Fleiri fréttir

Veiddu yfir 500 laxa á einni viku

í sumar hefur enn sem komið er ekki alveg staðið undir þeim væntingum sem veiðimenn gerðu sér í vor. Víðast hvar er veiðin nokkru minni en hún var á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að sumarið 2005 var eitt besta laxveiðisumar sem um getur og samanburðurinn því ekki að öllu leyti sanngjarn.

Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust

Eignakaup embættis ríkislögreglustjóra jukust um 57 prósent milli áranna 2004 og 2005. 14 milljónir fóru í stækkun sérsveitarinnar sem skýrir helst aukninguna, að sögn yfirlögregluþjóns. Sértekjur embættisins lækkuðu um 44 prósent.

Fljúga beint til Bandaríkjanna

Flugfélag Íslands mun að líkindum missa spón úr aski sínum á næsta ári þegar Grænlandsflug mun hefja reglubundin áætlunarflug milli Grænlands og Bandaríkjanna.

Ísraelar fengu ekki grænt ljós

Í gær sagði Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, að þar sem engin niðurstaða fékkst á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon, sem haldin var í Róm á miðvikudag, þá hljóti Ísraelar að líta svo á að þeir hafi fengið „grænt ljós“ til þess að halda áfram árásum sínum „þangað til Hizbollah hefur verið hrakið frá Líbanon og afvopnað“.

Níu ára piltur gerði viðvart

Níu ára drengur var einn í bústaðnum að horfa á sjónvarp, sem var með innbyggðan DVD-spilara, þegar kviknaði í tækinu. Hann tók þá til fótanna og gerði foreldrum sínum sem voru á svæðinu viðvart.

Hlutabréf ekki lægri á árinu

Landsbankinn og Bakkavör birtu í gær uppgjör sín. Bæði félög skiluðu afkomu sem var í efri hluta meðaltalsvæntinga greiningardeilda bankanna.

Ellefu tegundir ánamaðka

Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar.

Vill ekki tengivagna

Þetta hefur ekki verið neitt að bögga mig. En svo náttúrulega þegar maður heyrir af svona hlutum eins og slysinu þegar flutningabíllinn hellti niður olíu fyrir norðan fer maður að pæla í þessu.

Allir þurfa meðmæli

Dorrit Moussaieff forsetafrú fær íslenskan ríkisborgararétt næsta mánudag. Meðmælendur hennar voru Karl Sigurbjörnsson biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Hjalti Zóphóníasson er skrifstofustjóri dómsmálaráðurneytisins.

Ökumaðurinn útskrifaður

Maðurinn sem slasaðist þegar hann ók flutningabíl með brotajárnsfarm fram af veginum efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal í fyrradag hefur verið útskrifaður af Heilsugæslunni á Egilsstöðum.

Mesta raunlækkun í átta ár

Atvinnuleysi í Noregi mældist 2,8 prósent í júlí og hækkaði örlítið milli mánaða, úr 2,6 prósentum júnímánaðar. Töluverð lækkun hefur þó orðið síðan í fyrra, en þá mældist 3,7 prósenta atvinnuleysi í júlí.

Mega aðeins gifta sig í fimm löndum

Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði á dögunum að ekkert væri athugavert við lög sem banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband í ríkinu. Nítján samkynhneigð pör höfðu kært lögin og töldu þau brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Spörkuðu í liggjandi menn

Tveir menn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir grófar líkamsárásir í apríl í fyrra. Annar mannanna er einnig ákærður fyrir tvö fíkniefnabrot.

Verðum að efla aðrar greinar

Feðgarnir Óli Bjarni Ólason útgerðarmaður í Grímsey og Óli Hjálmar Ólason skoða nú sölu á aflaheimildum sínum í Grímsey. Um er að ræða tæp tólf hundruð þorskígildistonn en það eru rúm fjörutíu prósent veiðiheimilda í eynni.

Með alla útlimi krosslagða

"Aðalfrétt dagsins í dag er að það eru akkúrat 23 ár síðan tvíburarnir mínir fæddust. Þeir eru því orðnir einu ári eldri en ég var þegar ég eignaðist þá," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, leikskólastjóri Klambra. Á afmælisdeginum fær hún annan tvíburann í heimsókn enda eru þeir "orðnir karlar í sitt hvoru landinu".

Börn ákærð vegna morðs

Fimm skólabörn á Grikklandi á aldrinum 12 og 13 ára hafa verið ákærð fyrir morð á ellefu ára dreng, Alex Mechisvili, sem hefur verið saknað frá því í febrúar.

Margir með kvefpestir

Talsvert meiri aðsókn hefur verið á Læknavaktina í sumar en fyrri sumur. Rétt tæplega fimm þúsund manns hafa leitað til lækna vaktarinnar það sem af er júlímánuði og sami fjöldi gerði slíkt hið sama í júní.

Fundu bækur við uppgröft

Tvær bækur hafa fundist við uppgröft á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Er þetta í fyrsta skipti sem vitað er til að bækur hafi fundist við fornleifauppgröft hérlendis en bækurnar fundust ásamt beinum tveggja manna.

Búa sig undir fyrsta veturinn

Þeir sem fara akandi frá höfuðborginni til Vestfjarða hafa margir átt góðar griðastundir við þjóðveginn í Bjarkalundi. Í vetur tóku nýir eigendur við staðnum og í kjölfarið hefur verið ráðist í nokkrar breytingar.

