnunartónleikum sínum í Hörpunni. Stjórnendur Hörpu komu hins vegar í veg fyrir að af útsendingunni yrði. Þetta fullyrðir Þröstur Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. 12.5.2011 08:49 Sást til Gaddafís í fyrsta sinn í hálfan mánuð Líbíska ríkissjónvarpið sýndi í gærkvöldi myndir af Gaddafí einræðisherra landsins en hann hefur ekki komið fram opinberlega í hálfan mánuð. Yfirvöld segja að upptakan hafi verið gerð í gær í höfuðborginni Líbíu en þetta hefur ekki verið staðfest af óháðum aðilum. 12.5.2011 08:33 Haglabyssu stolið í bílskúr á Akureyri Haglabyssu var stolið úr læstum byssuskáp í bílskúr á Akureyri í fyrrinótt, en þjófnaðurinn uppgötvaðist í gærkvöldi. Skápurinn var læstur en þjófurinn fann lykilinn, sem var geymdur í skúrnum, og opnaði skápinn. Þar voru tvær aðrar byssur, sem hann skildi eftir, og hann hreyfði ekki við örðum verðmætum. 12.5.2011 08:32 Engin sanddæluskip í Landeyjahöfn Sanddæluskipið Skandía, sem á að sjá um dýpkun Landeyjahafnar, hefur legið við bryggju í Vestmannaeyjum í nokkra daga vegna bilunar og Perlan, sem send var þangað nýverið til að aðstoða Skandíu, er komin til Ísafjarðar í verkefni þar. 12.5.2011 08:29 Úthafskarfavertíðin hafin af krafti Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er nú byrjuð af fullum krafti og eru sex íslenskir togarar komnir til veiða þar, auk að minnsatkosti tuttugu erlendra togara. 12.5.2011 08:00 Pítsustaðir í viðbragðsstöðu Pítsustaðir og snakkframleiðendur eru í viðbragðsstöðu eftir frækinn árangur Vina Sjonna í undankeppni Eurovision á þriðjudaginn. 12.5.2011 08:00 Nær að fjölga hreindýrum en hækka veiðileyfin „Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. 12.5.2011 07:00 Vilja að Vatnsberinn verði í Austurstræti Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. 12.5.2011 06:45 Silkibindamálið þingfest aftur Silkibindamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað sinn í gær. 12.5.2011 06:45 Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Ríkisendurskoðun fellir áfellisdóm yfir stjórnsýslu umhverfisyfirvalda vegna sorpbrennslna hér á landi og telur að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum. Ríkisendurskoðun birti í gær stjórnsýsluúttekt sína vegna sorpbrennslna. Tilefnið var Funamálið svokallaða. 12.5.2011 06:30 Minna umburðarlyndi gegn ofbeldi Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. 12.5.2011 06:30 Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. 12.5.2011 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. 13.5.2011 04:30
Tilskipun kallaði á könnun Hvorki er að finna salmonellu né E. coli sýkingu í nautgripabúum hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar. 13.5.2011 04:15
37 umsóknir hafa borist um sérfræðiaðstoð Alls höfðu 37 umsóknir um sérfræðiaðstoð verið sendar stofnunum Evrópusambandsins (ESB) í lok mars, frá því að svokölluð TAIEX-aðstoð var gerð Íslendingum aðgengileg síðasta sumar. Umsóknirnar fela flestar í sér aðstoð við upplýsingaöflun og kynningu á regluverki ESB. 13.5.2011 04:00
Var með 1.100 lítra af bruggi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir landabrugg. Manninum er gefið að sök að hafa á heimili sínu í Skólagerði í Kópavogi framleitt í söluskyni 850 lítra af gambra. 13.5.2011 04:00
Handriðin í Hörpu slysagildra Handriðin á svölunum í Eldborgarsal Hörpunnar eru slysagildra og hafa tónleikagestir kvartað til tryggingafélaga. Tónlistarstjóri hússins ráðleggur lofthræddu fólki að kaupa sér ekki miða á svölunum. 12.5.2011 19:30
