Fleiri fréttir Fjórir teknir fyrir ölvun í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði tók í nótt fjóra ökumenn á Hafnarfjarðarvegi sem grunaðir voru um ölvun við akstur og telst það frekar mikið á fimmtudagskvöldi. 25.8.2006 09:30 Foreldrarnir ekki í nokkrum vafa Foreldrar stúlku sem hvarf fyrir átta árum í Austurríki segjast ekki í neinum vafa um að 18 ára stúlka sem fannst í garði nærri Vín í gær sé dóttir þeirra. 25.8.2006 09:21 Nýjar tegundir ógna dýralífi Náttúrufræðingar á Galapagoseyjum hafa vaxandi áhyggjur af því að nýjar tegundir ógni innfæddu dýralífi á eyjunum. 25.8.2006 09:00 Segir ráðherra hafa leynt upplýsingum Árni Finnsson formaður náttúruverndasamtaka Íslands segir að svo virðist sem Iðnaðar og viðskiptaráðherra hafi leynt almenning og Alþingi upplýsingum um jarðfræðihluta Kárahnjúkavirkjunar, á sama tíma og frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hafi verið til meðferðar á alþingi. 25.8.2006 08:38 Fjórir danir kærðir fyrir tilraun til hryðjuverkaárásar Dómsmálaráðaherra Danmerkur hefur ákveðið að ákæra fjóra unga Dani fyrir tilraun til hryðjuverkaárásar. 25.8.2006 08:35 Flugvél Atlanta flogin til Kýpur Flugvél Atlanta sem setið hefur föst á flugvellinum í Beirút síðan átök hófust þar um miðjan júlí flaug þaðan til Kýpur síðdegis í gær. Vélin er með þeim fyrstu sem fá að yfirgefa flugvöllinn. 25.8.2006 08:33 Neyðarfundur hjá Evrópusambandsríkjunum Mikil pressa er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem hittast á neyðarfundi í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs sem sent verði til Líbanons. 25.8.2006 08:28 Íslendingur varð fyrir morðtilraunum í brasilísku fangelsi Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson segist hafa orðið fyrir endurteknum morðtilraunum í brasilísku fangelsi þar sem hann hefur verið í haldi í tæpa þrjá mánuði. 25.8.2006 08:25 Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson, hefur setið í fangelsi í Brasilíu í tæpa þrjá mánuði fyrir fíkniefnasmygl. Síðan þá hefur hann þurft að verjast nokkrum morðtilraunum. Aðbúnaður í fangelsinu er hræðilegur. 25.8.2006 07:45 Flýr Interpol til Brasilíu Fyrir utan þá tvo Íslendinga sem sitja í fangelsum í Brasilíu er þar einnig í felum dæmdur glæpamaður sem á eftir að afplána dóm vegna nauðgunar. 25.8.2006 07:45 Fann þetta á mér „Ég grátbað hann að fara ekki því að ég fann á mér að eitthvað myndi gerast,“ sagði faðir Hlyns Sigurðarsonar þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Mig grunar að hann hafi gert þetta af fjárþörf.“ 25.8.2006 07:45 Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl Kona og tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að þau voru handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrr í vikunni. Þau eru grunuð um að hafa ætlað að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Fimm sitja nú í einangrun vegna fíkniefnabrota. 25.8.2006 07:30 Persónuleg gögn ekki úr landi Gögn sem geyma persónulegar upplýsingar um starfsmannahald bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli verða sett í geymslu hjá íslenska ríkinu. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, verður gengið frá samningum þess efnis á næstunni. 25.8.2006 07:30 Raddir geðsjúkra heyrist Fjölga þarf meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og mikilvægt er að raddir þeirra heyrist. Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur segir ákveðnar hindranir á geðdeild LSH og að Hugarafl bjóði upp á fleiri möguleika. 25.8.2006 07:15 Flugfarið kostaði 300 þúsund Sænski ráðherrann Mona Sahlin var ein á lúxusfarrými í flugi frá Svíþjóð til Washington í vor. Flugferðin kostaði sænskan almenning tæplega 300 þúsund íslenskar krónur, að sögn Expressen. 25.8.2006 07:00 Undirbúa svar öryggisráðs SÞ Bandarískir ráðamenn eru ásamt evrópskum bandamönnum og fulltrúum fleiri landa, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að leggja drög að viðbrögðum ráðsins við því sem Bandaríkjastjórn nefnir ófullnægjandi svar Íransstjórnar við kröfum alþjóðasamfélagsins um að hún stöðvi auðgun úrans. 