Fleiri fréttir

Telja utanríkisstefnu Japana verða herskárri

Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn.

Ábyrgðin hjá fjármálaráðuneytinu

„Fjármálaráðuneytið verður að hysja upp um sig buxurnar,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir sjúkraliða á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi vera langþreytta á álagi og manneklu á sjúkrahúsinu.

Ofbeldismenn verði fjarlægðir tafarlaust af heimilum

Frumvörp um nálgunarbann og meðferð sakamála sem dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær ganga ekki nógu langt að mati Vinstri-grænna og talsmanna Samtaka um Kvennaathvarfs. Þeir vilja meðal annars að ofbeldismenn verði fjarlægðir tafarlaust af heimilum

Pólverjar flykkjast til vinnu á Vesturlöndum

Dæmi eru um að pólskar mæður skilji börn sín eftir á munaðarleysingjahælum áður en þær halda til Vesturlanda í atvinnuleit. Margvísleg þjóðfélagsvandamál steðja að pólsku þjóðinni vegna útrásar vinnuafls þaðan til Vesturlanda.

Íslendingar kusu Magna fyrir þrjár milljónir

Íslendingar sendu SMS-skilaboð í símakosningum úrslitaþáttar Rockstar: Supernova fyrir tæplega þrjár millljónir króna, en eins og kunnugt er var Magni Ásgeirsson þar meðal keppenda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Önnur bílsprengingin í Gautaborg á tveimur dögum

Vegfarandi slasaðist þegar öflug sprenging varð í bíl sem stóð við Vasatorg í Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Í kjölfarið kviknaði í að minnsta kosti tveimur öðrum bílum og lagði mikinnn reyk yfir svæðið.

Shinawatra á leið til Taílands

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur leigt rússneska flugvél og er nú á leið til síns heima eftir að herforingjar rændu völdum í landinu í gær.

Öflug sprenging í Gautaborg

Öflug sprenging varð í bíl sem stóð við Vasatorg í Gautaborg í Svíþjóð nú fyrir stundu. Í kjölfarið kviknaði í fjórum bílum og leggur því mikinn reyk yfir svæðið. Að sögn Aftonbladet var maður inni í bílnum sem sprakk en enn er óljóst af hvaða völdum sprengining var.

Slys undirstriki mikilvægi Sundabrautar

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir umferðartafir sem urðu í gær vegna þess að vörubíll með tengivagn valt í Ártúnsbrekkunni, undirstika mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og Öskjuhliðargöng verði forgangsverkefni fremur en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut.

Meiðsl reyndust vera minniháttar

Ekið var á unga stúlku á Háaleitisbraut nálægt Fellsmúla um klukkan átta í morgun. Stúlkan var flutt á slysadeild Landspítalans en meiðsl hennar reyndust vera miniháttar.

SHÍ og FSHA starfa saman

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hafa undirritað samstarfssamning. Meginmarkmið með honum er að sýna samstöðu innan háskólanna þegar unnið er að stórum málum er varða nemendur beggja háskólanna eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum.

Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast

Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn.

Námuverkamanna saknað eftir sprengingu í Kasakstan

Fjörtíu og þriggja námuverkmanna er saknað eftir sprengingu í námu í Kasakstan í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax segir þá alla látna en eigendur námunnar, Mittal Steel hafa ekki viljað staðfesta það. Talið er að um metangassprengingu hafi verið að ræða en það hefur ekki fengist staðfest.

Máli á hendur Zuma vísað frá

Dómari í Suður-Afríku hefur vísað frá ákærum á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi aðstoðarforseta landsins, vegna meintrar spillingar í embætti.

Gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar.

Kosningar líklega ekki fyrr en eftir ár

Leiðtogar hersins í Taílandi segja ólíklegt að hægt verði að halda lýðræðislegar kosningar í landinu fyrr en í september á næsta ári. Ástæðan sé sú að mikinn tíma tekur að gera breytingar á stjórnarskránni.

Krefjast þess að kjör verði í samræmi við nýja samninga

Trúnaðarmenn sjúkraliða við Landspítalann- háskólasjúkrahús krefjast þess að gerður verði nýr stofnanasamningur við sjúkraliða LSH. Trúnaðarmennirnir funduðu í gær og krefjast þess jafnframt að kjör sjúkraliða hjá LSH verði í samræmi við nýja samninga við aðrar starfsgreinar í félags- og heilbrigðisgeiranum.

Skaut kött nágrannans

Karlmaður á Egilsstöðum hefur verið kærður til lögreglu fyrir að skjóta heimiliskött nágranna síns í bakgarði eigandans í vor.

Búið að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan

Búið er að finna silfurberg til að húða Þjóðleikhúsið að utan en viðgerðir hafa staðið yfir á leikhúsinu um skeið. Bergtegundin var notuð þegar húsið var byggt en vegna þess hversu vandfundin hún er, var jafnvel talið að notast þyrfti við önnur úrræði. Samningar hafa tekist um kaup á fimm tonnum af silfurbergi af Braga Björnssyni, landeigand en silfurbergið verður sótt í Suðurfjall í Breiðdalnum. Það verður ekki átakalaust að ná silfurbergið því það er í talsverðri hæð og flytja þarf vélar upp í fjallið svo hægt sé að ná silfurberginu úr námunni.

Abe væntanlegur forsætisráðherra Japans

Shinxo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans. Abe var nýlega kjörinn formaður flokks frjálslyndra demókrata og tekur hann við af Junichiro Koizumi.

Ekið á unga stúlku

Ekið var á unga stúlku á Háaleitisbraut nálægt Fellsmúla um klukkan átta í morgun. Lögregla og sjúkrabíll eru komin á staðinn. Ekki er vitað um meiðsl stúlkunnar að svo stöddu en hún er með meðvitund.

Margir á minningarathöfn um Steve Irwin

Hollywood stjörnur og stjórnmálamenn voru meðal gesta á minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og krókódílasérfræðinginn Steve Irwin, sem haldin var í ástralska dýragarðinum í bænum Beerwah á austurströnd Ástralíu í gær.

Herforingjastjórnin tekin að styrkja völd sín

Leiðtogar hersins í Taílandi hófu í morgun að styrkja völd sín eftir að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í gær.

Helmingur ráðherra konur

Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Hægriflokksins, fékk í gær formlega í hendur umboð til stjórnarmyndunar. Lýsti hann því yfir að hann myndi mynda samsteypustjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, sem gengu til kosninga með sameiginlega stefnuskrá og yfirlýstan vilja til stjórnarsamstarfs.

Refsivert að auglýsa vændi

Refsing fyrir að stunda vændi fellur niður en í staðinn gert refsivert að auglýsa vændi. Þá verður refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára þyngd, samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra.

Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring

Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða.

Sjónmengun af völdum háspennulína

Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda.

Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum

Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa?

Verðbólgan niður á næsta ári

Geir H. Haarde forsætis­ráðherra er bjartsýnn á að tímabundin niðursveifla efnahagslífsins snúist við von bráðar.

Þremur ungmennur sleppt úr ítarlegum yfirheyrslum

Þremur ungmennum, sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun eftir þjófnað í félagsheimilinu Árnesi í fyrrinótt, var sleppt seint í gærkvöldi eftir ítarlegar yfirheyrslur. Andvirði þýfisins úr Árnesi er hátt í milljón króna, fyrir utan tjón, sem fólkið vann á innréttingum og húsbúnaði. Þá reyndist fólkið hafa ýmis afbrot víða um land á samviskunni, og var það meðal annars á bíl, sem það hafði stolið á Húsavík nýverið, þegar það fór ránshendi um bæinn.

Þrýsta á afsögn Gyurcsanys

Birting upptöku þar sem ungverski forsætisráðherrann Gyurcsany segir ríkisstjórn sósíalista hafa logið um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í vor hefur valdið mikilli reiði meðal Ungverja. Hann neitar að víkja.

Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa

Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna.

Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs

Geir Haarde forsætisráðherra væntir þess að niðurstöður í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands og viðskilnað Bandaríkjahers liggi fyrir í þessari viku. Hann segir leyndina yfir viðræðunum hafa verið nauðsynlega.

Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur

Búist er við vaxandi átökum milli Öryrkjabandalagsins og lífeyrissjóðanna vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Fundað verður um málið í dag. Formaður Starfsgreinasambandsins býst við að málið fari dómstólaleiðina.

Ný þjónusta styttir leiðina

Meðferðarteymi barna við heilsugæsluna í Grafarvogi léttir á sérfræðiþjónustu Barna- og unglingageðdeildar. Þar er hægt að sinna börnum áður en vandamál þeirra verða mjög alvarleg.

Meirihluti ungt fólk

Meirihluti starfsmanna matvöruverslana, veitingastaða og kráa er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í október á síðasta ári voru 46 prósent þeirra sem störfuðu í matvöruverslunum tvítugt fólk eða yngra og sextíu prósent allra sem þar störfuðu höfðu ekki náð 25 ára aldri.

Vinstri grænir velja á lista 11. nóvember

Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að halda sameiginlegt forval með Suðvesturkjördæmi. Það verður haldið 11. nóvember og voru reglur þar að lutandi samþykktar á fundinum. Listinn verður svonefndur fléttulisti þar sem konur og karlar skiptast á eftir sætum og hver þátttakandi á að velja þrjá í fjögur efstu sætin.

Pólsk menning kynnt í Reykjavík

Pólsk menningarhátíð verður haldin dagana 28. september - 1. október næstkomandi. Hátíðin hefur verið tvö ár í undirbúningi og með henni verður ýtt úr vör stærstu kynningu á pólskri menningu sem fram hefur farið hér á landi.

Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega

Diddú og Megas, sem hafa reglulega haldið tónleika í Skálholtskirkju, segja tónlistarlífið í Skálholti í uppnámi vegna uppsagnar dómorganistans. Biskup Íslands fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju.

Reinfeldt fær stjórnarmyndunarumboð

Fredrik Reinfeldt, sigurvegara sænsku þingkosninganna, hefur verið falið að mynda ríkisstjórn fjögurra hægri flokka í Svíþjóð. Hann fór á fund Björns von Sydow, þingforseta, í dag. Þetta verður fyrsta meirihlutastjórn í Svíþjóð í rúma tvo áratugi.

Ekki binda refsiaðgerðir við tiltekinn frest

Chirac, Frakklandsforseti, sagðist í dag vera andvígur því að binda refisaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana við tiltekinn frest. Hann sagði sig og Bush Bandaríkjaforseta á sömu skoðun um forsendur viðræðna við stjórnvöld í Teheran.

Sjá næstu 50 fréttir