Fleiri fréttir Segjast ekki safna heldur selja Fjársöfnunarfélagið Fátæk börn á Íslandi fer ekki eftir lögum og reglum um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu barst ábending vegna söfnunar þessa félags í seinustu viku. 5.8.2006 08:45 Þyrla sinnir eftirliti með helgarumferð Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, mun aðstoða lögregluna í Reykjavík við umferðareftirlit um allt land um verslunarmannahelgina. Er þetta samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglustjórans í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra. 5.8.2006 08:45 Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann Einar Oddur Kristjánsson segir nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að horfast í augu við raunverulegan rekstrarvanda ríkisvaldsins. Óskynsamir launasamningar eru rót vandans, segir Einar Oddur. Meira en fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum. 5.8.2006 08:30 Segir tekjuójöfnuð vera meiri en áður Tekjuójöfnuður á Íslandi hefur aukist mikið undanfarin ár. Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors er ójöfnuður í tekjudreifingu á Íslandi langmestur af Norðurlöndunum og með því mesta í Evrópu. 5.8.2006 08:30 Brennuvargur gengur laus Verulegt tjón varð í eldsvoða við og í Síldarverksmiðjunni á Akranesi í gær. Lögregla segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða og að brennuvargur gangi laus í bænum. 5.8.2006 08:30 Miðar fara í almenna sölu Þeir sem kaupa miða á tónleika Morrisseys næstkomandi laugardag í Laugardalshöll munu hafa forkaupsrétt á miðum á tvenna tónleika Sufjans Stevens í Fríkirkjunni í nóvember. Forsalan mun standa til 14. ágúst, en þá verður opnað fyrir almenna sölu. 5.8.2006 08:15 Norðurlöndin öll utan ESB Lagt er til að öll Norðurlöndin standi utan Evrópusambandsins í ályktun Norræns þjóðfundar sem haldinn var á Íslandi dagana 28. til 30. júlí. 5.8.2006 08:15 Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni var meinaður aðgangur að gögnum um hleranir dómsmálaráðuneytisins í kalda stríðinu. Hann íhugar að leita til dómstóla með málið. Þjóðskjalavörður segir lög óskýr varðandi aðgang að gögnunum. 5.8.2006 08:15 Tveir grunaðir handteknir Lögreglan í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum handtók í gær tvo menn í tengslum við raðmorð sem skelft hafa íbúa borgarinnar í meira en ár. Mennirnir eru taldir tengjast máli leyniskyttu sem kölluð er „The Serial Shooter“ en ekki öðrum fjöldamorðingja sem gengur undir nafninu Baseline-morðinginn. 5.8.2006 08:00 Tíu fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tíu mönnum vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. 5.8.2006 08:00 Þjónustu skortir í Hátúninu Búsetuúrræði geðfatlaðra eru úr takt við tímann, að mati Silju Magnúsdóttur, sálfræðings hjá Geðhjálp. „Það er ósk forsvarsmanna Geðhjálpar að búsetuúrræði fyrir geðfatlaða verði í formi lítilla eininga í framtíðinni, en í stórum einingum eins og öryrkjablokkunum í Hátúninu vantar sárlega þjónustu og liðveislu við íbúana. 5.8.2006 08:00 Hafa gripið til skömmtunar Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að reyktur lundi selst upp, segir Magnús Bragason, lundasölumaður í Vestmannaeyjum. Hann segir að menn hafi ætíð byrgt sig upp fyrir þjóðhátíð en núna hafi eftirspurnin slegið öll met. 5.8.2006 08:00 Fjölgun öryrkja vekur furðu Tryggingastofnun ríkisins greiddi 6,8 milljarða í örorkulífeyri árið 2005, rúmum átta prósentum meira en árið 2004.Örorkuþegum fjölgaði um 6,2 prósent milli ára og voru í ársbyrjun 12.755 talsins. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar, segir þessar tölur koma á óvart. 