SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar 23. janúar 2026 07:02 Þann 13. janúar sl. skrifaði Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), pistil í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni „Tökum umræðuna“. SFS vill sem sagt „taka“ umræðuna, en þau virðast líka hafa „tekið“ ráðuneytið, eftirlitsstofnanirnar og regluverkið, miðað við hvernig drög að nýju lagareldisfrumvarpi eru. Frumvarpið er eins og draumur fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn, enda heyrist ekkert frá SFS varðandi frumvarpið – sem er óvanalegt þegar verið er að sýsla með iðnað undir þeirra verndarvæng. Almenningur er hins vegar að láta í sér heyra og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 180 umsagnir um frumvarpið borist í Samráðsgátt, og hefur almenningur til 26. janúar til að skila umsögnum. Jú, sjáið þið til – SFS á þá ósk heitasta að umræðan byggi á skynsemi og vísindum, bara ekki þeim vísindum sem gagnrýna erfðablöndun vegna síendurtekinna umhverfisslysa sem valda öðrum óbættum skaða eins og landeigendum og bændum, og hafa stofnað villta íslenska laxastofninum í mikla hættu. Þá vill SFS heldur ekki að umræðan byggist á almennri skynsemi, eins og til dæmis að atvinnurekstur sem skilgreindur er sem iðnaður, sé ekki rekinn þannig að hætta stafi af honum fyrir villta stofna, náttúru, eða aðrar atvinnugreinar. Við værum ekki að ræða þessa hluti í tengslum við nýtt lagareldisfrumvarp ef norskir félagar SFS (ekki þessir úr Exit auglýsingunum) hefðu t.d. notað: a) Ófrjóan lax b) Ófrjóan íslenskan lax í stað frjós norsks lax c) Ófrjóan íslenskan lax í lokuðum kvíum sem valda ekki sleppingum, mengun né ótæpilegum dauða eldisdýranna d) Íslenskt fjármagn ætlað langtíma uppbyggingu (eins og í landeldi eða lokuðum sjókvíum) e) Vísvitandi rangar yfirlýsingar sem hafa verið hraktar af stofnunum eins og að um sé að ræða sjálfbæra framleiðslu eða íslenskan lax f) Bjargráð sín til að hreinsa upp eftir sig, og staðið við stóru orðin, eftir eitt stærsta umhverfisslys landsins (eitt af mörgum) þar sem þurfti að ráða norska rekkafara til að slæða íslenskar ár (sem varð svo ágætis áramótaskaupsefni). Til að bíta höfuðið af skömminni vísar Heiðrún í pistli sínum í rannsókn sem við hjá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) þekkjum vel, en höfundur hennar hefur einmitt varað við því að þrátt fyrir að neikvæð áhrif erfðablöndunar geti þynnst út vegna náttúruvals megi einmitt ekki draga þá ályktun að eldislax sem sleppur ógni ekki tilvist villtra laxastofna. Það stafar m.a. af því að erfðamengaður villtur lax á minni möguleika á að lifa af. Eldisfiskur sem sleppur breytir líka eiginleikum eins og aldri við sjógöngu, stærð og kynþroska – þar sem eldisfiskurinn hefur verið ræktaður til að vaxa hratt og skila ávöxtun í eldi; eiginleikar sem eru ekki alltaf til framdráttar í villtri náttúru. Það getur því, samkvæmt vísindamönnunum, tekið mörg ár áður en skaðlegar afleiðingar eins og þær sem Heiðrún vísar í hverfa. Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að í umræddri rannsókn er lögð áhersla á mikilvægi þess að koma í veg fyrir sleppingar og draga úr fjölda eldislaxa sem ná á hrygningarsvæði villtra fiska; tveir nauðsynlegir þættir ef takast á að viðhalda mikilvægu genamengi og lífsmöguleikum villta laxastofnsins í Atlantshafi. SFS, getið þið, í þágu skynsamrar og vísindalegrar umræðu svarað þeirri einföldu spurningu hvernig iðnaðurinn ætlar að bæta fyrir þann mikla skaða sem hann mun valda og hefur nú þegar valdið? Reikningar veiðifélaganna fyrir rekkafarana eru enn ógreiddir. Tekjutapið af veiðileyfum og útleigu áa sem komast í heimsfréttirnar fyrir eitt stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar er enn óbætt.Nýtt lagareldisfrumvarp leggur til nýtt kvótakerfi fyrir lagareldi og býr til eitthvað sem heitir ”laxahlutur”. Ekki aðeins neitar geirinn að greiða fyrir það tjón sem hann veldur heldur er hann líka búinn að hóta því að ef kvótinn, ”laxahluturinn”, verður af þeim tekinn þá muni eldisfyrirtækin krefja íslenska ríkið, okkur þjóðina, um skaðabæturnar.Tökum umræðuna þangað SFS. Hvernig er hægt að bera traust til ykkar sem boðanda skynsemi og vísinda í umræðunni þegar þetta eru vinnubrögðin? Höfundur er verkefnastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar sl. skrifaði Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), pistil í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni „Tökum umræðuna“. SFS vill sem sagt „taka“ umræðuna, en þau virðast líka hafa „tekið“ ráðuneytið, eftirlitsstofnanirnar og regluverkið, miðað við hvernig drög að nýju lagareldisfrumvarpi eru. Frumvarpið er eins og draumur fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn, enda heyrist ekkert frá SFS varðandi frumvarpið – sem er óvanalegt þegar verið er að sýsla með iðnað undir þeirra verndarvæng. Almenningur er hins vegar að láta í sér heyra og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 180 umsagnir um frumvarpið borist í Samráðsgátt, og hefur almenningur til 26. janúar til að skila umsögnum. Jú, sjáið þið til – SFS á þá ósk heitasta að umræðan byggi á skynsemi og vísindum, bara ekki þeim vísindum sem gagnrýna erfðablöndun vegna síendurtekinna umhverfisslysa sem valda öðrum óbættum skaða eins og landeigendum og bændum, og hafa stofnað villta íslenska laxastofninum í mikla hættu. Þá vill SFS heldur ekki að umræðan byggist á almennri skynsemi, eins og til dæmis að atvinnurekstur sem skilgreindur er sem iðnaður, sé ekki rekinn þannig að hætta stafi af honum fyrir villta stofna, náttúru, eða aðrar atvinnugreinar. Við værum ekki að ræða þessa hluti í tengslum við nýtt lagareldisfrumvarp ef norskir félagar SFS (ekki þessir úr Exit auglýsingunum) hefðu t.d. notað: a) Ófrjóan lax b) Ófrjóan íslenskan lax í stað frjós norsks lax c) Ófrjóan íslenskan lax í lokuðum kvíum sem valda ekki sleppingum, mengun né ótæpilegum dauða eldisdýranna d) Íslenskt fjármagn ætlað langtíma uppbyggingu (eins og í landeldi eða lokuðum sjókvíum) e) Vísvitandi rangar yfirlýsingar sem hafa verið hraktar af stofnunum eins og að um sé að ræða sjálfbæra framleiðslu eða íslenskan lax f) Bjargráð sín til að hreinsa upp eftir sig, og staðið við stóru orðin, eftir eitt stærsta umhverfisslys landsins (eitt af mörgum) þar sem þurfti að ráða norska rekkafara til að slæða íslenskar ár (sem varð svo ágætis áramótaskaupsefni). Til að bíta höfuðið af skömminni vísar Heiðrún í pistli sínum í rannsókn sem við hjá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) þekkjum vel, en höfundur hennar hefur einmitt varað við því að þrátt fyrir að neikvæð áhrif erfðablöndunar geti þynnst út vegna náttúruvals megi einmitt ekki draga þá ályktun að eldislax sem sleppur ógni ekki tilvist villtra laxastofna. Það stafar m.a. af því að erfðamengaður villtur lax á minni möguleika á að lifa af. Eldisfiskur sem sleppur breytir líka eiginleikum eins og aldri við sjógöngu, stærð og kynþroska – þar sem eldisfiskurinn hefur verið ræktaður til að vaxa hratt og skila ávöxtun í eldi; eiginleikar sem eru ekki alltaf til framdráttar í villtri náttúru. Það getur því, samkvæmt vísindamönnunum, tekið mörg ár áður en skaðlegar afleiðingar eins og þær sem Heiðrún vísar í hverfa. Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að í umræddri rannsókn er lögð áhersla á mikilvægi þess að koma í veg fyrir sleppingar og draga úr fjölda eldislaxa sem ná á hrygningarsvæði villtra fiska; tveir nauðsynlegir þættir ef takast á að viðhalda mikilvægu genamengi og lífsmöguleikum villta laxastofnsins í Atlantshafi. SFS, getið þið, í þágu skynsamrar og vísindalegrar umræðu svarað þeirri einföldu spurningu hvernig iðnaðurinn ætlar að bæta fyrir þann mikla skaða sem hann mun valda og hefur nú þegar valdið? Reikningar veiðifélaganna fyrir rekkafarana eru enn ógreiddir. Tekjutapið af veiðileyfum og útleigu áa sem komast í heimsfréttirnar fyrir eitt stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar er enn óbætt.Nýtt lagareldisfrumvarp leggur til nýtt kvótakerfi fyrir lagareldi og býr til eitthvað sem heitir ”laxahlutur”. Ekki aðeins neitar geirinn að greiða fyrir það tjón sem hann veldur heldur er hann líka búinn að hóta því að ef kvótinn, ”laxahluturinn”, verður af þeim tekinn þá muni eldisfyrirtækin krefja íslenska ríkið, okkur þjóðina, um skaðabæturnar.Tökum umræðuna þangað SFS. Hvernig er hægt að bera traust til ykkar sem boðanda skynsemi og vísinda í umræðunni þegar þetta eru vinnubrögðin? Höfundur er verkefnastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar