Fleiri fréttir

Krefjast afsökunarbeiðni lögreglu

Áætlað er að þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í austurhluta Lundúna í gær til að krefjast formlegrar afsökunarbeiðni frá bresku lögreglunni eftir áhlaup lögreglumanna í byrjun mánaðarins vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi.

Gerðu áhlaup á færeyskan togara

Fjórir skipverjar af varðskipinu Óðni réðust til uppgöngu í færeyskan togara suðaustur af landinu í gærkvöldi vegna meintra brota skipstjórans. Togarinn var þá á níu sjómílna ferð 130 sjómílur suðaustur af Eystra Horni og hafði skipstjórinn ítrekað neitað að far að fyrirmælum skipherrans um að stöðva togarann.

Mun ekki selja Orkuveituna

Orkuveitan verður áfram í eigu borgarinnar og verður ekki seld meðan ég er borgarstjóri, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur.

Óvíst er með frestun á framkvæmdum

Forsætisráðherra kallar eftir ábyrgð sveitarfélaga meðal annars til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um frestun á framkvæmdum í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins.

Líkt við örkina hans Nóa

Norðmenn eru byrjaðir að byggja eins konar dómsdagsbyrgi, sem grafið verður inn í frosnar fjallshlíðar Svalbarða, og á að geyma plöntufræ hvaðanæva að úr veröldinni til að hægt sé að hefja ræktun á ný ef stórslys á borð við miklar loftslagsbreytingar eða kjarnorkustríð skyldi stefna uppskeru á jörðinni í hættu

Fékk verðlaun fyrir drottningu

Darri Snær Nökkvason fékk heldur betur góðar móttökur á Bessastöðum þegar verðlaun voru afhent í Skákmyndasamkeppni Hróksins í gær. Viðtökur forsetafrúarinnar voru vel við hæfi því Darri Snær fékk verðlaun fyrir krúttlegustu myndina. Ég teiknaði drottningu sem hélt sér fast í kónginn því hún var að detta af skákborðinu, sagði Darri Snær sem er níu ára Hornfirðingur.

Úrskurðurinn áfall að mati borgarstjóra

Útboðsskilmálar sem Reykjavíkurborg setti vegna útboðsins um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hafa verið ógildir þar sem kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að tilhögun útboðsins bryti í bága við lög um opinber innkaup.

Talsverður erill um helgina

Lögreglan í Reykjavík hafði í nægu að snúast um helgina. Aðfararnótt laugardags var maður á fimmtugsaldri stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveg og aðfararnótt sunnudags voru sex manns fluttir á slysadeild í Reykjavík með minniháttar meiðsl eftir pústra í miðbænum. Sá sem stunginn var liggur enn á gjörgæsludeild en stungumaðurinn situr enn í haldi lögreglu.

Kríuvarp misferst annað árið í röð

Kríuvarp, sem stundum hefur hafist um miðjan maí eða að minnsta kosti í júníbyrjun, er enn varla hafið á Suður- og Vesturlandi að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar fuglafræðings.

Ræðst á allra næstu dögum

Á næstu dögum ræðst hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambandsins, var íslenskt samfélag ekki búið undir breytingar á flæði vinnuafls.

Eitt krot eykur líkur á öðru

Þorsteinn Pálmarsson, eigandi hreinsunarfyrirtækisins Allt-af, flokkar veggjakrot sem skemmdarverk. Hann segir þá sem krota alltaf vera að læra nýjar aðferðir sem síðan þurfi að bregðast við með nýrri hreinsiblöndu sem sé nógu öflug til að hreinsa krotið án þess að yfirborð veggjarins skemmist.

Hefndarmorð á unglingum

Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær, og er það versta fjöldamorð sem framið hefur verið í sögu borgarinnar. Fórnarlömbin, fimm ungir piltar á aldrinum 16 til 19 ára, fundust í og við bíl þeirra eftir að morðingjarnir höfðu skotið fjölmörgum skotum á bílinn með þeim afleiðingum að allir í honum létust.

