Fleiri fréttir Sekt fyrir að keyra of hægt Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eftirdragi. Viðkomandi ók töluvert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hættuástand að mati lögreglunnar. Aksturslag sem þetta getur kostað viðkomandi ökumann tíu þúsund krónur í sekt og tvo punkta í ökuferilsskrá. 23.8.2006 11:59 Áheitahringferð gengur vel Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur eins og í sögu. Tæplega einn fjórði er eftir af tanknum en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki. Búist er við að ferðalangarnir ljúki ferðinni klukkan tvö í dag ef allt gengur að óskum. 23.8.2006 11:54 Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. 23.8.2006 11:12 Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna. 23.8.2006 10:13 Tekin ákvörðun um byggingu sundlaugar í haust Í haust verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fulltrúi einkaaðilans, sem kemur að byggingunni, muni hittast á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála. Ýmsar útfærslur eru á rekstarsamningi milli opinberra aðila og einkafyrirtækja en enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig rekstri verður háttað. Sundlaugin á Ísafirði er komin til ára sinna en hún var tekin í notkun árið 1945 og er hún innanhús. 23.8.2006 09:42 Íslendingur í haldi ísraelsku lögreglunnar á Tel Aviv flugvelli Íslenskur ríkisborgari, Abraham Shwaíkí, er nú í haldi lögreglunnar á Tel Aviv flugvelli vegna athugasemda við vegabréf hans en maðurinn er af palestínsku bergi brotinn. Meðal athugasemda ísraelsku lögreglunnar er að nafn Abrahams sé skrifað á íslenska mátann með a-hljóði en ekki Ibrahim eins og nafnið hljómar á arabísku. 23.8.2006 09:42 Walesa segir skilið við Samstöðu Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar. 23.8.2006 08:14 Réttað yfir morðingja barnungrar fegurðardrottningar Réttarhöldin yfir John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey fyrir tíu árum hófust í Colorado í Bandaríkjunum í gær. 23.8.2006 08:09 Vísundar valda ringulreið Loka þurfti hraðbraut í Montgomery sýslu í Bandaríkjunum í fyrradag vegna töluverðar umferðar vísunda. Þeir sluppu úr af lokuðu svæði snemma morguns og lögðu leið sína yfir nærliggjandi vegi og hraðbrautir. 23.8.2006 08:03 Sælgætisneysla hefur aukist Ávaxtaneysla Íslendinga hefur aukist verulega síðustu tvö ár eða um 13,2 kg á hvern íbúa. Þetta kemur fram í tölum um fæðuframboð á Íslandi árin 2004 og 2005. 23.8.2006 08:00 Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum Um 600 tilkynningar um brot gegn börnum berast á ári hverju til neyðarlínunnar 112. Í langflestum málanna er um vanrækslu barna að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldisverk gagnvart þeim. Starfsmenn hennar kalla til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af tíu. 23.8.2006 08:00 Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd Samtök kvenna af erlendum uppruna gagnrýna harkalega stjórnsýslu og segja að brottvísanir fráskildra kvenna af erlendum uppruna auðveldi íslenskum eiginmönnum að kúga erlendar konur sínar til hlýðni. 23.8.2006 07:45 Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni Pálmi Jóhannesson, einn hönnuða Kárahnjúkavirkjunar, segir gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa öðru fremur af ónægum upplýsingum. Landsvirkjun hélt kynningarfund með sérfræðingum og hönnuðum virkjunarinnar í gær. 23.8.2006 07:45 Upplausn ríkir víða í Mexíkó Niðurstöður kosninga eru virtar að vettugi, jafnt af hægri- sem vinstrimönnum. Kjarabarátta barnakennara breytist í vopnaða uppreisn og setur borgaralegt samfélag á annan endann. 