Fleiri fréttir

Enn búist við töfum á samgöngum

Búist er við enn frekari töfum á samgöngum í dag í Evrópu vegna vetrarharkanna sem hafa geisað í álfunni. Um þúsund Íslendingar voru strandaglópar á flugvöllum í Evrópu um helgina en nokkrar vélar lentu á flugvellinum í Keflavík í nótt. Þar var um að ræða vélar frá Kaupmannahöfn og Osló og í morgun lenti vél frá Iceland Express sem kom frá Gatwick í Bretlandi.

Yndisleg tilfinning að vera á heimleið

„Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra.

Óeirðir í Hvíta Rússlandi

Þúsundir mótmælenda í Hvíta Rússlandi ruddust í nótt inn stjórnarráð landsins en mikil mótmæli hafa verið í landinu í kjölfar forsetakosninga. Fólkið braut rúður og hurðir í byggingunni í höfuðborg landsins, Minsk, en óeirðalögreglumenn náðu að hemja mannfjöldann og koma honum út úr húsinu.

Rannsakaðir af Alþingi og saksóknara

Hvað líður rannsóknum á þætti endurskoðenda í bankahruninu? Tvö stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins sæta nú sakamálarannsókn vegna vinnu sinnar fyrir bankana í aðdraganda hrunsins.

Óvenju fá skip á sjó

Innan við hundrað skip eru sá sjó umhverfis landið, sem er óvenju lítið. Víða er óveður að ganga niður og þannig stendur á veiðiferðum hjá mörgum stórum skipum, að þau fara ekki aftur á sjó fyrir jól. Ekki er vitað til að neitt skip hafi orðið fyrir áfalli í óveðrinu, enda leituðu mörg þeirra í var inni á fjörðum, þegar verst lét.

Ók út í skurð í Haukadal

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ómeiddur þegar bíllinn fór út af veginum skammt frá Geysi í Haukadal og hafnaði ofan í skurði.

Aðstoðuðu fólk í Víkurskarði

Björgunarsveit var kölluð út á fjórða tímanum í nótt til að aðstoða karl og konu, sem sátu í föstum bíl sínum í Víkurskarði, skammt frá Akureyri. Upphaflega ætlaði lögregla að koma fólkinu til hjálpar, en hún komst ekki á vettvang vegna ófærðar. Ekkert amaði að fólkinu, sem var flutt til byggða. Snjóruðningsmenn hófu störf á Skarðinu fyrir klukkan sex í morgun.

Nýtt fangelsi mun rísa á Hólmsheiði

Útboð til framkvæmda á nýju fangelsi á Hólmsheiði verður tilbúið hjá dómsmálaráðuneytinu innan fárra vikna. Byggingin verður 3.600 fermetrar, með 56 klefum sem skiptast niður á þrjár deildir; kvennadeild, skammtímavistun og gæsluvarðhald.

Rök friðarsinna enn mikilvæg

Samstarfshópur friðarhreyfinga efnir til blysfarar niður Laugaveginn í 31. sinn á Þorláksmessu. „Þetta er bæði falleg samverustund, rétt í miðri jólaösinni, og tengist þeim málefnum sem hæst bera hverju sinni í friðarmálum,“ segir Stefán Pálsson, einn af skipuleggjendum blysfararinnar.

ÍE bætir skilvirkni við krabbameinsleit

Íslensk erfðagreining hefur fundið aðferð til að gera leit að blöðruhálskrabbameini skilvirkari. Aðferðin eykur líkurnar á því að sjúkdómurinn greinist í tíma og fækkar sýnatökum. Fjöldi karlmanna gengst á hverju ári undir slíka aðgerð að óþörfu.

Rannsókn hafin á sprengingu

Rannsókn er hafin á sprengingunni sem varð í spennistöð álvers Alcoa á Reyðarfirði á laugardag. „Enn er ekkert vitað um orsakir sprengingarinnar,“ segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar.

Sjötugur karlmaður á batavegi

Sjötugur karlmaður sem slapp naumlega úr eldsvoða á Hofsósi aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Hann dvaldi á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks í gær vegna skurðar á höndum og reykeitrunar.

Tryggari varðveisla dýrgripa

Umfangsmikil og verðmæt gripasöfn Náttúrufræðistofnunar Íslands eru loks komin í viðunandi húsnæði eftir að stofnunin opnaði í nýju og sérútbúnu húsi í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag.

