Fleiri fréttir Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi. 3.6.2007 11:15 G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós. 3.6.2007 10:49 Tiltekt í Rostock eftir mótmæli Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn. 3.6.2007 10:33 Unga parið enn á gjörgæsludeild Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar. 3.6.2007 10:32 Kastró allur að koma til Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir. 3.6.2007 10:30 Frístundakort í salt um sinn Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið. 3.6.2007 09:54 Fangageymslur fullar á Suðurnesjum Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir nóttina en mikil ölvun var í Keflavík og Grindavík. Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti víða að skipta sér af pústrum og ólátum. Flestir sem fengu gistingu hjá lögreglunni fá að fara heim í dag þegar þeir hafa sofið úr sér. 3.6.2007 09:52 Keyrði undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Þvagsýni bílstjórans reyndist jákvætt fyrir amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn. 3.6.2007 09:50 200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott 3.6.2007 09:48 Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik. 2.6.2007 19:55 Allt í plati Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. 2.6.2007 19:30 Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. 2.6.2007 19:15 Hlýðnir reykingamenn Gestir veitinga- og skemmtistaða létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þótt fólk sé missátt við það. Sumir eru ánægðir með að fá frískara loft inn á staðina en aðrir kvíða þess að þurfa að reykja úti í vetur. 2.6.2007 19:09 Gæslan komin með nýja þyrlu TF-GNÁ ný leitar- og björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar lenti við flugskýli Gæslunnar í Reykjavík á hádegi í dag. Þyrlunni var flogið hingað til lands frá Noregi og segir flugstjórinn ferðina hafa gengið vel. 2.6.2007 19:06 Landsmenn í hátíðarskapi Landsmenn hafa verið í hátíðarskapi í dag. Víða var tekið forskot á sjómannadaginn og það var alþjóðlegur blær yfir bæjarlífinu í Hafnarfirði. 2.6.2007 19:01 Mótmælt í Rostock Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norður hluta í Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. 2.6.2007 19:00 Ætla ekki að selja hlut sinn í Vinnslustöðinni Hópur hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem kallar sig Eyjamenn, ætlar ekki að selja helmings hlut sinn í fyrirtækinu. Þvert á móti vill hópurinn kaupa hlut annarra í Vinnslustöðinni, en segir verðmæti hlutarins minnka vegna veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. 2.6.2007 18:56 Jafntefli við Liechtenstein Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu. 2.6.2007 18:14 Stuðningmenn Chavez mótmæltu Bandaríkjunum í dag Stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, fjölmenntu í miðborg Caracas, höfuðborg Venesúela, til þess að mótmæla yfirgangi og auðvaldsstefnu Bandaríkjanna í Suður-Ameríku. Þá vildu þeir líka sýna stuðning sinn við aðgerðir forsetans gegn sjónvarpsstöðvum í landinu. Chavez tók stöðina Radio Caracas Television úr loftinu þá en stöðin svaraði með því að sjónvarpa á vefsíðu YouTube í staðinn. 2.6.2007 18:00 Innanríkisráðherra Írans hvetur til tímabundinna hjónabanda Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi. 2.6.2007 17:48 Tugþúsundir mótmæla í Pakistan Tugir þúsunda söfnuðust saman til þess að sýna brottreknum hæstaréttadómara stuðning í Pakistan í dag. Mótmælin fóru fram í Abbotabad sem er 50 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. Dómarinn, Ifhikhar Mohammed Chaudry, var rekinn úr starfi af Pervez Musharraf, forseta landsins, fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi. Musharraf sakar andstæðinga sína um að snúa brottrekstrinum upp í pólitískt hitamál. 2.6.2007 17:18 Putin segir eldflaugavarnarkerfi auka líkur á kjarnorkuátökum Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna mundi auka líkurnar á kjarnorkuátökum í framtíðinni. Rússar hafa miklar áhyggjur af kerfinu og segja það skekkja valdajafnvægið í Evrópu. Þeir prófuðu síðan nýjar eldflaugar í vikunni og sögðu að þær kæmust í gegnum hvaða varnarkerfi sem er. 2.6.2007 16:18 Komið í veg fyrir árás á JFK Lögregla í Bandaríkjunum handtók í dag fjóra einstaklinga sem ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás á John F. Kennedy flugvöll í New York. Einn er í Bandaríkjunum en þrír eru í haldi erlendis. WNBC skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 2.6.2007 16:04 Fleiri en 100 lögreglumenn hafa særst í Rostock Fleiri en 100 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag. Mótmælin voru vegna fyrirhugaðs fundar leiðtoga G8 ríkjanna sem verður haldinn þar í næstu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi særst þegar um 500 mótmælendur réðust gegn lögreglu nálægt höfninni í borginni. Fram að því höfðu mótmælin farið friðsamlega fram. 2.6.2007 15:54 Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. 