Fleiri fréttir

Húsavíkurhátíðin sett í dag

Meistarakokkur sænska sendiráðsins mun gleðja Húsvíkinga og gesti með eldamennsku sinni á Húsavíkurhátíðinni sem verður sett í dag með pompi og prakt. Fréttavefurinn Skarpur.is greinir frá því að kokkurinn muni reiða fram sænska rétti á veitingastaðnum Gamla Bauk á morgun og fram á fimmtudag. Mærudögum og Sænskum dögum hafi nú verið steypt saman og munu hátíðarhöldin standa út vikuna. Líkt og nærri má geta verða fjölmargar uppákomur, sænskar sem og íslenskar.

Ölvaðir ökumenn gerðu óskunda í Grafarvogi

Tveir ölvaðir ökumenn óku aftan á tvo bíla í Grafarvogi með nokkurra klukkusutnda millibili í gærkvöldi. Báðir stungu af frá vettvangi, en náðust báðir heima hjá sér, samkvæmt ábendingum ökumanna bílanna, sem þeir óku á. Hvorugur þeirra meiddist og hvorugur ölvuðu ökumanna heldur, en þeir voru báðir handteknir á heimilum sínum og gista báðir fangageymslur þar til yfirheyrslur yfir þeim hefjast.

Húsnæðisvelta fer minnkandi

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu í þar síðustu viku var rúmlega 3,1 milljarður, sem er hátt í milljarði minni velta en að meðaltali síðustu tólf vikurnar þar á undan. Meðaltal þeirra vikna er líka orðið talsvert undir meðaltali jafnlengdar á fyrstu mánuðum ársins. Aðeins 116 kaupsamningum var þingslýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni, sem er 44 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna.

Norskt fiskiskip hrekst undan hafís

Hafís er norðvestur af landinu og hefur norskt fiskiskip, sem hefur verið að veiðum við Grænland, hrakist undan honum inn í íslenska lögsögu. Ekkert er þó að um borð. Vitað er um hafís um 65 sjómílur norðvestur af Barðaq, á milli Önundarfjarðar og Dýrafjaðrar á Vestfjörðum, en skipum á venjulegum siglingaleiðum umhverfis landið stafar engin hætta af honum. Ísinn hefur ekki verið kannaður úr lofti.

Karlmaður lést í bifhjólaslysi

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hann missti stjórn á vélhjóli sínu við brú yfir Eystri Rangá á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hjólið hafnaði í ánni en maðurinn á árbakkanum, og var hann látinn þegar bjrögunarmenn komu á vettvang. Tildrög slyssins eru óljós og segir lögregla ekkert benda til að maðurinn hafi ekið ógætilega. Þetta er ellefta banaslysið í ár en það tíunda varð þegar karlmaður á níræðisaldri varð fyrir bíl skammt frá Hólmavík í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hann lést í fyrrinótt.

Fjárfesting félagsins stórkostleg mistök

Forstjóri Byggðastofnunar segir stórkostleg mistök hjá Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja að eyða öllu sínu fé í eitt fyrirtæki. Fyrrverandi stjórnarformaður félagsins segir auðvelt að vera vitur eftir á, kaupin hafi þótt góð á sínum tíma.

Reynir annað

„Ég óskaði sjálfur eftir að hætta og geri það í góðu en ég vil ekki tjá mig um hvað við tekur að sinni,“ segir Reynir Traustason blaðamaður, en hann er hættur störfum sem ritstjóri Mannlífs.

Tólf sækja um embættið

Tólf umsóknir bárust um embætti sveitarstjóra í Norðurþingi. Norðurþing varð til við sameiningu Raufarhafnarhrepps, Öxarfjarðarhrepps, Kelduneshrepps og Húsavíkurbæjar.

Atvinnuveiðar á hrefnu hefjast hugsanlega á næsta ári

Meginmarkmið rannsóknar­áætlunarinnar, sem felur í sér veiðar á 200 hrefnum, er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu hér við land en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum.

Flutu 30 metra niður Krossá

Fimm sluppu óslösuð þegar pallbíll þeirra festist í Krossá í Þórsmörk í gær. Bíllinn lenti ofan í hyl, flaut upp og með straumnum um þrjátíu metra niður ána. Þar skorðaðist hann fastur og vatn braut yfir. Fólkinu tókst að klifra upp á þak bílsins og var þaðan bjargað, af björgunarsveit Landsbjargar. Skálaverðir í Húsadal drógu bílinn upp.

Látinn vinna launalaust

Veitingahús í Reykjavík auglýsti eftir starfskröftum á dögunum. Maður sem sótti um starf var beðinn að vinna einn vinnudag til reynslu og fá ekkert greitt fyrir. Kolólöglegt athæfi, segja stéttarfélögin.