Skattahækkanir skila sér ekki sem skyldi í ríkissjóð Skattahækkanir á undanförnum árum hafa ekki skilað sér sem skyldi í ríkissjóð. Hagfræðiprófessor segir ástandið mikið áhyggjuefni og telur vaxandi líkur á ríkisgjaldþroti. 12.5.2011 19:15
Hvetja íslensk stjórnvöld til þess að hætta þróunaraðstoð við Úganda Samtökin 78 hafa sent frá sér ályktun til sendiráðs Úganda í London og á Norðurlöndunum þar sem krafist er að mannréttindi hinsegin fólks séu virt að fullu og fallið verði frá lagasetningu um dauðarefsingar og fangelsisvist vegna samkynhneigðar. 12.5.2011 19:05
Formaður Lögmannafélagsins segir ákæru óskýra Formaður Lögmannafélagsins telur miklar líkur á að ákærunni gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði vísað frá Landsdómi. Hún uppfylli ekki nútímakröfur um skýrleika í ákæruskjölum. Hann segir pólitískt uppgjör ekki eiga heima í réttarsölum. 12.5.2011 18:45
Níu manns fluttir á spítala með eitrunareinkenni Níu manns hafa verið fluttir á spítala með misvæg eitrunareinkenni samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars vegna uppkasta, sviða og hósta. 12.5.2011 18:00
Búið að aflýsa hættuástandi í Hörpu - gaslekinn reyndist hreinsiefni "Það er búið að aflýsa hættuástandinu,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, en gríðarlegur viðbúnaður varð vegna þess að nemar námu gasleka í veitingastaðnum Munnhörpunni. 12.5.2011 17:50
Gasleki í Hörpunni - húsið rýmt Gasleki varð í veitingastaðnum Munnhörpunni tónlistarhúsinu Hörpunni. Að minnsta kosti tveir hafa fundið til óþæginda vegna lekans en lögregla og slökkvilið eru að rýma húsið. 12.5.2011 17:33
Fundu nokkur hundruð þúsund krónur - skiluðu þeim til lögreglunnar Honum hefur væntanlega verið illa brugðið manninum sem týndi nokkur hundruð þúsund krónum í peningum. 12.5.2011 17:14
Þyrla kölluð út vegna bílslyss í Skriðulandi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna umferðaslyss á Skriðulandi nærri Búðardal. 12.5.2011 16:51
Tveggja ára dómur fyrir brot gegn ölvaðri stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóm Vesturlands yfir manni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var sakfelldur að hafa haft samræði við 17 ára stúlku gegn vilja hennar. Karlmaðurinn notfærði sér ástand stúlkunnar sem gat ekki spornað við samræðinu sökum ölvunar og svefndrunga. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands kom fram að brotið hafi verið til þess fallið að valda henni sálrænum erfiðleikum til lengri tíma. Manninum var jafnframt gert að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur. 12.5.2011 16:47
Egill og Gerplustúlkurnar árita Símaskrána Egill Einarsson og Gerplustúlkurnar munu árita Símaskrána þegar hún kemur út á laugardaginn. Sérstök útgáfuhátíð verður haldin fyrir framan Hagkaup í Smáralind þegar símaskráin kemur út. 12.5.2011 16:13
Var endurlífgaður á slysstað Maðurinn sem ók bílnum sem valt á hliðina á Sæbraut í dag var í hjartastoppi þegar sjúkraflutningamenn komu að honum. Hann var endurlífgaður af sjúkraflutningamönnum á vettvangi og er í aðgæslu á Landspítalanum vegna þess, segir læknir á slysadeild Landspítalans. Maðurinn er ekki með alvarlega áverka af völdum bílveltunnar. 12.5.2011 15:55
