Fleiri fréttir Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16.12.2010 16:17 Stórtækir íslenskir kóksmyglarar dæmdir á Spáni Einar Örn Arason, 19 ára, og tvítug unnusta hans voru dæmd í sex ára fangelsi í héraðsdómi í Madríd í dag fyrir kókaínsmygl, að því er fram kemur á fréttavef RÚV. 16.12.2010 15:55 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16.12.2010 15:48 Vinnuhópur skipaður til að kanna möguleika á millidómstigi Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur skipað vinnuhóp sem taka á til skoðunar hvort setja skuli á fót hér á landi millidómstig sem taki bæði til sakamála og einkamála, fara yfir kosti þess og galla og meta hvernig slíku millidómstigi væri best fyrir komið. Vinnuhópurinn á að skila niðurstöðum sínum til ráðuneytisins fyrir 1. apríl næstkomandi. 16.12.2010 15:25 Leggur blessun yfir samráð um úrlausn skuldavanda fyrirtækja Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun þar sem heimilað er samstarf vegna samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en samkomulagið var undirritað í gær. Samningsaðilar eru fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins, auk fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis. 16.12.2010 15:17 Seinheppinn þjófur líklega fótbrotinn eftir innbrot Þjófur sem reyndi að brjótast inn í fyrirtæki í austurborginni í nótt var heldur seinheppinn. Þjófurinn, karl um þrítugt, hafði brotið rúðu í útidyrahurð og var á leið inn i húsið þegar til hans sást. Maðurinn tók þá til fótanna en komst ekki langt því hann datt og lá óvígur eftir. Hinn óprúttni aðili var enn sárþjáður þegar lögreglan kom á vettvang en talið var að hann hefði fótbrotnað. Manninum, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, var því ekki ekið í fangageymslu heldur strax komið undir læknishendur. 16.12.2010 15:11 Rusl í Reykjavík sótt á 10 daga fresti í stað vikulega Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Meðal breytinga er að á næsta ári verður hafin söfnun á flokkuðu sorpi við heimili í Reykjavík. Tvenns konar tunnur verða við hvert heimili, ílát fyrir sorp til endurvinnslu auk núverandi íláts fyrir blandað sorp. 16.12.2010 14:39 Þúsundir erlendra ferðamanna á Íslandi yfir hátíðirnar Nú þegar eru bókaðir um það bil 1200 ferðamenn um jólin á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík. Það er það svipaður fjöldi og hefur verið síðustu tvö árin, samkvæmt upplýsingum frá Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 16.12.2010 13:49 Tugir Garpa synda á Þorláksmessu Þorláksmessu verður væntanlega slegið þátttökumet í 1500 metra sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks. Nú er þetta sund orðið að 20 ára hefð og sífellt fjölgar þátttakendum. 16.12.2010 13:44 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16.12.2010 13:33 Árni Johnsen bauð uppá konfekt Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð samstarfsfélögum sínum á Alþingi upp á dýrindis konfekt við upphaf þingfundar í dag. Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kemst næst er um að ræða Nóa Síríus konfekt. Árni segir að um sé að ræða hefð sem hafi myndast. Hann bjóði alltaf upp á konfekt að lokinni atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Slíkar atkvæðagreiðslur séu yfirleitt mjög langar. „Ég er búinn að gera þetta í yfir 20 ár núna held ég,“ segir Árni. 16.12.2010 13:07 Skuldar þrjár milljónir í leikskólagjöld með 560 þúsund á mánuði Einstæð fimm barna móðir sem er öryrki er með rúmar 560 þúsund krónur í samanlagðar tekjur á mánuði en skuldar engu að síður 4,6 milljónir í húsaleigu og leikskólagjöld. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að börn hennar yrðu vistuð annarsstaðar tímabundið vegna vanrækslu og líkamlegs ofbeldis. 16.12.2010 12:08 Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16.12.2010 11:36 Andri Snær á vinsælasta pistil ársins á Vísi Vísir hefur tekið saman þá pistla og greinar sem mestra vinsælda hafa notið á síðunni á árinu. Grein Andra Snæs Magnasonar, „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“, var mest lesin af öllum þeim sem birtust á umræðusíðu Vísis. Afsökunarbeiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar, „Ég bið ykkur afsökunar“, var næstmest lesin og Jón Gnarr, þáverandi formaður Besta flokksins og núverandi borgarstjóri Reykjavíkur situr í þriðja sæti með framboðsgrein sína „Kæri Reykvíkingur“. 16.12.2010 11:11 Furðuljós á himni Fjöldi manns hefur séð torkennileg ljós á lofti á vesturhimninum í morgun og hringt í lögreglu, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga til að tilkynna um hugsanleg neyðarblys á lofti. 16.12.2010 10:49 Nokkuð snarpur skjálfti við Grímsey Jarðskjálfti upp á 3,9 á Richter mældist um 18 kílómetrum norður af Grímsey um klukkan níu í morgun. Steinunn Jakobsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftahrina hafi verið þarna í gangi síðustu vikuna. Fylgst verði áfram með svæðinu, en þetta þurfi ekki að vera fyrirboði um neinar frekari jarðhræringar. 16.12.2010 10:40 Verðkönnun ASÍ: Algengasti munur 25-50% Töluverður munur reyndist vera á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 12 verslunum víðsvegar um landið í árlegri jólabókakönnun sinni síðastliðinn þriðjudag. Könnunin tók til verðs á 43 algengum bókatitlum og algengast var að fjórðungs til helmings munur væri á milli verslana. 16.12.2010 10:32 Minna selt af kjöti Sala á kjöti hefur dregist saman um ríflega 2% á síðustu tólf mánuðum. Í nóvember dróst salan saman um 2,7% og vegur þar þyngst 22,4% samdráttur í sölu lambakjöts og 4,2% samdráttur í sölu alifuglakjöts. Nær engar birgðir eru nú til af alifuglakjöti en þurft hefur að slátra stórum hópum kjúklinga vegna salmonellusýkinga. Fyrir aðeins tólf mánuðum voru til 350 tonna birgðir af alifuglakjöti. 16.12.2010 09:52 Jóhanna Guðrún snýr aftur í Eurovision Jóhanna Guðrún Jónsdóttir snýr aftur í Eurovision þegar hún syngur lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Jóhanna er öllum hnútum kunn í Söngvakeppninni, vann hana 2008 og fór með lagið Is It True? alla leið í annað sætið í Moskvu, sællar minningar. 16.12.2010 09:00 Sérstakur saksóknari: Enginn vill leka upplýsingum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er líklega eini Íslendingurinn sem hefur það í starfstitli að vera sérstakur. Spurður af blaðamanni Skessuhorns hvort hann sé í raun svolítið sérstakur segir Ólafur: „Lögin segja að svo sé en ég held að þess utan sé ég nú frekar venjulegur." Stefnt er að því að þessu verkefni hans verði lokið árið 2014 og því verði hann ekki sérstakur eftir það. 16.12.2010 08:55 Þrjú loðnuskip lönduðu 3.300 tonnum Loðnuskipin Faxi, Börkur og Ingunn, lönduðu í gær samtals þrjú þúsund og þrjú hundruð tonnum , ýmist á Vopnafirði eða í Neskaupstað. 16.12.2010 07:25 Fjármálaráðherra mælir fyrir Icesave frumvarpi í dag Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju Icesave frumvarpi á Alþingi í dag, en það var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. 16.12.2010 07:20 Eldur laus í gámaflutningavagni í Öxnadal Eldur kviknaði í hjólabúnaði á gámaflutningavagni, sem var aftan í flutningabíl, þegar hann var í Öxnadal á leið til Akureyrar í gærkvöldi. 16.12.2010 07:14 Dale Carnegie hér vekur athygli í vestri „Við erum rosalega montin af okkar fólki,“ segir Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi. 16.12.2010 06:45 Þríþætt átak þarf til rafbílavæðingar Írar eru langt komnir í rafbílavæðingu. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að til þurfi samstarf hins opinbera, bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Framfarir í þróun rafhlaðna ýta undir væntingar um stóraukna notkun rafbíla. 