25.8.2006 07:00 Fundin eftir átta ára prísund Maður á fimmtugsaldri, sem grunaður var um að hafa rænt austurrískri skólastúlku fyrir átta árum og haldið nauðugri heima hjá sér, fyrirfór sér með því að kasta sér fyrir járnbrautarlest í Vínarborg í fyrradag, skömmu eftir að stúlkan komst í hendur lögreglu. 25.8.2006 07:00 113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs árið 2005 var betri en nokkru sinni fyrr. Rekstrarafgangurinn var 22 milljörðum króna betri en áætlanir ráðgerðu. Hagnaður af sölu Landssímans nam 56 milljörðum. 50 milljörðum var varið til að greiða niður erlend lán. 25.8.2006 07:00 Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna Reikistjörnur sólkerfisins eru orðnar átta talsins, eftir að Plútó var úthýst úr flokki þeirra. Þetta var ákveðið á 2.500 manna þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í gær eftir heitar rökræður. Plútó telst nú dvergreikistjarna. 25.8.2006 07:00 Klætt að utan með hrafntinnu Þjóðleikhúsið verður að hluta til klætt að utan með hrafntinnu. Þetta er gert til þess að viðhalda sama útliti og var á húsinu áður, en það var áður klætt með svipaðri blöndu grjótmulnings og nú verður gert. 25.8.2006 07:00 Nýr Sirkus á ferð um landið Blaðið er mikið breytt frá þeim Sirkus sem fylgt hefur DV undanfarið, segir Breki Logason, sem hefur unnið að útgáfu á nýju Sirkusblaði ásamt Andra Ólafssyni. Blaðið sem hér eftir mun fylgja Fréttablaðinu hefur tekið miklum breytingum, bæði efnislega og útlitslega, og á lítið sameiginlegt með því gamla að sögn strákanna. 25.8.2006 06:45 Grímur fær leyfi til að tjá sig Ákveðið var í gær að aflétta banni við því að Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur og starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, fengi að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, og forstjórinn, Guðmundur Þóroddsson, kynntu ákvörðunina á fundi borgarráðs. Eins og greint var frá Fréttablaðinu 18. ágúst var Grími Björnssyni gert að tjá sig ekki um málefni samkeppnisaðila Orkuveitunnar, og þar með virkjun Landsvirkjunar við Kárahnjúka. 25.8.2006 06:45 Annar maður gaf sig fram Ungur maður hefur verið handtekinn vegna tilraunar til að sprengja upp lest í Þýskalandi. Jihad Hamad er tvítugur að aldri og gaf sig fram við lögregluna í Líbanon í gær. Hinn maðurinn er árinu eldri og var handtekinn í Kiel í Þýskalandi síðastliðinn laugardag. 25.8.2006 06:30 Ítrekar forystutilkall Frakka Frakkar munu senda alls 2.000 hermenn til að taka þátt í alþjóðlega friðargæsluliðinu í Suður-Líbanon, að þeim 400 meðtöldum sem þegar eru þar. Þetta tilkynnti Jaques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpsávarpi í gær. 25.8.2006 06:30 Töldu ekki öll framlög fram Stjórnmálaflokkum í Bretlandi láðist að telja fram ríflega 41 milljón króna af frjálsum framlögum í kosningasjóði sína vegna kosningabaráttu ársins 2005. Misræmið á uppgefnum og raunverulegum framlögum mun vera til komið vegna nýrra kosningalaga, en yfirmaður kjörstjórnar segir að flokkarnir sýni lögunum ekki nægilega virðingu. 25.8.2006 06:30 Foringi Tígra á að gera tilboð Ríkisstjórnin á Srí Lanka íhugar nú að taka aftur upp þráðinn í vopnahlésviðræðum við Tamílatígrana. Stjórnin setur sem skilyrði að hinn sjaldséði leiðtogi Tígranna, Prabhakaran, leggi fram skriflegt tilboð þess efnis að Tamílatígrarnir fari fram á frið. 25.8.2006 06:30 Gefur sykursjúkum von Nýtt lyf sem prófað hefur verið í Svíþjóð gefur von um að hægt sé að hægja á þróun insúlínháðrar sykursýki hjá börnum, kemur fram í frétt Svenska Dagbladet. 25.8.2006 06:15 Hreindýrin eru 4.600 talsins Hreindýrastofninn á Íslandi er um 4.600 dýr í ár og er þá verið að tala um stofninn þegar hann er sem stærstur eftir burð og fyrir veiðar. Hreindýrastofninn hefur stækkað lítillega ár frá ári og hefur veiðikvótinn verið aukinn í samræmi við það. 25.8.2006 06:15 Alcoa sektað fyrir 1.819 brot Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003. 25.8.2006 06:00 Nýir starfsmenn lækka í launum Finnsk-íslenska flugfélagið Finnair ætlar að lækka launin hjá fimm hundruð nýjum starfsmönnum um þrjátíu prósent frá því sem nú er. Þetta kemur fram í vefútgáfu Hufvudstadsbladet. 25.8.2006 06:00 Vinna ekki hluti af námi Ekki er fyrirhugað að bjóða nemendum KHÍ vinnu á frístundaheimilum í skiptum fyrir einingar, að sögn Guðmundar Birgissonar, deildarforseta grunndeildar Kennaraháskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að sú hugmynd hefði komið upp að nemendur KHÍ fengju einingar fyrir að vinna á frístundaheimilum en Guðmundur segir þá hugmynd ekki hafa komið inn á sitt borð. 25.8.2006 06:00 Gagnagrunnur fyrir handritin Handritin heim er nafn nýs verkefnis sem Vestmannaeyjabær vinnur nú að. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra er fjármögnun þess á lokastigi og snýr framkvæmdin að uppbyggingu gagnagrunns þar sem öll íslensk handrit verða skráð eftir uppruna og innihaldi. 25.8.2006 06:00 Misþyrmdi sér líklegast sjálfur Kínverjinn sem fannst illa leikinn í herbergi sínu á Kárahnjúkum veitti sér líklegast áverkana sjálfur með naglbít. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á Seyðisfirði og tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. 25.8.2006 06:00 Sex stöðvar bjóða í verkið 25.8.2006 06:00 Sextíu hús í stað sex hundruð Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stefnir að því að draga verulega úr sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni. 25.8.2006 05:30 Fylgi beggja fylkinga nær hnífjafnt Í nýrri skoðanakönnun mælist fylgi við Jafnaðarmannaflokk Görans Persson forsætisráðherra og samstarfsflokka hans nú í fyrsta sinn frá því í vor meira en fylgi kosningabandalags borgaralegu flokkanna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 17. september. 25.8.2006 05:00 Handverki gerð skil Endurbótum á Austurstræti 10, elsta húsi í Reykjavík, fer brátt að ljúka. Húsið var byggt árið 1762 og hýsti líklega dúkvefnaðarstofu í upphafi en hefur undanfarin ár verið notað undir vínveitinga- og skemmtistaði. Snemma árs 2005 var ráðist í að endurbyggja húsið í samræmi við upphaflega gerð þess. 25.8.2006 05:00 Sautján ára velti bifreið Sautján ára ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um þrjú leytið í nótt á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Fellshlíð, um 25 kílómetra frá Akureyri, með þeim afleiðingum að hún valt. 25.8.2006 04:45 Um 220 óhöpp á fjórum árum Samgöngumál Rúmlega 220 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu hafa orðið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar frá upphafi ársins 2002, þar af tvö alvarleg slys en ekkert banaslys. 25.8.2006 04:45 Komin yfir sex þúsund stig 25.8.2006 04:30 Með tæp 7 prómill í blóðinu Lögreglan í Finnlandi stóð heimamann nýlega að ölvunarakstri. Reyndist maðurinn vera með 6,84 prómill af áfengi í blóðinu, en til samanburðar má nefna að á Íslandi þarf 0,5 prómill til að missa ökuleyfið. 25.8.2006 04:15 Fjórðungur vinnur í fríinu Einn af hverjum fjórum íslenskum stjórnendum getur aldrei slitið sig frá vinnunni þótt hann sé í fríi. Nálægt því sjö af hverjum tíu viðurkenna að þeir hafi oft eða stundum áhyggjur vegna vinnunnar þegar þeir eru í fríi. 25.8.2006 04:00 60 grömm af amfetamíni Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði um tvö leytið í nótt, eftir að lítilræði af fíkniefnum, sem lögregla telur vera amfetamín, fannst í bifreið þeirra. Karlmennirnir eru á aldrinum 25 til 30 ára og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. 25.8.2006 03:00 Nyhedsavisen published in Denmark 24.8.2006 11:27 Frakkar senda 2000 friðargæsluliða til Líbanons Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti í dag að Frakkar munu senda 2000 manna herlið til friðargæslu í Líbanon. 24.8.2006 22:51 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórir teknir fyrir ölvun í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði tók í nótt fjóra ökumenn á Hafnarfjarðarvegi sem grunaðir voru um ölvun við akstur og telst það frekar mikið á fimmtudagskvöldi. 25.8.2006 09:30
