Fleiri fréttir

Sáttaleið fyrir unga afbrotamenn

Frá og með fyrsta október geta afbrotamenn undir átján ára aldri átt von á að verða leiddir fyrir fórnarlömb sín. Dómsmálayfirvöld hafa ákveðið að prófa svokallaða sáttaleið í málefnum ungra glæpamanna, sem gefið hefur góða raun víða um heim.

Lokahrina varnarviðræðna yfirstaðin

Lokahrinu varnarviðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda var haldið áfram í dag í Washington og lauk rétt í þessu. Íslenka sendinefndin er á leiðinni heim og ekki fleiri fundir á döfinni segir aðstoðarmaður forsætisráðherra og neitar að tjá sig frekar. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að viðræðunum ljúki fyrir mánaðarmót.

Liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílveltu

Sautján ára drengur liggur liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu við bæinn Skipholt nálægt Flúðum síðastliðna nótt. Drengurinn kastaðist út úr bíl sínum og hlaut mikla höfuðáverka. Hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi. Tvær stúlkur, sem einnig voru í bílnum hlutu minniháttar áverka en þau voru öll flutt á slysadeild Landspítalans í nótt. Ekki er ljóst um tildrög slyssins en lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins.

Fjórhjól eða ekki við hreindýraveiðar?

Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs hjá Umhverfisstofnun bendir á að allur akstur veiðimanna utan vega sé bannaður. Skilja má annað eftir sýknudóm hreindýraskyttu.

Buðu upp á fiskisúpu á Laugarveginum

Það skapaðist heldur óvenjuleg stemming við Laugarveginn í dag þegar félagar í Klúbbi matreiðslumanna hófu að bjóða vegfarendum fiskisúpu.

Lögreglan lagði hald á fíkniefni og skotvopn

Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á fíkniefni, skotvopn og þýfi þegar húsleit var gerð á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Franklín Steiner, sem er þekktur í fíkniefnaheiminum, var handtekinn.

Ákærð fyrir rangar sakargiftir

Ríkissaksókari krefst að tæplega tvítug kona, sem kærði mann fyrir tilraun til nauðgunar, verði dæmd fyrir rangar sakagiftir. Konan var með áverka og fór á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota en ríkissaksóknari telur útilokað að maðurinn hafi veitt henni áverkana.

Ekki útilokað að samið verði á Íslandi

Íslensk stjórnvöld útiloka ekki þann möguleika að stríðandi fylkingum á Srí Lanka verði boðið til friðarviðræðna á Íslandi. Unnið verði náið með Norðmönnum en reynist rétt að deilendur treysti þeim ekki í viðræðunum ætli Íslendingar ekki að liggja á liði sínu. Í fréttum NFS í gærkvöldi var rætt við Keheliya Rambukwella, talsmann ríkisstjórnar Srí Lanka. Þar sagði hann koma til greina að setjast að samningaborðinu með uppreisnarmönnum Tamíl tígranna á Íslandi. Hann sagði stjórnina andvíga því að halda viðræðunar í Osló í byrjun október. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir mestu skipta að koma deilendum að samningaborðinu í hennar huga sé ekki aðalatriðið hvar funur verði haldinn. Staðreyndin sé hins vegar sú að Norðmenn hafi verið í forystu í friðarviðræðum og vopnahlé hafi verið staðfest í Osló árið 2002. Norðmenn hafi allt þetta ár verið að reyna að koma þessum öflum að samningaborðinu. Valgerður vill ekki útiloka það að deilendum verði boðið til viðræðna á Íslandi. Spila þurfi úr hlutunum af yfirvegun og skynsemi. Rétt sé að geta þess að Norðmenn hafi meiri reynslu í þessum málum en Íslendingar en ef rétt reynist að Norðmönnum sé ekki treyst að fullu þá muni Íslendingar gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa í friðarviðræðum.

Hækka ekki vexti af húsnæðislánum

Hvorki Glitnir né Landsbankinn ætla að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í framhaldi af fimmtíu punkta stýrivaxtahækkun Seðalbanka Íslans í morgun.

Staðfestir sjö mánaða dóm fyrir ýmis brot

Hæstiréttur staðfesti í dag sjö mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður var fyrir þjófnað, innbrot og fíkniefnabrot. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ýmis brot en með þessum brotum rauf hann skilorð.

Húsleit í tveimur húsum vegna fíkniefna

Lögregla gerði í dag húsleit í tveimur húsum í Hafnarfirði þar sem grunur lék á finna mætti fíkniefni og vopn. Annað húsanna er í miðbæ Hafnarfjarðar og var einn maður handtekinn við innrás lögreglunnar þar.

Lýsir yfir stuðningi við starfsemi Barnahúss

Kvenfélagasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starfssemi Barnahúss og minnt á ályktun þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í sumar.

Íslenska óperan kynnir glæsilega vetrardagskrá

Ein viðamesta dagskrá Íslensku óperunnar frá upphafi var kynnt í dag. Íslenska óperumenningin er í blóma um þessar mundir og áhorfendur munu ekki fara varhluta af henni í vetur.

Reyksíminn styrktur um sex milljónir króna

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Varnarviðræður hafnar í Washington

Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna í Washington vegna varnarmála landsins hófst klukkan kortér yfir tvö í dag en ekki liggur fyrir hversu lengi hann mun standa. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku.

Fjögur fíkniefnamál hjá lögreglu

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt. Málin eru óskyld en samtals komu fimm aðilar við sögu en ætluð fíkniefni fundust á þeim öllum. Fólkið er á aldrinum 18-24 ára. Þá var maður á þrítugsaldri færður á lögreglustöð en hann var í annarlegu ástandi og hafði haft í hótunum við annan mann.

Ríkishlutafélagið Matís stofnað í dag

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar sameinast í hlutafélaginu Matís ohf. sem stofnað var formlega í dag. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins en breytingarnar á stofnununum taka gildi um næstu áramót.

Actavis fær viðvörun í Bandaríkjunum

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur veitt Actavis viðvörun eftir að hafa skoðaðað tiltekna þætti í starfsemi þess í Little Falls New Jersey.

Fíkniefnarassía í Hafnarfirði

Húsleit stendur nú yfir í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem grunur leikur á að finna megi fíkniefni. Óeinkennisklæddir lögreglumenn frá lögreglunni í Hafnarfirði eru á staðnum og njóta aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Röskun á flugi vegna veikinda áhafna

Röskun hefur orðið á flugi á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og höfuðborgarinnar og Egilsstaða í gær og í dag. Ástæðan er veikindi hjá áhöfnum. Að sögn Ingu Birnu Ragnarsdóttur, markaðsstjóra Flugfélags Íslands, þurfti að seinka flugi til Ísafjarðar í gær um eina og hálfa klukkustund og í morgun um fjórar klukkustundir, og sameina þurfti tvö flug til Egilsstaða í gærdag.

Glitnir hækkar ekki húsnæðisvexti eftir stýrivaxtahækkun

Glitnir ætlar ekki að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í framhaldi af fimmtíu punkta stýrivaxtahækkun Seðalbanka Íslans í morgun. Hins vegar hækka óverðtryggðir vextir bankans um 0,25 til 0,5 prósentustig.

Samgönguvika í borginni hefst á morgun

Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Evrópsku Samgönguvikunni fjórða árið í röð og verður hún sett formlega á morgun. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og og lögð verður áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag.

Yfir 1400 heita betri hegðun í umferðinni á stopp.is

Yfir 1400 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslysum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". Á síðunni getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum.

Vonast eftir að viðræðum ljúki í næstu viku

Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna hefjast á ný í dag í Washington. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku.

Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma

Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma.

