Fleiri fréttir

Tannlæknar segja upp gjaldfrjálsri forvarnarskoðun barna

Langflestir tannlæknar landsins hafa sagt upp samningi við sjúkratryggingar um gjaldfrjálsa forvarnaskoðun barna en þeirri skoðun var komið á laggirnar til að reyna að tryggja að sem flest börn kæmust til tannlæknis.

Atlanta flytur hergögn fyrir Bandaríkin

Íslenska flugfélagið Atlanta flýgur með hergögn fyrir bandaríska herinn til Afganistans. Flugmálastjórn Íslands veitti leyfi til flutninganna í samráði við innanríkisráðuneytið.

Össur: Gaddafi sekur um stríðsglæpi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að ef fregnir frá Líbíu séu réttar þá hafi Gaddafi leiðtogi landsins gerst sekur um stríðsglæpi. Össur sagði fregnir greina frá því að flugvélum og þungum vopnum hafi verið beitt gegn saklausu fólki. "Íslenska ríkisstjórnin fordæmir mjög harkalega framferði stjórvalda í Líbíu,“ bætti hann við.

86 dagblöð í áskrift og 13 héraðsfréttablöð

Innanríkisráðuneytið og stofnanir þess eru alls með áskrift að 86 dagblöðum og 13 dagblöð í netáskrift. Mánaðarlega eru greiddar tæpar 307 þúsund krónur vegna þessa. Þá greiðir ráðuneytið og stofnanir þess mánaðarlega fyrir áskrift að 24 héraðsfréttablöðum, alls rúmar 33 þúsund krónur.

Buchheit um nýju samningana - myndband

Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla.

Könnun MMR: 70 prósent vilja bylta kvótakerfinu

Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans.

Skemmdi veggi með háhæla skóm

Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að hafa afskipti af stúlku á átjánda ári sem olli skemmdum á einum af veitingastöðum bæjarins um helgina. Stúlkan hafði látið reiði sína bitna á veggjum inni á salerni staðarins með þeim afleiðingum að göt komu á veggina, en stúlkan var í háhæla skóm og komu göt á veggina eftir hælana. Nokkuð var um að lögreglan væri kölluð til á veitingastaði bæjarins vegna fólks sem var þar til vandræða vegna ölvunar.

Lang flestir vilja jafna lífeyrisréttindi launafólks

Lang flestum finnst mikilvægt að ASÍ leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði, eða 90%. 60% töldu það mjög mikilvægt og 30% frekar mikilvægt. 6% töldu ekki mikilvægt að jafna lífeyrisréttindi á almenna og opinbera markaðnum og 3% alls ekki mikilvægt.

Eignatjón hjá Íslendingum í Christchurch - brúðkaupsgestirnir óhultir

Fjórtán manna hópur Íslendinga sem fór til Christchurch á Nýja Sjálandi til að vera viðstaddur brúðkaup er heill á húfi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til annars en að þeir Íslendingar sem eru á svæðinu séu óhultir eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir.

Sink talið gott gegn flensu en læknir mælir þó ekki með því

Sink virðist geta dregið úr flensueinkennum og jafnvel gagnast sem lyf við kvefi. Þetta sýna nýjar og viðamiklar rannsóknir. Læknir á Íslandi varar fólk við því að taka inn of mikið sink þar sem aukaverkanir af því gætu orðið alvarlegar.

Íslendingur í Christchurch: Allt úr skorðum

Líney Weishappel býr í Christchurch, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt, ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún var við vinnu í miðborginni þegar skjálftinn reið yfir. „Hann hefur varað í svona 20 sekúndur og þetta var mjög mikill hristingur." Líney segist hafa búið á Íslandi sumarið 2000 þegar tveir öflugir skjálftar skullu á með skömmu millibili og segir hún að skjálftinn í gær hafi verið mun öflugri. Heima hjá Líney fór allt úr skorðum, vatnspípur hrukku í sundur og rafmagnið er farið af.

Allar virkjanir í neðri Þjórsá staðfestar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Holta- og Hvammsvirkjana. Þar með eru allar virkjanirnar þrjár, sem áformaðar eru í neðri Þjórsá, komnar inn á aðalskipulag.

500 milljarðar í viðbót ef allt fer á versta veg

Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna.

Magnús sá eini sem hreinsaður var af sök

Magnús Ármann er eini sakborningurinn í Ímon-málinu sem hefur verið hreinsaður af sök af embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ekki sent mörg bréf til einstaklinga sem höfðu réttarstöðu sakbornings.

Íslendingum ráðlagt frá Líbíuferðum

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Líbíu vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna.

Íhuga úrsögn úr ASÍ

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hélt tvo fundi með starfsmönnum Elkem Ísland og Klafa í gær og voru fundirnir haldnir á Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Á heimasíðu verkalýðsfélagsins segir að gríðarleg samstaða hafi ríkt á fundinum en kjaradeila vegna stóriðjusamninganna á Grundartanga er komin í "algjöran hnút", eins og það er orðað. Vilhjálmur segir þá stöðu komna upp að verkalýðsfélagið þurfi nú að skoða alvarlega hvort það eigi samleið með ASÍ.

Hækkandi bensínverð truflar kórastarf á landsbyggðinni

„Þetta er rosaleg hækkun. Þetta kemur mjög illa við fólk og leiðir til aukins samdráttar sem tilheyrandi margfeldisáhrifum," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín hækkaði í gærkvöldi á flestum stöðvum um allt að fjórar krónur. Hækkunina má rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna átaka í Mið-austurlöndum, sérstaklega í Líbíu.