Búferlaflutningar fyrstu þrjá mánuði ársins

Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttust til landsins 2.574 manns á meðan 798 fluttust á brott. Landsmönnum fjölgaði af þessum orsökum um nær átján hundruð manns á tímabilinu. Þetta kemur fram í bráðabirgða­upplýsingum um búferlaflutninga fyrsta ársfjórðungs, sem Hagstofan hefur unnið fyrir fjármála­ráðuneytið.

Allar ábendingar skoðaðar

Undirbúningur og staða deilskipulags nýs sjúkrahúss við Hringbraut var kynnt á opnum fundi í Ráðhúsinu fyrir helgi. Ríflega fimmtíu manns mættu á fundinn og komu fram fjölmargar spurningar og athugasemdir frá starfsfólki Landspítalans og íbúum nágrennisins.

Discovery út í geiminn 1. júlí

Bandaríska geimferðastofnunin NASA ákvað á laugardag að skjóta skyldi geimferjunni Discovery út í geim þann 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er tekin þvert á ráðleggingar sérfræðinga sem segja stofnunina ekki fyllilega hafa leyst þau vandamál sem urðu til þess að geimferjan Columbia fórst árið 2003 með þeim afleiðingum að sjö geimfarar fórust.

Ævintýraleg þorskveiði

Þorskurinn virðist vera kominn aftur í hafið við Grænland eftir 15 ára bið, að sögn vefútgáfu norska blaðsins Fiskeribladet, og hann lítur vel út sá sem veiðist. "Ævintýraleg veiði," segir Leivur á Rógvi skipstjóri.

Athygli vakin á blóðgjöfum

Fjölskylduskokk Blóðbankans fór fram á miðvikudaginn. 70 manns tóku þátt, en hlaupið var haldið í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu er að vekja athygli á Alþjóða blóðgjafar­deginum (World Blood Donor Day) sem var haldinn á miðvikudaginn. Dagurinn er sameiginlegt verkefni Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar.

Fjölskyldudagar Íslandsvina

Mótmæli Íslandsvinir, sem er félagsskapur umhverfisverndar­sinna, stendur fyrir friðsamlegum fjölskyldudögum undir Snæfelli við Kárahnjúka dagana 21. til 31. júlí næstkomandi.

Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg

Viðræður eru í gangi á milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu um að tilvist Ísraelsríkis verði viðurkennd en Hamas-samtökin hafa hingað til neitað að gera það. Samningamenn eru bjartsýnir á að sátt náist.

Rannsóknir eru hafnar

Rannsóknir á háhitasvæðum eru hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin á Norðurlandi nægjanlega svo hægt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra vegna stóriðjunnar. Boraðar verða þrjár rannsóknarholur í sumar. Sú fyrsta, sem er í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, er þegar tilbúin en hún er 2.130 metra djúp.

Steypa forseta ekki af stóli

Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í seinustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta Sómalíu, af stóli. Fréttir hafa borist af innrás eþíópísks herliðs sem koma átti bráðabirgðastjórn Yusuf til aðstoðar en því neita Eþíópíumenn.

Stjórnarandstaðan sigraði

Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hrósaði sigri í þingkosningunum sem fram fóru þar í fyrradag. Forseti landsins hefur falið Robert Fico, leiðtoga vinstriflokksins Smer, stjórnarmyndun, en flokkurinn náði ekki hreinum meirihluta og verður því að mynda stjórn í samráði við aðra flokka.

Óánægja með vinnubrögð

Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar brot á jafnréttislögum og jafnréttisáætlun skólans við ráðningu í stöðu dósents við tölvunarfræðiskor og krefst úrbóta.

Framúrskarandi og til fyrirmyndar

Nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent í fjórða sinn í Ráðhúsinu í gær. Liðlega fjörutíu nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur voru verðlaunaðir, meðal annars fyrir góðan námsárangur, framfarir í námi, félagsstörf, samskiptahæfni, frumkvæði, leiðtogahæfileika og frammistöðu í íþróttum og listum.

Mótvægi við Bandaríkin

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hvatti Kínverja, Rússa og aðrar Asíuþjóðir til að sameina efnahagslega og pólitíska krafta sína til mótstöðu við áhrif Bandaríkjanna.

