Fleiri fréttir

50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum

Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, einn Íslendingur og sjö Færeyingar.

Kom í heiminn á slökkviliðsstöðinni

Lítið stúlkubarn kom í heiminn í bílasal slökkviliðsstöðvarinnar í Skógarhlíð í gærkvöldi. Ljósmóðir hafði ráðlagt foreldrunum að koma þar við þegar þeir sáu ekki fram á að ná í tæka tíð á sjúkrahús.

Lagði á flótta eftir harðan árekstur í Reykjanesbæ

Þrír menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að bifreið þeirra var ekið á kyrrstæðan bíl með þeim afleiðingum að hún valt í Reykjanesbæ í nótt. Ökumaður jepplingsins var fluttur á sjúkrahús. Grunur er um að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið ölvaður undir stýri.

Á spítala eftir atvik í beinni

Ron Paul, fyrrverandi þingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var lagður inn á sjúkrahús í dag eftir að atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu.

Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma

Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna.

Falsaði sögu sína með Íslamska ríkinu

Lögreglan í Kanada hefur handtekið umdeildan mann sem sagðist hafa verið böðull fyrir Íslamska ríkið. Maðurinn heitir Shehroze Chaudhry og er 25 ára gamall.

For­maður Við­reisnar segir tvo kosti í boði

Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði.

Símaklefi í hlutverki bakarís í Stykkishólmi

Til að koma í veg fyrir matarsóun í Stykkishólmi setur bakaríið Nesbrauð alla afganga dagsins í gamlan símaklefa við hlið bakarísins þar sem fólk getur verslað bakkelsi í honum eftir lokun bakaríssin. Mikil ánægja er með framtakið.

Pétur Jóhann með Covid

Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags.

Gjör­bylting í með­ferð krabba­meina

Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því enn þá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Við ræðum við þau í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið

Khedr-fjölskyldan egypska segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll aðf gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi.

Ólafur Arnalds Release New Song and Video

Renowned Multi-instrumentalist and composer Ólafur Arnalds released a new single, ‘Woven Song’, from his upcoming album earlier this week. On... The post Ólafur Arnalds Release New Song and Video appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Bein útsending: Landsþing Viðreisnar

Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30.

Sóttvarnalög verði endurskoðuð

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum.

Stjórn­mála­menn með yfir­lýsingar um af­skipta­leysi hafi síst hjálpað

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi.

Lucie Samcová Hall Allen New EU-Ambassador To Iceland

Lucie Samcová-Hall Allen has been appointed the new Ambassador of the European Union to Iceland. Lucie Samcová is from Prague... The post Lucie Samcová Hall Allen New EU-Ambassador To Iceland appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt

Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum.

Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum.

Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi.

Gæti orðið frjáls ferða sinna

Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 

Sjá næstu 50 fréttir