Fleiri fréttir

Pyntingar viðgangast enn í Írak

Pytingar eru að margra mati umfangsmeira og verra vandamál í Írak en þegar Saddam Hússein var þar forseti. Þetta segir segir Manfred Nowak, helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn pyntingum.

3. sæti í keppninni Ungfrú Skandinavía og Eystrasalt

Sif Aradóttir, fegurðardrottning Íslands, hreppti 3. sæti í keppninni um tiltilinn ungfrú Skandinavía og Eystrasalt sem haldin var í kvöld. Keppnir um titla tvo frá þessu svæðum voru sameinaðar nýverið og voru þátttakendur frá bæði Norður- og Eystrasaltslöndunum.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir nýr formaður Heimdallar

Erla Ósk Ásgeirsdóttir var í kvöld kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir starfsárið 2006 til 2007 á fjölmennasta aðalfundi í sögu félagsins. 1550 manns kusu.

Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis

Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara.

Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur

Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár.

Nylon í 1. sæti á breska danslistanum

Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi.

365 ná dómssátt vegna umfjöllunar DV

365 miðlar hafa náð dómsátt í máli sem karlmaður höfðaði á hendur Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV, vegna umfjöllunar blaðsins um manninn sökum þess að hann veiktist af hermannaveiki.

Einn handtekinn vegna tilræðis í Gautaborg í gær

Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur handtekið einn mann vegna rannsóknar sinnar á sprengjutilræði í miðri borginni í gær. Sænska ríkisútvarpið segir manninn tengjast vélhjólaklúbbnum Banditos.

Skonnortan Haukur í Reykjavíkurhöfn

Skonnortan Haukur frá Húsavík er nú kominn til Reykjavíkurhafnar í ferð sinni hringinn í kringum landið. Skonnortan hefur siglt með ferðamenn í hvalaskoðun síðastliðin sumur en þetta er í fyrsta sinn sem hún siglir hringinn í kringum landið.

Kjarnorkuviðræðum við ESB miðar vel

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í dag að viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran miðaði vel. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans í New York í dag. Hann sagðist vona að ekkert myndi trufla þær viðræður.

Sýknaður af ákæru um að hafa móðgað Tyrki

Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í dag Elif Shafak, þekktasta rithöfund landsins, af ákæru um að hafa móðgað Tyrki með skrifum sínum. Í skáldsögu Shafak er fjallað um morð á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915 til 1923.

Katrín gefur kost á sér í annað sætið

Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga.

Rafmagn aftur komið á í Hafnarfirði og nágrenni

Rafmagn er aftur komið á í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Rafmagnsleysið má rekja til þess að verktaki gróf í streng við Vesturgötu í Hafnarfirði og olli það rafmagnsleysinu sem var á milli klukka hálftvö og tíu mínútur yfir þrjú. Nokkurn tíma tók að finna bilunina en um leið og hún var fundin tók skamma stund að koma rafmagni aftur á.

Auður Lilja nýr formaður UVG

Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október.

Brot á Genfar-sáttmálanum

Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja lagafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum brjóta gegn ákvæðum Genfar-sáttmálans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu fimm sérfræðinga til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ómar útilokar ekki framboð

Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður sagði í viðtali við NFS í dag að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála.

Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag.

Fjölmargir týnt lífi í óveðri á Indlandi og í Bangladesh

Minnst 95 hafa týnt lífi í miklu óveðri sem hefur geisað á Indlandi og í nágrannaríkinu Bangladesh síðustu daga. Mörg hundruð manns hafa slasast. Stormurinn hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar á tveimur svæðum í Vestur-Bengal.

Rafmagnslaust sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu

Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Unnið er að því að finna bilun en líklegt er að grafið hafi verið í streng í Garðabæ. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja.

Atlantis lenti heilu og höldnu

Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir vel heppnaða ferð í Alþjóðlegum geimstöðinna til að halda áfram framkvæmdum við hana. Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var.

Fimm létust í árásum á Gaza

Fimm Palestínumenn létust í tveimur árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í dag. Í annarri árásinni létust þrír unglingar sem voru að gæta geita.

Lýsing styrkir Þroskahjálp um tvær milljónir

Lýsing hefur ákveðið að styrkja Landsamtökin Þroskahjálp um tvær milljónir króna í tilefni þess að Lýsing fagnar í ár 20 ára afmæli sínu. Fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili Þroskahjálpar undanfarin tvö ár og styrkt það um 500 þúsund krónur á ári.

Markarfljót breytir farvegi sínum

Markarfljót hefur breytt um farveg við Þórólfsfell og rennur nú yfir veginn við rætur fellsins, þannig að ófært er úr Fljótshlíð um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri. Þessar breytingar komu mönnum í opna skjöldu og voru tveir Spánverjar hætt komnir þegar þeir misstu bílinn út í vatnselginn.

Ómar kynnir áherslubreytingar í starfi

Ómar Ragnarsson hefur boðað til blaðamannafundar í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík nú klukkan tvö. Þar kynnir hann átta síðna aukablaði sem Hugmyndaflug ehf. gefur út með næsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins og sýnir myndbönd sem byggjast á starfi hans við Kárahnjúka í sumar og undanfarin ár. Ómar mun einnig á fundinum segja frá áherslubreytingum sem eru að verða í starfi hans sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS.

Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu

Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna.

Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu

Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir.

Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð

Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum.

Hálslón verður orðið fullt haustið 2007

Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun.

Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna

Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum.

Veikindadagar færri hjá erlendum iðnaðarmönnum

Veikindadagar erlendra iðnaðarmanna í Noregi eru aðeins fjórðungur af veikindardögum norskra kollega þeirra, þrátt fyrir að þeir séu í sama starfi, á sama vinnustað og á sama veikindadagakerfi. Fréttavefur norska ríkissjónvarpsins greinir svo frá. Á móti kemur að meðalaldur erlendu iðnaðarmanna er nokkuð lægri en þeirra norsku. Svipaða sögu er að segja hér á landi en sérfræðingar í atvinnulífinu sem NFS hefur rætt við segja það alþekkt hér á landi að erlendir starfsmenn séu mun sjaldnar veikir en Íslendingar.

Aflaverðmæti jókst um tæpa þrjá milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa þrjá milljarða á fyrri helmingi ársins 2006 miðað sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Aflaverðmætið nam 40 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en var 37,3 milljarðar á sama tímabili 2005.

Varaforsætisráðherra Kína í heimsókn á Íslandi

Chen Chili, varaforsætisráðherra Kína og menntamálaráðherra þar í landi, er nú í heimsókn hér á landi ásamt fylgdarliði. Chili kemur á eign vegum en utanríkisráðuneytið er gestgjafi hennar. Hún mun hitta Geir H. Haarde forsætisráðherra í dag og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í kvöldverð. Samskipti milli landanna, menntamál og fríverslun milli ríkjanna eru meðal þess sem þau munu ræða. Þá mun Chili skoða íslensku handritin, fara Gullna hringinn og í Bláa lónið meðan á dvöl hennar stendur en heimsókninni lýkur á laugardaginn.

Börn valin fulltrúi Íslands í forvali til í Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vesturport hefur verið valin fulltrúi Íslands í forvali til Óskarsverðlaunanna 2007. Kosning meðal meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fór fram í gær og stóð valið milli Barna og Blóðbanda Árna Óla Ásgeirssonar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá akademíunni.

Ráðherra fjallar um rjúpnaveiðar í dag

Umhverfisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í umhverfisráðuneytinu kl. 14 í dag þart sem fjallað verður um veiðar á rjúpu í haust. Eins og greint var frá í fréttum á dögunum leggur Náttúrufræðistofnun til við ráðuneytið að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna þess að stofninn sé á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu.

Stjórnmálastarfsemi bönnuð í Taílandi

Taílenska herforingjastjórnin bannaði í dag alla stjórnmálastarfsemi í landinu, bæði fundi stjórnmálaflokka og aðra starfsemi sem snýr að stjórnmálum.

Vill flytja Náttúrufræðistofnun Íslands til Keflavíkurflugvallar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórn að starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Á fréttavef Víkurfrétta kemur fram að Jónína hafi viðrað hugmyndir sínar við Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins. Málið er sagt vera enn á hugmyndastigi en hafi fengið jákvæð viðbrögð í ríkisstjórn. Umhverfisráðherra leggur einnig til að náttúrugripasafnið og vísindasafnið yrði flutt til Keflavíkurflugvallar en Náttúrufræðistofnun og náttúrugripasafnið búa við þröngan húsakost við Hlemm 3 í Reykjavík.

Rafmagn aftur komið á í Laugarnesi

Rafmagn er komið á að nýju á Laugarnessvæði eftir viðgerð á háspennustreng við Laugarnesveg. Grafið var í strenginn rétt rúmlega níu í morgun og varð rafmagnslaust við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand og víðar í um 25 mínútur.

Lúðvík og Björgvin gefa kost á sér í 1. sæti

Samfylkingarþingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson gáfu í gærkvöldi báðir formlega kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en Margrét Frímannsdóttir, sem skipað hefur það sæti, gefur ekki kost á sér. Lúðvík á ellefu ára þingmennsku að baki og Björgvin tók sæti á Alþingi fyrir þremur árum. Áður hefur Jón Gunnarsson Alþingismaður gefið kost á sér í fyrsta sætið og verður prófkjör haldið fjórða nóvember.

Háspennubilun í austurborginni

Rafmangslaust er nú við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand, Kleppsveg og víðar vegna þess að háspennustrengur var grafinn í sundur. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitur Reykjavíkurf að vonast sé til að rafmagn komist á innan tíðar, enda vitað um ástæður bilunarinnar og staðsetningu.

Slagsíða kom að Sléttanesi í Vestmanneyjahöfn

Mikil slagsíða kom að togaranum Sléttanesi í gærkvöldi, þar sem hann lá mannlaus í Vestmannaeyjahöfn, og kallaði lögregla út slökkviliðið, sem mætti á vettvang með dælubúnað. Þá hallaðist togarinn um 35 gráður út frá bryggjunni og hékk í landfestunum. Dæling gekk vel en að henni lokinni í nótt, fanst engin leki þrátt fyrir mikla leit. Geta menn sér þess helst til að regnvatn úr miklum rigningum í Eyjum síðustu daga, hafi komist niður í vélarrúm. Kannað verður í dag hvort vatnið hefur valdið skemmdum á vélbúnaði eða raflögnum.

Heillandi prins

Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir.

Sjá næstu 50 fréttir