Fleiri fréttir

Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt

Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi.

Rímnaljóð og myndlist á Suðurlandi

Rímnaljóð og myndlist fer vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu sem nota tímann vel fyrir jól til að mála og fara með skemmtilegar rímur.

Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“

Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum.

Bjóða í mat á aðfangadag: „Ekki vera ein/n um jólin“

Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir eru búin að leigja húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag.

„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“

Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi.

Harmar að vera bendluð við „kannabis-kapítalisma“

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir mikilvægi þingsályktunartillögu um notkun og ræktun kannibis í lækningaskyni vera ótvíræða, þrátt fyrir fjölda neikvæðra umsagna. Hún segir margar umsagnanna ekki vera á faglegum forsendum og harmar að vera bendluð við "kannabis-kapítalisma.“

Jólaverslunin lítur vel út

Jólaverslun fer vel af stað að sögn kaupmanna í Kringlunni en aðsóknin hefur aukist lítillega frá því í desember í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir þurfa fleiri stæði við verslunarmiðstöðina á þessum tíma. Þá hefur netverslun hefur aukist mikið milli ára samkvæmt upplýsingum frá Póstinum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Þeir segja að nota megi gulu vestin í átökum vetrarins. Þetta og fleira verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30 í kvöld.

Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra

Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku.

Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda

Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima.

Segja mótun menntastefnu miða vel

Um það bil 1800 manns tóku þátt í fundaröð mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mótun nýrrar menntastefnu sem gilda á til ársins 2030. Fundirnir í röðinni voru 23 talsins og fóru fram víðs vegar um landið.

Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá

Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Rannsaka andlát sjö ára stúlku

Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar.

Bora sjálf ef Veitur auka ekki heitt vatn

Þorlákshafnarbúar telja ekki nægt heitt vatn skila sér til bæjarins. Elliði Vignisson bæjarstjóri kveðst trúa því að Veitur muni standa sig betur. Að öðrum kosti bori sveitarfélagið sjálft eftir heitu vatni. Upplýsingafulltrúi Veitna segir ástandið munu lagast næsta haust.

Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn

Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021. Tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins fær þrjá aðstoðarmenn á næstunni en þingmennirnir sem reknir voru úr flokknum fá enga aðstoð.

Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu

Fyrrverandi nemendur í heimavistarskólanum að Jaðri óttuðust refsingu fyrir rógburð segðu þeir satt og rétt frá og vildu ekki tala illa um skólastjórann sinn sem átti ekki sök á illri meðferð. Tæpir þrír milljarðar hafa verið greid

Palestínumaður talinn hyggja á hryðjuverk

Dómstóll í Gautaborg úrskurðaði í gær lýðháskólanema á þrítugsaldri í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk í samráði við aðra.

Ungir ökumenn aldrei staðið sig jafn vel og nú

Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undan­farin ár og miðað við tölur fyrstu átta mánaða ársins heldur sú þróun áfram. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ýmsar ástæður að baki þessari þróun.

Svona fór Gröndalshús fram úr áætlun

Reykjavíkurborg hefur skýrt hvers vegna endurbætur á Gröndalshúsi fóru næstum 200 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Mygla, óþéttir útveggir og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðningu. Framkvæmdin var ekki boðin út.

Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017.

„Ég veit hvernig á að skera“

Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í dag en tyrknesk yfirvöld hafa deilt hljóðupptökunni með yfirvöldum í Bandaríkjunum og Evrópu.

Chris Christie dregur nafn sitt úr umræðunni

Chris Christie ætlar ekki að verða næsti starfsmannastjóri Hvíta Hússins. Talið er að Trump hafi fundað með ríkisstjóranum fyrrverandi í Hvíta húsinu vegna starfsins.

Alþingismenn komnir í jólafrí

Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag

Sjá næstu 50 fréttir