Fleiri fréttir Vísindamaður spáir hruni mannkyns vegna hlýnunar Jörðin er komin með hitasótt, sem gæti þýtt átta stiga hlýnun loftslags og útrýmt lífi á stórum hluta hennar og milljörðum manna. Þannig hljóðar dómsdagsspá hins umdeilda vísindamanns, James Lovelocks. Samkvæmt spánni mun svona heit Jörð ekki geta framfleytt nema rúmlega 500 milljónum manna, eða tæplega tíunda hluta núverandi mannkyns. 29.11.2006 14:39 Hafði afskipti af manni sem skemmdi eigin bíl Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til. 29.11.2006 14:34 Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins. 29.11.2006 14:21 Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna. 29.11.2006 13:58 Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir. 29.11.2006 13:42 Sveitarstjórn geti gefið framkvæmdaleyfi með staðfestingu aðalskipulags Við viljum ekki virkjanir í Jökulsám Skagafjarðar í tillögum að aðalskipulagi, segir í ályktun fjölmenns fundar sem haldinn var í félagsheimilinu Árgarði í Lýtingsstaðahreppi í gækvöldi. 29.11.2006 13:30 Varar við afnámi styrkja í landbúnaði Valdimar Einarsson, ráðgjafi á Nýja-Sjálandi, varar við afleiðingum þess að afnema styrkjakerfi íslensks landbúnaðar og að fella niður innflutningshömlur á erlendum landbúnaðarafurðum. Þetta kom fram í erindi hans á morgunverðarfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var undir yfirskriftinni "Á að vera landbúnaður á Íslandi?" á Hótel Sögu í morgun. 29.11.2006 13:29 Flestir fyrrverandi starfsmenn komnir með vinnu Flestir fyrrverandi starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru komnir með aðra vinnu. Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu. 29.11.2006 13:15 Gæði íss ófullnægjandi í 62 prósentum tilvika Örverufræðileg gæði íss úr vél voru ófullnægjandi hjá 62 prósentum fyrirtækja samkvæmt könnun sem gerð var á vegum matvælaeftirlits umhverfissviðs Reykjavíkur. 22 prósent fyrirtækja voru með fullnægjandi niðurstöður og 16 prósent fengu senda athugasemd. 29.11.2006 12:48 Hægt að stöðva framkvæmdir fyrirtækja ef starfsmannaleigur veita ekki upplýsingar Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra verður hægt að stöðva framkvæmdir hjá fyrirtækjum ef starfsmannaleigur sem þau skipta við sinna ekki upplýsingaskyldum sínum. 29.11.2006 12:30 Framsóknarráðherra lét hlera síma sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn töldu að símar forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis væru hleraðir á fjórða áratug síðustu aldar, í tíð vinstristjórnar sem þá var við völd. Maðurinn sem sagður er hafa flett ofan af þessum meintu hlerunum var Bjarni Benediktsson, sem seinna átti eftir að fyrirskipa hleranir á símum vinstrimanna þegar hann varð dómsmálaráðherra. 29.11.2006 12:18 Sjúkraflugvél Landsflugs ekki í Eyjum í gærkvöld Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka. 29.11.2006 12:15 Hald lagt á átta kíló af kókaíni það sem af er ári Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra. 29.11.2006 12:00 Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. 29.11.2006 11:47 Rafmagn fór af Keflavíkurflugvelli Rafmagn fór af öllu flugvallarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um sexleytið í morgun vegna bilunar í spennnistöð á Fitjum. Fram kemur á vef Víkurfrétta að vararafstöðvar hafi séð flugturni og allri nauðsynlegri flugstarfsemi fyrir rafmagni og því hafi ekki orðið orðið nein truflun á flugstarfsemi vegna þessa. 29.11.2006 11:24 Lögreglan á Akureyri lýsir eftir manni Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Gunnhalli Gunnhallssyni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfararnótt laugardagsins 25. nóvember. Gunnhallur var sennilega klæddur í svarta dúnúlpu og gallabuxur og er 44 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnhalls eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705. 28.11.2006 20:32 Bregst við ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hélt sídegis í dag fund með staðgengli borgarstjórans í Reykjavík, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt fleirum í því skyni að bregðast við vanda sem virðist stafa af aukinni ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði. 28.11.2006 19:46 Ríkið sýknað af kröfu Ásatrúarfélagsins Íslenska ríkið var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslur í sinn hlut frá hinu opinbera og þjóðkirkjan fær. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða. 28.11.2006 19:18 Þrautaganga þorsksins heldur áfram Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum 28.11.2006 19:04 Ungir framsóknarmenn á móti því að RÚV verði gert að hlutafélagi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um RÚV ohf. Meðal annars kemur fram í ályktuninni að SUF telur að hvorki sé hagsmunum RÚV, né almennings, best borgið með hlutafélagavæðingu heldur sé réttara að huga að því að breyta RÚV í sjálfseignarstofnun með breska ríkisútvarpið BBC sem fyrirmynd. 