23.8.2006 07:30 Nýr framkvæmdarstjóri Einar Sigurðsson verður ráðinn framkvæmdarstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á stjórnarfundi félagsins á morgun samkvæmt fréttastofu RÚV. Hallgrímur Geirsson, núverandi framkvæmdarstjóri útgáfufélagsins, lætur að sögn af störfum að eigin ósk. 23.8.2006 07:30 Vinnuhestar eru betri námsmenn Þeir framhaldsskólanemar sem vinna með náminu skila betri námsárangri en þeir sem vinna ekki, klára fleiri einingar og falla síður, þrátt fyrir að þeir hafi minni tengsl við skóla og félagslíf, nýti minni tíma í heimanám, séu meira fjarverandi úr skólanum og finnist hann leiðinlegri. 23.8.2006 07:30 Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að innan þess hafi verið hreyft við hugmyndum um að laun mætti greiða að hluta í evrum. Kostir og gallar krónunnar verða ræddir á ársfundi ASÍ í október. 23.8.2006 07:30 Samsæri um morð og hryðjuverk Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþegaþotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvarlegum ákærum, verða einnig áfram í haldi. 23.8.2006 07:15 Ekki endurákært vegna fyrsta liðsins Sigurður Tómas Magnússon saksóknari segir niðurstöðuna ekki hafa áhrif á rannsókn eða saksókn vegna annarra brota. Kjarninn úr Baugsmálinu úr sögunni segir Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 23.8.2006 07:15 Glíma um fé til EFTA Svisslendingar vilja lækka framlag sitt til EFTA. Með því skora þeir á Íslendinga og Norðmenn í glímu um fjárframlög og staðsetningu höfuðstöðva samtakanna. 23.8.2006 07:00 Árásarmenn voru dulbúnir Árásarmennirnir sem réðust á Xu-Ting fa, kínverskan verkamann á fimmtugsaldri, í svefnskála við Kárahnjúka, voru dulbúnir að sögn fórnarlambsins. Maðurinn hefur því ekki getað gefið lögreglu upplýsingar um hverjir árásarmennirnir voru. 23.8.2006 07:00 Rúm milljón úr vasa lögreglu Reykjavíkurborg greiðir engan löggæslukostnað vegna Menningarnætur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir kostnað lögreglunnar í Reykjavík vegna hátíðahaldanna á Menningarnótt vera um eina og hálfa milljón. Hátíðin fellur ekki undir reglugerð um skemmtanahald meðal annars vegna þess að enginn aðgangseyrir er rukkaður. 23.8.2006 07:00 Gæðum ábótavant Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um háskólastigið á Íslandi hefur stefna stjórnvalda borið árangur en endurskoða þarf fjármögnun háskóla. Einnig þarf að gera átak í gæðamálum háskólanna. 23.8.2006 07:00 Klám sýnt í fréttatíma Gróft tékkneskt klám var sýnt í fréttatíma sænska ríkissjónvarpsins aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir aftan þulinn eru sýndar erlendar fréttastöðvar. 23.8.2006 06:45 Veiðin góð og fiskarnir stórir Veiði í Ytri-Rangá í sumar stefnir í að slá öll met, en um tvö þúsund og fimm hundruð laxar hafa veiðst það sem af er sumri. Samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði hefur veitt gríðarvel í sumar og er heilmikið eftir. 23.8.2006 06:45 Fleiri sjúklingar fá þjónustu Samkvæmt þjónustusamningi sem heilbrigðisráðuneytið hefur gert við næringarsviðið á Reykjalundi er stefnt að því að auka þjónustu við sjúklinga með lífshættulega offitu.Sjúklingum fjölgar þannig úr 60-65 á ári í 110 sjúklinga árið 2007. Þjónustusamningurinn gildir til ársloka 2008. 23.8.2006 06:45 Einskis getið um auðgun úrans Ari Larijani, aðaltalsmaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum, greindi frá því í gær að stjórnin væri reiðubúin að hefja alvöru samningaviðræður um kjarnorkuáætlun sína. 23.8.2006 06:30 Samfés útilokar engan Vegna fréttar um ólögmæta notkun lista um mætingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær skal tekið fram að Samfés er ekki beinn aðili að umræddu máli. 23.8.2006 06:30 Undarlegt að þurfa að bíða Jón Ásgeir Jóhannesson segir það hafa verið einkennilegt að þurfa að bíða eftir því svo vikum skipti hvort endurákært yrði vegna fyrsta liðsins eða ekki. 23.8.2006 06:30 Boxerhundur réðst á börn Boxerhundur réðst á tvö níu ára börn, stúlku og dreng, í Ásahverfi í Hafnarfirði í gær. 23.8.2006 06:30 Nær uppselt á landsleikinn Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á leik Íslands og Danmerkur, í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattpspyrnu, ákvað Knattspyrnusamband Íslands að hækka miðaverð á leikinn. 23.8.2006 06:30 Vitorðsmenn í Hamborg Líbanskur námsmaður, sem grunaður er um að hafa átt þátt í misheppnaðri tilraun til að sprengja heimatilbúna sprengju í þýskri járnbrautalest, átti sér vitorðsmenn í Hamborg, að því er lögregla greindi frá í gær. Eins og kunnugt er voru lykilmenn í flugráns-árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 námsmenn í Hamborg. 23.8.2006 06:15 Afpláni 300 daga eftirstöðvar Karlmaður sem framdi rán á skrifstofum Bónus vídeó í Hafnarfirði í lok júlí þarf að afplána 300 daga eftirstöðvar 20 mánaða fangelsisvistar sem hann hlaut í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. 23.8.2006 06:15 Biður Gdansk-búa um skilning Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgarstjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-hersveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átjánda aldursári. 23.8.2006 06:00 Ekki enn verið yfirheyrður Maður sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum á samkomu línudansara í Rangárþingi um verslunarmannahelgina hefur ekki enn verið yfirheyrður af lögreglu. 23.8.2006 06:00 Aðaldælingar vilja sameiningu Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Aðaldælahrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað beiðni frá Aðaldælahreppi um viðræður um sameiningu. 23.8.2006 06:00 Vélin fari hvergi í bráð Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ítrekaði afstöðu sína vegna staðsetningar sjúkraflugvélar á Vestfjörðum, á fundi sínum í fyrradag. Bæjarráðið vill að sjúkraflugvélin verði áfram á Ísafirði. 23.8.2006 06:00 Landlagsarkitektúr vinsæll Nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri eða tæplega 300 að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Háskólans. „Skólastarfið hefur breyst mikið undanfarin ár og nú er í fyrsta skipti boðið upp á nám í skógfræði og landgræðslu.“ 23.8.2006 05:45 Hættulegur hugbúnaður Innköllun á hugbúnaði hættulegra stafrænna myndavéla af gerðinni HP Photosmart R707 frá Hewlett Packard fer nú fram. 23.8.2006 05:30 Búast við um 700 milljónum "Samkvæmt síðasta milliuppgjöri bankans höfum við lagt til hliðar 700 milljónir króna til að mæta mögulegum skuldbindingum vegna þessa máls. Það er vísbending um hvað við búumst við að verði niðurstaðan. Það er ennþá verið að semja um ákveðin atriði og þetta er viljayfirlýsing um að klára þetta mál en ekki bindandi samkomulag. 23.8.2006 05:30 Fengu tæp 77 þúsund í styrk Alcoa Fjarðaál greiddi samtals 76.951 krónu fyrir uppihald tveggja lögreglumanna frá Eskifirði, sem sóttu tveggja vikna námskeið í fíkniefnaleit til Flórída í Bandaríkjunum árið 2004. 23.8.2006 05:15 Bátar kraftmeiri en áður var Margir íslenskir smábátar eru orðnir það kraftmiklir og hraðskreiðir að æ algengara er að þeir fari út fyrir drægni sjálfvirkrar tilkynningarskyldu. 23.8.2006 05:15 Nær átta kílóa sprengja fannst Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað valdið töluverðum mannskaða. 23.8.2006 04:30 Skip og kvóti seld til Hafnar Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði gekk í gær frá kaupum á hlut Bjarna Aðalgeirssonar og fjölskyldu í útgerðarfélaginu Langanesi hf. Langanes hefur gert út skipin Bjarna Sveinsson og Björgu Jónsdóttur um árabil. 23.8.2006 04:30 Tveir slösuðust 23.8.2006 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Sekt fyrir að keyra of hægt Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eftirdragi. Viðkomandi ók töluvert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hættuástand að mati lögreglunnar. Aksturslag sem þetta getur kostað viðkomandi ökumann tíu þúsund krónur í sekt og tvo punkta í ökuferilsskrá. 23.8.2006 11:59
