Fleiri fréttir

Gátlisti vegna stormviðvörunar

Veðurstofan hefur spáð stormi á landinu í dag. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíku veðri.

Fjölskylduhjálpin fær tíu milljónir frá Íslandsbanka

Útibú Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Reykjanesbæ hafa ákveðið að styrkja starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands um sem nemur 10 milljónum króna. Styrkurinn rennur beint til kaupa á nauðsynjavöru fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á þessum svæðum.

Tvíburarnir himnasending

Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir og unnusta hennar, Birna María Björnsdóttir, eiga von á tvíburum í maí á næsta ári. Birna María gengur með börnin. Sigríður, sem verður 49 ára næsta sumar, segir þær svífa um á risastóru bleiku skýi. Sigríður vildi ekki upplýsa hvernig frjóvgunin hefði átt sér stað, sagði þær vilja halda því fyrir sig.

Óánægja með veggjöld hjá sunnlenskum sveitarfélögum

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga líta svo á að ef veggjöld verða tekin upp án þess að eldsneytisskattar verði lækkaðir á móti sé ljóst að um hreina tvísköttun verði að ræða. Stjórn samtakanna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni samgöngumálaráðherra vegna upptöku veggjalda á Suðurlandsvegi og fleiri leiðum í nágrenni Reykjavíkur.

Myndbandaleigur kaupa jafn margar myndir og árið 1993

Yfir 1.000 titlar leigu- og sölumynda voru gefnir út hér á landi á síðasta ári á vegum stærstu útgefenda mynddiska og myndbanda. Þar af voru útgefnar 574 sölumyndir og 490 leigumyndir. Fjöldi útgefinna sölumynda jókst umtalsvert á árabilinu 1997-2004, en fjöldi útgefinna mynda hefur síðan að mestu staðið í stað. Frá 2004 og allt fram undir síðustu ár gætti umtalsverðs samdráttar í útgáfu leigumynda, er titlum fjölgaði lítillega á ný.

Ekkert ferðaveður og búist við stormi

Ekkert ferðaveður er á landinu í dag og búist er við stormi. Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18 til 25 metrum á sekúntu upp úr hádegi. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil.

Hnífaárás særði 13 manns í Japan

Japanska lögreglan hefur handtekið mann eftir að hann réðist inn í tvo strætisvagna vopnaður hnífi og særði 13 farþega sem voru í vögnunum.

Þyrla LHG send til Vestmannaeyja eftir slagsmál

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Vestmannaeyja í nótt til að sækja karlmann á fertugsaldri, sem hafði meiðst alvarlega á höfði í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum.

Viðbúnaður vegna einkaþotu á Keflavíkurflugvelli

Tveggja hreyfla einkaþota með sex manns um borð lenti á Keflavíkurflugvelli laust upp úr miðnætti eftir að bilun varð í örðum hreyfli hennar með þeim afleiðingum að það drapst á honum.

Rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðri í Suðursveit

Mikið óveður brast á suðaustanlands í gærkvöldi og mældist stöðugur vindhraði á Höfn í Hornafirði 30 metrar á sekúndu í gærkvöldi. Ofsaveður var í Suðursveit og brotnuðu þar rafmagnsstaurar þannig að rafmagnslaust varð á stóru svæði og er enn, þar sem ekki viðrar til viðgerða.

Fimmtíu keppa á tíu brautum

Allt stefnir í að slegið verði þátttökumet í sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks á Þorláksmessu. Að þessu sinni verður stóra útilaugin undirlögð af um 50 keppendum sem allir keppa í einu, um fimm á hverri braut. Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára og hefur Þorláksmessusundið verið þreytt í tvo áratugi.

Lítur svo á að fækkað hafi í stjórnarliðinu

„Ég met stöðu ríkisstjórnarinnar svo að hún hafi stuðning 32 þingmanna af 63 á Alþingi og þar af leiðandi eins manns meirihluta.“ Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnar­dóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið eftir atkvæðagreiðslu um fjárlög í gær. Þrír þingmenn VG; Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Segir ráðherra sýna hnefann

Óljóst er hvernig rekstur Sólheima í Grímsnesi verður frá áramótum. Fulltrúaráð stofnunarinnar veitti framkvæmdastjórn hennar heimild til að segja upp öllum samningum. Sú heimild hefur ekki verið nýtt.

Borg og hverfisráð ósátt við vegriðið

Beygjan á Hringbraut þar sem Vegagerðin reisti vegrið nýlega hefur hönnunarhraða að hámarki 50 kílómetra á klukkustund. Þar er þó leyfður hámarkshraði 60.

Forysta flokka hlynntari ESB en hún lætur uppi

Á hvað í íslensku Evrópu-umræðunni varpa skjöl Wikileaks helst ljósi? „Það er athyglisvert hversu vel bandaríska sendiráðið fylgist með íslensku Evrópu-umræðunni og er vel inni í henni og íslenskum stjórnmálum almennt. Ég efast um að nokkuð sendiráð í Reykjavík vinni vinnuna sína jafn vel," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingar. Baldur hefur sérhæft sig í utanríkistengslum Íslands og sér í lagi tengslum við Evrópu. Hann var beðinn að meta hvort og þá hverju þau skjöl Wikileaks sem greint var frá í blaðinu á laugardag bæta við það sem áður var vitað um þessi mál.

Heimasóttkví hrossa er aflétt

Matvælastofnun hefur ákveðið að aflétta hinni formlegu heimasóttkví útflutningshrossa frá áramótum, þar sem lítið hefur borið á sjúkdómnum að undanförnu. Þetta er gert með þeim fyrirvara að sjúkdómurinn blossi ekki upp á ný.

Mjög eindregið vantraust

Hjáseta þingmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í atkvæðagreiðslu um fjárlög er í raun yfirlýsing um að þeir styðji ekki lengur ríkisstjórnina. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ.

Stal góssi fyrir tvær milljónir

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í þrjú íbúðarhús og stela þar munum að verðmæti um tvær milljónir króna. Hann er nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Maðurinn sóttist einkum eftir flatskjám, tölvubúnaði og myndavélum auk skartgripa.

Gera yrði breytingar á málinu hér heima

Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu.

Tveir fíkniefnasalar fyrir dóm

Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, meðal annars fyrir fíkniefnasölu. Alls eru fjórir ungir menn ákærðir í málinu. Einn þeirra ók um götur Akureyrar undir áhrifum fíkniefna þar til lögreglan stöðvaði akstur hans. Hinir þrír voru í bílnum með honum, einn með lítilræði af marijúana en hinir tveir með mun meira magn af efninu, bæði í bílnum og heima hjá sér.

Frábrugðið vilja ritnefndar

Sögunefnd Kópavogs segir ljóst að ekki náist það setta markmið að ljúka á þessu ári við ritun sögu Kópavogs frá 1980 til 2010. Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð var fram í bæjarráði vegna fyrirspurnar Gunnars I. Birgissonar bæjarfulltrúa.

Bann gæti skapað hættu í höfunum

Utanríkisráðuneytið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarp fimmtán þingmanna um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Árni Þór Sigurðsson VG er fyrsti flutningsmaður.

Settu upp stóra kannabisverksmiðju

Hæstiréttur dæmdi í gær þrjá menn í fjögurra, fimm og sex mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun og tilraun til stórfellds brots á lögum um fíkniefni. Hann staðfesti þar með dóm héraðsdóms.

Þingfrestun líklega á morgun

Stefnt er að því að þingið starfi í dag og á morgun en fari svo í jólaleyfi. Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti starfsdagur á haustþingi að vera í dag. Þingmenn sem rætt var við í gær reiknuðu ekki með að dagurinn dygði til að ljúka þeim málum sem þarf að ljúka fyrir áramót.

Hlustuðu á óraunhæfar hugmyndir

Fjármálaráðuneytið vísar á bug vangaveltum um að komið hafi til greina að semja um lausn Icesave með því að kröfuhafar Landsbankans tækju við þrotabúi hans og greiddu Hollendingum og Bretum Icesave-skuldina. Morgunblaðið sagði frá því í gær að komið hefði til greina að leysa Icesave-málið með fyrrgreindum hætti.

Liður í hagræðingu

Framlögum á fjárlögum sem ætluð eru til varnarmála hefur nú verið deilt milli utanríkisráðuneytisins og undirstofnana þeirra ráðuneyta sem munu sameinast í nýju innanríkisráðuneyti.

Leiðréttir sig

Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG, kvaddi sér hljóðs á Alþingi í vikunni til þess að leiðrétta mismæli sem honum urðu á í ræðustól Alþingis í síðustu viku. Þar sagði hann að stöður í menntun heimilislækna hér á Íslandi væru ekki að fullu mannaðar.

Vilja allar herflugvélar burt af vellinum

Borgarráð hefur skorað á utanríkisráðuneyti og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð. Áskorun þessi var samþykkt einróma á fundi ráðsins í gær.

Þverpólitísk sátt um sumar tillögur

Atkvæðagreiðslan um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur við það tók næstum tvær klukkustundir. Alls voru greidd atkvæði 32 sinnum.

Herjólfur fer færri ferðir

Fjórðungur ferða Herjólfs hefur verið farinn til Þorlákshafnar á því tímabili sem Landeyjahöfn hefur verið opin. Hefði áætlun haldist um Landeyjahöfn hefði ferjan náð mun fleiri ferðum en siglingaleiðin til Þorlákshafnar er mun lengri en til Landeyja­hafnar. Þær ferðir sem voru farnar til Þorlákshafnar voru 108 frá júlí og út nóvember.

165 milljónir í ný dómsmálagjöld

Stefnur fyrir héraðsdómstólum og áfrýjanir til Hæstaréttar í málum er varða fjárhagslega hagsmuni verða dýrari en nú er, verði frumvarp fjármála­ráðherra þar um að lögum.

„Gísli Marteinn er mjög lélegur bítboxari“

„Gísli Marteinn er náttúrulega hress náungi og er búinn að vera í sjónvarpi. Hann stóð sig eins og hetja. Vanur sjónvarpsmaður og eins allir stjórnmálamenn vanur að ljúga. Að ljúga er að leika," segir leikstjórinn Ágúst Bent.

Tugir bæja enn án rafmagns

„Á þriðja hundrað manns eru skráðir með lögheimili á þessu svæði," segir Sigurður Guðnason, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði. Raflínur slitnuðu í Suðursveit seinnipartinn í dag og er rafmagnslaust á stóru svæði frá Skaftafelli að Hestgerði. Ekki hafa borist tilkynningar um slys eða eignatjón, að sögn Sigurðar. Hann telur að allt að 40 bæir séu án rafmagns þessa stundina. „Það er eins og veðrið sé að ganga niður en það er ekkert ferðaveður.“

„Hverjum er sætt í þingflokknum?“

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“

Þríeykinu verður ekki vísað úr þingflokknum

„Ég mun ekki mæla með því að neinum verði vísað úr þingflokknum enda er það ekki í okkar lögum að gera það. Það eru allir velkomnir í okkar þingflokk sem vilja vinna þar og vinna með okkur. Við fögnum öllum stuðningsmönnum ríkisstjórnar sem eru það í reynd,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, í Kastljósi í kvöld.

Pétur Blöndal: Þetta er ekki Freyju að kenna

„Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur,“ segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta.

Erlendir ferðamenn mæli ekki göturnar svangir um jólin

Starfsfólk Höfuðborgarstofu hefur tekið saman lista um opnunartíma ýmiskonar þjónustu yfir jól og áramót. Fjölmargir aðilar leggja hönd á plóginn við að hafa meira opið nú en á jólum hér á árum áður, að fram kemur í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

Reiðhjólamenn noti ljós

Á dögunum beindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þeim vinsamlegu tilmælum til hlaupara að þeir noti endurskinsmerki enda er þessi hópur oft á ferð í myrkri á eða við umferðargötur.

Teygt á vegagerð vegna kreppu

Vinna er hafin við lokakafla Suðurstrandarvegar, milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Verkið væri unnt að klára á einu ári, að mati verktakans, en er vegna kreppunnar teygt yfir næstu tvö ár.

Afstaða þremenninganna einstök

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að ríkisstjórn sem á í erfiðleikum með að koma fjárlögum í gegnum Alþingi hafi yfirleitt sagt af sér eða ekki orðið langlíf.

Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu

Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni.

Útibú umboðsmanns skuldara opnað í Reykjanesbæ

Umboðsmaður skuldara opnaði útibú sitt í Reykjanesbæ í dag. „Þetta er söguleg stund fyrir umboðsmann skuldara þar sem þetta er í fyrsta útibúið sem opnað er,“ sagði Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara við opnunina. Ásta lagði áherslu á að opnunin væri tilraunaverkefni og mikilvægt væri að meta áhrifin af því að færa þjónustuna nær þeim sem þurfa á henni að halda, að því er fram kemur í tilkynningu.

Samstarf við leit og björgun

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík dagana 14.-16. desember, var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf við leit og björgun á hafi og í lofti á norðurslóðum.

Sjá næstu 50 fréttir