Fleiri fréttir Andlát í gufu: Misbrestur á verklagsreglum Eigendur og starfsfólk World Class harma þann atburð sem varð síðastliðinn miðvikudag er maður fannst látinn í heilsuræktarstöð World Class í Laugum. 6.3.2011 15:24 Mótmæla forvirkum rannsóknarheimildum Stjórn Ungra vinstri grænna mótmælir harðlega hugmyndum dómsmálaráðherra sem fela í sér stórauknar rannsóknarheimildir lögreglunnarí. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem send var á fjölmiðla. 6.3.2011 14:48 Fimm ára drengur lést af slysförum Fimm ára drengur lést þegar hann lenti í drifskafti vélar á sveitabæ í Borgarbyggð síðdegis í gær. Drengurinn var þar gestkomandi á bænum sem á Mýrum. Ekki verður hægt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. 6.3.2011 12:51 Vítisenglarnir koma heim í kvöld Von er á íslensku Vítisenglunum átta sem voru handteknir í Noregi í fyrradag í kvöld. 6.3.2011 12:12 Færð: Víða hálka Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði, Vatnaleið og á Bröttubrekku. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði. 6.3.2011 10:23 Hugsanlega þarf að farga flugvélinni Dash átta flugvél Flugfélags Íslands hefur nú verið komið fyrir á svæði í eigu Air Greenland á Nuuk flugvelli á Grænlandi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir Air Greeland hafa aðstoðað Íslendinga mikið eftir flugslysið. Vélin er því ekki fyrir neinum núna. 6.3.2011 10:19 80 björgunarsveitarmenn leituðu vélsleðamannsins í gær Vélsleðamaðurinn sem leitað var að í gær fannst heilla húfi rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Um það bil áttatíu manns tóku þátt í leitinni. 6.3.2011 10:05 Bílvelta í Ártúnsbrekkunni- ökumaður líklega drukkinn Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni seint í nótt. Tveir voru í bílnum en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið drukkinn. 6.3.2011 09:53 Líkamsárás og bílaþjófnaður á N1 Einn karlmaður var handtekinn vegna líkamsárásar á bensínstöðinni N1 við Hringbraut í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni komu upp átök nokkurra manna á bensínstöðinni sem varð til þess að lögreglan var kölluð á vettvang. 6.3.2011 09:42 Nítján ára stúlka ók utan í lögreglubíl og stakk af Nítján ára stúlka ók utan í lögreglubíl þegar hún reyndi að komast undan vegna ölvunaraksturs. Stúlkan hafði verið að aka í Þingholtunum klukkan fjögur í nótt þegar lögreglan tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. 6.3.2011 09:40 Stjórnmálaþátttaka kvenna einna mest á Íslandi Rúanda er eina ríkið í heiminum þar sem konur eru í meirihluta á þjóðþinginu. Á Íslandi og í Suður-Afríku vantar lítið upp á að jafn margar konur og karlmenn sitji á þingi. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Independent. Blaðið hefur gert úttekt á stöðu kvenna á þjóðkjörnum þingum í heiminum í tilefni þess að alþjóðlegur baráttudagur kvenna er á þriðjudaginn. 6.3.2011 08:00 Vítisenglarnir koma til landsins síðdegis á morgun Von er á íslensku Vítisenglunum til Ísland síðdegis en norsk yfirvöld vísuðu þeim úr landi eftir að þeir voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í gær. Þá sagði varðstjóri lögreglunnar að mennirnir, sem voru átta, væru í öryggisgæslu þar sem erindi þeirra til landsins var kannað. 5.3.2011 14:26 Víða hvassviðri - óveður við Hafnarfjall Á Suðurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir og éljagangur er víða á Vesturlandi. Óveður er við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. 5.3.2011 14:07 Dollar fann kannabisefni á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðurm fann tæp 70 grömm af kannabisefnum í gærmorgun. Efnið fannst við húsleit á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu. 5.3.2011 13:10 Lést í gufunni í World Class - fannst daginn eftir Karlmaður fannst látinn í gufubaði World Class á miðvikudaginn en maðurinn lést skyndidauða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar liggja fyrir en þær staðfesta að andlát mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti. 5.3.2011 12:19 Alda Hrönn hefur kært frávísun vegna klúrra fúkyrða Saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur kært ákvörðun lögreglunnar um að vísa kæru hennar frá. Kæruna lagði hún fram vegna ummæla forvera hennar í starfi. 