Áheitahringferð gengur vel Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur eins og í sögu. Tæplega einn fjórði er eftir af tanknum en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki. Búist er við að ferðalangarnir ljúki ferðinni klukkan tvö í dag ef allt gengur að óskum. 23.8.2006 11:54
Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. 23.8.2006 11:12
Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna. 23.8.2006 10:13
Tekin ákvörðun um byggingu sundlaugar í haust Í haust verður tekin ákvörðun um byggingu nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fulltrúi einkaaðilans, sem kemur að byggingunni, muni hittast á næstu dögum til að fara yfir stöðu mála. Ýmsar útfærslur eru á rekstarsamningi milli opinberra aðila og einkafyrirtækja en enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig rekstri verður háttað. Sundlaugin á Ísafirði er komin til ára sinna en hún var tekin í notkun árið 1945 og er hún innanhús. 23.8.2006 09:42
Íslendingur í haldi ísraelsku lögreglunnar á Tel Aviv flugvelli Íslenskur ríkisborgari, Abraham Shwaíkí, er nú í haldi lögreglunnar á Tel Aviv flugvelli vegna athugasemda við vegabréf hans en maðurinn er af palestínsku bergi brotinn. Meðal athugasemda ísraelsku lögreglunnar er að nafn Abrahams sé skrifað á íslenska mátann með a-hljóði en ekki Ibrahim eins og nafnið hljómar á arabísku. 23.8.2006 09:42
Walesa segir skilið við Samstöðu Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar. 23.8.2006 08:14
Réttað yfir morðingja barnungrar fegurðardrottningar Réttarhöldin yfir John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey fyrir tíu árum hófust í Colorado í Bandaríkjunum í gær. 23.8.2006 08:09
Vísundar valda ringulreið Loka þurfti hraðbraut í Montgomery sýslu í Bandaríkjunum í fyrradag vegna töluverðar umferðar vísunda. Þeir sluppu úr af lokuðu svæði snemma morguns og lögðu leið sína yfir nærliggjandi vegi og hraðbrautir. 23.8.2006 08:03
Sælgætisneysla hefur aukist Ávaxtaneysla Íslendinga hefur aukist verulega síðustu tvö ár eða um 13,2 kg á hvern íbúa. Þetta kemur fram í tölum um fæðuframboð á Íslandi árin 2004 og 2005. 23.8.2006 08:00
Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum Um 600 tilkynningar um brot gegn börnum berast á ári hverju til neyðarlínunnar 112. Í langflestum málanna er um vanrækslu barna að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldisverk gagnvart þeim. Starfsmenn hennar kalla til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af tíu. 23.8.2006 08:00
Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd Samtök kvenna af erlendum uppruna gagnrýna harkalega stjórnsýslu og segja að brottvísanir fráskildra kvenna af erlendum uppruna auðveldi íslenskum eiginmönnum að kúga erlendar konur sínar til hlýðni. 23.8.2006 07:45
Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni Pálmi Jóhannesson, einn hönnuða Kárahnjúkavirkjunar, segir gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa öðru fremur af ónægum upplýsingum. Landsvirkjun hélt kynningarfund með sérfræðingum og hönnuðum virkjunarinnar í gær. 23.8.2006 07:45
Upplausn ríkir víða í Mexíkó Niðurstöður kosninga eru virtar að vettugi, jafnt af hægri- sem vinstrimönnum. Kjarabarátta barnakennara breytist í vopnaða uppreisn og setur borgaralegt samfélag á annan endann. 23.8.2006 07:30
Nýr framkvæmdarstjóri Einar Sigurðsson verður ráðinn framkvæmdarstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á stjórnarfundi félagsins á morgun samkvæmt fréttastofu RÚV. Hallgrímur Geirsson, núverandi framkvæmdarstjóri útgáfufélagsins, lætur að sögn af störfum að eigin ósk. 23.8.2006 07:30
