Fleiri fréttir Skólar opna á ný í Taílandi Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. 21.9.2006 08:30 Hlutur Íslands 29.000 ferkílómetrar Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, ásamt lögmanni Færeyja, undirrituðu í New York í gær samkomulag sín á milli um skiptingu landgrunns, utan 200 sjómílna, á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Jan Mayen. Samkomulagið er háð samþykki landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hlutur Íslands yrði 29 þúsund ferkílómetrar. Samkomulagið nær til nýtingarréttinda á hafsbotninum sjálfum og undir honum, en ekki til fiskistofna á svæðinu. 21.9.2006 08:26 Brutust inn í íbúðarhús eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni á stolnum bíl frá Húsavík, og eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld, en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur, en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið, að yfirheyrslum loknum 21.9.2006 08:15 Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi. 21.9.2006 08:09 Vill láta skilgreina ofurlaun Laun félagsmanna VR hækkuðu um átta prósent milli áranna 2005 og 2006, samkvæmt niðurstöðum árlegrar launakönnunar VR sem kynntar voru í gær. Er þetta tveimur prósentum minni hækkun en kom fram í launakönnun VR í fyrra og örlítið minni en hækkun launavísitölunnar á tímabilinu, að sögn Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR. „Við höfum yfirleitt legið hærra en launavísitalan og hugsanleg skýring á því að laun hækka ekki meir núna gæti verið aðstreymi erlends vinnuafls.“ 21.9.2006 08:00 Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi Lögregluyfirvöld hafa til rannsóknar mál manns af erlendum uppruna sem hefur lagt sig fram um að kynna sér meðferð sprengiefnis og sprengjugerð. 21.9.2006 08:00 Lögregla beitti táragasi á mótmælendur Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir. 21.9.2006 07:50 Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 21.9.2006 07:45 Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi Sjúkraliðar á LSH bíða nú eftir gerð nýs stofnanasamnings. Fjöldi sjúkraliða hefur flúið spítalann vegna mikils álags og ofbeldis. Margir þeirra hafa gerst félagsliðar og hækka þannig laun sín. 21.9.2006 07:45 Öræfi og sjálflýsandi svín „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. 21.9.2006 07:30 Bið eftir verslunarhúsnæði Lóðahafar á Kringlusvæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verkefnishópinn eru lóðahafar á svæðinu. 21.9.2006 07:30 Umhverfi skólans hættulegt börnum Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. 21.9.2006 07:30 Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi Engin afdráttarlaus lagaákvæði eru til hér á landi um að lögregla megi hefja rannsókn í "fyrirbyggjandi" tilgangi. Þetta segir prófessor í lagadeild Háskóla Íslands um rannsóknarheimildir lögreglu, sé rökstuddur grunur ekki til staðar. 21.9.2006 07:30 Burt með sektarkenndina Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna. 21.9.2006 07:30 Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður Það er hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari, spurður álits á rannsókn lögreglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka. 21.9.2006 07:15 Hann ætlaði að drepa mig Maður á tvítugsaldri vopnaður hnífi reyndi á þriðjudagskvöldið að ræna söluturninn Leifasjoppu við Iðufell í Reykjavík. Eigandi söluturnsins segir að ræninginn hafi ekki litið við peningakassanum. Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. 21.9.2006 07:15 Kæra bílaframleiðendur Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala. 20.9.2006 23:45 Kemur til jarðar á morgun Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun. 20.9.2006 23:30 Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl. 20.9.2006 23:15 Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar. 20.9.2006 23:00 Thaksin kominn til Lundúna Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom til Lundúna síðdegis í dag. Thaksin var steypt af stóli í blóðlausri byltingu í gær. Á þeim tíma sat forsætisráðherrann fyrrverandi 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. 20.9.2006 22:45 Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt, með naumum meirihluta, frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim. 20.9.2006 22:30 Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. 20.9.2006 22:27 Uppgjör glæpaklíka Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni. 20.9.2006 22:22 Forfeður Kelta spænskir fiskimenn Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda. 20.9.2006 21:24 Vandi á höndum ef laun sjúkraliða ekki leiðrétt Heilbrigðiskerfið lendir í miklum vanda ef laun yngri sjúkraliða verða ekki leiðrétt hið bráðasta, segir formaður Sjúkraliðafélagsins. Sífellt fleiri hverfi til annarra starfa sem krefjist minni menntunar, en gefi mun meira í aðra hönd. 20.9.2006 21:21 Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. 20.9.2006 21:18 Hálf bölvað ástand ,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar. 20.9.2006 21:16 Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. 20.9.2006 21:09 Minnst ár að kosningum í Taílandi Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans. 20.9.2006 21:07 Barist gegn því að Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaun Skjöl í sænskum söfnum sanna að íslenskir áhrifamenn lögðust af hörku gegn því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson, hlyti Nóbelsverðlaunin ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir engin skjöl renna stoðum undir fullyrðingar um að áhrifamenn hafi reynt að hafa verðlaunin af Halldóri vegna stjórnmálaskoðana hans. 20.9.2006 21:04 Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. 20.9.2006 19:32 Sprengju talið beint gegn þekktum manni í Gautaborg Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. 20.9.2006 17:45 Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum. 20.9.2006 17:28 Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20.9.2006 17:21 Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið. 20.9.2006 17:15 Forseti Íslands verðlaunaður fyrir forystu í umhverfismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut í gær verðlaun Loftlagsstofnunarinnar í Washington, Climate Institute, fyrir forystu í umhverfismálum. 20.9.2006 17:05 Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni. 20.9.2006 16:18 Hagþenkir úthlutar starfsstyrkjum fyrir árið Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa árið 2006. Alls var úthlutað 6,7 milljónum til 38 verkefna á þessu ári. 20.9.2006 16:00 Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan. 20.9.2006 15:45 ÞSSÍ og RKÍ vinna áfram saman í Mósambík Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Rauði kross Íslands skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning um verkefni á sviði heilbrigðismála í Mósambík. Samtökin hafa starfað saman þar í landi frá árinu 1999 þegar ráðist var í byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane í Maputo-héraði en hún þjónar nú 5 þúsund íbúum á svæðinu. 20.9.2006 15:30 Ófært um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri Ófært er úr Fljótshlíðinni um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar er einnig minnt á að vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina þessa viku, frá miðnætti til kl. 6 að morgni, fram á föstudag. 20.9.2006 15:15 Bakkaði yfir hóp framhaldsskólanema Sautján ára piltur lést og fjórir slösuðust alvarlega þegar rútu var bakkað inn í biðskýli á umferðarmiðstöðinni í Svendborg í Danmörku. Haft er eftir lögreglu á fréttavef Politiken að rútan hafi verið að leggja af stað en bílstjórinn óvart verið með hana í bakkgír og því ekið yfir hóp framhaldsskólanema frá Kaupmannahöfn sem þar var staddur ásamt kennara sínum, en hann slasaðist mikið í óhappinu. 20.9.2006 15:02 Telur sprengingu í Gautaborg vera morðtilræði Lögreglan Gautaborg telur að sprenging í bíl sem varð við Vasatorgið í borginni um hádegisbilið í dag hafi verið morðtilræði. Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og sex aðrir bílar brunnu til kaldra kola eftir að eldurinn úr sprengingunni læsti sig í þá. 20.9.2006 14:45 Söfnuðu 300 þúsund fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Fríhöfnin ehf. og Golfklúbbur Suðurnesja hafa safnað 300 þúsund krónum fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum. 20.9.2006 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Skólar opna á ný í Taílandi Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. 21.9.2006 08:30
Hlutur Íslands 29.000 ferkílómetrar Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, ásamt lögmanni Færeyja, undirrituðu í New York í gær samkomulag sín á milli um skiptingu landgrunns, utan 200 sjómílna, á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Jan Mayen. Samkomulagið er háð samþykki landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hlutur Íslands yrði 29 þúsund ferkílómetrar. Samkomulagið nær til nýtingarréttinda á hafsbotninum sjálfum og undir honum, en ekki til fiskistofna á svæðinu. 21.9.2006 08:26