28.11.2006 18:52 Hefur sótt um embætti dómara Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. 28.11.2006 18:51 Stríð gegn hryðjuverkum notað sem skálkasjól til hlerana Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum. 28.11.2006 18:30 Falsaðir seðlar í umferð Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum. 28.11.2006 18:25 Myrtir fyrir að fara yfir akur 28.11.2006 16:56 Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun. 28.11.2006 16:56 Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum. 28.11.2006 16:38 Tap HB Granda ríflega milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda nam rúm einum og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri. Er það nærri milljarði meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins rúmlega milljarður en ríflega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra. 28.11.2006 16:17 Fréttir Stöðvar 2 fá nýtt útlit og lengjast Í kvöld verða breytingar hjá sjónvarpsfréttastofu 365 miðla. Tekið verður upp upprunalega heitið Fréttastofa Stöðvar 2 og samfara því fær fréttastofan og öll umgjörð fréttaútsendingarinnar - sem og Ísland í dag og Ísland í bítið - nýja og gerbreytta ásýnd. Fréttastef hafa líka verið endurunnin. Fréttatími Stöðvar 2 lengist á þessum tímamótum og hefst frá og með deginum í dag kl. 18.18. 28.11.2006 16:12 Rafmagn fór af í Reykhólasveit í slæmu veðri Rafmagn er nú komið á á flestum stöðum í Reykhólasveit á Vestfjörðum en rafmagn fór þar af fyrr í dag. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, var slæmu veðri líklega um að kenna og er dísilrafstöð nú notuð til rafmagsframleiðslu að Reykhólum. 28.11.2006 16:00 Keyrði ítrekað á annan bíl Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir. 28.11.2006 15:46 SVÞ gagnrýnir að verkefni séu færð frá einkafyrirtækjum til sýslumanns Samtök verslunar og þjónustu mótmæla harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðuneytisins að fela sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli að taka við vopnaleit og öryggiseftirliti með farþegum á vellinum í stað Securitas og Öryggismiðstöðvar Íslands. 28.11.2006 15:40 Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna. 28.11.2006 15:05 Innbrotum fækkar í Reykjavík Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar. 28.11.2006 14:49 Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. 28.11.2006 14:39 Guðni tekur undir orð Jóns Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. 28.11.2006 13:58 Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða. 28.11.2006 13:55 Helgi Magnús tekur við efnahagsbrotadeildinni Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, tekur við embætti saksóknara efnahagsbrota og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í tenglsum við umfangsmiklar skipulagsbreytingar á löggæslumálum. 28.11.2006 13:12 Íslenska ríkið sýknað af kröfum Ásatrúarfélagsins Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslu sambærilegra gjalda félagsmanna og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða. 28.11.2006 12:30 Óveður undir Hafnarfjalli Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Þá er stórhríð í Reykhólasveit á Vestfjörðum og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er hálka og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði. 28.11.2006 12:28 Íslendingar meti varnarþörf sína Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. 28.11.2006 12:08 OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári. 28.11.2006 11:49 Vaxtarverkir í skattkerfinu Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu. 28.11.2006 11:42 Sigrún tekur líklega við stöðu bæjarstjóra Gengið verður frá bæjarstjóraskiptum á Akureyri á morgun. Samfylkingin, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar styður Sigrúnu Björk til starfans. 28.11.2006 11:39 Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja. 28.11.2006 11:28 Fá umönnunarbætur áfram í fæðingarorlofi Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Magnús Stefánssonar, félagsmálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingarorlof. Frumvarpið felur það í sér að umönnunarbætur falla ekki niður á meðan að einstaklingar eru í fæðingarorlofi. 28.11.2006 11:17 Sjá næstu 50 fréttir