BHM: Ánægja með launahækkanir dómara

Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara er að mati stjórnar BHM skiljanleg og málefnaleg. Í ályktun stjórnarinnar segir að erfiðlega gangi að ráða háskólamenntaða sérfæðinga til starfa hjá hinu opinbera, bæði vegna mikils álags og lakra launakjara. Stjórnin áréttar að starfsálag sé almennt mjög mikið hjá hinu opinbera og að launakjör félagsmanna BHM hafi rýrnað mjög frá hruni samfara auknum álögum á millitekjuhópa. Því skorar stjórnin á opinbera vinnuveitendur að setja kraft í kjaraviðræður.

Flestir á hóflegum hraða í Seljaskógum

Brot 16 ökumanna voru mynduð í Seljaskógum í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Seljaskóga í suðurátt, að Ásaseli. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 182 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 9%, of hratt eða yfir afskiptahrað

Ekkert heyrst frá Íslendingum í Christchurch - hópur á leið í brúðkaup

Utanríkisráðuneytið hefur enn ekki náð í neina Íslendinga í Christchurch á Nýja Sjálandi eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina. Jarðskjálftinn var um hádegisbil að staðartíma en um miðnætti að íslenskum tíma. Vitað er að hópur Íslendinga var á leið til borgarinnar til að vera viðstaddur brúðkaup. Auk þess er talsverður fjöldi Íslendinga sem er þar búsettur. Ekki fást þó nákvæmar upplýsingar um það frá ráðuneytinu.

Enn hækkar bensínið

Verð á bensíni hækkaði í gærkvöldi hjá flestum bensínstöðvum. Mest var hækkunin hjá N1 og Olís sem hækkuðu lítrann af 95 oktana bensínu um 4 krónur.

Íslenskir karlar þeir langlífustu í Evrópu

Árið 2010 dóu 2.017 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Dánartíðni var 6,3 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð í stað frá árinu 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Brotist inn í tvo söluturna

Brotist var inn í tvo söluturna og vídeóleigur í Breiðholti og Grafarvogi í nótt og þaðan stolið talsverðu af sígarettum.

Lánastofnanir á leigumarkað

Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði.

Alþjóðleg lögregla benti á tvo níðinga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru.

Myndaðir við verðkönnun

Verslunin Kostur birtir nú auglýsingu á vefnum þar sem starfsmenn Bónuss eru sýndir versla í Kosti. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir starfsmennina hafa verið myndaða við verðkönnun í versluninni.

Eykur neytendavernd barnanna

Væri samnorrænt hollustumerki, eins og Skráargatið, tekið upp hér á landi myndi það auka neytendavernd barna. Þetta segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Loðnan veiðist við Snæfellsnes

Ágæt loðnuveiði hefur verið hjá skipum HB Granda eftir stutt hlé sem varð á úthaldinu vegna verkfallsboðunar bræðslumanna.

Flestir vilja sambærilegar hækkanir

Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnun ASÍ styður þá stefnu að lögð verði áhersla á sambærilegar launahækkanir fyrir alla í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Samtök lánþega gagnrýna SP

SP Fjármögnun hefur rift bílakaupleigusamningum við áttatíu viðskiptavini sína. Fólkið, sem hefur allt sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara, fékk tilkynningu um málið sent heim í bréfi í síðustu viku.

Formaður á ferð og flugi

Formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefán Haukur Jóhannesson, fer víða þessa dagana að kynna aðildarferlið. Hann hóf vikulega fundaröð um þetta hjá Mími-símenntun fyrir skemmstu, eftir fund hans með fulltrúum skapandi greina, sem sagt var frá í blaðinu.

Greip inn í fíkniefnaviðskipti

Lögreglan á Akureyri stöðvaði kannabisræktun í íbúð á Akureyri um helgina. Hald var lagt á fjórtán kannabisplöntur, nokkra græðlinga og búnað til ræktunar.

Lögðu hald á kannabis og stera

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um 800 gröm, af kannabisefnum og talsvert magn af sterum, sem hún fann við húsleit í íbúð í Kópavogi á föstudag.

Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá

"Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana.

Nefnd um erlenda fjárfestingu sátt við kaupin

Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa Global Geothermal Limited á rafmagnsframleiðslustöð Orkuveitur Húsavíkur sem tilkynnt var um á dögunum. Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.

Halldór: Ég skil ekki alveg viðkvæmnina

"Mér dettur ekki í hug að ráðast á þessa mikilvægu stétt, kennara. Það er alveg af og frá. Ég er einfaldlega að vitna í skýrslu OECD,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Katrín friðar Kaffibarinn

Húsið að Bergstaðastræti 1, þar sem Kaffibarinn er til húsa, hefur verið friðað. Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir ákvað þetta að fenginni tillögu frá húsafriðunarnefnd. Friðunin nær til ytra byrðis húsanna sem standa á lóðinni.

Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi

Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið.

Síbrotamaður dæmdur í meðferð

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alls 23 brot, aðallega fjársvik og þjófnaði. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Dómurinn er skilorðsbundinn en dómari skikkaði manninn, sem á langan brotaferil að baki, til þess að sæta vistun á hæli til þess að vinna bug á fíknefnaneyslu sinni. Ákærði skal hefja dvölina inna viku frá uppkvaðningu dómsins.

Sjá næstu 50 fréttir