Fleiri fréttir

Einn maður í lífshættu eftir hnífsstungu

Einn maður er í lífshættu eftir að ráðist var á hann og vinnufélaga hans á skemmtistaðnum Pan Club í Kaupmannahöfn í nótt. Á Fréttavef Politiken segir að átök hafi brotist út um við skemmtistaðinn milli þriggja dyravarða og fjölda manna sem enduðu með því að tveir þeirra voru stungnir með hníf. Lögreglan hefur handtekið þrjá menn í tengslum við málið sem er í rannsókn.

Um 1.500 laxar komnir á land úr Norðurá

Tæplega 1.500 laxar hafa veiðst í Norðurá það sem af er sumri samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Í fyrradag voru komnir fjórtán 1488 laxar á land af efra og neðra svæði árinnar.

Þúsundir þrömmuðu um götur Kænugarðs

Þúsundir manna þrömmuðu um götur Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær til að sýna hugsanlega verðandi forsætisráðherra landsins, Viktor Janúkóvitsj, stuðning. Fylking hans vann flest sæti í þingkosningunum í Úkraínu fyrr á árinu og var Janúkóvitsj í framhaldinu tilnefndur sem næsti forsætisráðherra landsins.

Hólmavík í Financial times

Í nýjasta tölublaði hins virta blaðs Financial Times er umfjöllun um nýlega könnun á hamingju þjóða þar sem Ísland var í fyrsta sæti. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að í umfjölluninni er sagt að Hólmavík sé sá staður á landinu þar sem hamingja ríki í mestum mæli.

Minni veiði í Laxá í Ásum en áður

Mun minni veiði hefur verið í Laxá á Ásum, framan af sumri en í fyrrasumar, þótt veiðin hafi glæðast upp á síðkastið, að sögn Fréttablaðsins. Laxá á Ásum hefur oft státað af mestu veiði á hverja stöng, af öllum ám á landinu og kostar veiðileyfið þar 250 þúsund krónur á stöng á dag.

16 farast í þyrluslysi

Sextán biðu bana þegar herþyrla hrapaði til jarðar í suðausturhluta Afganistans í nótt. Enginn um borð lifði af en bæði bandarískir hermenn, og hermenn af öðru þjóðerni, voru í þyrlunni. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði.

Unglingsstúlka lést í handsprengjuárás

Unglingsstúlka lést þegar handsprengju var hent inn á heimili hennar í indverska hlutka Kasmír-héraðs í morgun. Árásin er sögð hafa beinst að bróður stúlkunnar sem að sögn Reuters-fréttastofunnar er fyrrverandi skæruliði. Fimm aðrir fjölskyldumeðlimir særðust í árásinni.

Skattgreiðendum fjölgar um 7.000

Sjö þúsund fleiri einstaklingar greiða hátekjuskatt í ár en í fyrra, eða samtals tuttugu og fjögur þúsund manns. Þrátt fyrir það nemur innheimta Ríkissjóðs af hátekjusklatti hátt í hálfum örðum milljarði lægri upphæð en í fyrra, sem skýrist af skattalækkuninni, sem nú kemur til framkvæmdar. Þá eru framteljendur í ár hátt í sjö þúsund fleiri en í fyrra, sem skýrist að verulegu leiti af fjölgun erlendra framteljenda hér.

Mannfall í aurskriðum í Kína

Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað.

Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma stríðsátökin í Líbanon

Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Í tilkyningu frá samtökunum segir að Bandaríkjastjórn hafi komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm í gær krefðist þess að tafarlausu vopnahlé yrði komið á, og Bretland og Þýskaland hafi komið í veg fyrir að Evrópusambandið beitti sér í málinu.

Mesta mannfall í röðum Ísraela á einum degi

Ísraelsher hefur beitt loftárásum og stórskotaliði af miklu afli í Suður-Líbanon undanfarinn sólarhring eftir að níu hermenn voru drepnir í gær. Það er mesta mannfall á einum degi í röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum tveimur vikum.

Mikill hafís við strendur landsins

Að sögn Þórs Jakobssonar hjá Veðurstofu Íslands er mun meiri hafís við Íslandsstrendur um þessar mundir en mörg undanfarin ár.

Sumarbústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður í landi Galtarholts, norðan við Borgarnes, brann til grunna í gærkvöldi. Bústaðurinn var mannlaus, en einn maður hafði verið í honum fyrr um kvöldið. Slökkviliðið í Borgarnesi kom á vettvang og kom í veg fyrir að verr færi því gaskútar og annar eldsmaðtur voru í grennd við bústaðinn. Nærliggjandi sumarbústaðir voru ekki í hættu.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sjónvarpstæki.

Séríslenskt vandamál

Fólk stundar að bragða á vínberjunum áður en það kaupir þau, þetta er að sjálfsögðu ekki leyfilegt en þetta virðist vera séríslenskt vandamál, segir Sigurður Reinaldsson, innkaupastjóri matvöru hjá Hagkaupum.

Lyfið Glivec getur valdið hjartabilun

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að lyf sem notað er við hvítblæði getur leitt til hjartabilunar. Ekkert er að finna um þetta á íslenskum fylgiseðli lyfsins. Markaðsstjóri Novartis sér ekki ástæðu til að bregðast við að svo stöddu.

SMS-ruslsendingar vandamál

Hanna Charlotta Jónsdóttir hjá Símanum segir að afar erfitt sé fyrir fyrirtækið að fyrirbyggja að SMS-ruslsendingar berist íslenskum farsímanotendum. Hún segir Símann nota búnað til að skynja óeðlilegan fjölda SMS-sendinga frá erlendum símafyrirtækjum.

Evran ekki lausn á hagstjórnarvanda

Viðskiptaráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja upptöku evru á Íslandi raunhæfan möguleika sem leysi þó ekki hagstjórnarvandann nú. Fulltrúar Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins eru alfarið á móti upptöku evru.

Ein milljón fer í útflutning

Á yfirstandandi framleiðsluári, sem stendur frá 1. september til 31. ágúst, er greiðslumark mjólkur um 111 milljónir lítra. Þessi tala er það magn sem talið er að fari á innlendan markað.

Þrjátíu þúsund króna hækkun

Gróa Valdimarsdóttir, fyrrverandi formaður nemendaráðs Listaháskóla Íslands, segir skólagjöld LHÍ ekki mega hækka meira, en undanfarin ár hafa þau hækkað um þrjátíu þúsund á milli ára. Gróa segir suma nemendur skólans ekki gera ráð fyrir slíkri hækkun í upphafi náms. Ég var í tónlistarnámi í LHÍ og fyrir utan tæpar tvö hundruð þúsund krónur sem ég greiddi fyrir síðasta skólaár þurfti ég að borga fyrir nótur og hljóðfæri sjálf.

Ísraelar hunsuðu viðvaranir

Ehud Olmert segist sjá eftir árásum ísraelska hersins á bækistöð friðargæslusveita í Líbanon. Kofi Annan segir árásina hafa verið vísvitaða. Fjórir friðargæslumenn Sameinuðu þjóðanna létust í árásunum.

Farið verði eftir tillögunum

„Forsætisráðherra hafnar í raun tillögum sem koma fram í skýrslu formanns nefndar um hátt matvælaverð og ég velti fyrir mér til hvers þessi nefnd var stofnuð,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Tjón metið á um tíu milljónir

Maður um tvítugt kveikti í tveimur BMW-bifreiðum á plani bílasölunnar Bill.is við Malarhöfða í fyrrinótt. Starfsmaður bílasölunnar metur tjónið á ríflega tíu milljónir króna.

Húsaleigan þykir afar lág

Húsaleiga í Kaupmannahöfn er ein sú lægsta í Evrópu, kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Leigan er svo lág, að hún jafnast á við leigu í Istanbúl og Búdapest, jafnvel þó að laun í Danmörku séu almennt talin vera þrisvar til fjórum sinnum hærri en í Tyrklandi og Ungverjalandi.

Vilja að skoðun Íslands heyrist

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að gripið verði til aðgerða til að stöðva það sem í ályktuninni er kallað mannréttindabrot Ísraelshers í Líbanon.

Fasteignasalar stefna eigin eftirlitsnefnd

Félag fasteignasala hefur stefnt eftirlitsnefnd félagsins fyrir dóm vegna þess að því þykir nefndin ekki taka nógu hart á brotum fasteignasala í starfi og að hún hafi ekki sinnt fjölda verkefna sem til hennar hafi verið beint.

Ekkert eftirlit yfir veturinn

Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta, mun standa mannlaus næstkomandi vetur. Að sögn Valdimars Halldórssonar staðarhaldara verður enginn búsettur á staðnum til að hafa eftirlit yfir vetrarmánuðina. „Hér var áður vetrarmaður, sem passaði rollur fyrir fyrrverandi staðarhaldara, en svo verður ekki næsta vetur,“ segir Valdimar.

Nær þrefaldast á þremur árum

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga árið 2006 nemur 12,2 milljörðum króna og hækkar um liðlega 60 prósent frá síðasta ári. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 85 þúsund og fjölgar þeim um nálægt 10 prósent milli ára.

Netsímatæknin veldur titringi

Reikna má með því tækninýjungar er tengjast VoIP (Voice over Internet Protocol) netsímatækni ryðji sér í auknum mæli til rúms á markaði í framtíðinni. Reynslan erlendis bendir til þess að netsímatækni sé komin til að vera.

Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili

Skortur á hjúkrunarrýmum neyðir fjölda eldri borgara til að eyða ævikvöldinu á öldrunarstofnunum fjarri heimabyggð. Vandamálið hefur verið viðvarandi í áratugi. "Ekkert annað en hreppaflutningar," segir fyrrverandi landlæknir.

Alþjóðlegt lið við landamæri

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann vildi fá tveggja kílómetra langa ræmu af líbönsku landsvæði meðfram landamærum Ísraels undir yfirráð alþjóðlegs gæsluliðs.

Samningur upp á 45 milljarða

Iceland America Energy, dótturfélag íslenska orkunýtingarfélagsins Enex hf., gerði á dögunum samning við Pacific Gas & Electric í Kaliforníu um framleiðslu og sölu á 50 megavöttum af raforku.

Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu

Framkvæmdastjóri BM ráðgjafar segir Já neita úthringifyrirtækjum um þjónustu og beita einokunarstöðu sinni til að margfalda verðlagningu. Framkvæmdastjóri Já segir fyrirtækið ekki sjá um úthringiþjónustu.

Svefnpoki á 3.500 krónur

Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu.

Ísland geri tvíhliða samninga

Guðmundur Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir líklegt að í framtíðinni muni Ísland einblína á tvíhliða viðræður um fríverslunarsamninga, þar sem Doha-viðræðum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) hafi verið frestað um ótiltekinn tíma. Hann telur ólíklegt að landbúnaðartollar á Íslandi verði lækkaðir einhliða, heldur verði það gert sem áður í fríverslunarsamningum við önnur ríki.

Komu niður á þriðja húsið

Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eru nú komnir niður á þriðja húsið sem grafið verður upp í verkefninu Pompei norðursins. Stefnt er að því að grafa upp sjö til tíu hús áður en verkefninu lýkur.

Ótrúlegt að ekki fór verr

Flutningabíll frá Hringrás með brotajárnsfarm lenti út af vegi efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal um miðjan dag í gær. Bremsubúnaður í bílnum gaf sig með þeim afleiðingum að hann rann út af í beygju og flaug 26 metra út fyrir veg. Slysið átti sér stað í efstu beygju á Bessastaðafjalli.

Auglýsir eftir ábendingum

Fyrir viku var brotist inn í íbúðarhús á Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu og þaðan stolið verðmætum að andvirði rúmri milljón króna.

Samkynhneigðir fá ekki að giftast

Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekkert væri athugavert við lög, sem hafa verið í gildi í Washington frá árinu 1998.

Auðveldar samskipti

staðlar Íslenskur staðall um almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir hefur verið þýddur á ensku. Er það gert til að auðvelda samskipti þegar íslenskar reglur eru notaðar við framkvæmdir erlendis og eins þegar útlendingar koma að verkefnum á Íslandi.

Frekar skotinn en hengdur

Saddam Hussein mætti fyrir dómara í gær í fyrsta skipti eftir innlögn á sjúkrahús á sunnudaginn. Hann kvartaði undan því að hafa verið fluttur nauðugur af sjúkrahúsinu.

Hagstjórn fær falleinkunn

„Árangur sjálfstæðrar hagstjórnar er slíkur að við hljótum að líta í kringum okkur eftir öðrum valkostum,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Krónan fýsilegri kostur

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur æskilegt að halda krónunni að því gefnu að takist að halda verðbólgunni í skefjum.

Vísitala íbúðaverðs hækkar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 0,6 prósent frá því í mánuðinum áður.

Kennaranámið verði fimm ár

Lengja ætti kennaranám á Íslandi úr þremur árum í fimm. Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins leggur þetta til í nýrri skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn á þriðjudag.

Ekki í ESB að óbreyttu

Friðrik Jón Arngrímsson segir hagstjórn ábótavant og nauðsynlegt sé að spyrja sig hvort hávaxtastefna Seðlabankans sé að skila einhverju, sérstaklega í ljósi þess að gengi krónunnar virðist í auknum mæli háð útgáfu krónubréfa erlendis. „Það er verið að gefa fyrirtækjum í framleiðslu og útflutningi bylmings­högg. Þetta er óskynsamleg hagstjórn, ef hagstjórn er hægt að kalla.“

Sjá næstu 50 fréttir