Vísindamaður spáir hruni mannkyns vegna hlýnunar Jörðin er komin með hitasótt, sem gæti þýtt átta stiga hlýnun loftslags og útrýmt lífi á stórum hluta hennar og milljörðum manna. Þannig hljóðar dómsdagsspá hins umdeilda vísindamanns, James Lovelocks. Samkvæmt spánni mun svona heit Jörð ekki geta framfleytt nema rúmlega 500 milljónum manna, eða tæplega tíunda hluta núverandi mannkyns. 29.11.2006 14:39
Hafði afskipti af manni sem skemmdi eigin bíl Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til. 29.11.2006 14:34
Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins. 29.11.2006 14:21
Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna. 29.11.2006 13:58
Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir. 29.11.2006 13:42
Sveitarstjórn geti gefið framkvæmdaleyfi með staðfestingu aðalskipulags Við viljum ekki virkjanir í Jökulsám Skagafjarðar í tillögum að aðalskipulagi, segir í ályktun fjölmenns fundar sem haldinn var í félagsheimilinu Árgarði í Lýtingsstaðahreppi í gækvöldi. 29.11.2006 13:30
Varar við afnámi styrkja í landbúnaði Valdimar Einarsson, ráðgjafi á Nýja-Sjálandi, varar við afleiðingum þess að afnema styrkjakerfi íslensks landbúnaðar og að fella niður innflutningshömlur á erlendum landbúnaðarafurðum. Þetta kom fram í erindi hans á morgunverðarfundi Bændasamtaka Íslands sem haldinn var undir yfirskriftinni "Á að vera landbúnaður á Íslandi?" á Hótel Sögu í morgun. 29.11.2006 13:29
Flestir fyrrverandi starfsmenn komnir með vinnu Flestir fyrrverandi starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru komnir með aðra vinnu. Fimmtíu og sex fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins, sem búsettir eru á Suðurnesjum, eru ekki komnir með aðra vinnu. 29.11.2006 13:15
Gæði íss ófullnægjandi í 62 prósentum tilvika Örverufræðileg gæði íss úr vél voru ófullnægjandi hjá 62 prósentum fyrirtækja samkvæmt könnun sem gerð var á vegum matvælaeftirlits umhverfissviðs Reykjavíkur. 22 prósent fyrirtækja voru með fullnægjandi niðurstöður og 16 prósent fengu senda athugasemd. 29.11.2006 12:48
Hægt að stöðva framkvæmdir fyrirtækja ef starfsmannaleigur veita ekki upplýsingar Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra verður hægt að stöðva framkvæmdir hjá fyrirtækjum ef starfsmannaleigur sem þau skipta við sinna ekki upplýsingaskyldum sínum. 29.11.2006 12:30
Framsóknarráðherra lét hlera síma sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn töldu að símar forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis væru hleraðir á fjórða áratug síðustu aldar, í tíð vinstristjórnar sem þá var við völd. Maðurinn sem sagður er hafa flett ofan af þessum meintu hlerunum var Bjarni Benediktsson, sem seinna átti eftir að fyrirskipa hleranir á símum vinstrimanna þegar hann varð dómsmálaráðherra. 29.11.2006 12:18
Sjúkraflugvél Landsflugs ekki í Eyjum í gærkvöld Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka. 29.11.2006 12:15
Hald lagt á átta kíló af kókaíni það sem af er ári Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra. 29.11.2006 12:00
Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. 29.11.2006 11:47
Rafmagn fór af Keflavíkurflugvelli Rafmagn fór af öllu flugvallarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um sexleytið í morgun vegna bilunar í spennnistöð á Fitjum. Fram kemur á vef Víkurfrétta að vararafstöðvar hafi séð flugturni og allri nauðsynlegri flugstarfsemi fyrir rafmagni og því hafi ekki orðið orðið nein truflun á flugstarfsemi vegna þessa. 29.11.2006 11:24
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir manni Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Gunnhalli Gunnhallssyni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfararnótt laugardagsins 25. nóvember. Gunnhallur var sennilega klæddur í svarta dúnúlpu og gallabuxur og er 44 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnhalls eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705. 28.11.2006 20:32
Bregst við ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hélt sídegis í dag fund með staðgengli borgarstjórans í Reykjavík, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt fleirum í því skyni að bregðast við vanda sem virðist stafa af aukinni ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði. 28.11.2006 19:46
Ríkið sýknað af kröfu Ásatrúarfélagsins Íslenska ríkið var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslur í sinn hlut frá hinu opinbera og þjóðkirkjan fær. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða. 28.11.2006 19:18
Þrautaganga þorsksins heldur áfram Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum 28.11.2006 19:04