Leit á keflavíkurflugvelli einungis á sviði lögreglu

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar réði inn starfsmenn frá öryggisþjónustum til að aðstoða við öryggisleit á vellinum þegar bregðast þurfti skjótt við athugasemdum eftirlitsstofnunar Evrópska efnahagssvæðisins um skort á flugvernd. Þykir mörgum þetta skref í átt að einkavæðingu öryggisgæslu á vellinum.

Segir farið með hálfsannleik

Félag íslenskra flug­umferðastjóra sýnir af sér ótrúlega óbilgirni að láta í veðri vaka að Flugmálastjórn hafi skellt á nýju vaktakerfi án samráðs við starfsmenn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðar­sviðs Flugmálastjórnar Íslands, hefur sent frá sér vegna ummæla stjórnar Félags íslenskra flug­umferðarstjóra um vaktakerfisbreytingu sem gerð var 16. mars síðastliðinn.

Það geta allir tekið þátt í þróunarhjálp

Þær Margrét Þóra Einarsdóttir og Guðrún Blöndal hafa hleypt af stokkunum fjáröflun fyrir munaðarlaus og fötluð börn í Mapútó í Mósambík undir yfirskriftinni Gerum eitthvað gott - gerum það saman. Í Mapúto er rekin Mutanyana Weru miðstöðin fyrir þessi börn og mun ágóði verkefnisins renna til kaupa á húsgögnum og öðrum nauðsynjum inn í nýtt húsnæði hennar.

Banaslys við Eystri-Rangá

Banaslys varð síðdegis í gær á Suðurlandsvegi við Eystri-Rangá. Karlmaður á þrítugsaldri sem var á leið austur á mótorhjóli missti stjórn á hjólinu vestan megin við brúna yfir ána og lenti á rörstokki. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis, en hann lenti við bakka árinnar og hjólið kastaðist út í ána. Lögregla telur ekki að um hraðakstur hafi verið að ræða.

Aukin samvinna við Norðmenn

Siglingastofnun Íslands og Kystverket, systurstofnun hennar í Noregi, hafa ákveðið að taka upp aukna samvinnu við vöktun skipaumferðar á hafsvæðinu milli Noregs og Íslands. Þá munu stofnanirnar skiptast á upplýsingum um veðurfar og sjólag á hafsvæðinu.

Rýmt verði fyrir íbúðabyggð

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi síðastliðinn fimmtudag að stofna verkefnis­stjórn, sem skal láta athuga framtíðarstaðsetningu olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Í kjölfarið verði svo athugað hvort betra væri að hafa stöðina í Hvalfirði eða á Grundartanga. Einnig verður skoðað hvort henti að flytja olíu svo langa leið frá nýrri stöð inn í höfuðborgina.

Huglægt hver er hryðjuverkamaður

Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands.

Stakk af undir áhrifjum lyfja

Maður um þrítugt var handtekinn í gær á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar­brautar fyrir ofsaakstur og grun um að aka undir áhrifjum lyfja.

Er afskaplega mikill bóhem

„Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“.

Meðferðarúrræði úr takt við tímann

Endurskipuleggja þarf meðferð fyrir geðsjúka, að mati Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, meðlims Hugarafls. Hún er þeirrar skoðunar að skerða eigi þá starfsemi sem nú er í höndum geðdeildar LSH og byggja upp önnur úrræði fyrir geðsjúka.

Vill einfalda skattlagningu

Forstjóri Haga vill að skattlagning matvæla sé aðeins í formi virðisaukaskatts og að vörugjald verði fellt niður. „Ég tel að það sé eðlilegt að skatturinn sé tekinn bara á einum stað og það sé virðisaukaskattur,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Nýlega kom út skýrsla nefndar á vegum forsætisráðherra um orsök hás matvælaverðs. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að matarreikningur meðalfjölskyldu geti lækkað um allt að 130.000 krónur ef farið verði að öllum tillögum hennar.

Kristilegu kærleiksblómin spretta

Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar

Mávavandinn

Mávar eru farnir að gera mörgum íbúuum höfuðborgarsvæðisins lífið leitt og hafa sumir borgarfulltrúar skorið upp herör gegn mávunum. Guðmundur Björnsson er rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg.

Kalkþörunganámur endast í 500 ár

Kalkþörunganámur, sem fundist hafa á botni Arnarfjarðar, endast í fimmhundruð ár, miðað við afköst verksmiðjunnar sem brátt hefur störf á Bíldudal. Afurðin verður að mestu flutt úr landi og seld sem fæðubótarefni fyrir búpening.

Eldur við íbúðarhúsnæði á Grettisgötu

Eldur kviknaði í bílageymslu íbúðarhúss við Grettisgötu um klukkan hálf fjögur í dag. Þegar slökkvilið kom á staðin voru íbúar að mestu búnir að slökkva loganna og höfðu litlar skemmdir orðið utan þess að reykur hafði komist inn í nálægar geymslur hússins. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða og rannsakar lögregla málið.