Bo og Sinfó með aukatónleika

Björgvin Halldórsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu halda aukatónleika vegna gríðarlegrar eftirspurnar á tvenna tónleika sem þegar höfðu verið skipulagðir. Miðasalan hefst klukkan tíu í fyrramálið, föstudag en síðast seldist upp á 90 mínútum.

Sigurður Kári stefnir á fjórða sætið

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fjórða sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sagði í samtali við NFS í morgun að með því stefndi hann að öðru sætinu í öðru hvoru kjördæminu.

Vanskil af útlánum ekki minni í fimm ár

Vanskil af útlánum bankanna hafa ekki verið minni í fimm ár eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Fjármálaeftirlitsins. Hlutfall vanskila af útlánum var 0,6 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs sem er það sama ársfjórðungana tvo þar á undan.

Þak á flugvelli á Menorca hrynur

Þak á flugvelli í Menorca á Spáni. Óttst er að minnst tuttugu manns sitji fastir inni í byggingunni. Við flytjum nánari fréttir af þessu um leið og þær berast.

Kristján stefnir á annað sætið

Kristján Pálsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri fyrir komandi þingkosningar.

Staðfestir gæsluvarðhald vegna smygls

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var eftir að tæplega sjö kíló af amfetamíni fundust í bíl hans við komu Norrænu til landsins þann 31. ágúst.

Heimalningur að nafni Supernova?

Í göngum Borgfirðinga fyrir austan fannst nokkurra daga gamalt lamb sem er í eigu Ásgeirs, föður Magna Ásgeirssonar rokksöngvara. Ásgeir er nú staddur í Los Angeles þar sem han fylgdist með syni sínum á úrslitakvöldi raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova í gærkvöld. Fréttavefurinn borgarfjordureystri.is gerir því skóna að lambið verði heimalningur á bænum og kallað Supernova.

Kísilvegurinn lokaður tímabundið í dag

Vegna hitaveituframkvæmda verður Kísilvegurinn, vegur 87, lokaður stórum bílum við Litlu Reyki frá kl. 13 til 17 í dag. Bent er á Hvammaveg, nr. 853. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Borgarafundir gegn umferðarslysum í dag

Borgarafundir gegn umferðarslysum verða haldnir á sjö stöðum á landinu samtímis klukkan kortér yfir fimm í dag. Fundirnir bera yfirskriftina "Nú segjum við stopp!" og beinast þeir gegn áhættuhegðun í umferðinni.

Gerir ráð fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig

Ný stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt klukkan níu. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir hálfs prósentustigs hækkun stýrivaxta, sem og að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs.

Hass haldlagt í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi lagði hald á lítilræði af hassi í gærkvöldi sem fannst í bifreið tveggja pilta um tvítugt. Efnið fannst eftir að lögregla stöðvaði piltana við reglubundið eftirlit og er talið hafa verið til einkaneyslu.

Rannveig hættir í stjórnmálum

Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi ákvað rétt í þessu á aðalfundi kjördæmisráðs að halda lokað prófkjör fyrir flokksmenn til að velja á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Rannveig Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Eitt númer í tveimur GSM símtækjum

Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum mögulegt að hafa eitt og sama símanúmerið í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar til dæmis þeim sem eru með símtæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma.

Vonast til að geta hafið hvalveiðar í október

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., vonast til að geta hafið hvalveiðar í október miðað við yfirlýsingar stjórnvalda. Hann vonast til að fá haffærniskírteini í næstu viku og hvalstöðin í Hvalfirði er í endurnýjun.

Reykvísk börn fá frístundakort

Reykvísk börn eiga von á frístundakorti frá borginni með úttekt til að stunda íþróttir, tónlist og annað tómstundastarf. Upphæðin á að hækka í áföngum og verða fjörutíu þúsund, samkvæmt stefnu borgaryfirvalda.

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Maðurinn, sem ók bifreið á hús Vífilfells á Akureyri í byrjun mars með þeim afleiðingum að farþegi lést, var undir áhrifum áfengis. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Sjá næstu 50 fréttir