Foreldrarnir ekki í nokkrum vafa Foreldrar stúlku sem hvarf fyrir átta árum í Austurríki segjast ekki í neinum vafa um að 18 ára stúlka sem fannst í garði nærri Vín í gær sé dóttir þeirra. 25.8.2006 09:21
Nýjar tegundir ógna dýralífi Náttúrufræðingar á Galapagoseyjum hafa vaxandi áhyggjur af því að nýjar tegundir ógni innfæddu dýralífi á eyjunum. 25.8.2006 09:00
Segir ráðherra hafa leynt upplýsingum Árni Finnsson formaður náttúruverndasamtaka Íslands segir að svo virðist sem Iðnaðar og viðskiptaráðherra hafi leynt almenning og Alþingi upplýsingum um jarðfræðihluta Kárahnjúkavirkjunar, á sama tíma og frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hafi verið til meðferðar á alþingi. 25.8.2006 08:38
Fjórir danir kærðir fyrir tilraun til hryðjuverkaárásar Dómsmálaráðaherra Danmerkur hefur ákveðið að ákæra fjóra unga Dani fyrir tilraun til hryðjuverkaárásar. 25.8.2006 08:35
Flugvél Atlanta flogin til Kýpur Flugvél Atlanta sem setið hefur föst á flugvellinum í Beirút síðan átök hófust þar um miðjan júlí flaug þaðan til Kýpur síðdegis í gær. Vélin er með þeim fyrstu sem fá að yfirgefa flugvöllinn. 25.8.2006 08:33
Neyðarfundur hjá Evrópusambandsríkjunum Mikil pressa er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem hittast á neyðarfundi í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs sem sent verði til Líbanons. 25.8.2006 08:28
Íslendingur varð fyrir morðtilraunum í brasilísku fangelsi Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson segist hafa orðið fyrir endurteknum morðtilraunum í brasilísku fangelsi þar sem hann hefur verið í haldi í tæpa þrjá mánuði. 25.8.2006 08:25
Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson, hefur setið í fangelsi í Brasilíu í tæpa þrjá mánuði fyrir fíkniefnasmygl. Síðan þá hefur hann þurft að verjast nokkrum morðtilraunum. Aðbúnaður í fangelsinu er hræðilegur. 25.8.2006 07:45
Flýr Interpol til Brasilíu Fyrir utan þá tvo Íslendinga sem sitja í fangelsum í Brasilíu er þar einnig í felum dæmdur glæpamaður sem á eftir að afplána dóm vegna nauðgunar. 25.8.2006 07:45
Fann þetta á mér „Ég grátbað hann að fara ekki því að ég fann á mér að eitthvað myndi gerast,“ sagði faðir Hlyns Sigurðarsonar þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Mig grunar að hann hafi gert þetta af fjárþörf.“ 25.8.2006 07:45
Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl Kona og tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að þau voru handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrr í vikunni. Þau eru grunuð um að hafa ætlað að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Fimm sitja nú í einangrun vegna fíkniefnabrota. 25.8.2006 07:30
Persónuleg gögn ekki úr landi Gögn sem geyma persónulegar upplýsingar um starfsmannahald bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli verða sett í geymslu hjá íslenska ríkinu. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, verður gengið frá samningum þess efnis á næstunni. 25.8.2006 07:30
Raddir geðsjúkra heyrist Fjölga þarf meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og mikilvægt er að raddir þeirra heyrist. Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur segir ákveðnar hindranir á geðdeild LSH og að Hugarafl bjóði upp á fleiri möguleika. 25.8.2006 07:15
Flugfarið kostaði 300 þúsund Sænski ráðherrann Mona Sahlin var ein á lúxusfarrými í flugi frá Svíþjóð til Washington í vor. Flugferðin kostaði sænskan almenning tæplega 300 þúsund íslenskar krónur, að sögn Expressen. 25.8.2006 07:00
Undirbúa svar öryggisráðs SÞ Bandarískir ráðamenn eru ásamt evrópskum bandamönnum og fulltrúum fleiri landa, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að leggja drög að viðbrögðum ráðsins við því sem Bandaríkjastjórn nefnir ófullnægjandi svar Íransstjórnar við kröfum alþjóðasamfélagsins um að hún stöðvi auðgun úrans. 25.8.2006 07:00
