Fleiri fréttir SPRON styrkir ÍR SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs. 14.7.2006 07:59 Stressið kom upp um Litháann Kreditkortafærslur, staðsetning símtækja og úthringiupplýsingar auk augnskanna í líkamsræktarstöðinni World Class komu lögreglunni á spor Litháans, sem búsettur er hér á landi, og er ásamt öðrum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Það var í kjölfar þess að landi hans var tekinn með tvær flöskur af fljótandi am-fetamíni í febrúar. 14.7.2006 07:45 Heimahjúkrun verði efld Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunarmálum í gær. Hún segir brýnast að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og verkaskipting öldrunarþjónustu sveitarfélaga og ríkis þurfi að vera skýrari. 14.7.2006 07:45 Óhapp í Öxnadal Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið. 14.7.2006 07:30 Huglæg áhrif komin fram Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð. 14.7.2006 07:30 Fresta verkefnum upp á 656 milljónir Lagningu þjóðbrautar, sameiningu bæjarskrifstofa og framkvæmdum við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð í Reykjanesbæ verður frestað um átta mánuði. Með þessu leggur bærinn sitt af mörkum til að stemma stigu við efnahagsþenslunni. 14.7.2006 07:30 Kringum landið með kyndilinn Alþjóðlega vináttuhlaupið hófst á Íslandi í gær, en hlaupið er alþjóðlegt boðhlaup þar sem kyndill er borinn á milli hundrað landa af hátt í milljón manns. Hlaupið hófst í Portúgal 2. mars síðastliðinn, en boðskapurinn er að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi. 14.7.2006 07:15 Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni Til umræðu er hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Forsætisráðherra segir að þetta kalli á sjálfstæða ákvörðun og hún sé ekki tímabær núna. 14.7.2006 07:15 Norrænu seinkar enn Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni. 14.7.2006 07:10 Ofbeldisalda í Sao Paulo Sjö manns hafa látist undanfarna tvo daga í árásum glæpagengja í Sao Paulo í Brasilíu. 14.7.2006 07:02 35 prósent með risvandamál Um 35 prósent karlmanna á aldrinum 45-75 ára hafa ristruflun á einhverju stigi, samkvæmt rannsókn Guðmundar Geirssonar, Gests Guðmundssonar, Guðmundar Vikars Einarssonar og Óttars Guðmundssonar. Hlutfall risvandamála hérlendis er sambærilegt við önnur lönd. 14.7.2006 07:00 Viðvörun til Íslendinga Vegna ástandsins sem skapast hefur í Ísrael, Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna áréttar utanríkisráðuneytið mikilvægi þess að þeir Íslendingar sem þurfa að ferðast til þessara svæða á næstunni sýni fyllstu aðgát, fylgist með þróun mála og láti vita af ferðum sínum. 14.7.2006 07:00 Mikilvægt að ekki standi á fjárveitingum Undanfarin ár hafa Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið unnið að framkvæmdaáætlun fyrir nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að muni rísa á Hólmsheiði skammt frá Geithálsi árið 2010. 14.7.2006 07:00 Afar stolt af hlut kvenna Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Steinunn hefur verið blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Mér þykir afar vænt um Fréttablaðið og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni, segir Steinunn. 14.7.2006 07:00 Bensín og díselolía mun hækka Bensín og díselolía munu að öllum líkindum hækka í verði hér á landi vegna mikilla hækkana á heimsmarkaði, þvert ofan í spár. 14.7.2006 06:58 Bjargað af seglbáti Karlmanni og 12 ára dreng var bjargað úr sjávarháska á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að litlum seglbáti, sem þeir voru á, hvolfdi við Geldinganes í mikilli vindhviðu. 14.7.2006 06:55 Guðmundur nýr bæjarstjóri 14.7.2006 06:45 Aðrir verða líka að spara Bæjaryfirvöld í Kópavogi eru reiðubúin að skera niður verklegar framkvæmdir að því gefnu að önnur sveitarfélög taki tillit til óska ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn þenslu og að ríkisvaldið útfæri tillögur um frestun eigin framkvæmda. 14.7.2006 06:45 Greitt fyrir starfsþjálfun Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd um starfsnám segir stærsta atriðið sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar lúta að aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms og greiðslum fyrir starfsþjálfun. 14.7.2006 06:30 Samdráttur í útlánum Íbúðarlánasjóðs hafa dregist saman um fjórðung á síðustu tveimur árum, eða frá því að bankar hófu að veita lán til íbúðakaupa. Miðast þetta við fyrstu tvo ársfjórðungana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs í júní 2006. 14.7.2006 06:15 Hefði getað orðið formaður Guðni Ágústsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu í embætti varaformanns Framsóknarflokksins. 14.7.2006 06:15 Fangi tekinn með fíkniefni í sokk Rúmlega fertugur fangi á Litla-Hrauni hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær. 14.7.2006 06:15 Merkur fundur við Skaftafellsjökul Vísindamenn sem eru við jöklarannsóknir á Skaftafellsjökli rákust á útilegubúnað í síðustu viku sem virðist kominn til ára sinna, auk þess að vera illa farinn. Talið er að búnaðurinn hafi tilheyrt tveimur breskum stúdentum sem fóru í leiðangur á Vatnajökul í ágúst árið 1953 til rannsókna en lentu í miklu óveðri og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Engin mannabein eða aðrar líkamsleifar hafa fundist með búnaðinum. 13.7.2006 23:19 Lifrabólgutilfellum í hundum fjölgar. Lifrabólgutilfellum í hundum hefur fjölgað á síðustu árum enda hafa íslenskir hundar ekki verið bólusettir við henni í þrjú ár. 13.7.2006 23:14 Forvörnum beint að erlendum ferðamönnum Illa útleiknum fólksbíl hefur verið komið upp á gám við Reykjanesbraut ofan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem áminning fyrir erlenda ferðamenn um að fara varlega í umferðinni. Framtak þetta er samstarfsverkefni forvarnadeildar Sjóvá og bílaleiga í landinu. 13.7.2006 23:11 Utanríkisráðuneytið gefur út viðvörun Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni. 13.7.2006 23:06 Segir gagnrýnina óverðskuldaða Rúnar Árnason framkvæmdarstjóri Landsflugs telur gagnrýni bæjaryfirvalda í Vestmannnaeyjum óverðskuldaða en mikil óánægja hefur verið þar á bæ með sjúkraflug eftir að fyrirtækið Landsflug tók við því. 13.7.2006 22:59 Skútu hvolfdi við Geldingarnes Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir. 13.7.2006 22:41 Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni. 13.7.2006 22:19 Tilraunir til innflutnings á fíkniefnum stöðvaðar Lögreglan hefur komið upp um sjö tilraunir til innflutnings á fíkniefnum undanfarnar sex vikur. Samtals hefur verið lagt hald á rúmlega fjórtán kíló af hvítu efnunum, kókaíni og amfetamíni, á tímabilinu. 13.7.2006 19:14 ÁTVR styrkir umhverfisstofnun Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. 13.7.2006 18:54 Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu. 13.7.2006 18:01 Nýjar áherslur í öldrunarmálum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag áherslur sínar í öldrunarmálum með bæklingnum Ný sýn – Nýjar áherslur. Meðal annars er gert er ráð fyrir að heimahjúkrun verði aukin og efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. 13.7.2006 17:41 5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. 13.7.2006 17:28 Guðni vill varaformennsku Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum. 13.7.2006 16:02 300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið. 13.7.2006 15:25 Íslendingar í Beirút Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til. 13.7.2006 15:08 Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. 13.7.2006 14:46 Skútu bjargað við Akurey Upp úr klukkan eitt í dag bárust boð um að skúta hefði strandað við Akurey. Skútan, sem er frönsk, tók niðri við eynna og við það brotnaði stýri hennar. Þrír menn voru í bátnum. 13.7.2006 14:35 Engin grein gerð fyrir hvaðan íbúar nýrra hverfa eiga að koma Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn ætla að kalla eftir gögnum um fyrirætlanir nýs meirihluta um að hraða útþennslu borgarinnar, á fundi borgarráðs í dag. 13.7.2006 13:55 Verð á fiskimörkuðum Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað. 13.7.2006 13:49 Net- og símakerfi óvirkt hjá tveimur ráðuneytum Net- og símakerfi liggja nú niðri tímabundið, í samgönguráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu, vegna viðgerða á ljósleiðara. Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur. 13.7.2006 13:40 Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi. 13.7.2006 12:54 Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja ekki að samið verði við Landsflug Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vilja ekki undir neinum kringumstæðum að heilbrigðisráðuneytið semji aftur við Landsflug um sjúkraflug, ef ástæða þykir til að bjóða flugið út á ný. 13.7.2006 12:46 2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. 13.7.2006 11:50 Sjá næstu 50 fréttir
SPRON styrkir ÍR SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs. 14.7.2006 07:59
Stressið kom upp um Litháann Kreditkortafærslur, staðsetning símtækja og úthringiupplýsingar auk augnskanna í líkamsræktarstöðinni World Class komu lögreglunni á spor Litháans, sem búsettur er hér á landi, og er ásamt öðrum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Það var í kjölfar þess að landi hans var tekinn með tvær flöskur af fljótandi am-fetamíni í febrúar. 14.7.2006 07:45
Heimahjúkrun verði efld Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunarmálum í gær. Hún segir brýnast að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og verkaskipting öldrunarþjónustu sveitarfélaga og ríkis þurfi að vera skýrari. 14.7.2006 07:45
Óhapp í Öxnadal Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið. 14.7.2006 07:30
Huglæg áhrif komin fram Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð. 14.7.2006 07:30
Fresta verkefnum upp á 656 milljónir Lagningu þjóðbrautar, sameiningu bæjarskrifstofa og framkvæmdum við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð í Reykjanesbæ verður frestað um átta mánuði. Með þessu leggur bærinn sitt af mörkum til að stemma stigu við efnahagsþenslunni. 14.7.2006 07:30
Kringum landið með kyndilinn Alþjóðlega vináttuhlaupið hófst á Íslandi í gær, en hlaupið er alþjóðlegt boðhlaup þar sem kyndill er borinn á milli hundrað landa af hátt í milljón manns. Hlaupið hófst í Portúgal 2. mars síðastliðinn, en boðskapurinn er að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi. 14.7.2006 07:15
Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni Til umræðu er hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Forsætisráðherra segir að þetta kalli á sjálfstæða ákvörðun og hún sé ekki tímabær núna. 14.7.2006 07:15
Norrænu seinkar enn Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni. 14.7.2006 07:10
Ofbeldisalda í Sao Paulo Sjö manns hafa látist undanfarna tvo daga í árásum glæpagengja í Sao Paulo í Brasilíu. 14.7.2006 07:02
35 prósent með risvandamál Um 35 prósent karlmanna á aldrinum 45-75 ára hafa ristruflun á einhverju stigi, samkvæmt rannsókn Guðmundar Geirssonar, Gests Guðmundssonar, Guðmundar Vikars Einarssonar og Óttars Guðmundssonar. Hlutfall risvandamála hérlendis er sambærilegt við önnur lönd. 14.7.2006 07:00
Viðvörun til Íslendinga Vegna ástandsins sem skapast hefur í Ísrael, Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna áréttar utanríkisráðuneytið mikilvægi þess að þeir Íslendingar sem þurfa að ferðast til þessara svæða á næstunni sýni fyllstu aðgát, fylgist með þróun mála og láti vita af ferðum sínum. 14.7.2006 07:00
Mikilvægt að ekki standi á fjárveitingum Undanfarin ár hafa Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið unnið að framkvæmdaáætlun fyrir nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að muni rísa á Hólmsheiði skammt frá Geithálsi árið 2010. 14.7.2006 07:00
Afar stolt af hlut kvenna Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Steinunn hefur verið blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Mér þykir afar vænt um Fréttablaðið og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni, segir Steinunn. 14.7.2006 07:00
Bensín og díselolía mun hækka Bensín og díselolía munu að öllum líkindum hækka í verði hér á landi vegna mikilla hækkana á heimsmarkaði, þvert ofan í spár. 14.7.2006 06:58
Bjargað af seglbáti Karlmanni og 12 ára dreng var bjargað úr sjávarháska á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að litlum seglbáti, sem þeir voru á, hvolfdi við Geldinganes í mikilli vindhviðu. 14.7.2006 06:55
Aðrir verða líka að spara Bæjaryfirvöld í Kópavogi eru reiðubúin að skera niður verklegar framkvæmdir að því gefnu að önnur sveitarfélög taki tillit til óska ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn þenslu og að ríkisvaldið útfæri tillögur um frestun eigin framkvæmda. 14.7.2006 06:45
Greitt fyrir starfsþjálfun Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd um starfsnám segir stærsta atriðið sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar lúta að aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms og greiðslum fyrir starfsþjálfun. 14.7.2006 06:30
Samdráttur í útlánum Íbúðarlánasjóðs hafa dregist saman um fjórðung á síðustu tveimur árum, eða frá því að bankar hófu að veita lán til íbúðakaupa. Miðast þetta við fyrstu tvo ársfjórðungana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs í júní 2006. 14.7.2006 06:15