16.12.2010 06:00 Neyðarútgangurinn skrúfaður fastur „Svona umbúnaður öryggismála á samkomustað flokkast hreinlega undir glæpsamlegt athæfi,“ segir Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, um það hvernig allar flóttaleiðir á skemmtistaðnum Sjallanum voru ófærar þegar húsinu var lokað fyrr á þessu ári. 16.12.2010 06:00 Fáir flokkar hafa skilað ársreikningi Fæstir stjórnmálaflokkanna hafa skilað Ríkisendurskoðun ársreikningum vegna ársins 2009 en skilafrestur þeirra var til 1. október í ár. Í ársreikningum kemur fram hvaða fyrirtæki hafa styrkt flokkana, hversu miklum fjármunum þeir hafa úr að spila og svo framvegis. Lárus Ögmundsson hjá Ríkisendurskoðun segir að flokkarnir eigi yfirleitt erfitt með að skila á réttum tíma. 16.12.2010 06:00 Öðlingurinn afhendir 300 þúsund krónur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir afhenti í vikunni sem leið Skottunum, samstarfsvettvangi kvennahreyfinga í landinu, 300 þúsund króna peningagjöf. 16.12.2010 06:00 Ábyrgar þorskveiðar við Ísland vottaðar Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. 16.12.2010 06:00 Borða níu milljónir mandarína um jólin Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. 16.12.2010 06:00 Aukið eftirlit verður með gjafasendingum Starfsmenn tollstjóra munu hafa aukið eftirlit með póstsendingum til landsins sem sagðar eru innihalda gjafir, og tilkynna erlendum tollayfirvöldum vakni grunur um að Íslendingar erlendis sendi vörur til landsins og merki ranglega sem gjafir. 16.12.2010 05:00 Allt stefnir í ofveiði Noregur og Evrópusambandið (ESB) hafa tilkynnt að Norðmenn ætli að taka sér 183 þúsund tonn af makríl á næsta ári en að ESB taki sér 401 þúsund tonn. Samtals eru þetta 584 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hljóðar upp á 646 þúsund tonn. 16.12.2010 04:00 Bætur vegna frelsissviptingar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni skaðabætur að upphæð 100 þúsund krónur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. 16.12.2010 04:00 Ætla að ráða fleiri forritara „Þetta er stórkostlegt og gefur okkur færi á að ráða einn forritara og halda áfram með það sem við gerum,“ segir Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, framleiðandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu Locatify. 16.12.2010 03:30 Baráttan um tímann dregst á langinn Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukkan er stillt miðað við sólarganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir. 16.12.2010 14:01 Atkvæði greidd um fjárlög á morgun Þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á tólfta tímanum í kvöld. Hafði umræðan þá staðið yfir frá því um miðjan dag í dag. Samkvæmt dagskrá Alþingis á morgun er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið hefjist skömmu eftir að þingfundur byrjar klukkan hálfellefu. 15.12.2010 23:48 Danir furða sig á vinsældum Franks og Caspers á Íslandi Klovn: The Movie verður frumsýnd í Danmörku í kvöld og það ríkir mikil eftirvænting meðal Baunverja hvernig þeim Frank og Casper reiðir af á hvíta tjaldinu. Dreifingaraðili myndarinnar telur Klovn vera nýjustu útflutningsvöru Danmerkur. 15.12.2010 21:00 Íbúasamtök styðja Kitty von Sometime Stjórn Íbúasamtaka miðborgar lýsir yfir ánægju með framtak listakonunnar Kitty von Sometime og veitingastaðarins Bakkusar að reyna að bæta dansmenningu miðborgarinnar með því að efna til dansleiks sem lýkur um miðnætti. Kitty sendi frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til þess að mæta á Bakkus þann 16.september næstkomandi en dansleikurinn hefst klukkan átta og lýkur klukkan eitt eftir miðnætti. 