Fleiri fréttir

Taka við tvöfalt fleiri á flótta

Tugir ríkja heita að taka við 360 þúsund flóttamönnum á þessu ári, tvöfalt fleirum en tekið var við í fyrra. Jafnframt verði fé til málefna flóttafólks aukið um jafnvirði ríflega 500 milljarða króna.

Dómarar leggi hagsmuni á borðið

Fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor emeritus við HÍ telja mikilvægt að upplýsingar um hagsmuntengsl dómara séu opinberar. Aukið gagnsæi er til þess fallið að auka traust almennings til dómstóla.

Kvartaði við ráðherra undan ráðuneytisstjóra

Ráðuneytisstjóri ræddi við nefndarmann í fjárlaganefnd um ásakanir á hendur sér í bankaskýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Nefndarmaðurinn telur sér hafa verið hótað. Hefur sent kvörtun til Bjarna Benediktssonar vegna umrædds símtals.

Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa

Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag.

Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan

Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags.

Skortir fé til að fækka slysum

Ekki stendur til að gera neitt frekar til að fækka slysum á hættulegustu gatnamótum landsins sem tengja Grensásveg við Miklabraut allavega til 2022. Öll 20 hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð.

Spice nýja tískudópið á Litla-Hrauni

Fangar á Litla-Hrauni reyna að vera skrefi á undan yfirvöldum þegar kemur að því að komast í vímu. Fangelsið hefur brugðist við nýju tískudópi með auknu eftirliti.

Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu

Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá

Heimilt að heita Angelína

Mannanafnanefnd hefur gefið leyfi fyrir kvenmannsnöfnunum Angelínu, Lunu, Tildru, Hofdísi og Eilíf, auk karlkynsnafnsins Eyjar.

Þjónusta við fötluð börn skorin niður um helming vegna manneklu á frístundaheimilum

Frístundaþjónusta við fötluð börn í borginni hefur verið skert um fimmtíu prósent vegna manneklu á frístundaheimilum. Fjörutíu manns vantar til starfa á frístundaheimilið Guluhlíð, og segir forstöðumaður þar að á hennar starfsævi hafi aldrei verið jafn erfitt að fá fólk í vinnu. Hún sér ekki fyrir endann á ástandinu.

Vann rúmar 100 milljónir í Víkingalottó

Finni sem spilar í Víkingalottó hafði heldur betur heppnina með sér í kvöld þegar hann vann var með allar sex tölurnar réttar og vann tæpar 103 milljónir króna.

EA Sports hafði samband við KSÍ vegna FIFA 18

Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hafði samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um viðræður um að íslenska landsliðið yrði með í næstu útgáfu af tölvuleiknum vinsæla FIFA 18.

Sjá næstu 50 fréttir