Um 1000 Íslendingar eru strandaglópar

Um þúsund Íslendingar eru strandaglópar á flugvöllum í Evrópu vegna snjóa. Samgöngur í álfunni eru víða í lamasessi og segja flugfarþegar að upplýsingaflæði frá flugfélögum sé mjög ábótavant. Miklir snjóar og vetrahrökur hafa verið á Bretlandseyjum undanfarna daga og eru samgöngur þar víða í algjöru uppnámi.

Telur Steingrím Sigfússon njóta trausts

„Það er orðið frekar lint í einu af dekkjunum en við getum haldið áfram í einhvern tíma svona,“ segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, vegna þeirrar ákvörðunar þriggja þingmanna VG að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Róbert og Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, voru gestir í sunnudagsspjalli á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.

Björgunarsveitamenn leituðu manns í Reykjavík

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu leituðu í dag manns sem saknað hafði verið frá heimili sínu í Breiðholti frá því í gærkvöldi. Maðurinn sem er sextugur er sjúklingur eftir heilablóðfall. Björgunarsveitir fundu manninn rétt við heimili sitt eftir stutta leit og var hann bæði kaldur og illa áttaður.

Segir skattaumhverfi góðgerðarfélaga vera erfitt hér

Skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka á borð við góðgerða- og menningarfélaga er mun óhagstæðara hér á landi en í nágrannalöndum okkar, beggja vegna Atlantshafsins. Þetta segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Máli sínu til stuðnings bendir hún á skýrslu sem hafi verið unnin um þetta hér á landi.

Á slysadeild eftir árekstur

Ökumaður bíls var fluttur á slysadeild eftir að bíllinn hafnaði á öðrum bíl á Höfðabakka á fjórða tímanum í dag. Sjúkralið, lögregla og tækjabíll frá slökkviliðinu voru kallaðir á staðinn en ekki kom til þess að beita þyrfti klippum vegna slyssins. Ökumaðurinn mun hafa hlotið minniháttar meiðsl. Aðrir slösuðust ekki.

Streituvekjandi að eiga barn með ADHD

Vísbendingar eru um að foreldrar sem eiga barn sem glímir við athyglisbrest með ofvirkni, eða ADHD, virðast frekar upplifa streitu og álag í tengslum við fjölskyldu sína en foreldrar barna sem ekki eru með ADHD og virðast almennt líða verr í foreldrahlutverkinu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem þær Sigrún Arnardóttir og Z. Gabríela Sigurðardóttir gerðu og birtist í nýjasta hefti Sálfræðiritsins sem kom út fyrir helgi.

Sakar Gunnar um lýðskrum

Fjárhagsáætlun Gunnars Birgissonar einkennist af lýðskrumi og er að mörgu leyti óraunhæf, segir formaður bæjarráðs í Kópavogi. Ekki verði komist í gegnum 800 milljóna króna hagræðingu án þess að hækka gjaldskrár.

Setti met í sæðistöku

Hrúturinn Grábotni 06-833 setti fyrir helgi nýtt met í sæðismagni sem gefið hefur verið á einum degi. Samtals gaf hann 280 sæðisskammta, en gott þykir ef hrútur skilar 100 skömmtum. Sæðistakan fór fram á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands.

Snúið upp á hendurnar á Geir og Árna

„Þetta var allt stopp," sagði Vilhjálmur Egilsson, aðspurður um gagnrýni á stuðning hans við Icesave samkomulagið sem var gert í fyrra. Samningurinn sem var kynntur fyrir fáeinum dögum er töluvert betri en sá samningur, í það minnsta þegar litið er til vaxtaprósentunnar.

Karlmaður lést eftir bílslys

Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að ekið var á hann á gatnamótum Bergþórugötu og Snorrabrautar í gær. Maðurinn hlaut höfuðáverka auk fleiri meiðsla og var fluttur á slysadeild Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu þangað. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Einungis 140 fengið sértæka skuldaaðlögun

Í byrjun nóvember höfðu einungis 140 manns fengið sértæka skuldaaðlögun. Rúmlega 2400 einstaklingar voru með lán sín í frystingu á sama tíma. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns á Alþingi.

Karlmaður komst lífs af úr eldsvoða

Karlmaður komst lífs af þegar að íbúðarhúsnæði brann til grunna á Hofsós í nótt. Maðurinn vaknaði við reykskynjara og braut sér leið út úr húsinu í gegnum glugga. Hann særðist við það á höndum.

