Fleiri fréttir Iðgjöld trygginga hækka um áramót Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%. Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra. 23.11.2006 18:43 Tillögur um milljarða útgjaldaaukningu Stjórnarandstaðan leggur til að rúmum sjö milljöðrum króna verði varið til að bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega, við aðra umræðu fjárlaga sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnarmeirihlutinn leggur einnig til að útgjöld verði aukin verulega á næsta ári en fjármálaráðherra segir engu að síður ekki hægt að tala um kosningafjárlög. 23.11.2006 18:30 Fimm ára fangelsi Rúmlega tvítugur maður var, í Hérðasdómi Reykjaness, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Maðurinn stakk annann mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði, fjórtanda maí, og hlaut sá lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn kom óboðinn að húsinu en þar stóð yfir afmælisveisla þess sem var stunginn. Með árásarmanninum var átján ára piltur sá fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Afleiðingar af völdum hnífsstungunnar eru varanlegar. Ástæður árásarinnar eru óljósar. 23.11.2006 18:26 Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. 23.11.2006 17:23 Forsætisráðherra í Íslandi í dag Geir H. Haarde mun verða gestur í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum. Þar mun Geir meðal annars ræða um frammistöðu Árna Johnsen í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ástandið í Írak og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára áður en kjörtímabilinu lýkur. 23.11.2006 17:11 Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf. Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. 23.11.2006 17:07 Kærður fyrir að byrla konu svefnlyf og nauðga henni Rúmlega þrítug kona hefur kært karlmann fyrir nauðgun sem varð um miðjan mánuðinn. Konan telur að maðurinn hafi byrlað sér svefnlyf á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. 23.11.2006 16:52 Fimm fíkniefnamál í Reykjavík í gær og nótt Fimm karlmenn komu við sögu lögreglunnar í Reykjavík í fimm fíkniefnamálum í gær og nótt en í öllum tilfellum fundust ætluð fíkniefni eins og lögreglan kallar það. 23.11.2006 16:48 Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum. 23.11.2006 16:39 Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. 23.11.2006 16:38 Fékk þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur stúlknanna var stjúpdóttir mannsins en hin vinkona hennar. Stjúpdóttir mannsins var aðeins sex ára gömul þegar brotin hófust. 23.11.2006 16:33 Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum. 23.11.2006 16:27 Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. 23.11.2006 15:57 Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð. 23.11.2006 15:45 Hafnaði kröfu ríkisins um að flugskýli yrði flutt af Akureyrarflugvelli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að eigandi flugskýlis á lóð Akureyrarflugvallar yrði borinn af lóðinni. 23.11.2006 15:25 Stofnfundur samráðsvettvangs trúfélaga á morgun Samráðsvettvangur trúfélaga heldur stofnfund sinn á morgun í Tjarnarsal Ráðhússins. Að vettvangnum standa þrettán trúfélög og er markmiðið að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. 23.11.2006 14:56 Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. 23.11.2006 14:41 Framkvæmdastjóri SI leggst gegn atkvæðagreiðslu um álversstækkun Sveini Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, finnst ekki góð hugmynd að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Hann segir að kjósendur hafi engar forsendur til að taka efnislega afstöðu. Menn greiði atkvæði á þeirri forsendu, að öruggast sé að vera á móti því sem þeir þekki ekki. Sveinn segir að ef auka eigi íbúalýðræði í reynd, væri rétt að leyfa almenningi ap hafa skoðun og jafnvel áhrif á skipulagsmál almennt. 23.11.2006 14:35 Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var í dag formlega stofnuð við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með henni á að leitast við að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar og auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás og í að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum á þessu sviði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 23.11.2006 14:07 Landsvirkjun styrkir Ómar Landsvirkjun ætlar að styrkja verkefni Ómars Ragnarssonar, Örkina, um fjórar milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti þessu yfir í opnum fundi í morgun. Ómar óskaði eftir því að Landsvirkjun styrkti verkefni hans en Ómar hefur verið að kvikmynda myndun Hálslóns. 23.11.2006 13:45 Töluvert tjón í innbroti hjá Bræðrunum Ormsson Töluvert tjón varð í raftækjaverslun Bræðranna Ormsson í Síðumúla í nótt þegar þjófur eða þjófar réðust þar inn og höfðu á brott með sér tvö dýr sjónvarpstæki. 23.11.2006 13:15 Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. 23.11.2006 13:02 Sýknaður af ákæru um naugðun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar. 23.11.2006 12:45 Nýju mislægu gatnamótin opnuð Ný mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar við Grafarholt hafa verið opnuð umferð. Fyrstu bílunum var hleypt á nýju brúna í gærkvöldi en opnun gatnamótanna tafðist nokkuð, meðal annars vegna kulda, sem kom í veg fyrir að hægt yrði að mála merkingar á yfirborð gatna. 23.11.2006 12:15 Vantar peninga svo hægt sé að opna skíðasvæðið Skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að hægt sé að opna skíðasvæði Ísfirðinga og verður það að öllum líkindum ekki opnað fyrr en eftir áramót. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en nægur snjór er kominn í Skutulsfjörð svo hægt sé að hefja skíðaiðkun. 23.11.2006 11:46 Íslendingar koma í veg fyrir botnvörpubann Málamiðlunartillaga um alþjóðlegt bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum var felld á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, í gærkvöldi, fyrir fyrir tilstuðlan Íslendinga. Umhverfisverndarsinnar eru æfir. 23.11.2006 11:32 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis. 23.11.2006 11:26 700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. 23.11.2006 11:19 Ráðherra segir stórátak hafið í vegamálum Stórátak er hafið í vegamálum og það mun sjást rækilega á næstu árum, segir samgönguráðherra. Hann boðar tvöföldun hringvegarins út frá Reykjavík, bæði norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti, og næstu jarðgöng verði milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og í Oddsskarði. 22.11.2006 19:07 Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. 22.11.2006 18:54 Spáir lækkun á notuðum bílum Forstjóri Heklu spáir því að verð á notuðum bílum muni lækka á næstu misserum því verðið sé of hátt. Hann segir öryggi og eyðslu vera meðal þeirra þátta sem muni hafa mikil áhrif í þá átt. 22.11.2006 18:45 Samkomulag milli stjórnmálaflokkanna um fjármál þeirra Sveitarfélögum verður í fyrsta skipti gert að styrkja framboð til sveitarstjórna, samkvæmt samkomulagi fulltrúa allra stjórnmálaflokka. Þau losna á móti við kostnað sem þau hafa af alþingiskosningum. 22.11.2006 18:45 Hver íslendingur fengi arð af virkjunum Allir lifandi íslendingar yrðu hluthafar í Íslenska auðlindasjóðnum ohf. sem héldi utan um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og virkjanir þeirra nái ný hugmynd Víglundar Þorsteinssonar stjórnarformanns BM Vallár fram að ganga. Sjóðurinn myndi auk þess greiða landsmönnum arð. Lagt er til að sjóðurinn nái yfir allar sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar auk Landsvirkjunar. 22.11.2006 18:30 Vilja 130 milljónir til viðbótar á fjárlögum til stjórnmálaflokka Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. 22.11.2006 18:16 Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. 22.11.2006 18:06 Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af. 22.11.2006 17:52 Heildarfjárfesting sveitarfélaga 41 milljarður á síðasta ári Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. 22.11.2006 17:42 Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti. 22.11.2006 17:21 Kaupmáttur eykst Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum. 22.11.2006 17:20 Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum 22.11.2006 16:55 Metangasleiðsla frá Álfsnesi til Ártúnshöfða Til stendur að leggja gasleiðslu frá Álfsnesi upp á Ártúnshöfða sem flytja á metangas sem framleitt er hjá Sorpu í Álfsnesi og notað verður til áfyllingar á stöð ESSO við Bíldshöfða. 22.11.2006 16:44 Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast. 22.11.2006 16:31 Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. 22.11.2006 16:20 Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins. 22.11.2006 15:40 Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. 22.11.2006 14:59 Sjá næstu 50 fréttir
Iðgjöld trygginga hækka um áramót Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%. Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra. 23.11.2006 18:43
Tillögur um milljarða útgjaldaaukningu Stjórnarandstaðan leggur til að rúmum sjö milljöðrum króna verði varið til að bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega, við aðra umræðu fjárlaga sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnarmeirihlutinn leggur einnig til að útgjöld verði aukin verulega á næsta ári en fjármálaráðherra segir engu að síður ekki hægt að tala um kosningafjárlög. 23.11.2006 18:30