Brutust inn í íbúðarhús eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni á stolnum bíl frá Húsavík, og eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld, en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur, en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið, að yfirheyrslum loknum 21.9.2006 08:15
Dæmd til dauða fyrir sprengjuárás Dómstóll í Jórdaníu hefur dæmt konu til dauða fyrir þátt hennar í sprengjuárás í Amman á síðasta ári þar sem sextíu manns létu lífið. Konan ætlaði sér að gera sjálfsmorðssprengjuárás en lifði hins vegar árásina af. Konan neitaði þáttöku sinni fyrir dómi. 21.9.2006 08:09
Vill láta skilgreina ofurlaun Laun félagsmanna VR hækkuðu um átta prósent milli áranna 2005 og 2006, samkvæmt niðurstöðum árlegrar launakönnunar VR sem kynntar voru í gær. Er þetta tveimur prósentum minni hækkun en kom fram í launakönnun VR í fyrra og örlítið minni en hækkun launavísitölunnar á tímabilinu, að sögn Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR. „Við höfum yfirleitt legið hærra en launavísitalan og hugsanleg skýring á því að laun hækka ekki meir núna gæti verið aðstreymi erlends vinnuafls.“ 21.9.2006 08:00
Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi Lögregluyfirvöld hafa til rannsóknar mál manns af erlendum uppruna sem hefur lagt sig fram um að kynna sér meðferð sprengiefnis og sprengjugerð. 21.9.2006 08:00
Lögregla beitti táragasi á mótmælendur Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir. 21.9.2006 07:50
Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 21.9.2006 07:45
Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi Sjúkraliðar á LSH bíða nú eftir gerð nýs stofnanasamnings. Fjöldi sjúkraliða hefur flúið spítalann vegna mikils álags og ofbeldis. Margir þeirra hafa gerst félagsliðar og hækka þannig laun sín. 21.9.2006 07:45
Öræfi og sjálflýsandi svín „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. 21.9.2006 07:30
Bið eftir verslunarhúsnæði Lóðahafar á Kringlusvæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verkefnishópinn eru lóðahafar á svæðinu. 21.9.2006 07:30
Umhverfi skólans hættulegt börnum Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. 21.9.2006 07:30
Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi Engin afdráttarlaus lagaákvæði eru til hér á landi um að lögregla megi hefja rannsókn í "fyrirbyggjandi" tilgangi. Þetta segir prófessor í lagadeild Háskóla Íslands um rannsóknarheimildir lögreglu, sé rökstuddur grunur ekki til staðar. 21.9.2006 07:30
Burt með sektarkenndina Shinzo Abe hefur tekið við völdum í flokki þeim sem hefur stýrt Japan að mestu síðan 1955. Hann hefur lagt áherslu á utanríkismál og kjósendur telja hann munu rífa landið upp úr sektarkennd eftirstríðsáranna. 21.9.2006 07:30
Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður Það er hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari, spurður álits á rannsókn lögreglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka. 21.9.2006 07:15
Hann ætlaði að drepa mig Maður á tvítugsaldri vopnaður hnífi reyndi á þriðjudagskvöldið að ræna söluturninn Leifasjoppu við Iðufell í Reykjavík. Eigandi söluturnsins segir að ræninginn hafi ekki litið við peningakassanum. Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. 21.9.2006 07:15
Kæra bílaframleiðendur Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur kært sex bílaframleiðendur og krefst skaðabóta vegna þess að útblástur frá bifreiðum þeirra hafi valdið mengun sem kosti ríkið margar milljónir bandaríkjadala. 20.9.2006 23:45
Kemur til jarðar á morgun Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni. Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun. 20.9.2006 23:30
Mörg þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest Mörg þúsund mótmælendur eru nú samankomnir á Kossuth-torgi í miðborg Budapest, höfuðborgar Ungverjalands. Torgið stendur við þinghús landsins. Þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, víki eftir að hann varð uppvís að því að ljúga að almenningi um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í apríl. 20.9.2006 23:15
Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar. 20.9.2006 23:00