Fundin eftir átta ára prísund Maður á fimmtugsaldri, sem grunaður var um að hafa rænt austurrískri skólastúlku fyrir átta árum og haldið nauðugri heima hjá sér, fyrirfór sér með því að kasta sér fyrir járnbrautarlest í Vínarborg í fyrradag, skömmu eftir að stúlkan komst í hendur lögreglu. 25.8.2006 07:00
113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs árið 2005 var betri en nokkru sinni fyrr. Rekstrarafgangurinn var 22 milljörðum króna betri en áætlanir ráðgerðu. Hagnaður af sölu Landssímans nam 56 milljörðum. 50 milljörðum var varið til að greiða niður erlend lán. 25.8.2006 07:00
Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna Reikistjörnur sólkerfisins eru orðnar átta talsins, eftir að Plútó var úthýst úr flokki þeirra. Þetta var ákveðið á 2.500 manna þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í gær eftir heitar rökræður. Plútó telst nú dvergreikistjarna. 25.8.2006 07:00
Klætt að utan með hrafntinnu Þjóðleikhúsið verður að hluta til klætt að utan með hrafntinnu. Þetta er gert til þess að viðhalda sama útliti og var á húsinu áður, en það var áður klætt með svipaðri blöndu grjótmulnings og nú verður gert. 25.8.2006 07:00
Nýr Sirkus á ferð um landið Blaðið er mikið breytt frá þeim Sirkus sem fylgt hefur DV undanfarið, segir Breki Logason, sem hefur unnið að útgáfu á nýju Sirkusblaði ásamt Andra Ólafssyni. Blaðið sem hér eftir mun fylgja Fréttablaðinu hefur tekið miklum breytingum, bæði efnislega og útlitslega, og á lítið sameiginlegt með því gamla að sögn strákanna. 25.8.2006 06:45
Grímur fær leyfi til að tjá sig Ákveðið var í gær að aflétta banni við því að Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur og starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, fengi að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, og forstjórinn, Guðmundur Þóroddsson, kynntu ákvörðunina á fundi borgarráðs. Eins og greint var frá Fréttablaðinu 18. ágúst var Grími Björnssyni gert að tjá sig ekki um málefni samkeppnisaðila Orkuveitunnar, og þar með virkjun Landsvirkjunar við Kárahnjúka. 25.8.2006 06:45
Annar maður gaf sig fram Ungur maður hefur verið handtekinn vegna tilraunar til að sprengja upp lest í Þýskalandi. Jihad Hamad er tvítugur að aldri og gaf sig fram við lögregluna í Líbanon í gær. Hinn maðurinn er árinu eldri og var handtekinn í Kiel í Þýskalandi síðastliðinn laugardag. 25.8.2006 06:30
Ítrekar forystutilkall Frakka Frakkar munu senda alls 2.000 hermenn til að taka þátt í alþjóðlega friðargæsluliðinu í Suður-Líbanon, að þeim 400 meðtöldum sem þegar eru þar. Þetta tilkynnti Jaques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpsávarpi í gær. 25.8.2006 06:30
Töldu ekki öll framlög fram Stjórnmálaflokkum í Bretlandi láðist að telja fram ríflega 41 milljón króna af frjálsum framlögum í kosningasjóði sína vegna kosningabaráttu ársins 2005. Misræmið á uppgefnum og raunverulegum framlögum mun vera til komið vegna nýrra kosningalaga, en yfirmaður kjörstjórnar segir að flokkarnir sýni lögunum ekki nægilega virðingu. 25.8.2006 06:30
Foringi Tígra á að gera tilboð Ríkisstjórnin á Srí Lanka íhugar nú að taka aftur upp þráðinn í vopnahlésviðræðum við Tamílatígrana. Stjórnin setur sem skilyrði að hinn sjaldséði leiðtogi Tígranna, Prabhakaran, leggi fram skriflegt tilboð þess efnis að Tamílatígrarnir fari fram á frið. 25.8.2006 06:30
Gefur sykursjúkum von Nýtt lyf sem prófað hefur verið í Svíþjóð gefur von um að hægt sé að hægja á þróun insúlínháðrar sykursýki hjá börnum, kemur fram í frétt Svenska Dagbladet. 25.8.2006 06:15
Hreindýrin eru 4.600 talsins Hreindýrastofninn á Íslandi er um 4.600 dýr í ár og er þá verið að tala um stofninn þegar hann er sem stærstur eftir burð og fyrir veiðar. Hreindýrastofninn hefur stækkað lítillega ár frá ári og hefur veiðikvótinn verið aukinn í samræmi við það. 25.8.2006 06:15