5.3.2011 11:56 Þetta er búinn að vera frábær ferill Eyjólfur Kristjánsson gefur út fimmtíu laga safnplötu og fer í sína stærstu tónleikaferð til þessa í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. 5.3.2011 11:00 Fundað um RÚV Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu í dag undir yfirskriftinni Framtíðarþing þjóðarútvarps. Þingið hefst núna klukkan tíu og stendur til tvö. 5.3.2011 10:17 Árni Páll: Engin evra þýða áframhaldandi gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ef Ísland tekur ekki upp evru sé fyrirséð að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera. Þetta sagði hann í samtali við Bloomberg fréttaveituna í gær. 5.3.2011 10:05 Íslenska flugvélin liggur enn skemmd við flugbrautina Dash átta flugvél Flugfélags Íslands sem brotlenti í Nuuk á Grænlandi í gær liggur enn skemmd við flugbrautina. 5.3.2011 09:59 Feðgar á spítala eftir harðan árekstur - grunur um ölvun Feðgar voru fluttir slasaðir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur en grunur leikur á að ökumaður, sem ók aftan á kyrrstæðan bíl þeirra feðga á þjóðveginum í Mývatnssveit, hafi verið ölvaður. 5.3.2011 09:41 Vatnsleki í Héraðsdómi Reykjavíkur Vatn lak í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um minniháttar atvik að ræða. 5.3.2011 09:32 Lamdi mann í andlitið með bjórglasi Karlmaður er í haldi lögreglunnar eftir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi. Sá sem fékk glasið í sig skast verulega illa en árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað við Tryggvagötuna í nótt. 5.3.2011 09:28 Félagar í MC Iceland orðnir Vítisenglar Átta félagar vélhjólaklúbbsins MC Iceland voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inntökuathöfn í samtökin Hells Angels, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. 5.3.2011 09:00 Dæmdir fyrir hrottafengna árás Tveir menn voru á fimmtudag dæmdir í fangelsi fyrir "frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar“ auk fíkniefnabrota. Mennirnir, Eyþór Helgi Guðmundsson og Gestur Hrafnkell Kristmundsson, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs og tuttugu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Brot mannanna eru sögð alvarleg, hrottafengin og niðurlægjandi. 5.3.2011 08:00 Engar veðsettar eignir seldar Capacent sendi í gær frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að skiptastjóri GH1, sem áður hét Capacent, hefði óskað eftir því við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra að hafin yrði rannsókn á sölu á rekstri og vörumerki Capacent í september. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. 5.3.2011 07:00 Gæti numið 33 milljónum Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða kostnað sjúkratryggðra einstaklinga sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Endurgreiðslur gætu numið 33 milljónum króna í heild þar sem um 5.000 reikningar voru greiddir á tímabilinu. 5.3.2011 04:00 Málinu lýkur ekki hjá dómstóli EFTA Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dómstólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. 5.3.2011 04:00 Leyfir mótmæli hommahatara Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á miðvikudag að ekki mætti banna baptistakirkjunni í Westboro í Kansas að mótmæla við útfarir hermanna. 5.3.2011 03:30 Óvíst hvað olli því að Dash 8 vélin brotlenti Ekkert liggur fyrir um það hvað olli því að Dash 8 vél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa að samkvæmt alþjóðlegum samningum muni rannsókn á slysinu vera í höndum Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. 4.3.2011 21:15 Undantekning að ofvirknilyf séu misnotuð Hópur Barna- og unglingageðlækna segir umræðu á Íslandi um ADHD, eða athyglisbrest með ofvirkni, vera fordómafulla á Íslandi. Þetta hafi meðal annars komið skýrt fram á Læknaþingi á dögunum. 