Börnin fengu sippubönd og sundkort frá ÍBR Af gömlum og góðum íslenskum sið fagnar Íþróttabandalag Reykjavíkur sumarkomunni og gefur börnum í grunnskólum Reykjavíkur sumargjafir. Sumargjafaverkefnið hófst árið 2005 þegar nemendur í 2.bekk fengu sippuband. Það hefur síðan verið endurtekið ár hvert og hafa þrír árgangar bæst við í hóp þeirra sem fá gjafir frá Íþróttabandalaginu. Börn í öðrum bekk fengu sippuband ásamt litlum bæklingi með hugmyndum af leikjum og æfingum. Allir þriðju bekkir fengu þrjá bolta til að nota í frímínútum. Þá fengu fimmtu bekkingar sundkort sem gildir í þrjú skipti í sundlaugar Reykjavíkur ásamt bækling með hugmyndum að sundleikjum og upplýsingum um opnunartíma sundlauganna í Reykjavík. Tilgangur sumargjafanna er að gleðja reykvísk börn og um leið hvetja þau til að hreyfa sig og leika sér með tilvísun í íþróttir almennt. Starfsmenn og nemendur skólanna taka ávalt vel á móti gjöfunum og eru þakklát fyrir framtakið eins og sjá má í pósti frá einum skólastjóranum: „Kærar þakkir frá okkur. Gjafirnar eru vorboðar eins og lóan." Alls fengu 1350 börn sippubönd, 1438 börn sundkort og 74 bekkjadeildir (1343 nemendur) bolta frá ÍBR þetta árið. Sumargjöfunum var dreift til skólanna í byrjun maí. 4.bekkingar fengu líka gjöf á þessu skólaári því í tengslum við fyrsta vetrardag í október síðastliðnum voru þeim afhendir boðsmiðar á skauta, samtals 1.365 nemendur. 12.5.2011 15:19
Undirrita alþjóðasamning gegn heimilisofbeldi Ísland var í gær á meðal fyrstu 13 aðildarríkja Evrópuráðsins til að undirrita samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að samningurinn er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum. Samningurinn er lagarammi um vernd kvenna gegn ofbeldi, forvarnarstarf, saksókn á hendur gerendum og útrýmingu ofbeldis gegn konum og heimilisofbeldis. Eftirfylgni með innleiðingu samningsins í hverju landi fyrir sig er einnig hluti hans. Fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu, Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd á ráðherrafundi Evrópuráðsins, sem nú stendur yfir í Istanbúl í Tyrklandi. Auk Íslands undirrituðu Austurríki, Finnland, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Portúgal, Slóvakía, Spánn, Svartfjallaland, Svíþjóð, Tyrkland og Þýskaland samninginn. 12.5.2011 14:51
Óttast að hér sé "hestaripper" á ferð Hestamaðurinn sem uppgötvaði skurði á kynfærum hryssu um helgina hefur ritað greinargerð um fyrirbærið "hestaripper“ sem hann ætlar að koma til lögreglunnar á Egilsstöðum, lögreglumönnum til upplýsingar. Þá hefur hann einnig mælst til þess að greinargerðin verði hengd upp í hesthúsum þannig að hestaeigendur séu meðvitaðir um hættuna. Höfundur greinargerðarinnar heitir Ólafur Guðgeirsson og er heila- og taugaskurðlæknir. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. Eftir að Ólafur komst fann skurðina á hryssunni sökkti hann sér í þýskar fræðibækur, en sjálfur var hann við nám í Þýskalandi. Þar í landi gengu menn sem misþyrmdu hrossum á þennan hátt undir heitinu "pferderipper.“ "Þetta glæpsamlega tortímingaræði flokkast undir (zoosadisma) dýraníðingsskap. Í hópnum eru kvennaraðmorðingjar, en við yfirheyrslur margra þeirra í Þýskalandi er oft fyrri saga um dýraníðingsskap, raðáverka eða raðmorð. Einnig játuðu flestir að vera kvennahatarar,“ segir í greinrgerð Ólafs, en þar kemur fram að hann sækir fróðleik sinn til þýskra sérfræðinga. Ólafur segir að þegar í ljós kom að um áverka af mannavöldum var að ræða á hryssunni, eftir því sem komist er næst, hafi hann munað eftir fjölmiðlaumfjöllun um hestarippera frá námsárunum í Þýskalandi. "Þá var ákveðið að í stað þess að hlífa almenningi við þessum staðreyndum þá var fjallað um þetta opinskátt. Þannig væru meiri líkur á að níðingarnir kæmust í viðeigandi meðferð eða á bak við lás og slá,“ segir hann. Ólafur segir það ekki hafa verið tekið út með sældinni að lesa sér til um jafn viðurstyggilega hluti og dýraníð. "Það var hörmulegt að þurfa að vinna þetta. Ég gerði það með miklum stunum. Mér leið mjög illa meðan ég var að vinna úr þessu,“ segir hann. 12.5.2011 14:33
