Innherji

„Engar teljandi tafir“ orðið í sam­runa­viðræðum Skaga og Ís­lands­banka

Hörður Ægisson skrifar
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, segir að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að klára samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins hratt og vel.
Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, segir að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að klára samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins hratt og vel.

Þrátt fyrir vendingar innan stjórnar Íslandsbanka, sem er núna undir forystu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar, þá segir forstjóri Skaga að „engar teljandi tafir“ hafi orðið í samrunaviðræðum félaganna að undanförnu og samrunatilkynning til að skila inn á borð Samkeppniseftirlitsins sé langt komin. Sumir hluthafar Íslandsbanka hafa gagnrýnt það sem þeim finnst vera óhagstæð verðlagning á bankanum í fyrirhuguðum viðskiptum og á nýafstöðnum hluthafafundi svaraði bankastjórinn því til að ný stjórn hefði „tæki og tól“ til að endurmeta samninginn.


Tengdar fréttir

Bjarni heldur áfram að stækka eignar­hlut sinn í Skaga

Bjarni Ármannsson, stærsti einkafjárfestirinn í Skaga, heldur áfram að bæta stöðugt við stöðu sína í fjármálafyrirtækinu sem á núna í samrunaviðræðum við Íslandsbanka og er hlutur hans að nálgast tíu prósent.

Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga

Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.

Skagi þarf frekari ytri vöxt til að ná tekju­mark­miðum af fjár­mála­starf­semi

Með kaupum Skaga á Íslenskum verðbréfum eykst stöðugleiki í þjónustutekjum af fjármálastarfsemi en eigi tekjumarkmið til næstu tveggja ára að nást þarf markaðshlutdeild félagsins að aukast „verulega,“ að mati hlutabréfagreinanda. Samkvæmt nýrri greiningu lækkar verðmatsgengi Skaga nokkuð frá fyrra mati, einkum vegna útlits um minni hagnað á árinu en áður var talið, en afkoman ætti að batna mikið þegar það kemst á „eðlilegt“ árferði á fjármálamörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×