Réðst á lögregluþjóna

Lögreglan í Reykjavík handtók mann um þrítugt á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálf ellefu í morgun eftir að nokkrar tilkynningar höfðu borist um ofsaakstur hans um borgina. Þegar lögregla gaf manninum merki um að stöðva bifreið sína reyndi hann að stinga af en var fljótlega króaður af. Eftir það réðist hann að lögregluþjónum en var fljótlega yfirbugaður og gistir hann nú fangageymslu. Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Jörð skelfur í Grímsey

Tveggja jarðskjálfta varð vart með þrjátíu sekúnda millibili um klukkan hálf eitt í nótt í Grímsey. Báðir voru þeir 3,2 á richter. Í morgun hafa nokkrir smáskjálftar orðið en sá stærsti þeirra varð um klukkan tíu í morgun og var hann 2, 7 á richter.

Reyndi að synda í kringum Reykjavík

Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð.

950 ár frá vígslu fyrsta íslenska biskupsins

Mikið verður um dýrðir í Skálholti í dag en Skálholtshátíð er haldin um helgina. Hátíðin er með nokkuð sérstöku móti að þessu sinni vegna þess að í ár er þess minnst að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins.

Sælgætisþjófur gripinn í Skipholti

Karlmaður um tvítugt var handtekinn við Skipholt í Reykjavík í nótt grunaður um innbrot. Maðurinn þótti grunsamlegur þar sem hann gekk um göturnar í nætuhúminu klifjaður sælgæti og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að brotist hafði verið í söulturn í nágrenninu og þaðan numið á brott góðgæti á borð við það sem maðurinn var gripinn með.

Kona bjargaðist úr eldi

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði bæjarins Hrísa í Flókadal í nótt. Ein kona býr í húsinu en hún komst klakklaus út í tæka tíð. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstöflu en það var slökkvilið Borgarfjarðardala sem kom á vettvang og var það skamma stund að ráða niðurlögum eldsins.

Ísraelsk innrás í Líbanon

Ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar börðust á götum þorpsins Maroun al-Ras í gær. Linnulausar flugskeytarásir eru við landamæri Ísrael og Líbanon. Um 400 manns hafa látist í átökunum.

Skutull sprakk ekki við veiðar

Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í fyrradag kallaðir vestur á Patreksfjörð, því að einn skutull hrefnuveiðaskipsins Njarðar sprakk ekki við veiðar. Sérfræðingarnir tóku skutulinn í sína vörslu og eyddu honum. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreks­firði í fyrradag vegna þessa.

Segir samkomulag brotið

Róbert Bragason, stjórnar­formaður Atlassíma, segir að þegar Neyðarlínan, ásamt Ríkislögreglustjóra, kærði bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sem skyldaði Símann til að flytja símanúmer í almennri talþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma, hafi samkomulag milli Atlassíma og Neyðarlínunnar verið brotið.

Mótmæli hafin á ný í Snæfelli

Hátt í tvö hundruð manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli, sem settar voru upp á föstudag. Hópurinn kom til landsins í fyrra til að halda uppi mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun og verður það sama uppi á teningnum í ár.

Tvöföldun í sölu milli ára

Hjá Fiskmarkaði Húsavíkur varð hlutfallslega mesta söluaukningin fyrstu sex mánuði þessa árs en þar nam sala á sjávarafurðum 490 tonnum. Þetta er meira en tvöfalt magn frá sama tímabili í fyrra en þá nam salan 215 tonnum.

Kofi Annan óttast hörmungar

Þúsundir manna eiga nú í erfiðleikum með að flýja átökin í Líbanon vegna flugskeytaárása Ísraela. Um hálf milljón Líbana hefur þegar flúið sína heimabyggð og talið er að um 150 þúsund manns séu á flótta.

Stjórnkerfið skoðað í þaula

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að gerð verði stjórnsýsluúttekt á stjórnkerfi Reykjavíkur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær úttektin hefst, né hvaða fyrirtæki verður fengið til verksins.

Verðmæti ýsu og ufsa eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það er milljarði króna minna verðmæti en árið 2005. Aflaverðmæti aprílmánaðar nam rúmum sex milljörðum, sem er nokkru meira en í sama mánuði í fyrra.

Enginn fékk að sjá kjarasamninginn

Áhrifamenn innan Öryrkjabandalags Íslands segja Sigurstein Másson hafa brotið lög bandalagsins þegar hann neitaði að opinbera samning við framkvæmdastjóra. Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði, segir stjórnarmeðlimur.

Ekki sama hvar er keypt

Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndarinnar. Að sögn samtakanna hafa veitingamenn lagt ríka áherslu á að tollar verði afnumdir og öll sala matvæla verði í sama virðisaukaskattsþrepi, óháð því hvernig hún er seld

Sjá næstu 50 fréttir