2.6.2007 15:43 Draga þarf úr þorskafla Hafrannsóknarstofnun vill að þorskafli verði dreginn verulega saman og takmarkaður við hundrað og þrjátíu þúsund tonn á næsta ári. Forstjóri stofnunarinnar leggur þunga áherslu á að stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart þorskinum. 2.6.2007 15:22 Vaknaði úr dái eftir 19 ár Fjölmiðlar í Póllandi skýrðu frá því í dag að 65 ára maður hefði nýverið vaknað eftir að hafa legið 19 ár í dái. Hann varð fyrir járnbrautarlest árið 1988, þegar Pólland var enn undir stjórn kommúnista. Ástandið hefur breyst mikið á þessum 19 árum og er landið nú orðið lýðræðislegt og hefur tekið upp markaðshagkerfi. 2.6.2007 14:52 Nærri 400 manns hafa gengið á Esjuna í dag Milli 300 og 400 manns eru komin á lista yfir þá sem hafa gengið á Esjuna í dag. Fimmtindahópurinn svokallaði ætlar sér að setja Íslandsmet í fjöldagöngu á Esjuna. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sett met í þessu. 2.6.2007 14:46 2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí 2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad. 2.6.2007 14:19 Geta ekki tekið út peninga Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum. 2.6.2007 14:10 Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin. 2.6.2007 13:53 Lögregla og mótmælendur tókust á í Rostock Lögreglu og mótmælendum í Rostock í Þýskalandi laust saman nú um hádegi. Verið er að mótmæla fyrirhuguðum G8 fundi sem fram fer í þorpi nálægt Rostock í næstu viku. 2.6.2007 13:32 Nýtt strætóleiðakerfi á morgun Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó. 2.6.2007 12:34 Vesturbæjarhreinsun Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum. 2.6.2007 12:32 Gabb í beinni útsendingu Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi. 2.6.2007 12:30 G8 mótmæli í dag Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun. 2.6.2007 12:25 Byrjunarlið Íslands á móti Liechtenstein Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa hlotið jafnmörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér. Helst ber að nefna að Matthías Guðmundsson, leikmaður FH, er í byrjunarliðinu. 2.6.2007 11:59 Frakkar vilja senda herlið til Tsjad Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr. 2.6.2007 11:33 Kínverjar gera lítið úr auknum hernaðarumsvifum Kínverjar freistuðu þess að róa Bandaríkjamenn á herráðstefnu sem fram fer í Singapore í dag. Þar sagði talsmaður kínverska hersins að stækkun hans væri eingöngu í varnartilgangi og að þeir ætluðu sér ekki að ráðast gegn neinu landi. Á meðal hlustenda var Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 2.6.2007 11:13 Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram. 2.6.2007 10:49 Varaforsætisráðherra Kína látinn Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra. 2.6.2007 10:45 Kastró hefur að mestu náð sér Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur náð sér að mestu eftir magaaðgerði í fyrra. Þetta segir Ricardo Alarcon, þingforseti landsins. Þetta upplýsti hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Hann gaf þó ekkert upp um hvenær Kastró tæki aftur við stórnartaumunum. 2.6.2007 10:25 Æ færri Danir lesa dagblöð Marktækt færri lesa dagblöð í Danmörku í dag en fyrir hálfu ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem skýrt var frá í dag. Þetta á við öll blöð í landinu ef undan er skilið viðskiptablaðið Börsen sem heldur sínum lesendahóp. 1.6.2007 23:19 Ófreskjan frá Alabama reyndist vera heimalningur - að nafni Fred Það vakti mikla athygli á dögunum þegar 11 ára drengur í Alabama felldi villisvín sem var það stærsta sem sögur fara af. Nú hefur hins vegar komið í ljós að villisvínið ógurlega var ekki villt, heldur var um að ræða alisvín sem kallað var Fred. Bóndi að nafni Phil Blissitt keypti grísinn árið 2004 og gaf konu sinni hann í jólagjöf. 1.6.2007 22:42 Ekið á dreng á reiðhjóli Ekið var á dreng sem var á reiðhjóli við Brúnaland í Fossvogi fyrr í kvöld. Hann var með hjálm sem skemmdist við höggið en meiðsl hans munu hafa verið minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 1.6.2007 22:05 Sjá næstu 50 fréttir
Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi. 3.6.2007 11:15
G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós. 3.6.2007 10:49
Tiltekt í Rostock eftir mótmæli Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn. 3.6.2007 10:33
Unga parið enn á gjörgæsludeild Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar. 3.6.2007 10:32
Kastró allur að koma til Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir. 3.6.2007 10:30
Frístundakort í salt um sinn Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið. 3.6.2007 09:54
Fangageymslur fullar á Suðurnesjum Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir nóttina en mikil ölvun var í Keflavík og Grindavík. Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti víða að skipta sér af pústrum og ólátum. Flestir sem fengu gistingu hjá lögreglunni fá að fara heim í dag þegar þeir hafa sofið úr sér. 3.6.2007 09:52
Keyrði undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Þvagsýni bílstjórans reyndist jákvætt fyrir amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn. 3.6.2007 09:50
200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott 3.6.2007 09:48
Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik. 2.6.2007 19:55
Allt í plati Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. 2.6.2007 19:30
Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. 2.6.2007 19:15
Hlýðnir reykingamenn Gestir veitinga- og skemmtistaða létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þótt fólk sé missátt við það. Sumir eru ánægðir með að fá frískara loft inn á staðina en aðrir kvíða þess að þurfa að reykja úti í vetur. 2.6.2007 19:09
Gæslan komin með nýja þyrlu TF-GNÁ ný leitar- og björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar lenti við flugskýli Gæslunnar í Reykjavík á hádegi í dag. Þyrlunni var flogið hingað til lands frá Noregi og segir flugstjórinn ferðina hafa gengið vel. 2.6.2007 19:06
Landsmenn í hátíðarskapi Landsmenn hafa verið í hátíðarskapi í dag. Víða var tekið forskot á sjómannadaginn og það var alþjóðlegur blær yfir bæjarlífinu í Hafnarfirði. 2.6.2007 19:01
Mótmælt í Rostock Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norður hluta í Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. 2.6.2007 19:00
Ætla ekki að selja hlut sinn í Vinnslustöðinni Hópur hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem kallar sig Eyjamenn, ætlar ekki að selja helmings hlut sinn í fyrirtækinu. Þvert á móti vill hópurinn kaupa hlut annarra í Vinnslustöðinni, en segir verðmæti hlutarins minnka vegna veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. 2.6.2007 18:56
Jafntefli við Liechtenstein Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu. 2.6.2007 18:14
Stuðningmenn Chavez mótmæltu Bandaríkjunum í dag Stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, fjölmenntu í miðborg Caracas, höfuðborg Venesúela, til þess að mótmæla yfirgangi og auðvaldsstefnu Bandaríkjanna í Suður-Ameríku. Þá vildu þeir líka sýna stuðning sinn við aðgerðir forsetans gegn sjónvarpsstöðvum í landinu. Chavez tók stöðina Radio Caracas Television úr loftinu þá en stöðin svaraði með því að sjónvarpa á vefsíðu YouTube í staðinn. 2.6.2007 18:00
Innanríkisráðherra Írans hvetur til tímabundinna hjónabanda Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi. 2.6.2007 17:48
Tugþúsundir mótmæla í Pakistan Tugir þúsunda söfnuðust saman til þess að sýna brottreknum hæstaréttadómara stuðning í Pakistan í dag. Mótmælin fóru fram í Abbotabad sem er 50 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. Dómarinn, Ifhikhar Mohammed Chaudry, var rekinn úr starfi af Pervez Musharraf, forseta landsins, fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi. Musharraf sakar andstæðinga sína um að snúa brottrekstrinum upp í pólitískt hitamál. 2.6.2007 17:18
Putin segir eldflaugavarnarkerfi auka líkur á kjarnorkuátökum Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna mundi auka líkurnar á kjarnorkuátökum í framtíðinni. Rússar hafa miklar áhyggjur af kerfinu og segja það skekkja valdajafnvægið í Evrópu. Þeir prófuðu síðan nýjar eldflaugar í vikunni og sögðu að þær kæmust í gegnum hvaða varnarkerfi sem er. 2.6.2007 16:18
Komið í veg fyrir árás á JFK Lögregla í Bandaríkjunum handtók í dag fjóra einstaklinga sem ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás á John F. Kennedy flugvöll í New York. Einn er í Bandaríkjunum en þrír eru í haldi erlendis. WNBC skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 2.6.2007 16:04