Vinnuhestar eru betri námsmenn Þeir framhaldsskólanemar sem vinna með náminu skila betri námsárangri en þeir sem vinna ekki, klára fleiri einingar og falla síður, þrátt fyrir að þeir hafi minni tengsl við skóla og félagslíf, nýti minni tíma í heimanám, séu meira fjarverandi úr skólanum og finnist hann leiðinlegri. 23.8.2006 07:30
Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að innan þess hafi verið hreyft við hugmyndum um að laun mætti greiða að hluta í evrum. Kostir og gallar krónunnar verða ræddir á ársfundi ASÍ í október. 23.8.2006 07:30
Samsæri um morð og hryðjuverk Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþegaþotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvarlegum ákærum, verða einnig áfram í haldi. 23.8.2006 07:15
Ekki endurákært vegna fyrsta liðsins Sigurður Tómas Magnússon saksóknari segir niðurstöðuna ekki hafa áhrif á rannsókn eða saksókn vegna annarra brota. Kjarninn úr Baugsmálinu úr sögunni segir Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 23.8.2006 07:15
Glíma um fé til EFTA Svisslendingar vilja lækka framlag sitt til EFTA. Með því skora þeir á Íslendinga og Norðmenn í glímu um fjárframlög og staðsetningu höfuðstöðva samtakanna. 23.8.2006 07:00
Árásarmenn voru dulbúnir Árásarmennirnir sem réðust á Xu-Ting fa, kínverskan verkamann á fimmtugsaldri, í svefnskála við Kárahnjúka, voru dulbúnir að sögn fórnarlambsins. Maðurinn hefur því ekki getað gefið lögreglu upplýsingar um hverjir árásarmennirnir voru. 23.8.2006 07:00
Rúm milljón úr vasa lögreglu Reykjavíkurborg greiðir engan löggæslukostnað vegna Menningarnætur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir kostnað lögreglunnar í Reykjavík vegna hátíðahaldanna á Menningarnótt vera um eina og hálfa milljón. Hátíðin fellur ekki undir reglugerð um skemmtanahald meðal annars vegna þess að enginn aðgangseyrir er rukkaður. 23.8.2006 07:00
Gæðum ábótavant Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um háskólastigið á Íslandi hefur stefna stjórnvalda borið árangur en endurskoða þarf fjármögnun háskóla. Einnig þarf að gera átak í gæðamálum háskólanna. 23.8.2006 07:00
Klám sýnt í fréttatíma Gróft tékkneskt klám var sýnt í fréttatíma sænska ríkissjónvarpsins aðfaranótt sunnudagsins, samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir aftan þulinn eru sýndar erlendar fréttastöðvar. 23.8.2006 06:45
Veiðin góð og fiskarnir stórir Veiði í Ytri-Rangá í sumar stefnir í að slá öll met, en um tvö þúsund og fimm hundruð laxar hafa veiðst það sem af er sumri. Samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði hefur veitt gríðarvel í sumar og er heilmikið eftir. 23.8.2006 06:45
Fleiri sjúklingar fá þjónustu Samkvæmt þjónustusamningi sem heilbrigðisráðuneytið hefur gert við næringarsviðið á Reykjalundi er stefnt að því að auka þjónustu við sjúklinga með lífshættulega offitu.Sjúklingum fjölgar þannig úr 60-65 á ári í 110 sjúklinga árið 2007. Þjónustusamningurinn gildir til ársloka 2008. 23.8.2006 06:45
Einskis getið um auðgun úrans Ari Larijani, aðaltalsmaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum, greindi frá því í gær að stjórnin væri reiðubúin að hefja alvöru samningaviðræður um kjarnorkuáætlun sína. 23.8.2006 06:30
Samfés útilokar engan Vegna fréttar um ólögmæta notkun lista um mætingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær skal tekið fram að Samfés er ekki beinn aðili að umræddu máli. 23.8.2006 06:30
Undarlegt að þurfa að bíða Jón Ásgeir Jóhannesson segir það hafa verið einkennilegt að þurfa að bíða eftir því svo vikum skipti hvort endurákært yrði vegna fyrsta liðsins eða ekki. 23.8.2006 06:30
Boxerhundur réðst á börn Boxerhundur réðst á tvö níu ára börn, stúlku og dreng, í Ásahverfi í Hafnarfirði í gær. 23.8.2006 06:30