Ungir framsóknarmenn á móti því að RÚV verði gert að hlutafélagi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um RÚV ohf. Meðal annars kemur fram í ályktuninni að SUF telur að hvorki sé hagsmunum RÚV, né almennings, best borgið með hlutafélagavæðingu heldur sé réttara að huga að því að breyta RÚV í sjálfseignarstofnun með breska ríkisútvarpið BBC sem fyrirmynd. 28.11.2006 18:52
Hefur sótt um embætti dómara Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. 28.11.2006 18:51
Stríð gegn hryðjuverkum notað sem skálkasjól til hlerana Ólafur Hannibalsson segir í uppsiglingu að stríðið gegn hryðjuverkum verði notað með sama hætti og kalda stríðið, til að afsaka hleranir á símum fólks. Bæði heima- og vinnusími föður hans voru hleraðir þegar hann var þingmaður og forseti Alþýðusambandsins á sjöunda áratugnum. 28.11.2006 18:30
Falsaðir seðlar í umferð Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum. 28.11.2006 18:25
Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun. 28.11.2006 16:56
Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum. 28.11.2006 16:38
Tap HB Granda ríflega milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda nam rúm einum og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri. Er það nærri milljarði meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins rúmlega milljarður en ríflega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra. 28.11.2006 16:17
Fréttir Stöðvar 2 fá nýtt útlit og lengjast Í kvöld verða breytingar hjá sjónvarpsfréttastofu 365 miðla. Tekið verður upp upprunalega heitið Fréttastofa Stöðvar 2 og samfara því fær fréttastofan og öll umgjörð fréttaútsendingarinnar - sem og Ísland í dag og Ísland í bítið - nýja og gerbreytta ásýnd. Fréttastef hafa líka verið endurunnin. Fréttatími Stöðvar 2 lengist á þessum tímamótum og hefst frá og með deginum í dag kl. 18.18. 28.11.2006 16:12
Rafmagn fór af í Reykhólasveit í slæmu veðri Rafmagn er nú komið á á flestum stöðum í Reykhólasveit á Vestfjörðum en rafmagn fór þar af fyrr í dag. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, var slæmu veðri líklega um að kenna og er dísilrafstöð nú notuð til rafmagsframleiðslu að Reykhólum. 28.11.2006 16:00
Keyrði ítrekað á annan bíl Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir. 28.11.2006 15:46
SVÞ gagnrýnir að verkefni séu færð frá einkafyrirtækjum til sýslumanns Samtök verslunar og þjónustu mótmæla harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðuneytisins að fela sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli að taka við vopnaleit og öryggiseftirliti með farþegum á vellinum í stað Securitas og Öryggismiðstöðvar Íslands. 28.11.2006 15:40
Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna. 28.11.2006 15:05
Innbrotum fækkar í Reykjavík Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar. 28.11.2006 14:49
Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. 28.11.2006 14:39
Guðni tekur undir orð Jóns Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. 28.11.2006 13:58
Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða. 28.11.2006 13:55
Helgi Magnús tekur við efnahagsbrotadeildinni Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, tekur við embætti saksóknara efnahagsbrota og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í tenglsum við umfangsmiklar skipulagsbreytingar á löggæslumálum. 28.11.2006 13:12
Íslenska ríkið sýknað af kröfum Ásatrúarfélagsins Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslu sambærilegra gjalda félagsmanna og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða. 28.11.2006 12:30
Óveður undir Hafnarfjalli Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Þá er stórhríð í Reykhólasveit á Vestfjörðum og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er hálka og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði. 28.11.2006 12:28
Íslendingar meti varnarþörf sína Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi. 28.11.2006 12:08
OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári. 28.11.2006 11:49
Vaxtarverkir í skattkerfinu Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu. 28.11.2006 11:42
Sigrún tekur líklega við stöðu bæjarstjóra Gengið verður frá bæjarstjóraskiptum á Akureyri á morgun. Samfylkingin, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar styður Sigrúnu Björk til starfans. 28.11.2006 11:39
Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja. 28.11.2006 11:28
Fá umönnunarbætur áfram í fæðingarorlofi Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Magnús Stefánssonar, félagsmálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingarorlof. Frumvarpið felur það í sér að umönnunarbætur falla ekki niður á meðan að einstaklingar eru í fæðingarorlofi. 28.11.2006 11:17
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent