Fleiri fréttir Gervifrjóvganir borga sig Breskir tölfræðingar hafa reiknað út að kostnaðurinn við gervifrjóvganir borgi sig margfalt fyrir breska ríkið, þegar tillit er tekið til framlags barnsins uppkomins til þjóðarframleiðslu og skattborgana. 20.6.2006 11:32 Færeyski togarinn Réttað verður á Eskifirði í dag, yfir skipstjóranum á færeyska togaranum, sem varðskipið Óðinn tók suðaustur af landinu í fyrrinótt. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið að veiðum eru brotin margvísleg. 20.6.2006 11:28 Lögreglan gómar innbrotsþjófa Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa á vettvangi í atvinnuhúsnæði í austurborginni í nótt, eftir einskonar fyrirsát. 20.6.2006 11:22 Japanskar sveitir yfirgefa Írak Japanar munu draga allt herlið sitt frá Írak nú þegar Írakar hafa sagst munu taka við öryggiseftirliti í þeim héruðum þar sem Japanir hafa verið að störfum. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði í morgun að enduruppbyggingarhlutverki japanskra varnarsveita í Írak væri lokið og því engin þörf fyrir að Japanar héldu úti mannskap þar lengur. 20.6.2006 11:15 Borgarstjóri rennir fyrir lax Laxveiðin í Elliðaám hófst klukkan sjö í morgun með því að nýi borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson renndi fyrir laxi. 20.6.2006 11:12 Ilmur Beckhams eitraður Ilmur Beckhams er eitraður ef marka má orð Grænfriðunga sem létu greina innihald nýs herrailmvatns sem knattspyrnuhetjan David Beckham hefur lagt nafn sitt við. 20.6.2006 10:58 Fótboltabullur handteknar í Köln Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. 20.6.2006 10:36 54% vilja segja upp varnarsamningum. Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar. 20.6.2006 09:50 Foreldrar á Bretlandseyjum reiðir Meðlimir foreldrafélaga barnaskóla á Bretlandseyjum eru reiðir eftir að þarlendir fréttamiðlar greindu nýverið frá því að reglur sem settar höfðu verið til að halda dæmdum kynferðisafbrotamönnum utan skólakerfisins hafi brugðist. 20.6.2006 09:19 Ofbeldi í New Orleans Borgarstjórinn í New Orleans kallaði eftir hjálp þjóðvarðliða í gær til að hefta útbreiðslu mikils ofbeldis sem verið hefur í borginni og hefur leitt til dauða sex manna nú um helgina. 20.6.2006 09:11 Baráttan gegn verðbólgunni Nú er farið að standa á endanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, í sameiginlegu átaki aðilla vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í baráttunni gegn verðbólgunni, að mati starfsgreinasambandsins. 20.6.2006 09:05 Skógareldar í Norður-Arizona Rýma þurfti yfir fimm hundruð heimili og fyrirtæki í Norður-Arizona í Bandaríkjunum í gær vegna mikilla skógarelda sem þar geysa. 20.6.2006 09:02 160 ker tekin úr notkun Stjórnendur álversins í Straumsvík ákváðu nú í morgun að taka öll 160 kerin í kerskála þrjú úr notkun, en í gærkvöldi var vonast til að aðeins 120 ker væru ónothæf eða jafnvel ónýt. 20.6.2006 08:43 Snæugla útskrifuð úr Húsdýragarðinum Snæuglu verður sleppt á morgun eftir 10 mánaða endurhæfingu í Húsdýragarðinum. Til stendur að sleppa henni á sama stað og hún fannst, á Hólmavík. 20.6.2006 07:00 Láta ekki Alþjóðahvalveiðiráðið stoppa sig Sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar muni hefja hvalveiðar í atvinnuskyni hvort sem aukinn meirihluti Alþjóðahvalveiðiráðsins styður þær eða ekki. Hvalveiðisinnar unnu táknrænan sigur á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins þegar 19.6.2006 23:16 Ákærður fyrir morð á ítölskum njósnara Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir morð á ítalska leyniþjónustumanninum Nicola Calipari við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði. 19.6.2006 23:15 Málverk selt á 10 milljarða Málverk austurríska málarans Gustav Klimt sem Nasistar stálu á valdatíma sínum í Þýskalandi var selt í New York í gær, að því er talið er, fyrir jafnvirði rúmra 10 milljarða íslenskra króna. Málverkið er eitt fjögurra verka Klimt sem Nasistar hrifsuðu til sín. 19.6.2006 23:00 Varað við hryðjuverkamanni 2003 Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna. 19.6.2006 22:45 Ökumaður missti stjórn á bíl sínum Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði utanvegar í Skógarhlíðabrekku neðst í Þrengslunum á áttunda tímanum í kvöld. Ökumaður var einn í bíl sínum og slapp hann ómeiddur. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr en bíll hans er gjörónýtur. 19.6.2006 22:35 3 bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð Þrír bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem voru í haldi hermanna vegna aðgerða hersveitar í síðasta mánuði. Hermennirnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir að rannsókn færi fram. 19.6.2006 22:30 54% þjóðarinnar vill segja upp varnarsamningnum Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin en tæp 25% eru andvíg. Þetta kemur fram í nýlegri Gallupkönnun sem IMG Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar. 19.6.2006 22:10 Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að líkamsárás og tilraun til nauðgunar á Selfossi í byrjun júní. Ráðist var á stúlku um tvítugt og telur hún að sér hafi verið veitt eftirför frá skemmtistað í bænum að heimili sínu. 19.6.2006 19:45 Sveitafélög geta lítið dregið úr framkvæmdum Bæjarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins segja sveitarfélögin lítið geta dregið úr framkvæmdum eins og forsætisráðherra lagði til í 17. júní ræðu sinni. Þær framkvæmdir sem eru í gangi séu til að sinna eðlilegri þjónustu í ört stækkandi bæjarfélögum. 19.6.2006 19:22 Samtökin Landsbyggðin lifi kýs nýja stjórn Ný stjórn var kosin á aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifi fyrir stuttu en fundurinn var haldinn að Núpi í Dýrafirði. Ragnar Stefánsson var kosinn formaður, Þórarinn Stefánsson var kosinn ritari, Stefán Á. Jónsson var kosinn gjaldkeri og Sveinn Jónsson var kosinn varaformaður. Meðstjórnendur í félaginu eru Eygló Bjarnadóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Varastjórn skipa Birkir Friðbertsson, Guðjón D. Gunnarsson,Sigurjón Jónasson, Árni Gunnarsson og Guðmundur Ragnarsson. 19.6.2006 19:06 Málefni NATO efst á baugi Málefni Atlandshafsbandalagsins og staða mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf, er meðal þess sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, ræddu á fundi í dag. 19.6.2006 18:18 Útboð vegna áframhaldandi uppbyggingar á farsímakerfinu Samgönguráðuneytið kynnti í dag, á Evrópska efnahagssvæðinu, forval vegna framkvæmda við áframhaldandi uppbyggingu á gsm farsímakerfinu á þjóðvegakerfinu. Um er að ræða svæði á hringveginum og fimm fjallvegum en þessir vegarkaflar eru samanlagt um 500 km en um 400 km kafli á hringveginum er án gsm-sambands í dag. 19.6.2006 18:05 Reyna að fjarlægja plötu stærstu fallbyssu El Grillo Hópur kafara er nýkominn úr leiðangri sem farinn var að flaki skipsins El Grillo á botni Seyðisfjarðar, til að reyna að koma botnplötu stærstu fallbyssu skipsins á þurrt. Svo virðist sem engin olía leki lengur úr skipinu. 19.6.2006 17:52 InPro ehf. hlýtur verðlaun InPro ehf. var nýlega valið öryggis- heilbrigðis- og umhverfisteymi ársins innan alls Bechtel Inc., og allra dótturfélaga þess. InPro ehf. var valið út rífelga 100 verkefnum sem Bechtel er að vinna að um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem undiverktaka er veittur þessi heiður í yfir 100 ára sögu Bechtel. 19.6.2006 17:47 Ferjuhöfn í Bakkafjöru skoðuð „Skoða ætti nánar þá lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru", segir starfshópur sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði til að fjalla um samgöngur við Vestmannaeyjar í maí 2004. 19.6.2006 17:14 al Kaída tengist mögulega mannránum á bandarískum hermönnum í Írak Hópur tengdur al Kaída hryðjuverkasamtökunum segir á vefsíðu sinni í dag að hann hafi rænt tveimur bandarískum hermönnum sem hafa verið týndir í Írak um nokkurt skeið. 19.6.2006 16:12 Embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins auglýst Undirbúningur að umfangsmiklum breytingum á lögregluumdæmunum landsins stendur nú yfir. 19.6.2006 16:03 Hlýnun jarðar á eftir að stórauka skipaumferð í íslenskri efnahagslögsögu. Hlýnun jarðar á eftir að stórauka skipaumferð í íslenskri efnahagslögsögu. Íslendingar þurfa að bregðast við í öryggismálum til að minnka líkurnar á mengunarslysum. 19.6.2006 15:57 Skífan braut samkeppnislög Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Skífuna, sem nú er Dagur Group, um sextíu og fimm milljónir króna vegna endurtekinna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Skífan hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að gera saminga við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum. 19.6.2006 15:41 Þrír búrhvalir inni á Breiðafirði Þrír búrhvalir sáust í hvalaskoðunarferð frá Ólafsvík í morgun. Afar sjaldgæft er að búrhvalir sjáist svo nærri landi en ferðirnar eru einungis þrír tímar. Einnig sást stór hópur af háhyrningum en þeir eru einnig sjaldgæf sjón inni á Breiðafirðinum. 19.6.2006 15:01 Mannréttindaskrifstofan háð styrkjum einkaaðila Ef ekki væri fyrir styrki frá einkaaðilum gæti Mannréttindaskrifstofa Íslands ekki haldið uppi sómasamlegri starfsemi, segir framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Allt fé sem Mannréttindaskrifstofan fær er eyrnamerkt sérstökum verkefnum. 19.6.2006 14:00 Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi biðja fyrir lausn baráttukonunnar úr stofufangelsi Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi biðja nú fyrir lausn baráttukonunnar úr stofufangelsi en hún á sextíu og eins árs afmæli í dag. 19.6.2006 13:49 Stór og feit síld veiðist innan íslensku lögsögunnar Stór og feit síld úr norsk-íslenska síldarstofninum veiðist nú innan íslensku lögsögunnar, austur af Langanesi. Morgunblaðið greinir frá þessu á baksíðu í dag. 19.6.2006 13:43 Krefjast dauðarefsingar yfir Saddam Sækjendur í máli Saddams Husseins hafa farið fram á þyngstu mögulega refsingu: hengingu, ef Saddam verður sekur fundinn um þá stríðsglæpi sem hann er ákærður fyrir. 19.6.2006 13:30 Fyrsta konan kjörin biskup í bandarísku biskupakirkjunni Fyrsta konan var kjörin biskup í bandarísku biskupakirkjunni í gær. Aðeins kanadíska og nýsjálenska biskupakirkjan hafa hingað til kjörið konu til biskupsembættis og margir leiðtogar biskupakirkjunnar víða um heim telja konur ekki einu sinni eiga erindi til að gegna prestsstörfum. 19.6.2006 13:13 Þorskur aftur genginn að Grænlandsströndum Þorskur er aftur genginn að Grænlandsströndum að sögn norska blaðsins Fiskeribladet, og fékk togari umþaðbil þúsund tonn af vænum þorski á slóðum, þar sem ekki hefur sést þorskur í fimmtán ár. 19.6.2006 13:07 172 manneskjur voru fluttar út úr tíu hæða blokk í Osló 172 manneskjur voru fluttar út úr tíu hæða blokk í Osló þegar kviknaði í blokkinni í nótt. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt og logaði þá glatt á áttundu hæð í blokkinni. 19.6.2006 13:02 Japanir hóta hörðum viðbrögðum við eldflaugaprófunum Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í morgun að japönsk stjórnvöld myndu í samráði við Bandaríkin bregðast hart við fyrirhuguðum eldflaugaprófunum Norður-Kóreumanna. 19.6.2006 12:51 Environmentalists Plan Family Events 19.6.2006 12:16 Minister Makes Addition to Protected Species List 19.6.2006 12:16 Bílslys á Fjarðarheiði Ung stúlka var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur í morgun eftir að bíll hennar valt útaf veginum á Fjarðarheiði og hún slasaðist. 19.6.2006 11:50 Sjá næstu 50 fréttir
Gervifrjóvganir borga sig Breskir tölfræðingar hafa reiknað út að kostnaðurinn við gervifrjóvganir borgi sig margfalt fyrir breska ríkið, þegar tillit er tekið til framlags barnsins uppkomins til þjóðarframleiðslu og skattborgana. 20.6.2006 11:32
Færeyski togarinn Réttað verður á Eskifirði í dag, yfir skipstjóranum á færeyska togaranum, sem varðskipið Óðinn tók suðaustur af landinu í fyrrinótt. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið að veiðum eru brotin margvísleg. 20.6.2006 11:28
Lögreglan gómar innbrotsþjófa Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa á vettvangi í atvinnuhúsnæði í austurborginni í nótt, eftir einskonar fyrirsát. 20.6.2006 11:22
Japanskar sveitir yfirgefa Írak Japanar munu draga allt herlið sitt frá Írak nú þegar Írakar hafa sagst munu taka við öryggiseftirliti í þeim héruðum þar sem Japanir hafa verið að störfum. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði í morgun að enduruppbyggingarhlutverki japanskra varnarsveita í Írak væri lokið og því engin þörf fyrir að Japanar héldu úti mannskap þar lengur. 20.6.2006 11:15
Borgarstjóri rennir fyrir lax Laxveiðin í Elliðaám hófst klukkan sjö í morgun með því að nýi borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson renndi fyrir laxi. 20.6.2006 11:12
Ilmur Beckhams eitraður Ilmur Beckhams er eitraður ef marka má orð Grænfriðunga sem létu greina innihald nýs herrailmvatns sem knattspyrnuhetjan David Beckham hefur lagt nafn sitt við. 20.6.2006 10:58
Fótboltabullur handteknar í Köln Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. 20.6.2006 10:36
54% vilja segja upp varnarsamningum. Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar. 20.6.2006 09:50
Foreldrar á Bretlandseyjum reiðir Meðlimir foreldrafélaga barnaskóla á Bretlandseyjum eru reiðir eftir að þarlendir fréttamiðlar greindu nýverið frá því að reglur sem settar höfðu verið til að halda dæmdum kynferðisafbrotamönnum utan skólakerfisins hafi brugðist. 20.6.2006 09:19
Ofbeldi í New Orleans Borgarstjórinn í New Orleans kallaði eftir hjálp þjóðvarðliða í gær til að hefta útbreiðslu mikils ofbeldis sem verið hefur í borginni og hefur leitt til dauða sex manna nú um helgina. 20.6.2006 09:11
Baráttan gegn verðbólgunni Nú er farið að standa á endanlegum útspilum ríkisstjórnarinnar, í sameiginlegu átaki aðilla vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í baráttunni gegn verðbólgunni, að mati starfsgreinasambandsins. 20.6.2006 09:05
Skógareldar í Norður-Arizona Rýma þurfti yfir fimm hundruð heimili og fyrirtæki í Norður-Arizona í Bandaríkjunum í gær vegna mikilla skógarelda sem þar geysa. 20.6.2006 09:02
160 ker tekin úr notkun Stjórnendur álversins í Straumsvík ákváðu nú í morgun að taka öll 160 kerin í kerskála þrjú úr notkun, en í gærkvöldi var vonast til að aðeins 120 ker væru ónothæf eða jafnvel ónýt. 20.6.2006 08:43
Snæugla útskrifuð úr Húsdýragarðinum Snæuglu verður sleppt á morgun eftir 10 mánaða endurhæfingu í Húsdýragarðinum. Til stendur að sleppa henni á sama stað og hún fannst, á Hólmavík. 20.6.2006 07:00
Láta ekki Alþjóðahvalveiðiráðið stoppa sig Sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar muni hefja hvalveiðar í atvinnuskyni hvort sem aukinn meirihluti Alþjóðahvalveiðiráðsins styður þær eða ekki. Hvalveiðisinnar unnu táknrænan sigur á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins þegar 19.6.2006 23:16
Ákærður fyrir morð á ítölskum njósnara Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir morð á ítalska leyniþjónustumanninum Nicola Calipari við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði. 19.6.2006 23:15
Málverk selt á 10 milljarða Málverk austurríska málarans Gustav Klimt sem Nasistar stálu á valdatíma sínum í Þýskalandi var selt í New York í gær, að því er talið er, fyrir jafnvirði rúmra 10 milljarða íslenskra króna. Málverkið er eitt fjögurra verka Klimt sem Nasistar hrifsuðu til sín. 19.6.2006 23:00
Varað við hryðjuverkamanni 2003 Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna. 19.6.2006 22:45
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði utanvegar í Skógarhlíðabrekku neðst í Þrengslunum á áttunda tímanum í kvöld. Ökumaður var einn í bíl sínum og slapp hann ómeiddur. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr en bíll hans er gjörónýtur. 19.6.2006 22:35
3 bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð Þrír bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem voru í haldi hermanna vegna aðgerða hersveitar í síðasta mánuði. Hermennirnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir að rannsókn færi fram. 19.6.2006 22:30
54% þjóðarinnar vill segja upp varnarsamningnum Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin en tæp 25% eru andvíg. Þetta kemur fram í nýlegri Gallupkönnun sem IMG Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar. 19.6.2006 22:10
Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að líkamsárás og tilraun til nauðgunar á Selfossi í byrjun júní. Ráðist var á stúlku um tvítugt og telur hún að sér hafi verið veitt eftirför frá skemmtistað í bænum að heimili sínu. 19.6.2006 19:45
Sveitafélög geta lítið dregið úr framkvæmdum Bæjarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins segja sveitarfélögin lítið geta dregið úr framkvæmdum eins og forsætisráðherra lagði til í 17. júní ræðu sinni. Þær framkvæmdir sem eru í gangi séu til að sinna eðlilegri þjónustu í ört stækkandi bæjarfélögum. 19.6.2006 19:22
Samtökin Landsbyggðin lifi kýs nýja stjórn Ný stjórn var kosin á aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifi fyrir stuttu en fundurinn var haldinn að Núpi í Dýrafirði. Ragnar Stefánsson var kosinn formaður, Þórarinn Stefánsson var kosinn ritari, Stefán Á. Jónsson var kosinn gjaldkeri og Sveinn Jónsson var kosinn varaformaður. Meðstjórnendur í félaginu eru Eygló Bjarnadóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Varastjórn skipa Birkir Friðbertsson, Guðjón D. Gunnarsson,Sigurjón Jónasson, Árni Gunnarsson og Guðmundur Ragnarsson. 19.6.2006 19:06
Málefni NATO efst á baugi Málefni Atlandshafsbandalagsins og staða mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf, er meðal þess sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, ræddu á fundi í dag. 19.6.2006 18:18
Útboð vegna áframhaldandi uppbyggingar á farsímakerfinu Samgönguráðuneytið kynnti í dag, á Evrópska efnahagssvæðinu, forval vegna framkvæmda við áframhaldandi uppbyggingu á gsm farsímakerfinu á þjóðvegakerfinu. Um er að ræða svæði á hringveginum og fimm fjallvegum en þessir vegarkaflar eru samanlagt um 500 km en um 400 km kafli á hringveginum er án gsm-sambands í dag. 19.6.2006 18:05
Reyna að fjarlægja plötu stærstu fallbyssu El Grillo Hópur kafara er nýkominn úr leiðangri sem farinn var að flaki skipsins El Grillo á botni Seyðisfjarðar, til að reyna að koma botnplötu stærstu fallbyssu skipsins á þurrt. Svo virðist sem engin olía leki lengur úr skipinu. 19.6.2006 17:52
InPro ehf. hlýtur verðlaun InPro ehf. var nýlega valið öryggis- heilbrigðis- og umhverfisteymi ársins innan alls Bechtel Inc., og allra dótturfélaga þess. InPro ehf. var valið út rífelga 100 verkefnum sem Bechtel er að vinna að um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem undiverktaka er veittur þessi heiður í yfir 100 ára sögu Bechtel. 19.6.2006 17:47
Ferjuhöfn í Bakkafjöru skoðuð „Skoða ætti nánar þá lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru", segir starfshópur sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði til að fjalla um samgöngur við Vestmannaeyjar í maí 2004. 19.6.2006 17:14
al Kaída tengist mögulega mannránum á bandarískum hermönnum í Írak Hópur tengdur al Kaída hryðjuverkasamtökunum segir á vefsíðu sinni í dag að hann hafi rænt tveimur bandarískum hermönnum sem hafa verið týndir í Írak um nokkurt skeið. 19.6.2006 16:12
Embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins auglýst Undirbúningur að umfangsmiklum breytingum á lögregluumdæmunum landsins stendur nú yfir. 19.6.2006 16:03
Hlýnun jarðar á eftir að stórauka skipaumferð í íslenskri efnahagslögsögu. Hlýnun jarðar á eftir að stórauka skipaumferð í íslenskri efnahagslögsögu. Íslendingar þurfa að bregðast við í öryggismálum til að minnka líkurnar á mengunarslysum. 19.6.2006 15:57
Skífan braut samkeppnislög Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Skífuna, sem nú er Dagur Group, um sextíu og fimm milljónir króna vegna endurtekinna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Skífan hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að gera saminga við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum. 19.6.2006 15:41
Þrír búrhvalir inni á Breiðafirði Þrír búrhvalir sáust í hvalaskoðunarferð frá Ólafsvík í morgun. Afar sjaldgæft er að búrhvalir sjáist svo nærri landi en ferðirnar eru einungis þrír tímar. Einnig sást stór hópur af háhyrningum en þeir eru einnig sjaldgæf sjón inni á Breiðafirðinum. 19.6.2006 15:01
Mannréttindaskrifstofan háð styrkjum einkaaðila Ef ekki væri fyrir styrki frá einkaaðilum gæti Mannréttindaskrifstofa Íslands ekki haldið uppi sómasamlegri starfsemi, segir framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Allt fé sem Mannréttindaskrifstofan fær er eyrnamerkt sérstökum verkefnum. 19.6.2006 14:00
Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi biðja fyrir lausn baráttukonunnar úr stofufangelsi Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi biðja nú fyrir lausn baráttukonunnar úr stofufangelsi en hún á sextíu og eins árs afmæli í dag. 19.6.2006 13:49
Stór og feit síld veiðist innan íslensku lögsögunnar Stór og feit síld úr norsk-íslenska síldarstofninum veiðist nú innan íslensku lögsögunnar, austur af Langanesi. Morgunblaðið greinir frá þessu á baksíðu í dag. 19.6.2006 13:43
Krefjast dauðarefsingar yfir Saddam Sækjendur í máli Saddams Husseins hafa farið fram á þyngstu mögulega refsingu: hengingu, ef Saddam verður sekur fundinn um þá stríðsglæpi sem hann er ákærður fyrir. 19.6.2006 13:30
Fyrsta konan kjörin biskup í bandarísku biskupakirkjunni Fyrsta konan var kjörin biskup í bandarísku biskupakirkjunni í gær. Aðeins kanadíska og nýsjálenska biskupakirkjan hafa hingað til kjörið konu til biskupsembættis og margir leiðtogar biskupakirkjunnar víða um heim telja konur ekki einu sinni eiga erindi til að gegna prestsstörfum. 19.6.2006 13:13
Þorskur aftur genginn að Grænlandsströndum Þorskur er aftur genginn að Grænlandsströndum að sögn norska blaðsins Fiskeribladet, og fékk togari umþaðbil þúsund tonn af vænum þorski á slóðum, þar sem ekki hefur sést þorskur í fimmtán ár. 19.6.2006 13:07
172 manneskjur voru fluttar út úr tíu hæða blokk í Osló 172 manneskjur voru fluttar út úr tíu hæða blokk í Osló þegar kviknaði í blokkinni í nótt. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt og logaði þá glatt á áttundu hæð í blokkinni. 19.6.2006 13:02
Japanir hóta hörðum viðbrögðum við eldflaugaprófunum Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í morgun að japönsk stjórnvöld myndu í samráði við Bandaríkin bregðast hart við fyrirhuguðum eldflaugaprófunum Norður-Kóreumanna. 19.6.2006 12:51
Bílslys á Fjarðarheiði Ung stúlka var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur í morgun eftir að bíll hennar valt útaf veginum á Fjarðarheiði og hún slasaðist. 19.6.2006 11:50