Sæbrautin lokuð vegna umferðarslyss Sæbrautin er lokuð milli Kleppsmýrarvegs og Súðarvogs í suðurátt vegna umferðaróhapps. Eftir því sem Vísir kemst næst var bíl ekið á steinvegg og valt síðan eftir það. Einn var í bílnum og hefur sá verið fluttur á slysadeild. 12.5.2011 13:50
Refsing fyrir mansal verði 12 ár Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að refsing fyrir mansal á Íslandi verði allt að 12 ára fangelsi í stað átta ára. 12.5.2011 13:24
Lögreglan leitar vitna að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í Reykjavík laust fyrir klukkan sjö á fimmtudagskvöld fyrir viku. Þar rákust saman svartur Volkswagen Polo og ljósbrún Toyota RAV4 en ökumönnum þeirra ber ekki saman um stöðu umferðaljósa. 12.5.2011 12:40
Stjórnlagaráð: Ráðherrar víki af þingi og Alþingi styrkt B-nefnd Stjórnlagaráðs leggur til að ráðherrar víki af þingi, vægi þingforseta verði aukið og að Alþingi verði styrkt sem löggjafi og eftirlitsaðili gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta eru meðal annars fyrstu tilögur B- nefndarinnar, sem verða kynntar á stjórnlagaráðsfundi klukkan eitt í dag. Þá mun A-nefnd Stjórnlagaráðs leggja fram fyrstu tillögur í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar fram til afgreiðslu inn í áfangaskjal ráðsins. 12.5.2011 12:11
Annarr fær grænt ljós hjá Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Annarr og hefur nafnið fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í úrskurði mannanafnanefndar frá 27. apríl sem birtur var í dag. Þá samþykkti mannanafnanefnd einnig nöfnin Jane og Denis. 12.5.2011 11:52
Verndar- og nýtingaráætlun samþykkt á Alþingi Alþingi hefur samþykkt lög sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra lagði fram um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að lögin skapi nauðsynlegan ramma um lagalegan sess rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. 12.5.2011 11:19
Vormarkaður við Elliðavatn Skógræktarfélagið heldur Vormarkað á Elliðavatni í annað sinn dagana 13.-15. maí næstkomandi. Föstudaginn 13. maí verður opið klukkan 15-18, en klukkan 10-18 á laugardag og sunnudag. Félag trérennismiða verður með stóra sölusýningu í Gamla salnum og rekur auk þess kaffistofu á staðnum. Þá verða þeir með sýnikennslu á Hlaðinu eins og í fyrra. Á laugardag verður hestaleiga fyrirtækisins Íslenski hesturinn, þar sem teymt er undir börnum í gerði við bæinn klukkan 11-13. Þá verður kynning á stafgöngu á vegum ÍSÍ eftir hádegi og síðdegis verður síðan Vorblót að Vatni á vegum Ásatrúarmanna, sem bjóða öllum að fagna gróandanum með sér. Fuglavernd og Ferðafélag Íslands verða með kynningu á starfseminni og bjóða fólki í fræðslugöngur á meðan á Vormarkaðnum stendur. Á föstudag verður kennsla í fluguhnýtingum. Á laugardag býðst fólki að kasta flugu með leiðsögn og á sunnudeginum verður síðan kastkeppni á túninu neðan við bæinn. Gámaþjónustan býður öllum upp á ókeypis moltu í garðinn -og ekki má gleyma Skógræktarfélaginu sem hefur til sölu eldivið, bolvið og kurl og einnig munu skógarmenn sýna nýjustu vélarnar að störfum á laugardeginum. 12.5.2011 11:11
