Fleiri fréttir Heildarveltan eykst í Kauphöllinni Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í gær. 3.10.2006 10:00 Forseti Sambíu endurkjörinn Levy Mwanawasa hefur verið endurkjörinn forseti Sambíu með 43% atkvæða. Kjörstjórn landsins staðfesti það í dag. Michale Sata, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og sem kom næstur forsetanum með 29% atkvæða, segir Mwanawasa hafa stolið sigrinum en hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu. 2.10.2006 23:23 Heildarvelta Kauphallar Íslands eykst Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í dag. 2.10.2006 23:06 Vígsluathöfn vegna stækkunar álversins á Grundartanga Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í dag. Gert er ráð fyrir fullum afköstum vegna stækkunar úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn fyrir áramót. 2.10.2006 22:47 Fannst kaldur og skelkaður í túngarðinum heima hjá sér Björgunarsveitir voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld til að leita sjö ára drengs við Laugar í Reykjadal en hann hafði ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Aðeins leið rúm hálf klukkustund þar til björgunarsveitarmenn fundu drenginn, aðeins kaldan og skelkaðan, svo að segja í túngarðinum við heimili hans. 2.10.2006 22:31 3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. 2.10.2006 22:17 Baugur stærsti hluthafinn í Ísafold Hjálmur, félag í eigu Baugs Group, er stærsti hlutafinn í Ísafold, nýju tímariti sem Reynir Traustason mun ritstýra. Þetta upplýsti Reynir í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Hann segir ekki hafa verið rætt að setja tímaritið undir tímaritaútgáfu 365, en Baugur á fjórðungshlut í Dagsbrún, móðurfélagi 365. 2.10.2006 21:31 Rússar sendir heim Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu. Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja. 2.10.2006 21:15 Ban Ki-Moon hafi sigur Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs. 2.10.2006 21:06 Reyndi að ráðast inn í hús forsætisráðherra Maður vopnaður hnífi reyndi í dag að ráðast inn á skrifstofu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Maðurinn var handtekinn eftir að hann hafði klifrað yfir girðingu aftan við húsið sem liggur samsíða þeirri hlið byggingarinnar sem snýr að götu sem opin er almenningi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vopnaburð og að hafa ráðist að lögreglumanni. 2.10.2006 20:40 Kaupþing banki útnefndur besti íslenski bankinn Kaupþing banki hefur verið útnefndur besti íslenski bankinn af alþjóðlega fjármálatímaritinu Global Finance. 2.10.2006 20:16 Atorka áminnt og gert að greiða sekt Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. 2.10.2006 20:02 Stjórnarandstaðan í tilhugalífinu Stjórnarandstaðan er í tilhugalífinu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kynntu í dag, á sameiginlegum fundi, þrjú þingmál sem flokkarnir standa að. Ætlun þeirra er að sameinast um fleiri þingmál á þessu haustþingi auk þess að standa sameiginlega að kosningum í nefndir og ráð á vegum þingsins. 2.10.2006 19:45 Þörf á þjóðarsátt Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. 2.10.2006 19:23 Fimmtán og hálfur milljarður í tekjuafgang ríkissjóðs Stöðugleika í efnahagsmálum er spáð í fjárlagafrumvarpi næsta árs og að fimmtán og hálfur milljarður króna verði í tekjuafgang ríkissjóðs. Fjármálaráðherra kynnti frumvarpið á blaðamannafundi á Selfossi og blæs á þær gagnrýnisraddir sem segja að með því vilji hann skapa sér velvild í kjördæminu sem hann hyggst bjóða sig fram í. 2.10.2006 19:00 Gera stærðfræði skemmtilega Fimm þúsund grunnskólanemendum í Reykjavík verður boðið upp á námskeið í ólympíustærðfræði, sem byggir á þrautum, að skólatíma loknum. Háskólinn í Reykjavík býður upp á námskeiðið en alls eru fjörtíu lönd þátttakendur í verkefninu 2.10.2006 18:30 Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion – ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. 2.10.2006 17:45 15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. 2.10.2006 17:42 Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. 2.10.2006 17:21 Skothríð í bandarískum skóla 2.10.2006 16:38 Notendum fjölgar um 66% milli vikna Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. 2.10.2006 16:30 Viðskiptahallinn dregst saman Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. 