Slökktu eld í iðnaðarhúsnæði

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði í vesturhluta Kópavogs nú í morgunsárið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var ekki um mikinn eld að ræða í húsinu en töluverðan reyk lagði frá húsinu. Slökkviliðið reykræsti. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður sem fréttastofa talaði við segir að nóttin hafi verið gríðarlega annasöm. Sjúkraflutningamenn fóru í 42 sjúkraflutninga sem þykir mikið á einni nóttu.

Hófu formlegan undirbúning að olíuleit við Jan Mayen

Norsk stjórnvöld hófu í vikunni formlegan undirbúning að olíuleit við Jan Mayen með þeim rökum að nauðsynlegt sé fyrir norskan olíuiðnað að finna nýjar auðlindir. Norðmenn gera þó ekki ráð fyrir að olíuvinnsla hefjist þar fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.

Eldur á Neshaga

Slökkviliið hefur verið kallað að Neshaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar kviknaði í útfrá kertaskreytingu. Myndatökumaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, sem er á staðnum, segir að um töluverðan reyk hafi verið að ræða en ekki mikinn eld. Reykskynjari virðist hafa vakið fólk til meðvitundar um eldinn og komið í veg fyrir að ekki fór verr.

Lottópotturinn gekk ekki út

Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld og verður því þrefaldur næst. Lottótölurnar voru 12, 22, 31, 32, 33 og bónustalan 29. Tveir skiptu með bónusvinningi og fékk hvor um sig rúmar 115 þúsund krónur.

Eldur í spennustöð hjá Fjarðaáli

Eldur kom upp í spennistöð álversins á Reyðarfirði rétt eftir klukkan fimm í dag eftir að sprenging varð í spennustöðinni. Álverið er rafmagnslaust. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi, segir að um töluverðan eld sé að ræða. „En það sem er mikilvægast er það að það slasaðist enginn í þessari sprengingu,“ segir Erna.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Bergþórugötu um fimmleytið í dag. Vegfarandinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Ekki er vitað hvers eðlis meiðsl hans eru.

Sakar Guðlaug um tilhæfulausar dylgjur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vísar alfarið á bug ásökunum og fullyrðingum alþingismannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að ráðuneytið hafi gefið Alþingi vísvitandi röng svör og leynt upplýsingum um greiðslur ráðuneyta til starfsmanna félagsvísindadeildar Háskóla Íslands.

Gera ráð fyrir öskufoki undir Eyjafjöllum

Búast má við talsverðu öskufoki undir Eyjafjöllum og til suðvesturs í dag og á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir norðaustan hvassviðri um landið norðvestanvert í dag og víða éljagangi og skafrenningi norðantil.

Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara

Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt:

Hægt að koma í veg fyrir dauðsföll

Sautján konur greinast að meðaltali með leghálskrabbamein á Íslandi ár hvert og þrjár konur deyja af völdum þess. Í ítarlegri fréttaskýringu um málið í Fréttablaðinu í dag kemur fram að gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni við leghálskrabbamein síðan byrjað var að leita skipulega eftir krabbameininu árið 1964.

Fáar kærur gegn lögreglu enda með dómi

Um 112 kærur bárust ríkissaksóknara á árunum 2005 til 2009 á hendur starfsmönnum lögreglu vegna meintra brota þeirra í störfum. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

Lundúnarflugi til Íslands seinkar vegna óveðurs

Seinkun hefur orðið á flugi Iceland Express frá London til Keflavíkur í dag vegna slæms veðurs í London. Að sögn Matthíasar Imsland er Gatwick flugvöllur lokaður og mun vél Iceland Express því fljúga frá Stanstead. Matthías segir að gert sé ráð fyrir því að flogið verði um klukkan fimm.

Þingmenn í jólafrí í dag

Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Rannsaka á fjármögnum sjóðsins á útlánum til viðskiptavina og sparisjóða og áhættustýringu.

Ógreiddar sektir nema þremur milljörðum

Upphæð ógreiddra fésekta sem dómstólar hafa dæmt fólk til að greiða nam rúmum 2,9 milljörðum króna þann 10. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða sektir sem hafa vararefsingu á bakvið sig, sem þýðir í flestum tilfellum að fól

Samkynhneigðar stúlkur óánægðar með lífið

Vísbendingar eru um að samkynhneigðir unglingar meti lífsánægju sína mun lakari en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra gera. Lífsánægja samkynhneigðra stúlkna er síst. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskólann á Akureyri og birtist í nýjasta hefti Sálfræðiritsins sem kom út í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir