Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um mannekluna á Landspítala en forstjórinn telur að um 200 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa.

Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir

Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum.

179 greindust innan­lands í gær

179 greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Hafa sam­mælst um að lög­leiða neyslu kanna­bis

Þýsku stjórnmálaflokkarnir þrír sem eiga nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sammælst um að lögleiða almenna kannabisneyslu í landinu. Hingað til hefur neysla kannabis í lækningaskyni einungis verið heimil

Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“

Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust.

Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey

Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu.

Askja frumsýnir Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ

Bílaumboðið Askja stendur fyrir sérstakri þriggja daga frumsýningu. Frumsýningin byrjaði með miðnæturopnun í gærkvöldi. Kynntir verða tveir spennandi 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ.

Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað

Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum.

Płyty winylowe wracają do łask

Nieco ponad rok temu otwarty został sklep internetowy Plötubúðin, który rozrósł się tak szybko, że właściciel postanowił otworzyć prawdziwy sklep w Hafnarfjörður.

Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna

Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi.

Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda

Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna.

Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann

Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í.

SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum

Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu.

Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist.

Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Fimm hafa sagt upp. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla

Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans.

Manuela sýknuð þriðja sinni og nú í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur sem gefið var að sök að hafa svipt barnsfeður sína tvo valdi og umsjón með börnum þeirra. Kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar að réttur foreldris með lögheimili barnanna væri ríkari til að taka ákvarðanir um málefni þess.

Bilun í NATO-strengnum og unnið að viðgerð

Ljósleiðarastrengur Mílu á milli Hegraness og Hóla í Hjaltadal fór í sundur eftir hádegi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Mílu að bilanagreining standi yfir. Samstarfsaðili Mílu er á leiðinni á staðinn.

Lífs­tíðar­fangelsi fyrir hnífa­á­rásir í Birming­ham

Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni.

Aftur skelfur jörð við Vatnafjöll

Jarðskjálfti 3,8 að stærð varð einn kílómetra Norðnorðvestur af Vatnafjöllum klukkan 13:21 í dag. Skjálftinn fannst vel á svæðinu og meðal annars í Þjórsárdal.

Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir.

Sjá næstu 50 fréttir