Fleiri fréttir

Nasistastytta afhjúpuð í Noregi

Stytta af lögreglustjóra Oslóarborgar, á stríðsárunum, hefur verið afhjúpuð í dag. Knut Röd vann sér það helst til frægðar að senda um 850 norska Gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. Aðeins ellefu þeirra áttu afturkvæmt.

Varað við svifryki í borginni

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar varar við því að svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum.

Svafa Grönfeldt er nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Dr. Svafa Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskóla Íslands í stað Guðfinnu S. Bjarnadóttur, sem hefur verið rektor skólans frá stofnun hans 1998. Svafa hefur verið aðstoðarforstjóri Actavis frá því í október í fyrra. Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs HR tilkynnti starfsmönnum skólans þetta á fundi sem haldinn var klukkan 15:30 í dag.

Landsvirkjun tvöfaldar styrk sinn við Ómar

Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að tvöfalda stuðning sinn við Ómar Ragnarsson fréttamann úr fjórum milljónum í átta vegna kvikmyndar sem hann vinnur að um fyllingu Hálslóns við Kárahnjúka. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnarinnar í morgun.

Íslendingar í samstarf við Bollywood?

Íslendingar munu leita eftir nánara samstarfi við Indverja á sviði kvikmynda og reyna að lokka framleiðendur Bollywood-mynda til landsins. Frá þessu er greint á indverska fréttavefnum newkerala.com.

IKEA, þú sem ert á himnum

Ný könnun sýnir að Svíar setja mublurisann IKEA mikilu hærra en kirkjuna, þegar trú og traust er annarsvegar.

Telja hvalaskoðunarbáta ógna lífi hvalanna

Sameiginlegar rannsóknir breskra og kanadiskra vísindamanna benda til þess að hvalaskoðunarbátar trufli svo hvalina, að lífi þeirra geti stafað hætta af. Bátarnir trufli hvalina við fæðuöflun og hreki þá jafnvel frá góðum matar- og hvíldarsvæðum.

Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu

Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins.

Enn ein fjöldagröfin í Bosníu

Enn ein fjöldagröfin er fundin í Bosníu og er talið að hún sé frá fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Samtals fundust jarðneskar leifar 156 fórnarlamba. Þar af voru níutíu heil lík og svo líkamshlutar af sextíu og sex mönnum.

Hrakningar Wilke halda áfram

Hrakningum flutningaskipsins Wilke hér við land virðist ekki ætla að linna því í gær sigldi skipið á fiskiskipið Brynjólf í höfninni í Vestmannaeyjum. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu á Brynjólfi. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Enski boltinn aftur á Sýn

365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn.

Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi

Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær.

Le Pen vinsælli en nokkru sinni

Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le er nú vinsælli en nokkrusinni, í Frakklandi, og gerir sér góðar vonir um að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem haldnar verða eftir sex mánuði.

15 mánuðir fyrir rán í apóteki

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum.

Nærri tíunda hvert heimili án reykskynjara

Enginn reykskynjari er á nærri einu af hverjum tíu heimilum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna.

Styrkir til ættleiðingar erlendis frá

Nýtt frumvarp um styrki frá ríkinu til foreldra sem ættleiða barn erlendis frá verður lagt fram í næstu viku. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan hálf fjögur þar sem hann ætlar að kynna frumvarpið. Styrkirnir nema tæpri hálfri milljón króna en allir sem uppfylla skilyrði laga um ættleiðingar eiga rétt á styrknum.

Stefndi farþegum og flugliðum í hættu með slagsmálum

Stjórnendur Flugfélags Íslands telja að maðurinn, sem efndi til slagsmála um borð í Fokker-vél félagsins á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í gærkvöldi, hafi stefnt farþegum og flugliðum í hættu.

Fjárlögum vísað til þriðju umræðu

Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun

Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Viðurkennir árás á karlmann á sjötugsaldri

Ungur maður hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíð á fösutdagskvöldið var. Eins og fram er komið réðust fjórir ungir karlmenn að manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka í andliti og missti fjórar tennur.

Beðið eftir niðurstöðum rannsókna í Svíþjóð

Erninum Sigurerni verður ekki sleppt í dag eins og fyrirhugað var. Í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga hann í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki. Að hans sögn er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni en kanna á hvort í fuglinum reynist mótefni gegn vægum tegundum af fuglaflensu.

„Herra Pútín, þú myrtir mig“

Alexander Litvinenko, fyrrverandi KGB-njósnarinn sem lést í Lundúnum í gærkvöldi, sakar Vladímír Pútín um að hafa myrt sig í yfirlýsingu sem hann skrifaði fyrir lát sitt.

Geir vill skýrari iðrun Árna

Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið.

"Föstudagurinn svarti" að renna upp

Bandarískir neytendur búa sig nú undir "Föstudaginn svarta" en sá dagur, dagurinn eftir að Þakkagjörðarhátíðinni lýkur þar ytra, er upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum. Á þeim degi í fyrra streymdu tvær milljónir bandaríkjamanna í verslunarleiðangur og þá bara í Wal-Mart. Og það aðeins á fyrsta klukkutímanum sem opið var.

Litvinenko látinn

Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var eitrað fyrir í upphafi mánaðarins, er látinn. Frá þessu skýrði sjúkrahúsið sem hann dvaldist á nú rétt í þessu.