Fimm ára fangelsi Rúmlega tvítugur maður var, í Hérðasdómi Reykjaness, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Maðurinn stakk annann mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði, fjórtanda maí, og hlaut sá lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn kom óboðinn að húsinu en þar stóð yfir afmælisveisla þess sem var stunginn. Með árásarmanninum var átján ára piltur sá fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Afleiðingar af völdum hnífsstungunnar eru varanlegar. Ástæður árásarinnar eru óljósar. 23.11.2006 18:26
Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. 23.11.2006 17:23
Forsætisráðherra í Íslandi í dag Geir H. Haarde mun verða gestur í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum. Þar mun Geir meðal annars ræða um frammistöðu Árna Johnsen í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ástandið í Írak og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára áður en kjörtímabilinu lýkur. 23.11.2006 17:11
Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf. Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. 23.11.2006 17:07
Kærður fyrir að byrla konu svefnlyf og nauðga henni Rúmlega þrítug kona hefur kært karlmann fyrir nauðgun sem varð um miðjan mánuðinn. Konan telur að maðurinn hafi byrlað sér svefnlyf á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. 23.11.2006 16:52
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík í gær og nótt Fimm karlmenn komu við sögu lögreglunnar í Reykjavík í fimm fíkniefnamálum í gær og nótt en í öllum tilfellum fundust ætluð fíkniefni eins og lögreglan kallar það. 23.11.2006 16:48
Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum. 23.11.2006 16:39
Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. 23.11.2006 16:38
Fékk þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur stúlknanna var stjúpdóttir mannsins en hin vinkona hennar. Stjúpdóttir mannsins var aðeins sex ára gömul þegar brotin hófust. 23.11.2006 16:33
Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum. 23.11.2006 16:27
Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. 23.11.2006 15:57
Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð. 23.11.2006 15:45
Hafnaði kröfu ríkisins um að flugskýli yrði flutt af Akureyrarflugvelli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að eigandi flugskýlis á lóð Akureyrarflugvallar yrði borinn af lóðinni. 23.11.2006 15:25
Stofnfundur samráðsvettvangs trúfélaga á morgun Samráðsvettvangur trúfélaga heldur stofnfund sinn á morgun í Tjarnarsal Ráðhússins. Að vettvangnum standa þrettán trúfélög og er markmiðið að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. 23.11.2006 14:56
Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. 23.11.2006 14:41
Framkvæmdastjóri SI leggst gegn atkvæðagreiðslu um álversstækkun Sveini Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, finnst ekki góð hugmynd að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Hann segir að kjósendur hafi engar forsendur til að taka efnislega afstöðu. Menn greiði atkvæði á þeirri forsendu, að öruggast sé að vera á móti því sem þeir þekki ekki. Sveinn segir að ef auka eigi íbúalýðræði í reynd, væri rétt að leyfa almenningi ap hafa skoðun og jafnvel áhrif á skipulagsmál almennt. 23.11.2006 14:35
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var í dag formlega stofnuð við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Með henni á að leitast við að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum tónlistar og auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás og í að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum á þessu sviði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 23.11.2006 14:07
Landsvirkjun styrkir Ómar Landsvirkjun ætlar að styrkja verkefni Ómars Ragnarssonar, Örkina, um fjórar milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti þessu yfir í opnum fundi í morgun. Ómar óskaði eftir því að Landsvirkjun styrkti verkefni hans en Ómar hefur verið að kvikmynda myndun Hálslóns. 23.11.2006 13:45
Töluvert tjón í innbroti hjá Bræðrunum Ormsson Töluvert tjón varð í raftækjaverslun Bræðranna Ormsson í Síðumúla í nótt þegar þjófur eða þjófar réðust þar inn og höfðu á brott með sér tvö dýr sjónvarpstæki. 23.11.2006 13:15
Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. 23.11.2006 13:02
Sýknaður af ákæru um naugðun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar. 23.11.2006 12:45