4.3.2011 20:14 Föstudagsviðtalið: Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni Engilbert Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá starfi og framtíðarsýn ÞSSÍ á niðurskurðartímum, frá mikilvægi þróunaraðstoðar og starfsferli á vettvangi alþjóðamála. 4.3.2011 21:00 Á annað hundrað manns leitaði aðstoðar vegna nauðgana Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi kynntu tölur úr ársskýrslu sinni í morgun. Samtökin fengust við alls tvö hundruð sjötíu og fimm ný mál. 4.3.2011 19:11 Fyrrverandi fangelsisstjóri handtekinn í dag Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju var í dag handtekinn og húsleit gerð á heimili hans síðdegis hann er grunaður stórfelldan fjárdrátt. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, er grunaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann gengdi starfi sínu á Kvíabryggju. 4.3.2011 18:30 Gunnar Rúnar fór handjárnalaus í klippingu á Selfossi í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í klippingu handjárnalaus á Selfossi í gær og í fylgd hans var einn gæslumaður. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis í dag. 4.3.2011 17:00 Kópavogsbær fellst ekki á rökstuðning FME Bæjarráð Kópavogs fellst ekki á rökstuðning Fjármálaeftirlitsins um staðsetningu nýs húsnæðis stofnunarinnar og telur hann ómálefnalegan. Þetta var bókað á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð ætlar að fylgja málinu eftir og óskar eftir því að FME fresti ákvörðun um leigu á nýju húsnæði. 4.3.2011 16:57 Íslensk vél brotlenti á flugvellinum í Nuuk - allir farþegar ómeiddir Dash 8 flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk á Grænlandi fyrir rúmum hálftíma síðan. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún fær vindhnút á sig og í lendingunni gefur hjólastellið hægra megin sig og brotnar undan vélinni. Vélin rann út af flugbrautinni og út á öryggissvæði þar sem hún stöðvast. 4.3.2011 16:51 Félagar í MC Iceland fá ekki að heimsækja Noreg Norsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að vísa íslenskum meðlimum mótorhjólaklúbbsins MC Iceland frá landi en þeir voru stöðvaðir af lögreglu við komu sína til Noregs í morgun. Lögreglan Gardemoen flugvelli í Osló staðfestir þetta í samtali við Vísi. Mennirnir eru enn á flugvellinum og ekki er ljóst hvenær þeir verða sendir til baka. 4.3.2011 16:29 Marel gefur barnavog Marel afhenti Kvennadeild Landspítalans sérhannaða barnavog til notkunar fyrir ungabörn á fæðingardeild og sængurkvennagangi í dag. Vogin er framlag fyrirtækisins til landssöfnunar Líf styrktarfélag, GEFÐU LÍF, sem fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. 4.3.2011 16:14 Lögreglan fær 47 milljónir til að berjast gegn skipulögðum glæpum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram. 4.3.2011 16:07 Mikil ásókn í miða í Hörpu veldur hruni á vefnum Miðakerfið hjá midi.is liggur niðri sem stendur vegna þess mikla fjölda fólks sem er að reyna að kaupa miða á tónleika í Hörpu á sama tíma. 4.3.2011 15:37 Mottur til sýnis í Kringlunni Mikil gróska er á efri vörum íslenskra karla um þessar mundir en eins og flestir vita er Mottumars hafinn annað árið í röð. 4.3.2011 15:16 Verzlingar etja kappi við fræga fólkið Nemendur í Verzlunarskóla Íslands mæta svokölluðu All star liði í árlegum fótboltaleik á morgun. Það er Góðgerðaráð skólans sem stendur fyrir leiknum sem fer fram í Kórnum í Kópavogi á morgun. 4.3.2011 15:06 Kannast þú við þessa stolnu muni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum mikið magn muna sem hald hefur verið lagt á síðustu vikur. Um er að ræða hluti sem innbrotsþjófar hafa komist yfir en tugir slíkra mála hafa verið upplýst af lögreglu undanfarið. Leitar lögreglan nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi myndum. 4.3.2011 14:44 Dagbladet: Einar Ingi í hópi handtekinna Samkvæmt frétt í norska blaðinu Dagbladet er Einar Ingi Marteinsson, oft auknefndur Búmm, í hópi þeirra félaga MC Iceland, sem nú eru í haldi lögreglunnar á Gardermoen flugvelli við Osló. Einar Ingi er forsprakki MC Iceland. 4.3.2011 14:37 Sjá næstu 50 fréttir
Andlát í gufu: Misbrestur á verklagsreglum Eigendur og starfsfólk World Class harma þann atburð sem varð síðastliðinn miðvikudag er maður fannst látinn í heilsuræktarstöð World Class í Laugum. 6.3.2011 15:24
Mótmæla forvirkum rannsóknarheimildum Stjórn Ungra vinstri grænna mótmælir harðlega hugmyndum dómsmálaráðherra sem fela í sér stórauknar rannsóknarheimildir lögreglunnarí. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem send var á fjölmiðla. 6.3.2011 14:48
Fimm ára drengur lést af slysförum Fimm ára drengur lést þegar hann lenti í drifskafti vélar á sveitabæ í Borgarbyggð síðdegis í gær. Drengurinn var þar gestkomandi á bænum sem á Mýrum. Ekki verður hægt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. 6.3.2011 12:51
Vítisenglarnir koma heim í kvöld Von er á íslensku Vítisenglunum átta sem voru handteknir í Noregi í fyrradag í kvöld. 6.3.2011 12:12
Færð: Víða hálka Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði, Vatnaleið og á Bröttubrekku. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði. 6.3.2011 10:23
Hugsanlega þarf að farga flugvélinni Dash átta flugvél Flugfélags Íslands hefur nú verið komið fyrir á svæði í eigu Air Greenland á Nuuk flugvelli á Grænlandi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir Air Greeland hafa aðstoðað Íslendinga mikið eftir flugslysið. Vélin er því ekki fyrir neinum núna. 6.3.2011 10:19
80 björgunarsveitarmenn leituðu vélsleðamannsins í gær Vélsleðamaðurinn sem leitað var að í gær fannst heilla húfi rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Um það bil áttatíu manns tóku þátt í leitinni. 6.3.2011 10:05
Bílvelta í Ártúnsbrekkunni- ökumaður líklega drukkinn Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni seint í nótt. Tveir voru í bílnum en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið drukkinn. 6.3.2011 09:53
Líkamsárás og bílaþjófnaður á N1 Einn karlmaður var handtekinn vegna líkamsárásar á bensínstöðinni N1 við Hringbraut í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni komu upp átök nokkurra manna á bensínstöðinni sem varð til þess að lögreglan var kölluð á vettvang. 6.3.2011 09:42
Nítján ára stúlka ók utan í lögreglubíl og stakk af Nítján ára stúlka ók utan í lögreglubíl þegar hún reyndi að komast undan vegna ölvunaraksturs. Stúlkan hafði verið að aka í Þingholtunum klukkan fjögur í nótt þegar lögreglan tók eftir undarlegu aksturslagi stúlkunnar. 6.3.2011 09:40
Stjórnmálaþátttaka kvenna einna mest á Íslandi Rúanda er eina ríkið í heiminum þar sem konur eru í meirihluta á þjóðþinginu. Á Íslandi og í Suður-Afríku vantar lítið upp á að jafn margar konur og karlmenn sitji á þingi. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Independent. Blaðið hefur gert úttekt á stöðu kvenna á þjóðkjörnum þingum í heiminum í tilefni þess að alþjóðlegur baráttudagur kvenna er á þriðjudaginn. 6.3.2011 08:00
Vítisenglarnir koma til landsins síðdegis á morgun Von er á íslensku Vítisenglunum til Ísland síðdegis en norsk yfirvöld vísuðu þeim úr landi eftir að þeir voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í gær. Þá sagði varðstjóri lögreglunnar að mennirnir, sem voru átta, væru í öryggisgæslu þar sem erindi þeirra til landsins var kannað. 5.3.2011 14:26
Víða hvassviðri - óveður við Hafnarfjall Á Suðurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir og éljagangur er víða á Vesturlandi. Óveður er við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. 5.3.2011 14:07
Dollar fann kannabisefni á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðurm fann tæp 70 grömm af kannabisefnum í gærmorgun. Efnið fannst við húsleit á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu. 5.3.2011 13:10
Lést í gufunni í World Class - fannst daginn eftir Karlmaður fannst látinn í gufubaði World Class á miðvikudaginn en maðurinn lést skyndidauða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar liggja fyrir en þær staðfesta að andlát mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti. 5.3.2011 12:19
Alda Hrönn hefur kært frávísun vegna klúrra fúkyrða Saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur kært ákvörðun lögreglunnar um að vísa kæru hennar frá. Kæruna lagði hún fram vegna ummæla forvera hennar í starfi. 5.3.2011 11:56
Þetta er búinn að vera frábær ferill Eyjólfur Kristjánsson gefur út fimmtíu laga safnplötu og fer í sína stærstu tónleikaferð til þessa í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. 5.3.2011 11:00
Fundað um RÚV Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu í dag undir yfirskriftinni Framtíðarþing þjóðarútvarps. Þingið hefst núna klukkan tíu og stendur til tvö. 5.3.2011 10:17
Árni Páll: Engin evra þýða áframhaldandi gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að ef Ísland tekur ekki upp evru sé fyrirséð að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera. Þetta sagði hann í samtali við Bloomberg fréttaveituna í gær. 5.3.2011 10:05
Íslenska flugvélin liggur enn skemmd við flugbrautina Dash átta flugvél Flugfélags Íslands sem brotlenti í Nuuk á Grænlandi í gær liggur enn skemmd við flugbrautina. 5.3.2011 09:59
Feðgar á spítala eftir harðan árekstur - grunur um ölvun Feðgar voru fluttir slasaðir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur en grunur leikur á að ökumaður, sem ók aftan á kyrrstæðan bíl þeirra feðga á þjóðveginum í Mývatnssveit, hafi verið ölvaður. 5.3.2011 09:41
Vatnsleki í Héraðsdómi Reykjavíkur Vatn lak í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um minniháttar atvik að ræða. 5.3.2011 09:32
Lamdi mann í andlitið með bjórglasi Karlmaður er í haldi lögreglunnar eftir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi. Sá sem fékk glasið í sig skast verulega illa en árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað við Tryggvagötuna í nótt. 5.3.2011 09:28
Félagar í MC Iceland orðnir Vítisenglar Átta félagar vélhjólaklúbbsins MC Iceland voru stöðvaðir á Gardemoen-flugvelli í Osló í gær og meinað að fara inn í landið. Þar hugðust þeir taka þátt í inntökuathöfn í samtökin Hells Angels, eða Vítisengla, sem veitt hafa MC Iceland formlega inngöngu í samtökin. Evrópska lögreglan, Europol, skilgreinir Vítisengla sem skipulögð glæpasamtök. 5.3.2011 09:00
Dæmdir fyrir hrottafengna árás Tveir menn voru á fimmtudag dæmdir í fangelsi fyrir "frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar“ auk fíkniefnabrota. Mennirnir, Eyþór Helgi Guðmundsson og Gestur Hrafnkell Kristmundsson, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs og tuttugu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Brot mannanna eru sögð alvarleg, hrottafengin og niðurlægjandi. 5.3.2011 08:00
Engar veðsettar eignir seldar Capacent sendi í gær frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að skiptastjóri GH1, sem áður hét Capacent, hefði óskað eftir því við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra að hafin yrði rannsókn á sölu á rekstri og vörumerki Capacent í september. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. 5.3.2011 07:00
Gæti numið 33 milljónum Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða kostnað sjúkratryggðra einstaklinga sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Endurgreiðslur gætu numið 33 milljónum króna í heild þar sem um 5.000 reikningar voru greiddir á tímabilinu. 5.3.2011 04:00
Málinu lýkur ekki hjá dómstóli EFTA Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dómstólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. 5.3.2011 04:00
Leyfir mótmæli hommahatara Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á miðvikudag að ekki mætti banna baptistakirkjunni í Westboro í Kansas að mótmæla við útfarir hermanna. 5.3.2011 03:30
Óvíst hvað olli því að Dash 8 vélin brotlenti Ekkert liggur fyrir um það hvað olli því að Dash 8 vél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa að samkvæmt alþjóðlegum samningum muni rannsókn á slysinu vera í höndum Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. 4.3.2011 21:15
Undantekning að ofvirknilyf séu misnotuð Hópur Barna- og unglingageðlækna segir umræðu á Íslandi um ADHD, eða athyglisbrest með ofvirkni, vera fordómafulla á Íslandi. Þetta hafi meðal annars komið skýrt fram á Læknaþingi á dögunum. 4.3.2011 20:14