Alcoa sektað fyrir 1.819 brot Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Alcoa um 645 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa brotið lög um loftmengun 1.819 sinnum á tveggja ára tímabili. Dagblaðið Dallas Morning News greindi frá því í gær að Alcoa hafi gert samning við dómsmálaráðuneytið og umhverfisverndarsamtök árið 2003. 25.8.2006 06:00
Nýir starfsmenn lækka í launum Finnsk-íslenska flugfélagið Finnair ætlar að lækka launin hjá fimm hundruð nýjum starfsmönnum um þrjátíu prósent frá því sem nú er. Þetta kemur fram í vefútgáfu Hufvudstadsbladet. 25.8.2006 06:00
Vinna ekki hluti af námi Ekki er fyrirhugað að bjóða nemendum KHÍ vinnu á frístundaheimilum í skiptum fyrir einingar, að sögn Guðmundar Birgissonar, deildarforseta grunndeildar Kennaraháskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að sú hugmynd hefði komið upp að nemendur KHÍ fengju einingar fyrir að vinna á frístundaheimilum en Guðmundur segir þá hugmynd ekki hafa komið inn á sitt borð. 25.8.2006 06:00
Gagnagrunnur fyrir handritin Handritin heim er nafn nýs verkefnis sem Vestmannaeyjabær vinnur nú að. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra er fjármögnun þess á lokastigi og snýr framkvæmdin að uppbyggingu gagnagrunns þar sem öll íslensk handrit verða skráð eftir uppruna og innihaldi. 25.8.2006 06:00
Misþyrmdi sér líklegast sjálfur Kínverjinn sem fannst illa leikinn í herbergi sínu á Kárahnjúkum veitti sér líklegast áverkana sjálfur með naglbít. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á Seyðisfirði og tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. 25.8.2006 06:00
Sextíu hús í stað sex hundruð Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stefnir að því að draga verulega úr sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni. 25.8.2006 05:30
Fylgi beggja fylkinga nær hnífjafnt Í nýrri skoðanakönnun mælist fylgi við Jafnaðarmannaflokk Görans Persson forsætisráðherra og samstarfsflokka hans nú í fyrsta sinn frá því í vor meira en fylgi kosningabandalags borgaralegu flokkanna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 17. september. 25.8.2006 05:00
Handverki gerð skil Endurbótum á Austurstræti 10, elsta húsi í Reykjavík, fer brátt að ljúka. Húsið var byggt árið 1762 og hýsti líklega dúkvefnaðarstofu í upphafi en hefur undanfarin ár verið notað undir vínveitinga- og skemmtistaði. Snemma árs 2005 var ráðist í að endurbyggja húsið í samræmi við upphaflega gerð þess. 25.8.2006 05:00
Sautján ára velti bifreið Sautján ára ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um þrjú leytið í nótt á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Fellshlíð, um 25 kílómetra frá Akureyri, með þeim afleiðingum að hún valt. 25.8.2006 04:45
Um 220 óhöpp á fjórum árum Samgöngumál Rúmlega 220 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu hafa orðið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar frá upphafi ársins 2002, þar af tvö alvarleg slys en ekkert banaslys. 25.8.2006 04:45
Með tæp 7 prómill í blóðinu Lögreglan í Finnlandi stóð heimamann nýlega að ölvunarakstri. Reyndist maðurinn vera með 6,84 prómill af áfengi í blóðinu, en til samanburðar má nefna að á Íslandi þarf 0,5 prómill til að missa ökuleyfið. 25.8.2006 04:15
Fjórðungur vinnur í fríinu Einn af hverjum fjórum íslenskum stjórnendum getur aldrei slitið sig frá vinnunni þótt hann sé í fríi. Nálægt því sjö af hverjum tíu viðurkenna að þeir hafi oft eða stundum áhyggjur vegna vinnunnar þegar þeir eru í fríi. 25.8.2006 04:00
60 grömm af amfetamíni Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði um tvö leytið í nótt, eftir að lítilræði af fíkniefnum, sem lögregla telur vera amfetamín, fannst í bifreið þeirra. Karlmennirnir eru á aldrinum 25 til 30 ára og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. 25.8.2006 03:00
Frakkar senda 2000 friðargæsluliða til Líbanons Jacques Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti í dag að Frakkar munu senda 2000 manna herlið til friðargæslu í Líbanon. 24.8.2006 22:51