Dreifa fimmtán þúsund smokkum

Læknanemar á vegum Ástráðs sem er forvarnarstarf læknanema ætla ekki að láta sig vanta um Verslunarmannahelgina og ætla að dreifa út um fimmtán þúsund smokkum.

Minntust látinna bifhjólamanna

Bifhjólafólk hittist í Laugardalshöllinni í kvöld til að ræða bætta umferðarmenningu. Tveggja látinna bifhjólamanna var minnst á fundinum.

Hafa ekki heimild fyrir árásum

Evrópusambandið tilkynnti nú undir kvöld að Ísraelar færu villu vegar ef þeir teldu sig hafa heimild fyrir áframhaldandi árásum á Líbanon eftir fund utanríkisráðherra í Róm í gær. ESB segir að árásirnar verði að hætta tafarlaust en Ísraelar eru ekki á þeim buxunum.

Framkvæmanleg og kosta 20 - 22 miljarða

Ægisdyr, áhugafélag um jarðgöng til Vestmannaeyja, kynntu í dag skýrslu sem norska ráðgjafafyrirtækið Multiconsult gerði um framkvæmd ganga til Eyja. Þar kemur fram að göngin muni kosta á bilinu 20 -22 miljarða króna.

Kjósa í fyrsta sinn

25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa.

Sex hundruð látnir í Líbanon

Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar.

Vill banna tengivagna

Formaður samgöngunefndar Alþingis vill að flutningabílum verði bannað að aka með tengivagna. Hann segir að strandflutningar hafi lagst af áður en vegirnir voru tilbúnir fyrir aukna þungaflutninga. Nauðsynlegt sé að fara yfir gjaldskrár hafna til að reyna að ná hluta flutninganna aftur í skipin.

Zeppelin fundið

Pólski sjóherinn hefur fundið þýska flugvélamóðurskipið Graf Zeppelin á sjávarbotni. Það hefur verið týnt í tæp sextíu ár og hafa örlög þess verið hjúpuð leyndardómi.

Þráðlaus borg

Samfylkingin í Reykjavík vill að borgin beiti sér fyrir að þráðlausu netsambandi verði komið á í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson segir tillöguna í takt við tölvuvæðingu Íslendinga og vel raunhæfa.

Sakar ríkisstjórnina um svik

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakar ríkisstjórnina um að hafa svikið loforð sitt við Alþýðusamband Íslands hvað varðar vaxtabætur. Um 13 prósentustigum minna verður greitt í vaxtabætur um mánaðamótin en greitt var í fyrra.

Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra

Það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Þetta kemur m.a. fram í yfirlýsingu sem ríkisskattstjóri sendi frá sér vegna ummæla Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga.

Reyndi að koma fölsuðum evrum í umferð

Lögreglan í Reykjavík varar við útlendingi sem virðist reyna að koma fölsuðum evrum í umferð. Þetta er lágvaxinn karlmaður sem talar bjagaða ensku. Hann er dökkur yfirlitum og er líklega með gleraugu. Til hans sást við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Avion verðlaunað af Business Britain Magazine

Avion Group hefur verið valið besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga árin 2005 til 2006 af tímaritinu Business Britain Magazine. Í umsögn um verðlaunahafann segir m.a. að Avion hafi sýnt mjög metnaðarfulla frammistöðu frá stofnun félagsins í upphafi síðasta árs.

Óttast um eiturefnamengun í Norður-Ísrael

Óttast var að eiturefni myndu losna úti í andrúmslofið í bænum Kiryat Shemona í Norður-Ísrael í dag þegar flugskeyti Hizbollah skæruliða skall þar á efnaverksmiðju. Mikill eldur kviknaði og þykkan reyk lagði frá verksmiðjunni.

Réttarhöldunum yfir Saddam lokið

Dómur yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, er væntanlegur sextánda október næstkomandi en réttarhöldum yfir honum og sjö öðrum lauk í dag. Saddam er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og gæti átt yfir höfði sér dauðadóm verði hann sakfelldur.

Grænt ljós á aðgerðir í Líbanon

Ísraelar segja aðeins hægt að túlka niðurstöðu fundar í Róm í gær sem grænt ljós á árásir sínar á Líbanon þar til Hizbollah-samtökin hafi verið upprætt. Ekki tókst samkomulag um tafarlaust vopnahlé á fundinum. Mannréttindasamtök saka Ísraela um að nota klasasprengjur í árásum á þéttbýl svæði í Líbanon.

Endurskoðun á reglum um eldsneytisflutninga í gangi

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins.

60 þúsund deyja árlega af völdum sólarinnar

Sólin verður um sextíu þúsund manns að bana um allan heim á ári hverju að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Flest dauðsföllin verða af völdum húðkrabbameins.

Tilviljanir að ekki hafi orðið stórslys

Tilviljanir virðast hafa ráðið því að undanförnu að ekki hafa orðið stórslys þegar vöruflutningabílum hefur hlekkst á á þjóðvegum landsins. Slíkum slysum hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra.

Minniháttar meiðsl eftir bílveltu

Ökumaður fólksbíls hlaut minniháttar meiðsl í bílveltu við Hólmavík í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í bænum fór bíllinn að minnsta kosti eina veltu og er hann talinn ónýtur.

Sjá næstu 50 fréttir