Tæpur helmingur yfir hámarkshraða í Furugrund Brot 11 ökumanna voru mynduð í Furugrund í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Furugrund í austurátt, við Víðigrund. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 24 ökutæki þessa akstursleið og því ók næstum helmingur ökumanna, eða 46%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 46. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 38-67% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 41-45 km/klst. 12.5.2011 10:53
Þrettán brotlegir á Hjarðarhaga Brot 13 ökumanna voru mynduð á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hjarðarhaga í austurátt, við Tómasarhaga. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 33 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 39%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 50. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 42-46% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 43-45 km/klst. 12.5.2011 10:51
Sorpbrennsla: Sofandaháttur einkennir málið Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á fjölmörg atriði þar sem heilbrigðisyfirvöld brugðust í framkvæmd reglna um sorpbrennslustöðvar. Bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa ráðist í að stórbæta verklag sitt að undanförnu. 12.5.2011 10:00
Kanadamenn gættu Íslendinga Kanadamenn hafa lokið loftrýmiseftirliti hér við land. Þeir voru með fimm CF-18 Hornet vélar hér, sem komu í byrjun apríl og fóru í lok mánaðarins. 12.5.2011 09:43
Vestmannaeyjabær íhugar stjórnsýslukæru vegna dagssekta Vestmannaeyjabær íhugar stjórnsýslukæru á hendur Umhverfisstofnun vegna vinnubragða stofnunarinnar við mat á mengun frá sorpbrennslustöð bæjarfélagsins og ákvörðunar um að beita Vestmannaeyjabæ dagsektum. Ákvörðun Umhverfisstofnunar byggir á því að mengun frá sorpbrennslustöðinni mældist yfir mörkum, og því að bæjarfélagið hafi ekki gert nauðsynlegar úrbætur á hreinsibúnaði stöðvarinnar. Umhverfisstofnun kunngerði ákvörðun sína um dagsektir í gær. Vestmannaeyjabær gagnrýnir að í tilkynningu frá Umhverfisstofnun hafi láðst að geta þess að bæjarfélagið hafi gripið til margvíslegra úrræða til að draga úr mengun. Í tilkynningu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, segir að bæjarfélagið hafi óskað eftir nýrri mælingu á menguninni þar eð mengunarvarnarbúnaður hafi verið að hluta óvirkur þegar fyrri mæling Umhverfisstofnunar var gerð. Einnig fór bæjarfélagið formlega fram á að beðið yrði með íþyngjandi ákvæði, þar með taldar dagsektir, þar til ný mæling lægi fyrir. "Í stað þess að fresta úrskurði meðan beðið væri eftir niðurstöðu mælinga valdi Umhverfisstofnun að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem boðaðar voru dagsektir á Vestmannaeyjabæ sem og önnur íþyngjandi ákvæði – allt byggt á mælingu sem Vestmannaeyjabær dró í efa,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á að nýjar mælingar hafi sýnt að mengun var ekki jafn mikil og í fyrri mælingu, og því forsendur ákvörðunar Umhverfisstofnunar rangar. " Í ljósi nýrra mælinga sem sýna að ekki einungis hefur Umhverfisstofnun sniðgengið þessar athugasemdir heldur beitt verulega íþyngjandi úrræðum á grunni mælinga sem nú ekki gefa rétta mynd af ástandi mála - eins og bent hafði verið á - íhugar Vestmannaeyjabær nú að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að leita réttar þess á grundvelli m.a. rannsóknarreglu stjórnsýslulaga (þar sem kveðið er á um að mál séu nægjanlega upplýst áður en tekin er ákvörðun í þeim) og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga (þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnvald skuli gæta þess að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til),“ segir í tilkynningu Vestmannaeyjabæjar. 12.5.2011 09:22