Thaksin kominn til Lundúna Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom til Lundúna síðdegis í dag. Thaksin var steypt af stóli í blóðlausri byltingu í gær. Á þeim tíma sat forsætisráðherrann fyrrverandi 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. 20.9.2006 22:45
Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt, með naumum meirihluta, frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim. 20.9.2006 22:30
Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. 20.9.2006 22:27
Uppgjör glæpaklíka Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni. 20.9.2006 22:22
Forfeður Kelta spænskir fiskimenn Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda. 20.9.2006 21:24
Vandi á höndum ef laun sjúkraliða ekki leiðrétt Heilbrigðiskerfið lendir í miklum vanda ef laun yngri sjúkraliða verða ekki leiðrétt hið bráðasta, segir formaður Sjúkraliðafélagsins. Sífellt fleiri hverfi til annarra starfa sem krefjist minni menntunar, en gefi mun meira í aðra hönd. 20.9.2006 21:21
Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. 20.9.2006 21:18
Hálf bölvað ástand ,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar. 20.9.2006 21:16
Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. 20.9.2006 21:09
Minnst ár að kosningum í Taílandi Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans. 20.9.2006 21:07
Barist gegn því að Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaun Skjöl í sænskum söfnum sanna að íslenskir áhrifamenn lögðust af hörku gegn því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson, hlyti Nóbelsverðlaunin ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir engin skjöl renna stoðum undir fullyrðingar um að áhrifamenn hafi reynt að hafa verðlaunin af Halldóri vegna stjórnmálaskoðana hans. 20.9.2006 21:04
Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. 20.9.2006 19:32
Sprengju talið beint gegn þekktum manni í Gautaborg Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. 20.9.2006 17:45
Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum. 20.9.2006 17:28
Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20.9.2006 17:21
Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið. 20.9.2006 17:15
Forseti Íslands verðlaunaður fyrir forystu í umhverfismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut í gær verðlaun Loftlagsstofnunarinnar í Washington, Climate Institute, fyrir forystu í umhverfismálum. 20.9.2006 17:05
Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni. 20.9.2006 16:18
Hagþenkir úthlutar starfsstyrkjum fyrir árið Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa árið 2006. Alls var úthlutað 6,7 milljónum til 38 verkefna á þessu ári. 20.9.2006 16:00
Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan. 20.9.2006 15:45
ÞSSÍ og RKÍ vinna áfram saman í Mósambík Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Rauði kross Íslands skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning um verkefni á sviði heilbrigðismála í Mósambík. Samtökin hafa starfað saman þar í landi frá árinu 1999 þegar ráðist var í byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane í Maputo-héraði en hún þjónar nú 5 þúsund íbúum á svæðinu. 20.9.2006 15:30
Ófært um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri Ófært er úr Fljótshlíðinni um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar er einnig minnt á að vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina þessa viku, frá miðnætti til kl. 6 að morgni, fram á föstudag. 20.9.2006 15:15
Bakkaði yfir hóp framhaldsskólanema Sautján ára piltur lést og fjórir slösuðust alvarlega þegar rútu var bakkað inn í biðskýli á umferðarmiðstöðinni í Svendborg í Danmörku. Haft er eftir lögreglu á fréttavef Politiken að rútan hafi verið að leggja af stað en bílstjórinn óvart verið með hana í bakkgír og því ekið yfir hóp framhaldsskólanema frá Kaupmannahöfn sem þar var staddur ásamt kennara sínum, en hann slasaðist mikið í óhappinu. 20.9.2006 15:02
Telur sprengingu í Gautaborg vera morðtilræði Lögreglan Gautaborg telur að sprenging í bíl sem varð við Vasatorgið í borginni um hádegisbilið í dag hafi verið morðtilræði. Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og sex aðrir bílar brunnu til kaldra kola eftir að eldurinn úr sprengingunni læsti sig í þá. 20.9.2006 14:45
Söfnuðu 300 þúsund fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Fríhöfnin ehf. og Golfklúbbur Suðurnesja hafa safnað 300 þúsund krónum fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum. 20.9.2006 14:30