Fleiri en 100 lögreglumenn hafa særst í Rostock Fleiri en 100 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag. Mótmælin voru vegna fyrirhugaðs fundar leiðtoga G8 ríkjanna sem verður haldinn þar í næstu viku. Talið er að lögreglumennirnir hafi særst þegar um 500 mótmælendur réðust gegn lögreglu nálægt höfninni í borginni. Fram að því höfðu mótmælin farið friðsamlega fram. 2.6.2007 15:54
Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. 2.6.2007 15:43
Draga þarf úr þorskafla Hafrannsóknarstofnun vill að þorskafli verði dreginn verulega saman og takmarkaður við hundrað og þrjátíu þúsund tonn á næsta ári. Forstjóri stofnunarinnar leggur þunga áherslu á að stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart þorskinum. 2.6.2007 15:22
Vaknaði úr dái eftir 19 ár Fjölmiðlar í Póllandi skýrðu frá því í dag að 65 ára maður hefði nýverið vaknað eftir að hafa legið 19 ár í dái. Hann varð fyrir járnbrautarlest árið 1988, þegar Pólland var enn undir stjórn kommúnista. Ástandið hefur breyst mikið á þessum 19 árum og er landið nú orðið lýðræðislegt og hefur tekið upp markaðshagkerfi. 2.6.2007 14:52
Nærri 400 manns hafa gengið á Esjuna í dag Milli 300 og 400 manns eru komin á lista yfir þá sem hafa gengið á Esjuna í dag. Fimmtindahópurinn svokallaði ætlar sér að setja Íslandsmet í fjöldagöngu á Esjuna. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sett met í þessu. 2.6.2007 14:46
2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí 2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad. 2.6.2007 14:19
Geta ekki tekið út peninga Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum. 2.6.2007 14:10
Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin. 2.6.2007 13:53
Lögregla og mótmælendur tókust á í Rostock Lögreglu og mótmælendum í Rostock í Þýskalandi laust saman nú um hádegi. Verið er að mótmæla fyrirhuguðum G8 fundi sem fram fer í þorpi nálægt Rostock í næstu viku. 2.6.2007 13:32
Nýtt strætóleiðakerfi á morgun Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó. 2.6.2007 12:34
Vesturbæjarhreinsun Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum. 2.6.2007 12:32
Gabb í beinni útsendingu Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi. 2.6.2007 12:30
G8 mótmæli í dag Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun. 2.6.2007 12:25
Byrjunarlið Íslands á móti Liechtenstein Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa hlotið jafnmörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér. Helst ber að nefna að Matthías Guðmundsson, leikmaður FH, er í byrjunarliðinu. 2.6.2007 11:59
Frakkar vilja senda herlið til Tsjad Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr. 2.6.2007 11:33
Kínverjar gera lítið úr auknum hernaðarumsvifum Kínverjar freistuðu þess að róa Bandaríkjamenn á herráðstefnu sem fram fer í Singapore í dag. Þar sagði talsmaður kínverska hersins að stækkun hans væri eingöngu í varnartilgangi og að þeir ætluðu sér ekki að ráðast gegn neinu landi. Á meðal hlustenda var Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 2.6.2007 11:13
Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram. 2.6.2007 10:49
Varaforsætisráðherra Kína látinn Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra. 2.6.2007 10:45
Kastró hefur að mestu náð sér Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur náð sér að mestu eftir magaaðgerði í fyrra. Þetta segir Ricardo Alarcon, þingforseti landsins. Þetta upplýsti hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Hann gaf þó ekkert upp um hvenær Kastró tæki aftur við stórnartaumunum. 2.6.2007 10:25
Æ færri Danir lesa dagblöð Marktækt færri lesa dagblöð í Danmörku í dag en fyrir hálfu ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem skýrt var frá í dag. Þetta á við öll blöð í landinu ef undan er skilið viðskiptablaðið Börsen sem heldur sínum lesendahóp. 1.6.2007 23:19
Ófreskjan frá Alabama reyndist vera heimalningur - að nafni Fred Það vakti mikla athygli á dögunum þegar 11 ára drengur í Alabama felldi villisvín sem var það stærsta sem sögur fara af. Nú hefur hins vegar komið í ljós að villisvínið ógurlega var ekki villt, heldur var um að ræða alisvín sem kallað var Fred. Bóndi að nafni Phil Blissitt keypti grísinn árið 2004 og gaf konu sinni hann í jólagjöf. 1.6.2007 22:42
Ekið á dreng á reiðhjóli Ekið var á dreng sem var á reiðhjóli við Brúnaland í Fossvogi fyrr í kvöld. Hann var með hjálm sem skemmdist við höggið en meiðsl hans munu hafa verið minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 1.6.2007 22:05