Nýju mislægu gatnamótin opnuð Ný mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar við Grafarholt hafa verið opnuð umferð. Fyrstu bílunum var hleypt á nýju brúna í gærkvöldi en opnun gatnamótanna tafðist nokkuð, meðal annars vegna kulda, sem kom í veg fyrir að hægt yrði að mála merkingar á yfirborð gatna. 23.11.2006 12:15
Vantar peninga svo hægt sé að opna skíðasvæðið Skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að hægt sé að opna skíðasvæði Ísfirðinga og verður það að öllum líkindum ekki opnað fyrr en eftir áramót. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en nægur snjór er kominn í Skutulsfjörð svo hægt sé að hefja skíðaiðkun. 23.11.2006 11:46
Íslendingar koma í veg fyrir botnvörpubann Málamiðlunartillaga um alþjóðlegt bann við botnvörpuveiðum á úthöfunum var felld á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, í gærkvöldi, fyrir fyrir tilstuðlan Íslendinga. Umhverfisverndarsinnar eru æfir. 23.11.2006 11:32
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir vexti sennilega verða hækkaða Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða sennilega hækkaðir í næsta mánuði. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði í morgun í viðtali við fréttastofu Bloomberg að vísbendingar séu um að bankinn þyrfti að hækka vexti sína til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Frá þessu er sagt í Morgunkorni Glitnis. 23.11.2006 11:26
700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. 23.11.2006 11:19
Ráðherra segir stórátak hafið í vegamálum Stórátak er hafið í vegamálum og það mun sjást rækilega á næstu árum, segir samgönguráðherra. Hann boðar tvöföldun hringvegarins út frá Reykjavík, bæði norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti, og næstu jarðgöng verði milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og í Oddsskarði. 22.11.2006 19:07
Buðu bætur en viðurkenna ekki skaða Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin. 22.11.2006 18:54
Spáir lækkun á notuðum bílum Forstjóri Heklu spáir því að verð á notuðum bílum muni lækka á næstu misserum því verðið sé of hátt. Hann segir öryggi og eyðslu vera meðal þeirra þátta sem muni hafa mikil áhrif í þá átt. 22.11.2006 18:45
Samkomulag milli stjórnmálaflokkanna um fjármál þeirra Sveitarfélögum verður í fyrsta skipti gert að styrkja framboð til sveitarstjórna, samkvæmt samkomulagi fulltrúa allra stjórnmálaflokka. Þau losna á móti við kostnað sem þau hafa af alþingiskosningum. 22.11.2006 18:45
Hver íslendingur fengi arð af virkjunum Allir lifandi íslendingar yrðu hluthafar í Íslenska auðlindasjóðnum ohf. sem héldi utan um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og virkjanir þeirra nái ný hugmynd Víglundar Þorsteinssonar stjórnarformanns BM Vallár fram að ganga. Sjóðurinn myndi auk þess greiða landsmönnum arð. Lagt er til að sjóðurinn nái yfir allar sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar auk Landsvirkjunar. 22.11.2006 18:30
Vilja 130 milljónir til viðbótar á fjárlögum til stjórnmálaflokka Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. 22.11.2006 18:16
Sjúkdómsvæðing meðgöngunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna. 22.11.2006 18:06
Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af. 22.11.2006 17:52
Heildarfjárfesting sveitarfélaga 41 milljarður á síðasta ári Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman. 22.11.2006 17:42
Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti. 22.11.2006 17:21
Kaupmáttur eykst Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum. 22.11.2006 17:20
Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum 22.11.2006 16:55
Metangasleiðsla frá Álfsnesi til Ártúnshöfða Til stendur að leggja gasleiðslu frá Álfsnesi upp á Ártúnshöfða sem flytja á metangas sem framleitt er hjá Sorpu í Álfsnesi og notað verður til áfyllingar á stöð ESSO við Bíldshöfða. 22.11.2006 16:44
Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast. 22.11.2006 16:31
Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. 22.11.2006 16:20
Fjárlaganefnd vill setja Öryggismálanefnd í gang Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vill að Öryggismálanefnd, samstarfsvettvangur allra stjórnmálaflokkanna verði sett á laggirnar á vegum forsætisráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlagið til þessarar nýju Öryggismálanefndar verði 16 milljónir króna árið 2007. Í álitinu sínu vísar meirihlutinn til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 26. september um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins. 22.11.2006 15:40
Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. 22.11.2006 14:59