Íslendingar á faraldsfæti - mikil aukning frá því í fyrra Íslendingar hafa farið mun meira til útlanda það sem af er árinu samanborið við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum til aprílloka nemur fjölgunin um 20 prósentum en í síðasta mánuði fóru 50 prósent fleiri Íslendingar til útlanda en í apríl í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálaskrifstofu. 12.5.2011 08:51
Kýrin Lýsa áfram á toppnum Afurðahæsta kýr landsins í aprílmánuði, reiknað út frámjólkurlítrum, er Lýsa frá Stakkhamri 2. Hún heldur fyrsta sætinu frá því í mars. Meðalafurðir Lýsu voru tæplega 12 tonn í apríl en ríflega 12 tonn í mars. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. Þar segir að af 10 afurðahæstu kúm landsins eru fimm frá sama búinu, Gunnbjarnarholti. 12.5.2011 08:49
Stjórnendur Hörpu féllu á prófinu Sinfóníuhljómsveit Íslands hafði fundið kostunaraðila fyrir beina útsendingu frá opnunartónleikum sínum í Hörpunni. Stjórnendur Hörpu komu hins vegar í veg fyrir að af útsendingunni yrði. Þetta fullyrðir Þröstur Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. 12.5.2011 08:49
Sást til Gaddafís í fyrsta sinn í hálfan mánuð Líbíska ríkissjónvarpið sýndi í gærkvöldi myndir af Gaddafí einræðisherra landsins en hann hefur ekki komið fram opinberlega í hálfan mánuð. Yfirvöld segja að upptakan hafi verið gerð í gær í höfuðborginni Líbíu en þetta hefur ekki verið staðfest af óháðum aðilum. 12.5.2011 08:33
Haglabyssu stolið í bílskúr á Akureyri Haglabyssu var stolið úr læstum byssuskáp í bílskúr á Akureyri í fyrrinótt, en þjófnaðurinn uppgötvaðist í gærkvöldi. Skápurinn var læstur en þjófurinn fann lykilinn, sem var geymdur í skúrnum, og opnaði skápinn. Þar voru tvær aðrar byssur, sem hann skildi eftir, og hann hreyfði ekki við örðum verðmætum. 12.5.2011 08:32
Engin sanddæluskip í Landeyjahöfn Sanddæluskipið Skandía, sem á að sjá um dýpkun Landeyjahafnar, hefur legið við bryggju í Vestmannaeyjum í nokkra daga vegna bilunar og Perlan, sem send var þangað nýverið til að aðstoða Skandíu, er komin til Ísafjarðar í verkefni þar. 12.5.2011 08:29
Úthafskarfavertíðin hafin af krafti Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er nú byrjuð af fullum krafti og eru sex íslenskir togarar komnir til veiða þar, auk að minnsatkosti tuttugu erlendra togara. 12.5.2011 08:00
Pítsustaðir í viðbragðsstöðu Pítsustaðir og snakkframleiðendur eru í viðbragðsstöðu eftir frækinn árangur Vina Sjonna í undankeppni Eurovision á þriðjudaginn. 12.5.2011 08:00
Nær að fjölga hreindýrum en hækka veiðileyfin „Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. 12.5.2011 07:00
Vilja að Vatnsberinn verði í Austurstræti Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. 12.5.2011 06:45
Silkibindamálið þingfest aftur Silkibindamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað sinn í gær. 12.5.2011 06:45
Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Ríkisendurskoðun fellir áfellisdóm yfir stjórnsýslu umhverfisyfirvalda vegna sorpbrennslna hér á landi og telur að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum. Ríkisendurskoðun birti í gær stjórnsýsluúttekt sína vegna sorpbrennslna. Tilefnið var Funamálið svokallaða. 12.5.2011 06:30
Minna umburðarlyndi gegn ofbeldi Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. 12.5.2011 06:30
Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. 12.5.2011 06:15