Föstudagsviðtalið: Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni Engilbert Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá starfi og framtíðarsýn ÞSSÍ á niðurskurðartímum, frá mikilvægi þróunaraðstoðar og starfsferli á vettvangi alþjóðamála. 4.3.2011 21:00
Á annað hundrað manns leitaði aðstoðar vegna nauðgana Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi kynntu tölur úr ársskýrslu sinni í morgun. Samtökin fengust við alls tvö hundruð sjötíu og fimm ný mál. 4.3.2011 19:11
Fyrrverandi fangelsisstjóri handtekinn í dag Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju var í dag handtekinn og húsleit gerð á heimili hans síðdegis hann er grunaður stórfelldan fjárdrátt. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, er grunaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann gengdi starfi sínu á Kvíabryggju. 4.3.2011 18:30
Gunnar Rúnar fór handjárnalaus í klippingu á Selfossi í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í klippingu handjárnalaus á Selfossi í gær og í fylgd hans var einn gæslumaður. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis í dag. 4.3.2011 17:00
Kópavogsbær fellst ekki á rökstuðning FME Bæjarráð Kópavogs fellst ekki á rökstuðning Fjármálaeftirlitsins um staðsetningu nýs húsnæðis stofnunarinnar og telur hann ómálefnalegan. Þetta var bókað á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð ætlar að fylgja málinu eftir og óskar eftir því að FME fresti ákvörðun um leigu á nýju húsnæði. 4.3.2011 16:57
Íslensk vél brotlenti á flugvellinum í Nuuk - allir farþegar ómeiddir Dash 8 flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk á Grænlandi fyrir rúmum hálftíma síðan. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún fær vindhnút á sig og í lendingunni gefur hjólastellið hægra megin sig og brotnar undan vélinni. Vélin rann út af flugbrautinni og út á öryggissvæði þar sem hún stöðvast. 4.3.2011 16:51
Félagar í MC Iceland fá ekki að heimsækja Noreg Norsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að vísa íslenskum meðlimum mótorhjólaklúbbsins MC Iceland frá landi en þeir voru stöðvaðir af lögreglu við komu sína til Noregs í morgun. Lögreglan Gardemoen flugvelli í Osló staðfestir þetta í samtali við Vísi. Mennirnir eru enn á flugvellinum og ekki er ljóst hvenær þeir verða sendir til baka. 4.3.2011 16:29
Marel gefur barnavog Marel afhenti Kvennadeild Landspítalans sérhannaða barnavog til notkunar fyrir ungabörn á fæðingardeild og sængurkvennagangi í dag. Vogin er framlag fyrirtækisins til landssöfnunar Líf styrktarfélag, GEFÐU LÍF, sem fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. 4.3.2011 16:14
Lögreglan fær 47 milljónir til að berjast gegn skipulögðum glæpum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram. 4.3.2011 16:07
Mikil ásókn í miða í Hörpu veldur hruni á vefnum Miðakerfið hjá midi.is liggur niðri sem stendur vegna þess mikla fjölda fólks sem er að reyna að kaupa miða á tónleika í Hörpu á sama tíma. 4.3.2011 15:37
Mottur til sýnis í Kringlunni Mikil gróska er á efri vörum íslenskra karla um þessar mundir en eins og flestir vita er Mottumars hafinn annað árið í röð. 4.3.2011 15:16
Verzlingar etja kappi við fræga fólkið Nemendur í Verzlunarskóla Íslands mæta svokölluðu All star liði í árlegum fótboltaleik á morgun. Það er Góðgerðaráð skólans sem stendur fyrir leiknum sem fer fram í Kórnum í Kópavogi á morgun. 4.3.2011 15:06
Kannast þú við þessa stolnu muni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum mikið magn muna sem hald hefur verið lagt á síðustu vikur. Um er að ræða hluti sem innbrotsþjófar hafa komist yfir en tugir slíkra mála hafa verið upplýst af lögreglu undanfarið. Leitar lögreglan nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi myndum. 4.3.2011 14:44
Dagbladet: Einar Ingi í hópi handtekinna Samkvæmt frétt í norska blaðinu Dagbladet er Einar Ingi Marteinsson, oft auknefndur Búmm, í hópi þeirra félaga MC Iceland, sem nú eru í haldi lögreglunnar á Gardermoen flugvelli við Osló. Einar Ingi er forsprakki MC Iceland. 4.3.2011 14:37