Nær uppselt á landsleikinn Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á leik Íslands og Danmerkur, í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattpspyrnu, ákvað Knattspyrnusamband Íslands að hækka miðaverð á leikinn. 23.8.2006 06:30
Vitorðsmenn í Hamborg Líbanskur námsmaður, sem grunaður er um að hafa átt þátt í misheppnaðri tilraun til að sprengja heimatilbúna sprengju í þýskri járnbrautalest, átti sér vitorðsmenn í Hamborg, að því er lögregla greindi frá í gær. Eins og kunnugt er voru lykilmenn í flugráns-árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 námsmenn í Hamborg. 23.8.2006 06:15
Afpláni 300 daga eftirstöðvar Karlmaður sem framdi rán á skrifstofum Bónus vídeó í Hafnarfirði í lok júlí þarf að afplána 300 daga eftirstöðvar 20 mánaða fangelsisvistar sem hann hlaut í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. 23.8.2006 06:15
Biður Gdansk-búa um skilning Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur sent borgarstjóra fæðingarborgar sinnar Gdansk, sem áður hét Danzig, bréf þar sem hann útskýrir að hann hafi fyrst á elliárum fundið „réttu leiðina“ til að tala um að hann þjónaði í Waffen-SS-hersveit á síðustu mánuðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá á átjánda aldursári. 23.8.2006 06:00
Ekki enn verið yfirheyrður Maður sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum á samkomu línudansara í Rangárþingi um verslunarmannahelgina hefur ekki enn verið yfirheyrður af lögreglu. 23.8.2006 06:00
Aðaldælingar vilja sameiningu Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Aðaldælahrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað beiðni frá Aðaldælahreppi um viðræður um sameiningu. 23.8.2006 06:00
Vélin fari hvergi í bráð Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ítrekaði afstöðu sína vegna staðsetningar sjúkraflugvélar á Vestfjörðum, á fundi sínum í fyrradag. Bæjarráðið vill að sjúkraflugvélin verði áfram á Ísafirði. 23.8.2006 06:00
Landlagsarkitektúr vinsæll Nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri eða tæplega 300 að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Háskólans. „Skólastarfið hefur breyst mikið undanfarin ár og nú er í fyrsta skipti boðið upp á nám í skógfræði og landgræðslu.“ 23.8.2006 05:45
Hættulegur hugbúnaður Innköllun á hugbúnaði hættulegra stafrænna myndavéla af gerðinni HP Photosmart R707 frá Hewlett Packard fer nú fram. 23.8.2006 05:30
Búast við um 700 milljónum "Samkvæmt síðasta milliuppgjöri bankans höfum við lagt til hliðar 700 milljónir króna til að mæta mögulegum skuldbindingum vegna þessa máls. Það er vísbending um hvað við búumst við að verði niðurstaðan. Það er ennþá verið að semja um ákveðin atriði og þetta er viljayfirlýsing um að klára þetta mál en ekki bindandi samkomulag. 23.8.2006 05:30
Fengu tæp 77 þúsund í styrk Alcoa Fjarðaál greiddi samtals 76.951 krónu fyrir uppihald tveggja lögreglumanna frá Eskifirði, sem sóttu tveggja vikna námskeið í fíkniefnaleit til Flórída í Bandaríkjunum árið 2004. 23.8.2006 05:15
Bátar kraftmeiri en áður var Margir íslenskir smábátar eru orðnir það kraftmiklir og hraðskreiðir að æ algengara er að þeir fari út fyrir drægni sjálfvirkrar tilkynningarskyldu. 23.8.2006 05:15
Nær átta kílóa sprengja fannst Lögreglumenn fundu sprengju í gær við fjölfarna götu í verslunarhverfi í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. Sprengjan vó nærri átta kíló og hefði getað valdið töluverðum mannskaða. 23.8.2006 04:30
Skip og kvóti seld til Hafnar Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði gekk í gær frá kaupum á hlut Bjarna Aðalgeirssonar og fjölskyldu í útgerðarfélaginu Langanesi hf. Langanes hefur gert út skipin Bjarna Sveinsson og Björgu Jónsdóttur um árabil. 23.8.2006 04:30