2.10.2006 16:22 Spá lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt á næsta ári, þar ráði mestu hröð lækkun verðbólgunnar. Miðað við verðbólguspá bankans jafngilda 14% stýrivextir líkt og nú er 11% raunstýrivöxtum á næsta ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að stýrivextir verið lækkaðir í upphafi næsta árs og að þeir verði komnir í 8,5% í lok næsta árs. 2.10.2006 16:10 Banvæn streita 2.10.2006 16:01 Draga á úr framkvæmdum Gert er ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Draga á úr framkvæmdum á vegum ríkisins fyrir utan framkvæmdir í samgöngumálum og atvinnuleysi kemur til með að aukast. 2.10.2006 16:00 Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. 2.10.2006 15:44 Hættulegt að vitna gegn Saddam Hussein 2.10.2006 15:39 Sjöfn forstjóri Matís Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 2.10.2006 15:10 Abbas hugar að myndun neyðarstjórnar Palestínumanna 2.10.2006 15:09 Alcoa barst sprengjuhótun Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk. 2.10.2006 14:51 Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. 2.10.2006 14:42 Saudi Arabar telja að Írak sé að liðast í sundur 2.10.2006 14:31 Bæta þarf starfshætti og ímynd Alþingis Sólveig Pétursdóttir var kjörinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag. Hún fékk fimmtíu og fimm atkvæði en sjö skiluðu auðu. Sólveig sagði í ræðu sinni að þörf væri á að bæta starfshætti og ímynd Alþingis. Hún sagði Alþingi ekki sunnudagaskóla en að þingmenn yrðu þó að gæta hófs í hita leiksins. 2.10.2006 14:27 Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum. 2.10.2006 14:17 Þjóðarleiðtogi með tvo tvífara 2.10.2006 14:02 Mótmælt við Alþingishúsið Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 2.10.2006 13:43 Kínverjar blinda bandaríska gervihnetti 2.10.2006 13:42 Múffínutoppar og grjóst Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar. 2.10.2006 13:27 Búið að útskrifa alla Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil. 2.10.2006 12:20 Ríkisstjórn Austurríkis féll Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn. 2.10.2006 12:14 FBI skoðar Foley Bandaríska alríkislögreglan hefur til skoðunar klúr bréfaskrif bandarísks þingmanns til lærlinga á skrifstofu hans. Hann hefur þegar sagt af sér embætti. Maðurinn sem um ræðir heitir Mark Foley en hann sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. 2.10.2006 12:11 Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. 2.10.2006 11:58 Stjórnarandstaðan sameinast um mál Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) og Frjálslynda flokksins kynna í dag sameiginlegar áherslur sínar í upphafi þingvetrar og undirstrika með táknrænum hætti samstöðu sína gegn núverandi ríkisstjórn. 2.10.2006 11:42 Rússar einangra Georgíu 2.10.2006 11:19 Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. 2.10.2006 11:03 Sjá næstu 50 fréttir
Heildarveltan eykst í Kauphöllinni Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í gær. 3.10.2006 10:00
Forseti Sambíu endurkjörinn Levy Mwanawasa hefur verið endurkjörinn forseti Sambíu með 43% atkvæða. Kjörstjórn landsins staðfesti það í dag. Michale Sata, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og sem kom næstur forsetanum með 29% atkvæða, segir Mwanawasa hafa stolið sigrinum en hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu. 2.10.2006 23:23
Heildarvelta Kauphallar Íslands eykst Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í dag. 2.10.2006 23:06
Vígsluathöfn vegna stækkunar álversins á Grundartanga Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í dag. Gert er ráð fyrir fullum afköstum vegna stækkunar úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn fyrir áramót. 2.10.2006 22:47
Fannst kaldur og skelkaður í túngarðinum heima hjá sér Björgunarsveitir voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld til að leita sjö ára drengs við Laugar í Reykjadal en hann hafði ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Aðeins leið rúm hálf klukkustund þar til björgunarsveitarmenn fundu drenginn, aðeins kaldan og skelkaðan, svo að segja í túngarðinum við heimili hans. 2.10.2006 22:31
3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. 2.10.2006 22:17
