Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Bólu­setninga­bílinn farinn af stað

Bólusetningabíll Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fór í sína fyrstu ferð í dag en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar bókað heimsókn frá bílnum.

Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar

Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn.

Haf­þór sak­felldur með minnsta mun í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.

Telja ekki á­stæðu til að fagna þakkar­gjörðar­há­tíðinni

Bandarískir frumbyggjar ætla að minnast þakkargjörðarhátíðarinnar í dag með því að koma saman í bænum Plymouth í Massachusetts þar sem enskir landtökumenn tóku fyrst land. Þar ætla þeir að syrgja aldalanga kynþáttahyggju og ofbeldi sem þeir hafa mátt þola.

Ætla að banna helstu mann­réttinda­sam­tök Rúss­lands

Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum.

Ekki allir sem mæta í bólusetningu þiggja sprautuna

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með því hvort fólk sem mætir í Laugardalshöll í bólusetningu yfirgefi svæðið án þess að fá sprautu. Er fólki stundum fylgt á klósettið til að ganga úr skugga um að fólk láti sig ekki hverfa eftir að hafa skráð sig inn en áður en þau fá sprautu.

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum

Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Tilnefnir Andersson á nýjan leik

Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag.

Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann

Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts.

Meintur mann­réttinda­brjótur kjörinn for­seti Inter­pol

Undirhershöfðingi við innanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er sakaður um pyntingar og gerræðislegar handtökur í heimalandinu var kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Hann hefur verið kærður í fimm löndum.

Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið

Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu.

Fordæma illa meðferð á blóðmerum

Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi.

Fyrst verða greidd at­kvæði um til­lögu Pírata um nýjar al­þingis­kosningar

Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest.

Hefur sigið um 34 sentimetra

Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá niðurstöðu kjörbréfanefndar en þrjár tillögur verða lagðar fyrir Alþingi síðar í dag.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri, sem greinst hafði með Covid-19, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fyrr í vikunni.

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag

Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt.

135 greindust innan­lands

135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Squid Game smyglari dæmdur til dauða

Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina.

Kelfing og bráðnun vegna sjávar aldrei meiri á Grænlandi

Grænlandsjökull tapaði um 166 milljörðum tonna af ís frá september í fyrra til ágúst á þessu ári, tuttugasta og fimmta árið í röð sem jökullinn tapaði meiri ís en hann bætti við sig. Aldrei hefur verið meira massatap vegna kelfingar og bráðnun af völdum hlýsjávar en í ár.

Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði

Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“.

Bensín­lekinn á Hofs­ósi: N1 hefji fram­kvæmdir innan tveggja vikna

Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna.

Reikna með hviðum allt að 45 metrum á sekúndu

Það gengur í norðvestanhvassviðri eða -storm austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í kvöld, og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þessa fyrir bæði Austfirði og Suðausturland. Má búast má við mjög snörpum vindhviðum, yfir 45 metrum á sekúndu, á stöku stað á Suðausturlandi.

Grunar kosninga­svik í Suð­vestur­kjör­dæmi

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum.

Sjá næstu 50 fréttir