Fleiri fréttir

Forsetaframboð Guðna og Guðmundar staðfest

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson verða í forsetaframboði þann 27. júní næstkomandi. Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest þetta með auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.

Hiti allt að tuttugu stig á föstu­daginn

Nú er hann lagstur í dæmigerðar sunnanáttir með vætu sunnan- og vestanlands. Reikna má með suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu þar sem hvassast verður á norðvestantil.

Leclerc brunar á Ferrari SF90 í Mónakó

Ferrari ökumaðurinn Charles Leclerc ók hinum glænýja Ferrari SF90 Stradale hybrid á götum Mónakó á dögunum. Ástæðan var endurgerð stuttmyndarinnar C’était un rendez-vous frá 1976.

Sló lögregluþjón hnefahöggi

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt við að stöðva ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá

Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins.

Leit að Andris hafin að nýju

Í síðustu viku hófst leit að nýju að Andris Kalvans, sem talinn er hafa týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi þann 30. desember síðastliðinn.

Nowa fala zwolnień

Osiem firm ogłosiło grupowe zwolnienia pracowników, w których pracę straci łącznie 198 osób.

Mikil von­brigði að sjó­böðin hafi verið rænd

„Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að vegna stanslausra næturheimsókna í pottana á Hauganesi með ekki góðri umgengni og ónæði fyrir íbúana neyðist ég til að kæla þá niður kl. 22:00 á hverju kvöldi og hita þá svo upp aftur kl. 9:00 á morgnanna,“ skrifar Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og eigandi sjóbaðanna á Hauganesi.

Evrópu­ríki huga að af­léttingu ferða­tak­markana

Þýsk stjórnvöld sögðust í dag vilja aflétta viðvörunum við ferðalögum til allra Evrópusambandsríkja auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein þann 15. júní. Þjóðverjar bætast þannig í hóp þeirra ríkja sem vilja hleypa lífi í ferðaþjónustu á ný um miðjan júní.

Af­gönsk yfir­völd leysa 900 Talí­bana úr haldi

Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld.

Dæmdur fyrir stór­fellt brot gegn barns­móður sinni

„Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola.

Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn

Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma

Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins

Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið.

Rof í geð­læknis­með­ferðum vegna heims­far­aldursins

Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði.

Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump

Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna.

Sundköppum vísað frá affallinu stórhættulega

Lögreglan á Suðurnesjum fylgdi í gærkvöldi fjórum sundköppum frá útfallinu við Reykjanesvirkjun þar sem þeir voru að baða sig. Stórhættulegt getur verið að baða sig í útfallinu, líkt og komið hefur fram í fréttum.

Sjá næstu 50 fréttir