Baugur stærsti hluthafinn í Ísafold Hjálmur, félag í eigu Baugs Group, er stærsti hlutafinn í Ísafold, nýju tímariti sem Reynir Traustason mun ritstýra. Þetta upplýsti Reynir í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Hann segir ekki hafa verið rætt að setja tímaritið undir tímaritaútgáfu 365, en Baugur á fjórðungshlut í Dagsbrún, móðurfélagi 365. 2.10.2006 21:31
Rússar sendir heim Fjórir Rússar, sem undanfarna daga hafa verið í haldi georgískra yfirvalda grunaðir um njósnir, voru í dag reknir úr landi. Þeir voru seldir í hendur yfirmanns ÖSE sem fylgdi þeim svo um borð í flugvél sem flaug síðan með þá til Moskvu. Um svipað leyti ákváðu rússnesk stjórnvöld að stöðva allar samgöngur og viðskipti á milli landanna tveggja. 2.10.2006 21:15
Ban Ki-Moon hafi sigur Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, er talinn líklegasti arftaki Kofis Annans í embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ki-Moon hafði sigur í óformlegri atkvæðagreiðslu um hvern ætti að skipa næst í embættið. Annan lætur af störfum í lok árs. 2.10.2006 21:06
Reyndi að ráðast inn í hús forsætisráðherra Maður vopnaður hnífi reyndi í dag að ráðast inn á skrifstofu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Maðurinn var handtekinn eftir að hann hafði klifrað yfir girðingu aftan við húsið sem liggur samsíða þeirri hlið byggingarinnar sem snýr að götu sem opin er almenningi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vopnaburð og að hafa ráðist að lögreglumanni. 2.10.2006 20:40
Kaupþing banki útnefndur besti íslenski bankinn Kaupþing banki hefur verið útnefndur besti íslenski bankinn af alþjóðlega fjármálatímaritinu Global Finance. 2.10.2006 20:16
Atorka áminnt og gert að greiða sekt Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins. 2.10.2006 20:02
Stjórnarandstaðan í tilhugalífinu Stjórnarandstaðan er í tilhugalífinu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kynntu í dag, á sameiginlegum fundi, þrjú þingmál sem flokkarnir standa að. Ætlun þeirra er að sameinast um fleiri þingmál á þessu haustþingi auk þess að standa sameiginlega að kosningum í nefndir og ráð á vegum þingsins. 2.10.2006 19:45
Þörf á þjóðarsátt Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. 2.10.2006 19:23
Fimmtán og hálfur milljarður í tekjuafgang ríkissjóðs Stöðugleika í efnahagsmálum er spáð í fjárlagafrumvarpi næsta árs og að fimmtán og hálfur milljarður króna verði í tekjuafgang ríkissjóðs. Fjármálaráðherra kynnti frumvarpið á blaðamannafundi á Selfossi og blæs á þær gagnrýnisraddir sem segja að með því vilji hann skapa sér velvild í kjördæminu sem hann hyggst bjóða sig fram í. 2.10.2006 19:00
Gera stærðfræði skemmtilega Fimm þúsund grunnskólanemendum í Reykjavík verður boðið upp á námskeið í ólympíustærðfræði, sem byggir á þrautum, að skólatíma loknum. Háskólinn í Reykjavík býður upp á námskeiðið en alls eru fjörtíu lönd þátttakendur í verkefninu 2.10.2006 18:30
Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion – ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. 2.10.2006 17:45
15 særðust í sprengingu á kaffihúsi Að minnsta kosti 15 særðust þegar sprening varð á kaffihúsi í Izmar, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag. Ekki liggur fyrir hvort sprengju var komið fyrir á kaffihúsinu eða sprengingin orðið af öðrum völdum. Í gær lýsti Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, einhliða yfir vopnahlé. Flokkurinn og Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði við Tyrki í rúma tvo áratugi. Ekki er vitað hvort Kúrdar voru að verki í Izmar í dag. 2.10.2006 17:42
Minnst 3 skólastúlkur myrtar í Pennsylvaníu Að minnsta kosti þrjár eru sagðir hafa týnt lífi og sjö særst þegar byssumaður skaut á skólastúlkur í skóla Amish-fólks í smábæ í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Stúlkurnar sem voru skotnar eru allar á aldrinum 6 til 13 ára. 2.10.2006 17:21
Notendum fjölgar um 66% milli vikna Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. 2.10.2006 16:30
Viðskiptahallinn dregst saman Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 10,7% af landsframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn nam 16,1% af landsframleiðslu á síðasta ári en gert er ráð fyrir að hann nemi 18,7% í ár. 2.10.2006 16:22