5.8.2006 08:00 Á 160 framhjá Smáralindinni Maður á fertugsaldri var mældur á tæplega 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Fífuhvammsveg, rétt hjá Smáralindinni í Kópavogi, í fyrradag. Maðurinn var stöðvaður um tíu leytið um morguninn í töluverðri umferð. 5.8.2006 08:00 Ræða leiðir til að binda enda á átökin Fulltrúar stórveldanna í öryggisráði SÞ héldu í gær áfram viðræðum um leiðir til að binda enda á átökin í Líbanon. Ágreiningur ríkir enn um hvort skuli koma á undan, vopnahlé eða friðargæslulið. Ísraelar héldu áfram loftárásum og sprengiflaugahríð Hizboll 5.8.2006 07:45 Færri frjókorn en í meðalári Heildarfjöldi frjókorna í júlí var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri en frjótími grasa stendur sem hæst um þessar mundir. Nokkrar grastegundir eru enn í blóma eins og vallarfoxgras en frjókorn þess eru skæður ofnæmisvaldur. Uppspretta grasfrjóa er því enn til staðar. 5.8.2006 07:45 Tíu þúsund gestir mættir Tæplega tíu þúsund manns voru saman komnir við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit í gærkvöldi. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði landsmótsgesti og sagði mótið bera vott um hið góða starf sem ungmennafélögin vinna. 5.8.2006 07:45 Erfitt að banna öflug hjól Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að hugfar þeirra mótorhjólamanna sem aka á ofsahraða verði að breytast en telur illmögulegt að banna kraftmestu hjólin, líkt og stungið hefur verið upp á. 5.8.2006 07:45 Karlahópurinn á Akureyri Vegna veðurs og samgönguerfiðleika er karlahópur femínistafélagsins ekki í Vestmannaeyjum um helgina eins og til stóð. Þess í stað er karlahópurinn á Akureyri og dreifir þar barmmerkjum, svifdiskum og bæklingum. 5.8.2006 07:30 Bílstjóri komst sjálfur í land Björgunarsveitir voru kallaðar út á fimmtudagskvöldið þegar óttast var um afdrif bílstjóra rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum, sem var einn í rútunni, tókst að sparka út rúðu og komast sjálfur í land. Var þá hjálpin afturkölluð. 5.8.2006 07:30 Öryggismyndavél sett upp Lögreglan í Reykjavík hefur komið fyrir eftirlitsmyndavél við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. 5.8.2006 07:30 Búið að veiða 40 hrefnur sjávarútvegur Búið er að veiða 40 hrefnur í ár af 50 dýra kvóta en hrefnuveiðitímabilinu lýkur 18. ágúst. Tímabilið, sem átti upphaflega að ljúka 4. ágúst, var framlengt sökum þess hve hægt veiðar sóttust framan af. 5.8.2006 07:15 Ríkisstjórnin krafin svara Nú, þegar aðeins rúmur mánuður er til þingkosninga í Svíþjóð, kröfðust þingmenn bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka þess í gær að ríkisstjórnin skýrði stefnu sína í kjarnorkumálum í kjölfar þess að slökkt hefur verið á helmingi allra kjarnaofna í landinu. 5.8.2006 07:00 Fjórir teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn um þrítugt og fertugt voru handteknir á gistiheimili í Holtunum um fjögur leytið í fyrrinótt þar sem þeir sátu við neyslu fíkniefna. 5.8.2006 07:00 Þingmanni dæmdar bætur Kviðdómur í Edinborg úrskurðaði í gær að dagblaðið News of the World skyldi greiða skoska stjórnmálamanninum Tommy Sheridan 200.000 sterlingspund, andvirði 26,6 milljóna króna, í miskabætur fyrir meiðyrði, en blaðið hafði flutt ítrekaðar uppsláttarfréttir af meintu kynsvalli og kókaínneyslu þingmannsins. 5.8.2006 06:45 Fallbyssuskot bana saklausum Þúsundir íbúa á átakasvæðinu í norðausturhluta Srí Lanka, þar sem stjórnarher Srí Lanka á í höggi við skæruliða aðskilnaðarsinnaðra tamíla, voru í gær á flótta undan átökunum. Á fimmtudag dóu minnst átján manns er fallbyssukúlur lentu á þremur skólum í strandbænum Muttur, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Fleiri féllu í gær. 5.8.2006 06:30 Eldsnöggur að hafa sig á brott Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var gert viðvart eftir að maður skildi eftir um tuttugu kíló af dínamíti á gámasvæði Sorpstöðvar Selfoss um tvöleytið í gær. 5.8.2006 06:30 Ónýt dekk lögreglubíls skorin Skemmdarvargur stakk göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt þar sem bíllinn stóð á verkstæði. Til stóð að setja ný dekk undir bílinn á verkstæðinu þar sem þau gömlu voru orðin slitin og því var um afar mislukkað skemmdarverk að ræða. 5.8.2006 06:15 Bjargað af fólki á baðströnd Spænsk yfirvöld tóku 66 Afríkubúa höndum í gær í bát sem var undan ströndum Kanaríeyja. Einn bátsverja var látinn og margir voru afar illa haldnir, enda hafði báturinn verið á sjó í ellefu daga. 5.8.2006 06:00 Vilja víkingaskipin frá Ósló Sveitarstjórnir fjórtán sveitarfélaga í Vestfold-sýslu við vestanverðan Óslóarfjörð hafa sameinast um að krefjast þess að frægustu víkingaskipunum sem verið hafa til sýnis á víkingaskipasafninu í Ósló í heila öld og kennd eru við Oseberg og Gauksstaði verði skilað "heim" til Vestfold, þar sem skipin fundust á sínum tíma. Gauksstaðaskipið fannst árið 1880 og Oseberg-skipið árið 1903, en þau voru bæði í grafhaugum höfðingja frá 9. öld. Sveitarstjórnarmenn á Vestfold vilja endurheimta skipin til að laða að ferðamenn. 5.8.2006 06:00 Eina akrein í hvora átt Aðeins önnur brúin af tveimur á mislægum gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar fyrir neðan Grafarholtið verður byggð að þessu sinni. Sú síðari er ekki komin á vegaáætlun stjórnvalda. 5.8.2006 06:00 Átta milljarða lækkun bréfa Hlutabréf í Straumi-Burðarási hafa lækkað um fimmtung eftir að FL Group keypti fjórðungshlut í félaginu af þeim Kristni Björnssyni og Magnúsi Kristinssyni í lok júní. 5.8.2006 06:00 Í lífshættu eftir umferðarslys Kona á fimmtugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að ekið var á hana á Suðurlandsbraut í gær. 5.8.2006 05:45 Braut tönn dyravarðar Ungur maður kýldi dyravörð á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sauma þurfti í vör dyravarðarins og ein tönn hans reyndist brotin. Maðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og látinn gista fangageymslur. Honum var sleppt úr haldi í gær en ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna maðurinn reiddist dyraverðinum svo. 5.8.2006 05:30 Fundað aftur í mánuðinum Áfram var fundað um varnarmál Íslands í Washington í gær. Fjögurra tíma fundi viðræðunefndanna lauk um klukkan eitt að staðartíma, en að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra, fékkst ekki niðurstaða á fundinum. 5.8.2006 05:00 Björn ráðinn sveitastjóri Björn Ingimarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð til næstu fjögurra ára. Gengið var frá ráðningunni á fundi hreppsnefndar í vikunni. Langanesbyggð varð til við sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps í vor, en Björn var áður sveitarstjóri Þórshafnarhrepps. 5.8.2006 04:30 Um 3.000 manns á tónleikum Sigur rósar Talið er að um 3.000 manns séu samankomnir í Ásbyrgi á tónleikum Sigur rósar sem hófust fyrr í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur samkoman farið vel fram, sem og unglingalandsmót UMFÍ á Laugum en talið er að um 7.000 manns séu á mótinu. Umferð hefur sömuleiðis gengið vel um umdæmið í allan dag. 4.8.2006 22:46 Lögreglumenn ánægður með vegfarendur Umferð um þjóðveg númer eitt hefur gengið vel fyrir sig og er mikil ánægja meðal lögreglumanna með upphafið að þessari stærstu ferðahelgi landsmanna. 4.8.2006 22:10 Innipúkahátíðin hafin Innipúkahátíðin er hafin þessa verslunarmannahelgi, en enn er ekki uppselt á hana. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldin í fimmta sinn í ár og er á Nasa. 4.8.2006 22:08 Skortur á leiðsögumönnum Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands vill að ríkið veiti auknum fjármunum í ferðaþjónustuna. Mikill skortur er orðinn á leiðsögumönnum hér á landi sem búa yfir ákveðinni tungumálakunnáttu. 4.8.2006 19:30 Reynt að miðla málum á Srí Lanka Mörg þúsund manns hafa flúið átakasvæði í norðaustur-hluta Srí Lanka á síðustu dögum. Átök uppreisnarmanna Tamíltígra og stjórnarhersins, sem blossuðu þar upp vegna deilna um vatnsból, hafa breiðst út og segja sérfræðingar að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar þótt vopnahlé eigi enn að vera í gildi. Rauði krossinn hefur ekki getað komið hjálpargögnum til nauðstaddra þar síðustu daga og rúmlega tuttugu þúsund manns hafa hrakist frá heimilum sínum. Norræn eftirlitssveit annast friðargæslu í landinu en Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla liðsmenn sína heim fyrir næstu mánaðamót vegna deilna við Tamíltígra og verða því aðeins Norðmenn og Íslendingar eftir. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi Norðmanna, kom til Srí Lanka í dag og mun reyna að miðla málum milli deiluaðila. 4.8.2006 19:00 Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. 4.8.2006 18:45 Ekkert að marka íslensku fjárlögin? Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. 4.8.2006 18:37 Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu. 4.8.2006 18:30 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á konu á sextugsaldri á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjötta símanum í dag. Konan var flutt á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi þar sem hún gengst undir rannsóknir. Líðan hennar eftir atvikum. Suðurlandsbrautin er lokuð um tíma vegna vettvangs- og rannsóknarvinna en hefur nú verið opnuð að nýju. 4.8.2006 18:08 Sjá næstu 50 fréttir
Segjast ekki safna heldur selja Fjársöfnunarfélagið Fátæk börn á Íslandi fer ekki eftir lögum og reglum um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu barst ábending vegna söfnunar þessa félags í seinustu viku. 5.8.2006 08:45
Þyrla sinnir eftirliti með helgarumferð Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, mun aðstoða lögregluna í Reykjavík við umferðareftirlit um allt land um verslunarmannahelgina. Er þetta samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglustjórans í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra. 5.8.2006 08:45
Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann Einar Oddur Kristjánsson segir nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að horfast í augu við raunverulegan rekstrarvanda ríkisvaldsins. Óskynsamir launasamningar eru rót vandans, segir Einar Oddur. Meira en fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum. 5.8.2006 08:30
Segir tekjuójöfnuð vera meiri en áður Tekjuójöfnuður á Íslandi hefur aukist mikið undanfarin ár. Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors er ójöfnuður í tekjudreifingu á Íslandi langmestur af Norðurlöndunum og með því mesta í Evrópu. 5.8.2006 08:30
Brennuvargur gengur laus Verulegt tjón varð í eldsvoða við og í Síldarverksmiðjunni á Akranesi í gær. Lögregla segir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða og að brennuvargur gangi laus í bænum. 5.8.2006 08:30
Miðar fara í almenna sölu Þeir sem kaupa miða á tónleika Morrisseys næstkomandi laugardag í Laugardalshöll munu hafa forkaupsrétt á miðum á tvenna tónleika Sufjans Stevens í Fríkirkjunni í nóvember. Forsalan mun standa til 14. ágúst, en þá verður opnað fyrir almenna sölu. 5.8.2006 08:15
Norðurlöndin öll utan ESB Lagt er til að öll Norðurlöndin standi utan Evrópusambandsins í ályktun Norræns þjóðfundar sem haldinn var á Íslandi dagana 28. til 30. júlí. 5.8.2006 08:15
Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni var meinaður aðgangur að gögnum um hleranir dómsmálaráðuneytisins í kalda stríðinu. Hann íhugar að leita til dómstóla með málið. Þjóðskjalavörður segir lög óskýr varðandi aðgang að gögnunum. 5.8.2006 08:15
Tveir grunaðir handteknir Lögreglan í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum handtók í gær tvo menn í tengslum við raðmorð sem skelft hafa íbúa borgarinnar í meira en ár. Mennirnir eru taldir tengjast máli leyniskyttu sem kölluð er „The Serial Shooter“ en ekki öðrum fjöldamorðingja sem gengur undir nafninu Baseline-morðinginn. 5.8.2006 08:00
Tíu fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tíu mönnum vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. 5.8.2006 08:00
Þjónustu skortir í Hátúninu Búsetuúrræði geðfatlaðra eru úr takt við tímann, að mati Silju Magnúsdóttur, sálfræðings hjá Geðhjálp. „Það er ósk forsvarsmanna Geðhjálpar að búsetuúrræði fyrir geðfatlaða verði í formi lítilla eininga í framtíðinni, en í stórum einingum eins og öryrkjablokkunum í Hátúninu vantar sárlega þjónustu og liðveislu við íbúana. 5.8.2006 08:00
Hafa gripið til skömmtunar Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að reyktur lundi selst upp, segir Magnús Bragason, lundasölumaður í Vestmannaeyjum. Hann segir að menn hafi ætíð byrgt sig upp fyrir þjóðhátíð en núna hafi eftirspurnin slegið öll met. 5.8.2006 08:00
Fjölgun öryrkja vekur furðu Tryggingastofnun ríkisins greiddi 6,8 milljarða í örorkulífeyri árið 2005, rúmum átta prósentum meira en árið 2004.Örorkuþegum fjölgaði um 6,2 prósent milli ára og voru í ársbyrjun 12.755 talsins. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar, segir þessar tölur koma á óvart. 5.8.2006 08:00
Á 160 framhjá Smáralindinni Maður á fertugsaldri var mældur á tæplega 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Fífuhvammsveg, rétt hjá Smáralindinni í Kópavogi, í fyrradag. Maðurinn var stöðvaður um tíu leytið um morguninn í töluverðri umferð. 5.8.2006 08:00
Ræða leiðir til að binda enda á átökin Fulltrúar stórveldanna í öryggisráði SÞ héldu í gær áfram viðræðum um leiðir til að binda enda á átökin í Líbanon. Ágreiningur ríkir enn um hvort skuli koma á undan, vopnahlé eða friðargæslulið. Ísraelar héldu áfram loftárásum og sprengiflaugahríð Hizboll 5.8.2006 07:45
Færri frjókorn en í meðalári Heildarfjöldi frjókorna í júlí var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri en frjótími grasa stendur sem hæst um þessar mundir. Nokkrar grastegundir eru enn í blóma eins og vallarfoxgras en frjókorn þess eru skæður ofnæmisvaldur. Uppspretta grasfrjóa er því enn til staðar. 5.8.2006 07:45
Tíu þúsund gestir mættir Tæplega tíu þúsund manns voru saman komnir við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugum í Þingeyjarsveit í gærkvöldi. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði landsmótsgesti og sagði mótið bera vott um hið góða starf sem ungmennafélögin vinna. 5.8.2006 07:45
Erfitt að banna öflug hjól Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að hugfar þeirra mótorhjólamanna sem aka á ofsahraða verði að breytast en telur illmögulegt að banna kraftmestu hjólin, líkt og stungið hefur verið upp á. 5.8.2006 07:45
Karlahópurinn á Akureyri Vegna veðurs og samgönguerfiðleika er karlahópur femínistafélagsins ekki í Vestmannaeyjum um helgina eins og til stóð. Þess í stað er karlahópurinn á Akureyri og dreifir þar barmmerkjum, svifdiskum og bæklingum. 5.8.2006 07:30
Bílstjóri komst sjálfur í land Björgunarsveitir voru kallaðar út á fimmtudagskvöldið þegar óttast var um afdrif bílstjóra rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum, sem var einn í rútunni, tókst að sparka út rúðu og komast sjálfur í land. Var þá hjálpin afturkölluð. 5.8.2006 07:30