Hættu við 45 dögum áður

Yfirvöldum í Bandaríkjunum bárust upplýsingar um að hryðjuverkasamtökin al-Kaída hefðu í hyggju að sleppa banvænu gasi í neðanjarðarlestakerfi New York árið 2003, en hætt hafi verið við árásina 45 dögum áður en láta átti til skarar skríða. Þetta kemur fram í bókarútdrætti sem tímaritið Time birti nýlega á vef sínum.

Lífstíðardómur fyrir morð

Tveir Bretar voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á samkynhneigðum barþjóni í London í október í fyrra. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Hitti forsætisráðherra Dana

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hitti Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, á fundi í Danmörku í gær en þar var Annan í dagsheimsókn. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en líklegt er að málefni í Írak og Súdan hafi borið á góma ásamt hlutverki SÞ í Írak. Frá þessu greinir skrifstofa danska forsætisráðherrans.

Gunnar fékk öll atkvæðin

Gunnar Einarsson var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Garðabæjar til næstu fjögurra ára, á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar. Fimm af sjö bæjarfulltrúum sátu í gær sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Á honum var Páll Hilmarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs og Erling Ásgeirsson hlaut kosningu sem formaður bæjarráðs.

Gagnrýna löggæslu landsins

Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna löggæslustofnanir landsins og krefjast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi.

Tveir drengir í haldi lögreglu

Tveir ungir piltar eru í gæsluvarðhaldi í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára pilti sem framið var þar á föstudagskvöld. Piltarnir, sem eru sextán og átján ára gamlir, voru handteknir í fyrradag og voru þeir yfirheyrðir í dag.

Tekist á um hvalveiðar

Tillaga Japana, um að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnuskyni, var felld á laugardagskvöld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer nú fram í St. Kitts með eins atkvæðismun. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að fella bannið úr gildi.

Paul orðinn 64 ára

Síðustu mánuðir hafa ekki verið þeir sælustu í lífi Pauls McCartneys en í dag hafði hann þó ástæðu til að gleðjast. 64 ára afmælisdagurinn, sem hann söng svo eftirminnilega um hér um árið, er loksins runninn upp.

Ólgan vex í Sómalíu

Ástandið í Sómalíu er orðið svo viðkvæmt að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að á hverri stundu geti borgarastyrjöld brotist þar út á ný. Eþíópískt herlið er í viðbragðsstöðu við sómölsku landamærin, tilbúið að verja bráðabirgðastjórnina í landinu.

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á leiðtogafundi Norðurlandanna sem fram fer á Svalbarða á morgun verður hornsteinn lagður að neðanjarðarhólfi sem geyma á fræ þriggja milljóna plöntutegunda alls staðar að úr heiminum.

Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi

Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið.

Ræðst á næstu dögunum

Það ræðst á næstu dögum hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Íslenskt samfélag var ekki undirbúið fyrir breytingar á flæði vinnuafls, segir Halldór Grönwold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins.

Discovery út í geim þvert á ráðleggingar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta geimferjunni Discovery út í geiminn 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er þvert á ráðleggingar ýmissa sérfræðinga stofnunarinnar sem segja ferjuna enn ekki nægilega örugga til geimferða.

Tveir í haldi vegna morðs á ungling í Bretlandi

Tveir piltar eru í haldi í lögreglunnar í Kent í Bretlandi vegna morðs á sextán ára dreng þar um slóðir á föstudagskvöldið. Piltarnir sem eru í haldi lögreglu eru 16 og 18 ára gamlir og voru handteknir seint í gærkvöld og var ætlunin að yfirheyra þá í dag.

Fjórar stúlkur létust eftir gassprengingu

Fjórar stúlkur létust og fjölmargir særðust þegar gassprenging varð í skóla í borginni Herat í Afganistan í morgun. Mikil skelfing greip um sig þegar gasketill í eldhúsi skólans sprakk og myndaðist þá öngþveiti þar sem telpurnar, sem voru á aldrinum 6-9 ára, tróðust undir.

Sjá næstu 50 fréttir