Spá lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir lækki hratt á næsta ári, þar ráði mestu hröð lækkun verðbólgunnar. Miðað við verðbólguspá bankans jafngilda 14% stýrivextir líkt og nú er 11% raunstýrivöxtum á næsta ári. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að stýrivextir verið lækkaðir í upphafi næsta árs og að þeir verði komnir í 8,5% í lok næsta árs. 2.10.2006 16:10
Draga á úr framkvæmdum Gert er ráð fyrir áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Draga á úr framkvæmdum á vegum ríkisins fyrir utan framkvæmdir í samgöngumálum og atvinnuleysi kemur til með að aukast. 2.10.2006 16:00
Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. 2.10.2006 15:44
Sjöfn forstjóri Matís Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir hefur verið ráðin forstjóri hins nýstofnaða fyrirtækis Matís ohf. frá 1. janúar 2007, en þá hefst eiginleg starfsemi félagsins, segir í tilkynningu frá félaginu. 2.10.2006 15:10
Alcoa barst sprengjuhótun Alcoa á Reyðarfirði barst í morgun sprengjuhótun. Að sögn Ernu Indriðadóttur, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, hringdi karlmaður inn sem talaði ensku og talaði hann um að sprengja eitthvað upp. Símtalið var mjög óljóst en haft var samband við lögregluna á Eskifirði um leið og því lauk. 2.10.2006 14:51
Hnífamaður handtekinn í Downing stræti Maður vopnaður hnífi var í dag handtekinn í bakgarðinum á Downing stræti tíu, sem er heimili Tony Blairs, forsætisráðherra. 2.10.2006 14:42
Bæta þarf starfshætti og ímynd Alþingis Sólveig Pétursdóttir var kjörinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag. Hún fékk fimmtíu og fimm atkvæði en sjö skiluðu auðu. Sólveig sagði í ræðu sinni að þörf væri á að bæta starfshætti og ímynd Alþingis. Hún sagði Alþingi ekki sunnudagaskóla en að þingmenn yrðu þó að gæta hófs í hita leiksins. 2.10.2006 14:27
Vill þjóðarsátt um utanríkisstefnu Íslendinga Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði þau tímamót sem orðið hafa með brottför hersins að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis. Hann ræddi um þann klofing sem vera hersins hefur skapað meðal þjóðarinnar. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslendinga. Hann varaði við því að slíkur klofningur gæti myndast í umhverfismálum. 2.10.2006 14:17
Mótmælt við Alþingishúsið Á þriðja tug mótmælenda hafa safnast saman við Alþingishúsið. Fólkið er að mótmæla virkjunarframkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Alþingi er í dag sett í hundrað þrítugasta og þriðja sinn. Þingsetningarathöfnin hófst klukkan hálf tvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. 2.10.2006 13:43
Múffínutoppar og grjóst Viktoría Beckham er með sólrexíu, Partýljónið París Hilton er fræbreimsk og Johnny Vegas er með grjóst samkvæmt nýrri bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Bókin inniheldur samsetningu orða sem sem eru yfirleitt neikvæð og eru nýjasta tegund niðurlægingar. 2.10.2006 13:27
Búið að útskrifa alla Þrír voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, vegna gruns um reykeitrun, eftir að mikill eldur kom upp í þríbýlishúsi við Hamragerði á Akureyri um miðnæturbil. 2.10.2006 12:20
Ríkisstjórn Austurríkis féll Stjórnarflokkurinn í Austurríki galt afhroð í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Íhaldsflokkur kanslarans, Wolfgangs Schüssels, fékk 34.2% atkvæða, tapaði meira en 8 prósentum frá síðustu kosningum 2002, en Sósílademókratar, undir stjórn Alfreds Gusenbauers fengu 35,2%, einu prósenti meira en stjórnarflokkurinn. 2.10.2006 12:14
FBI skoðar Foley Bandaríska alríkislögreglan hefur til skoðunar klúr bréfaskrif bandarísks þingmanns til lærlinga á skrifstofu hans. Hann hefur þegar sagt af sér embætti. Maðurinn sem um ræðir heitir Mark Foley en hann sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. 2.10.2006 12:11
Ekki hægt að hafa lögheimili í frístundabyggð Óheimilt verður að skrá lögheimili í frístundabyggð ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. 2.10.2006 11:58
Stjórnarandstaðan sameinast um mál Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) og Frjálslynda flokksins kynna í dag sameiginlegar áherslur sínar í upphafi þingvetrar og undirstrika með táknrænum hætti samstöðu sína gegn núverandi ríkisstjórn. 2.10.2006 11:42
Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins. Guðmundur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjögur kjörtímabil. 2.10.2006 11:03