Öryggismyndavél sett upp Lögreglan í Reykjavík hefur komið fyrir eftirlitsmyndavél við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. 5.8.2006 07:30
Búið að veiða 40 hrefnur sjávarútvegur Búið er að veiða 40 hrefnur í ár af 50 dýra kvóta en hrefnuveiðitímabilinu lýkur 18. ágúst. Tímabilið, sem átti upphaflega að ljúka 4. ágúst, var framlengt sökum þess hve hægt veiðar sóttust framan af. 5.8.2006 07:15
Ríkisstjórnin krafin svara Nú, þegar aðeins rúmur mánuður er til þingkosninga í Svíþjóð, kröfðust þingmenn bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka þess í gær að ríkisstjórnin skýrði stefnu sína í kjarnorkumálum í kjölfar þess að slökkt hefur verið á helmingi allra kjarnaofna í landinu. 5.8.2006 07:00
Fjórir teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn um þrítugt og fertugt voru handteknir á gistiheimili í Holtunum um fjögur leytið í fyrrinótt þar sem þeir sátu við neyslu fíkniefna. 5.8.2006 07:00
Þingmanni dæmdar bætur Kviðdómur í Edinborg úrskurðaði í gær að dagblaðið News of the World skyldi greiða skoska stjórnmálamanninum Tommy Sheridan 200.000 sterlingspund, andvirði 26,6 milljóna króna, í miskabætur fyrir meiðyrði, en blaðið hafði flutt ítrekaðar uppsláttarfréttir af meintu kynsvalli og kókaínneyslu þingmannsins. 5.8.2006 06:45
Fallbyssuskot bana saklausum Þúsundir íbúa á átakasvæðinu í norðausturhluta Srí Lanka, þar sem stjórnarher Srí Lanka á í höggi við skæruliða aðskilnaðarsinnaðra tamíla, voru í gær á flótta undan átökunum. Á fimmtudag dóu minnst átján manns er fallbyssukúlur lentu á þremur skólum í strandbænum Muttur, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Fleiri féllu í gær. 5.8.2006 06:30
Eldsnöggur að hafa sig á brott Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var gert viðvart eftir að maður skildi eftir um tuttugu kíló af dínamíti á gámasvæði Sorpstöðvar Selfoss um tvöleytið í gær. 5.8.2006 06:30
Ónýt dekk lögreglubíls skorin Skemmdarvargur stakk göt á öll dekk lögreglubíls á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt þar sem bíllinn stóð á verkstæði. Til stóð að setja ný dekk undir bílinn á verkstæðinu þar sem þau gömlu voru orðin slitin og því var um afar mislukkað skemmdarverk að ræða. 5.8.2006 06:15
Bjargað af fólki á baðströnd Spænsk yfirvöld tóku 66 Afríkubúa höndum í gær í bát sem var undan ströndum Kanaríeyja. Einn bátsverja var látinn og margir voru afar illa haldnir, enda hafði báturinn verið á sjó í ellefu daga. 5.8.2006 06:00
Vilja víkingaskipin frá Ósló Sveitarstjórnir fjórtán sveitarfélaga í Vestfold-sýslu við vestanverðan Óslóarfjörð hafa sameinast um að krefjast þess að frægustu víkingaskipunum sem verið hafa til sýnis á víkingaskipasafninu í Ósló í heila öld og kennd eru við Oseberg og Gauksstaði verði skilað "heim" til Vestfold, þar sem skipin fundust á sínum tíma. Gauksstaðaskipið fannst árið 1880 og Oseberg-skipið árið 1903, en þau voru bæði í grafhaugum höfðingja frá 9. öld. Sveitarstjórnarmenn á Vestfold vilja endurheimta skipin til að laða að ferðamenn. 5.8.2006 06:00
Eina akrein í hvora átt Aðeins önnur brúin af tveimur á mislægum gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar fyrir neðan Grafarholtið verður byggð að þessu sinni. Sú síðari er ekki komin á vegaáætlun stjórnvalda. 5.8.2006 06:00
Átta milljarða lækkun bréfa Hlutabréf í Straumi-Burðarási hafa lækkað um fimmtung eftir að FL Group keypti fjórðungshlut í félaginu af þeim Kristni Björnssyni og Magnúsi Kristinssyni í lok júní. 5.8.2006 06:00
Í lífshættu eftir umferðarslys Kona á fimmtugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að ekið var á hana á Suðurlandsbraut í gær. 5.8.2006 05:45
