Viðskipti innlent

Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Óli Snorrason, Haraldur Eyvinds og Stefanía Erla Óskarsdóttir.
Birgir Óli Snorrason, Haraldur Eyvinds og Stefanía Erla Óskarsdóttir. Pósturinn

Birgir Óli Snorrason, Haraldur Eyvinds og Stefanía Erla Óskarsdóttir hafa öll verið ráðin nýir forstöðumenn hjá Póstinum. 

Í tilkynningu segir að Birgir Óli Snorrason hafi verið ráðinn forstöðumaður viðskiptakerfa. 

„Hann hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2021 og sinnti áður starfi SAP hugbúnaðarsérfræðings. Birgir Óli er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er í meistaranámi í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Haraldur Eyvinds hefur verið ráðinn forstöðumaður tæknireksturs og þróunar. Hann kemur til Póstsins frá Terra umhverfisþjónustu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. Hann hefur einnig starfað sem stjórnandi á viðskiptalausnasviði Advania og sem stjórnandi á fjármálasviði Símans. Haraldur er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á vöru- og aðfangakeðjustjórnun og hefur auk þess sótt sér menntun í starfsmannamálum, tæknimálum og stjórnun og rekstri.

Stefanía Erla Óskarsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Hún hefur starfað í markaðsmálum um árabil og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af vörumerkjastýringu, stefnumótun og markaðsmálum. Hún kemur til Póstsins frá Advania þar sem hún starfaði sem markaðssérfræðingur og kom t.d. að stefnumótun og uppbyggingu vörumerkja félagsins. Stefanía er með meistaragráðu í vörumerkja- og samskiptastjórnun frá Copenhagen Business School og B.S. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×