Hefði getað orðið formaður Guðni Ágústsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu í embætti varaformanns Framsóknarflokksins. 14.7.2006 06:15
Fangi tekinn með fíkniefni í sokk Rúmlega fertugur fangi á Litla-Hrauni hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær. 14.7.2006 06:15
Merkur fundur við Skaftafellsjökul Vísindamenn sem eru við jöklarannsóknir á Skaftafellsjökli rákust á útilegubúnað í síðustu viku sem virðist kominn til ára sinna, auk þess að vera illa farinn. Talið er að búnaðurinn hafi tilheyrt tveimur breskum stúdentum sem fóru í leiðangur á Vatnajökul í ágúst árið 1953 til rannsókna en lentu í miklu óveðri og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Engin mannabein eða aðrar líkamsleifar hafa fundist með búnaðinum. 13.7.2006 23:19
Lifrabólgutilfellum í hundum fjölgar. Lifrabólgutilfellum í hundum hefur fjölgað á síðustu árum enda hafa íslenskir hundar ekki verið bólusettir við henni í þrjú ár. 13.7.2006 23:14
Forvörnum beint að erlendum ferðamönnum Illa útleiknum fólksbíl hefur verið komið upp á gám við Reykjanesbraut ofan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem áminning fyrir erlenda ferðamenn um að fara varlega í umferðinni. Framtak þetta er samstarfsverkefni forvarnadeildar Sjóvá og bílaleiga í landinu. 13.7.2006 23:11
Utanríkisráðuneytið gefur út viðvörun Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga og aðra ferðamenn sem þurfa að leggja leið sína til Ísraels, Líbanons og sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna um að sýna fyllstu varkárni. 13.7.2006 23:06
Segir gagnrýnina óverðskuldaða Rúnar Árnason framkvæmdarstjóri Landsflugs telur gagnrýni bæjaryfirvalda í Vestmannnaeyjum óverðskuldaða en mikil óánægja hefur verið þar á bæ með sjúkraflug eftir að fyrirtækið Landsflug tók við því. 13.7.2006 22:59
Skútu hvolfdi við Geldingarnes Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir. 13.7.2006 22:41
Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni. 13.7.2006 22:19
Tilraunir til innflutnings á fíkniefnum stöðvaðar Lögreglan hefur komið upp um sjö tilraunir til innflutnings á fíkniefnum undanfarnar sex vikur. Samtals hefur verið lagt hald á rúmlega fjórtán kíló af hvítu efnunum, kókaíni og amfetamíni, á tímabilinu. 13.7.2006 19:14
ÁTVR styrkir umhverfisstofnun Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. 13.7.2006 18:54
Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu. 13.7.2006 18:01
Nýjar áherslur í öldrunarmálum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag áherslur sínar í öldrunarmálum með bæklingnum Ný sýn – Nýjar áherslur. Meðal annars er gert er ráð fyrir að heimahjúkrun verði aukin og efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. 13.7.2006 17:41
5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. 13.7.2006 17:28
Guðni vill varaformennsku Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum. 13.7.2006 16:02
300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið. 13.7.2006 15:25
Íslendingar í Beirút Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til. 13.7.2006 15:08
Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. 13.7.2006 14:46
Skútu bjargað við Akurey Upp úr klukkan eitt í dag bárust boð um að skúta hefði strandað við Akurey. Skútan, sem er frönsk, tók niðri við eynna og við það brotnaði stýri hennar. Þrír menn voru í bátnum. 13.7.2006 14:35
Engin grein gerð fyrir hvaðan íbúar nýrra hverfa eiga að koma Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarstjórn ætla að kalla eftir gögnum um fyrirætlanir nýs meirihluta um að hraða útþennslu borgarinnar, á fundi borgarráðs í dag. 13.7.2006 13:55
Verð á fiskimörkuðum Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað. 13.7.2006 13:49
Net- og símakerfi óvirkt hjá tveimur ráðuneytum Net- og símakerfi liggja nú niðri tímabundið, í samgönguráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu, vegna viðgerða á ljósleiðara. Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur. 13.7.2006 13:40
Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi. 13.7.2006 12:54
Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja ekki að samið verði við Landsflug Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vilja ekki undir neinum kringumstæðum að heilbrigðisráðuneytið semji aftur við Landsflug um sjúkraflug, ef ástæða þykir til að bjóða flugið út á ný. 13.7.2006 12:46
2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. 13.7.2006 11:50