Braut tönn dyravarðar Ungur maður kýldi dyravörð á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sauma þurfti í vör dyravarðarins og ein tönn hans reyndist brotin. Maðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og látinn gista fangageymslur. Honum var sleppt úr haldi í gær en ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna maðurinn reiddist dyraverðinum svo. 5.8.2006 05:30
Fundað aftur í mánuðinum Áfram var fundað um varnarmál Íslands í Washington í gær. Fjögurra tíma fundi viðræðunefndanna lauk um klukkan eitt að staðartíma, en að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra, fékkst ekki niðurstaða á fundinum. 5.8.2006 05:00
Björn ráðinn sveitastjóri Björn Ingimarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð til næstu fjögurra ára. Gengið var frá ráðningunni á fundi hreppsnefndar í vikunni. Langanesbyggð varð til við sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps í vor, en Björn var áður sveitarstjóri Þórshafnarhrepps. 5.8.2006 04:30
Um 3.000 manns á tónleikum Sigur rósar Talið er að um 3.000 manns séu samankomnir í Ásbyrgi á tónleikum Sigur rósar sem hófust fyrr í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur samkoman farið vel fram, sem og unglingalandsmót UMFÍ á Laugum en talið er að um 7.000 manns séu á mótinu. Umferð hefur sömuleiðis gengið vel um umdæmið í allan dag. 4.8.2006 22:46
Lögreglumenn ánægður með vegfarendur Umferð um þjóðveg númer eitt hefur gengið vel fyrir sig og er mikil ánægja meðal lögreglumanna með upphafið að þessari stærstu ferðahelgi landsmanna. 4.8.2006 22:10
Innipúkahátíðin hafin Innipúkahátíðin er hafin þessa verslunarmannahelgi, en enn er ekki uppselt á hana. Innipúkinn er árleg hátíð um verslunarmannahelgi fyrir fólk sem nennir ekki að þvælast út á land og gista í leku tjaldi til að fara á góða tónleika. Innipúkinn er líka fyrir fólkið sem er fast í bænum vegna vinnu en langar samt að lyfta sér upp á kvöldin. Hátíðin er haldin í fimmta sinn í ár og er á Nasa. 4.8.2006 22:08
Skortur á leiðsögumönnum Skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands vill að ríkið veiti auknum fjármunum í ferðaþjónustuna. Mikill skortur er orðinn á leiðsögumönnum hér á landi sem búa yfir ákveðinni tungumálakunnáttu. 4.8.2006 19:30
Reynt að miðla málum á Srí Lanka Mörg þúsund manns hafa flúið átakasvæði í norðaustur-hluta Srí Lanka á síðustu dögum. Átök uppreisnarmanna Tamíltígra og stjórnarhersins, sem blossuðu þar upp vegna deilna um vatnsból, hafa breiðst út og segja sérfræðingar að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar þótt vopnahlé eigi enn að vera í gildi. Rauði krossinn hefur ekki getað komið hjálpargögnum til nauðstaddra þar síðustu daga og rúmlega tuttugu þúsund manns hafa hrakist frá heimilum sínum. Norræn eftirlitssveit annast friðargæslu í landinu en Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla liðsmenn sína heim fyrir næstu mánaðamót vegna deilna við Tamíltígra og verða því aðeins Norðmenn og Íslendingar eftir. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi Norðmanna, kom til Srí Lanka í dag og mun reyna að miðla málum milli deiluaðila. 4.8.2006 19:00
Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. 4.8.2006 18:45
Ekkert að marka íslensku fjárlögin? Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. 4.8.2006 18:37
Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu. 4.8.2006 18:30
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á konu á sextugsaldri á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjötta símanum í dag. Konan var flutt á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi þar sem hún gengst undir rannsóknir. Líðan hennar eftir atvikum. Suðurlandsbrautin er lokuð um tíma vegna vettvangs- og rannsóknarvinna en hefur nú verið opnuð að nýju. 4.8.2006 18:08