15.12.2010 21:00 Tvær nýjar ríkisstofnanir í stað gamalla Ögmundur Jónasson samgönguráðherra lagði fram frumvörp á Alþingi í dag um stofnun tveggja ríkisstofnana. Önnur þeirra mun heita Farsýslan og hin mun heita Vegargerðin. 15.12.2010 20:15 Tóku 117 lítra af smygluðum vodka Umtalsvert magn af smyglvarningi fannst við leit tollgæslu í skipi sem var að koma frá Ameríku í gær. Alls voru 117 lítrar af vodka og bílavarahlutir teknir við leit tollvarða í skipinu. Málið telst upplýst, að því er fram kemur á vef Tollstjórans í Reykjavík. 15.12.2010 19:57 Yfir 30 starfsmenn ráðnir án auglýsinga Yfir 30 manns hafa verið ráðnir til starfa í ráðuneytum frá nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. 15.12.2010 19:25 Segist vera nauðbeygður til að banna fosfat í saltfiski Sjávarútvegsráðherra kveðst hafa neyðst til að láta undan hótunum Eftirlitsstofnunar EFTA þegar hann ákvað að banna notkun fosfats í saltfiski. Óskað hefur verið eftir því að sjávarútvegsnefnd Alþingis verði kölluð saman í vikunni vegna málsins. 15.12.2010 18:55 Íbúar fá að búa áfram að Sólheimum Íbúum Sólheima í Grímsnesi verður tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum. Í sameiginegri yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra, sveitarfélaginu Árborg og þingmönnum Suðurkjördæmis segir að samkomulag um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna tryggi óbreytt rekstrarfé til Sólheima líkt og annarra sjálfseignarstofnana á næsta ári. 15.12.2010 18:02 Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15.12.2010 18:52 Þrír kannabisræktendur handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið að kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 10 kannabisplöntur. Þremenningarnir voru þá í óða önn að klippa niður afraksturinn og voru þeir komnir með 350 grömm af marijúana þegar að var komið. 15.12.2010 16:54 Sjá næstu 50 fréttir
Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16.12.2010 16:17
Stórtækir íslenskir kóksmyglarar dæmdir á Spáni Einar Örn Arason, 19 ára, og tvítug unnusta hans voru dæmd í sex ára fangelsi í héraðsdómi í Madríd í dag fyrir kókaínsmygl, að því er fram kemur á fréttavef RÚV. 16.12.2010 15:55
Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16.12.2010 15:48
Vinnuhópur skipaður til að kanna möguleika á millidómstigi Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur skipað vinnuhóp sem taka á til skoðunar hvort setja skuli á fót hér á landi millidómstig sem taki bæði til sakamála og einkamála, fara yfir kosti þess og galla og meta hvernig slíku millidómstigi væri best fyrir komið. Vinnuhópurinn á að skila niðurstöðum sínum til ráðuneytisins fyrir 1. apríl næstkomandi. 16.12.2010 15:25
Leggur blessun yfir samráð um úrlausn skuldavanda fyrirtækja Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun þar sem heimilað er samstarf vegna samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en samkomulagið var undirritað í gær. Samningsaðilar eru fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins, auk fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis. 16.12.2010 15:17
Seinheppinn þjófur líklega fótbrotinn eftir innbrot Þjófur sem reyndi að brjótast inn í fyrirtæki í austurborginni í nótt var heldur seinheppinn. Þjófurinn, karl um þrítugt, hafði brotið rúðu í útidyrahurð og var á leið inn i húsið þegar til hans sást. Maðurinn tók þá til fótanna en komst ekki langt því hann datt og lá óvígur eftir. Hinn óprúttni aðili var enn sárþjáður þegar lögreglan kom á vettvang en talið var að hann hefði fótbrotnað. Manninum, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, var því ekki ekið í fangageymslu heldur strax komið undir læknishendur. 16.12.2010 15:11
Rusl í Reykjavík sótt á 10 daga fresti í stað vikulega Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Meðal breytinga er að á næsta ári verður hafin söfnun á flokkuðu sorpi við heimili í Reykjavík. Tvenns konar tunnur verða við hvert heimili, ílát fyrir sorp til endurvinnslu auk núverandi íláts fyrir blandað sorp. 16.12.2010 14:39
Þúsundir erlendra ferðamanna á Íslandi yfir hátíðirnar Nú þegar eru bókaðir um það bil 1200 ferðamenn um jólin á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík. Það er það svipaður fjöldi og hefur verið síðustu tvö árin, samkvæmt upplýsingum frá Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 16.12.2010 13:49
Tugir Garpa synda á Þorláksmessu Þorláksmessu verður væntanlega slegið þátttökumet í 1500 metra sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks. Nú er þetta sund orðið að 20 ára hefð og sífellt fjölgar þátttakendum. 16.12.2010 13:44
Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16.12.2010 13:33
Árni Johnsen bauð uppá konfekt Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð samstarfsfélögum sínum á Alþingi upp á dýrindis konfekt við upphaf þingfundar í dag. Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kemst næst er um að ræða Nóa Síríus konfekt. Árni segir að um sé að ræða hefð sem hafi myndast. Hann bjóði alltaf upp á konfekt að lokinni atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Slíkar atkvæðagreiðslur séu yfirleitt mjög langar. „Ég er búinn að gera þetta í yfir 20 ár núna held ég,“ segir Árni. 16.12.2010 13:07
Skuldar þrjár milljónir í leikskólagjöld með 560 þúsund á mánuði Einstæð fimm barna móðir sem er öryrki er með rúmar 560 þúsund krónur í samanlagðar tekjur á mánuði en skuldar engu að síður 4,6 milljónir í húsaleigu og leikskólagjöld. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að börn hennar yrðu vistuð annarsstaðar tímabundið vegna vanrækslu og líkamlegs ofbeldis. 16.12.2010 12:08
Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16.12.2010 11:36
Andri Snær á vinsælasta pistil ársins á Vísi Vísir hefur tekið saman þá pistla og greinar sem mestra vinsælda hafa notið á síðunni á árinu. Grein Andra Snæs Magnasonar, „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“, var mest lesin af öllum þeim sem birtust á umræðusíðu Vísis. Afsökunarbeiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar, „Ég bið ykkur afsökunar“, var næstmest lesin og Jón Gnarr, þáverandi formaður Besta flokksins og núverandi borgarstjóri Reykjavíkur situr í þriðja sæti með framboðsgrein sína „Kæri Reykvíkingur“. 16.12.2010 11:11
Furðuljós á himni Fjöldi manns hefur séð torkennileg ljós á lofti á vesturhimninum í morgun og hringt í lögreglu, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga til að tilkynna um hugsanleg neyðarblys á lofti. 16.12.2010 10:49
Nokkuð snarpur skjálfti við Grímsey Jarðskjálfti upp á 3,9 á Richter mældist um 18 kílómetrum norður af Grímsey um klukkan níu í morgun. Steinunn Jakobsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftahrina hafi verið þarna í gangi síðustu vikuna. Fylgst verði áfram með svæðinu, en þetta þurfi ekki að vera fyrirboði um neinar frekari jarðhræringar. 16.12.2010 10:40
Verðkönnun ASÍ: Algengasti munur 25-50% Töluverður munur reyndist vera á nýjum jólabókum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 12 verslunum víðsvegar um landið í árlegri jólabókakönnun sinni síðastliðinn þriðjudag. Könnunin tók til verðs á 43 algengum bókatitlum og algengast var að fjórðungs til helmings munur væri á milli verslana. 16.12.2010 10:32
Minna selt af kjöti Sala á kjöti hefur dregist saman um ríflega 2% á síðustu tólf mánuðum. Í nóvember dróst salan saman um 2,7% og vegur þar þyngst 22,4% samdráttur í sölu lambakjöts og 4,2% samdráttur í sölu alifuglakjöts. Nær engar birgðir eru nú til af alifuglakjöti en þurft hefur að slátra stórum hópum kjúklinga vegna salmonellusýkinga. Fyrir aðeins tólf mánuðum voru til 350 tonna birgðir af alifuglakjöti. 16.12.2010 09:52
Jóhanna Guðrún snýr aftur í Eurovision Jóhanna Guðrún Jónsdóttir snýr aftur í Eurovision þegar hún syngur lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Jóhanna er öllum hnútum kunn í Söngvakeppninni, vann hana 2008 og fór með lagið Is It True? alla leið í annað sætið í Moskvu, sællar minningar. 16.12.2010 09:00
Sérstakur saksóknari: Enginn vill leka upplýsingum Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er líklega eini Íslendingurinn sem hefur það í starfstitli að vera sérstakur. Spurður af blaðamanni Skessuhorns hvort hann sé í raun svolítið sérstakur segir Ólafur: „Lögin segja að svo sé en ég held að þess utan sé ég nú frekar venjulegur." Stefnt er að því að þessu verkefni hans verði lokið árið 2014 og því verði hann ekki sérstakur eftir það. 16.12.2010 08:55
Þrjú loðnuskip lönduðu 3.300 tonnum Loðnuskipin Faxi, Börkur og Ingunn, lönduðu í gær samtals þrjú þúsund og þrjú hundruð tonnum , ýmist á Vopnafirði eða í Neskaupstað. 16.12.2010 07:25
Fjármálaráðherra mælir fyrir Icesave frumvarpi í dag Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju Icesave frumvarpi á Alþingi í dag, en það var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. 16.12.2010 07:20
Eldur laus í gámaflutningavagni í Öxnadal Eldur kviknaði í hjólabúnaði á gámaflutningavagni, sem var aftan í flutningabíl, þegar hann var í Öxnadal á leið til Akureyrar í gærkvöldi. 16.12.2010 07:14
Dale Carnegie hér vekur athygli í vestri „Við erum rosalega montin af okkar fólki,“ segir Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi. 16.12.2010 06:45
Þríþætt átak þarf til rafbílavæðingar Írar eru langt komnir í rafbílavæðingu. Paul Mulvaney, framkvæmdastjóri ESB ecars á Írlandi, segir að til þurfi samstarf hins opinbera, bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Framfarir í þróun rafhlaðna ýta undir væntingar um stóraukna notkun rafbíla. 16.12.2010 06:00
Neyðarútgangurinn skrúfaður fastur „Svona umbúnaður öryggismála á samkomustað flokkast hreinlega undir glæpsamlegt athæfi,“ segir Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, um það hvernig allar flóttaleiðir á skemmtistaðnum Sjallanum voru ófærar þegar húsinu var lokað fyrr á þessu ári. 16.12.2010 06:00
Fáir flokkar hafa skilað ársreikningi Fæstir stjórnmálaflokkanna hafa skilað Ríkisendurskoðun ársreikningum vegna ársins 2009 en skilafrestur þeirra var til 1. október í ár. Í ársreikningum kemur fram hvaða fyrirtæki hafa styrkt flokkana, hversu miklum fjármunum þeir hafa úr að spila og svo framvegis. Lárus Ögmundsson hjá Ríkisendurskoðun segir að flokkarnir eigi yfirleitt erfitt með að skila á réttum tíma. 16.12.2010 06:00
Öðlingurinn afhendir 300 þúsund krónur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir afhenti í vikunni sem leið Skottunum, samstarfsvettvangi kvennahreyfinga í landinu, 300 þúsund króna peningagjöf. 16.12.2010 06:00
Ábyrgar þorskveiðar við Ísland vottaðar Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. 16.12.2010 06:00
Borða níu milljónir mandarína um jólin Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. 16.12.2010 06:00
Aukið eftirlit verður með gjafasendingum Starfsmenn tollstjóra munu hafa aukið eftirlit með póstsendingum til landsins sem sagðar eru innihalda gjafir, og tilkynna erlendum tollayfirvöldum vakni grunur um að Íslendingar erlendis sendi vörur til landsins og merki ranglega sem gjafir. 16.12.2010 05:00
Allt stefnir í ofveiði Noregur og Evrópusambandið (ESB) hafa tilkynnt að Norðmenn ætli að taka sér 183 þúsund tonn af makríl á næsta ári en að ESB taki sér 401 þúsund tonn. Samtals eru þetta 584 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hljóðar upp á 646 þúsund tonn. 16.12.2010 04:00
Bætur vegna frelsissviptingar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða manni skaðabætur að upphæð 100 þúsund krónur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. 16.12.2010 04:00