Slagsmál í flugvél

Slagsmál urðu í flugvél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum í kvöld. Átökin hófust þegar að vélin var í aðflugi. Var árásarmaðurinn tekinn höndum þegar vélin lenti og er maðurinn á slysadeild þar sem hlúð er að sárum hans. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og mun hún yfirheyra árásarmanninn í fyrramálið.

Fjölskylda falsar tvo milljarða

Níu peningafalsarar voru í dag dæmdir í samtals 41 árs fangelsi fyrir að hafa ætlað að koma 14 milljónum punda, eða um tveimur milljörðum íslenskra króna, í umferð í Bretlandi. Breskir lögreglumenn segja að þetta sé stærsta peningafölsunarmál í sögu landsins og að hægt sé að rekja tvo þriðju af öllum fölsuðum seðlum sem lögreglan hefur lagt hald á á árinu til þeirra.

Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi

Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu.

Blaine laus úr enn annarri prísundinni

Töframaðurinn David Blaine losaði sig úr snúðnum sem hann hékk í yfir Times-torgi í New York á fáeinum mínútum. Alls hafði hann hangið í snúðnum í tvo daga og snerist þar í allar áttar, óvarinn fyrir veðri og vindum. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið merkilega erfitt.

Hisbollah kemur í veg fyrir mótmæli

Leiðtogi Hisbollah samtakanna, Sayyed Hassan Nasrallah, biðlaði til stuðningsmanna samtakanna að hætta mótmælum sínum í Beirút í kvöld. Hann kom fram í símaviðtali á sjónvarpsstöð Hisbollah og hvatti fólk til þess að hverfa til síns heima þar sem þeir vildu engan á götum úti.

Palestínumenn bjóða frið

Herskáir hópar Palestínumanna hafa gert Ísraelum friðartillögu. Ætla þeir sér að hætta öllum eldflaugaárásum á Ísrael gegn því að Ísraelar muni hætta öllum hernaðaraðgerðum á Gaza svæðinu og Vesturbakkanum svokallaða. Þessu skýrði talsmaður hópanna frá í dag.

Heilsu Litvinenkos hrakar enn

Alexander Litvinenko, hinn fyrrum rússneski njósnari sem var eitrað fyrir í London fyrir þremur vikum síðan, er alvarlega veikur eftir að ástand hans versnaði til muna. Læknar hafa nú útilokað að honum hafi verið byrlað þallíum eða álíku efni. Hann fékk hjartaáfall síðastliðna nótt og er nú haldið sofandi en þrátt fyrir það er ekki talið að miklar skemmdir hafi orðið á hjarta hans.

Með golfkylfur í geimnum

Rússneski geimfarinn Mikhail Tyurin sló í nótt lengsta golfhögg sögunnar. Það er reyndar svo langt að kúlan er enn á flugi.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var stofnuð í dag. Það var tónlistarkonan Lay Low sem opnaði fundinn í þjóðmenningarhúsinu með lagi sínu Mojo love. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði mikilvægt skref stigið og útflutningur á tónlist gæti numið um meira en 1% af landsframleiðslu.

Mannskæðasta árásin hingað til

Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn.

Iðgjöld trygginga hækka um áramót

Íslandstrygging hækkaði iðgjöld sín í október um 6-8% og nú hafa Tryggingamiðstöðin og VÍS tilkynnt hækkun um áramótin. Hjá VÍS er hækkunin mest á bílrúðutryggingu, 20%, en annars frá 5-9%. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hækkun bifreiðatrygginga rúmlega 4%. Ásgeir Baldursson framkvæmdastjóri VÍS segir að ástæðuna fyrir hækkuninni nú vera aukningu tjóna og gjöld vegna þeirra.

Tillögur um milljarða útgjaldaaukningu

Stjórnarandstaðan leggur til að rúmum sjö milljöðrum króna verði varið til að bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega, við aðra umræðu fjárlaga sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnarmeirihlutinn leggur einnig til að útgjöld verði aukin verulega á næsta ári en fjármálaráðherra segir engu að síður ekki hægt að tala um kosningafjárlög.

Fimm ára fangelsi

Rúmlega tvítugur maður var, í Hérðasdómi Reykjaness, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Maðurinn stakk annann mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði, fjórtanda maí, og hlaut sá lífshættulega áverka. Árásarmaðurinn kom óboðinn að húsinu en þar stóð yfir afmælisveisla þess sem var stunginn. Með árásarmanninum var átján ára piltur sá fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Afleiðingar af völdum hnífsstungunnar eru varanlegar. Ástæður árásarinnar eru óljósar.

Afríkuríki verða að verja sig gegn fuglaflensu

Leiðtogar Alþjóðaheilbrigðissamtakanna sögðu í dag að ríki í Afríku þyrftu að fjárfesta mikið og fljótt í forvörnum gegn fuglaflensunni. Sögðu þeir að ríkin hefðu hreinlega ekki efni á því að leiða hættuna hjá sér öllu lengur. Þetta kom fram í ræðu þeirra á ráðstefnu um heilsuþjónustu í Afríku en hún fer fram í Suður-Afríku.

Pútin ver bann við kjötinnflutningi

Vladimir Pútin, Rússlandsforseti, hefur varið þá ákvörðun Rússa að banna allan innflutning á kjöti frá Póllandi. Bannið hefur staðið í nærri ár og eru Pólverjar hreint ekki sáttir við það. Hafa þeir meðal annars komið í veg fyrir viðræður milli Evrópusambandsins og Rússa um nýjan samstarfssamning.

Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin

Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Sjá næstu 50 fréttir