Ætla að ráða fleiri forritara „Þetta er stórkostlegt og gefur okkur færi á að ráða einn forritara og halda áfram með það sem við gerum,“ segir Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, framleiðandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu Locatify. 16.12.2010 03:30
Baráttan um tímann dregst á langinn Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukkan er stillt miðað við sólarganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir. 16.12.2010 14:01
Atkvæði greidd um fjárlög á morgun Þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á tólfta tímanum í kvöld. Hafði umræðan þá staðið yfir frá því um miðjan dag í dag. Samkvæmt dagskrá Alþingis á morgun er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið hefjist skömmu eftir að þingfundur byrjar klukkan hálfellefu. 15.12.2010 23:48
Danir furða sig á vinsældum Franks og Caspers á Íslandi Klovn: The Movie verður frumsýnd í Danmörku í kvöld og það ríkir mikil eftirvænting meðal Baunverja hvernig þeim Frank og Casper reiðir af á hvíta tjaldinu. Dreifingaraðili myndarinnar telur Klovn vera nýjustu útflutningsvöru Danmerkur. 15.12.2010 21:00
Íbúasamtök styðja Kitty von Sometime Stjórn Íbúasamtaka miðborgar lýsir yfir ánægju með framtak listakonunnar Kitty von Sometime og veitingastaðarins Bakkusar að reyna að bæta dansmenningu miðborgarinnar með því að efna til dansleiks sem lýkur um miðnætti. Kitty sendi frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til þess að mæta á Bakkus þann 16.september næstkomandi en dansleikurinn hefst klukkan átta og lýkur klukkan eitt eftir miðnætti. 15.12.2010 21:00
Tvær nýjar ríkisstofnanir í stað gamalla Ögmundur Jónasson samgönguráðherra lagði fram frumvörp á Alþingi í dag um stofnun tveggja ríkisstofnana. Önnur þeirra mun heita Farsýslan og hin mun heita Vegargerðin. 15.12.2010 20:15
Tóku 117 lítra af smygluðum vodka Umtalsvert magn af smyglvarningi fannst við leit tollgæslu í skipi sem var að koma frá Ameríku í gær. Alls voru 117 lítrar af vodka og bílavarahlutir teknir við leit tollvarða í skipinu. Málið telst upplýst, að því er fram kemur á vef Tollstjórans í Reykjavík. 15.12.2010 19:57
Yfir 30 starfsmenn ráðnir án auglýsinga Yfir 30 manns hafa verið ráðnir til starfa í ráðuneytum frá nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. 15.12.2010 19:25
Segist vera nauðbeygður til að banna fosfat í saltfiski Sjávarútvegsráðherra kveðst hafa neyðst til að láta undan hótunum Eftirlitsstofnunar EFTA þegar hann ákvað að banna notkun fosfats í saltfiski. Óskað hefur verið eftir því að sjávarútvegsnefnd Alþingis verði kölluð saman í vikunni vegna málsins. 15.12.2010 18:55
Íbúar fá að búa áfram að Sólheimum Íbúum Sólheima í Grímsnesi verður tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum. Í sameiginegri yfirlýsingu frá félagsmálaráðherra, sveitarfélaginu Árborg og þingmönnum Suðurkjördæmis segir að samkomulag um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna tryggi óbreytt rekstrarfé til Sólheima líkt og annarra sjálfseignarstofnana á næsta ári. 15.12.2010 18:02
Tæpar 400 þúsund krónur nægja ekki fyrir framfærslunni Öryrki og einstæð móðir með nærri fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur frá Tryggingastofnun kveðst ekki hafa efni á jólunum. Að minnsta kosti 75 prósent vinnandi fólks í landinu er með minna á milli handanna eftir skatta. 15.12.2010 18:52
Þrír kannabisræktendur handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið að kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 10 kannabisplöntur. Þremenningarnir voru þá í óða önn að klippa niður afraksturinn og voru þeir komnir með 350 grömm af marijúana þegar að var komið. 15.12.2010 16:54