Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar 21. janúar 2026 12:45 Mikil gerjun er í leikskólamálum hér á landi og almenn hreyfing er í þá átt að mikilvægt sé að brúa umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs. Þetta gerum við með því að fjölga leikskólakennurum og öðru fagmenntuðu og ófaglærðu en atorkusömu starfsfólki leikskóla, en einnig með því að bæta húsnæðiskost eldri leikskóla og halda áfram vinnu við að bæta starfskjör og starfsaðstæður. Samhliða þessu fjölgum við leikskólaplássum í borginni til að geta boðið yngri börnum að hefja sína skólagöngu. Það markar jákvæð tímamót að nú hyllir undir að lagður verði nýr grunnur að þéttara samstarfi ríkis, borgarinnar og annarra sveitarfélaga. Þar verður unnið að verkaskiptingu og sameiginlegri fjármögnun þessara aðila á málaflokknum, í tengslum við tillögur aðgerðahóps forsætisráðuneytisins um lögfestingu leikskólastigsins og sömuleiðis um lögfestan rétt barna til leikskólavistar. Betri fjármögnun leikskóla Með upptöku nýs fjárhagslíkans leikskóla á síðasta ári fóru 1,7 milljarðar króna til viðbótar í leikskóla borgarinnar og eru þeir þá fullfjármagnaðir eftir hallarekstur árin á undan. Nýja fjármagnið rann m.a. til þess að efla snemmtækan stuðning við börn sem á þurfa að halda í leikskólum, auka framlag til barna með annað móðurmál en íslensku, hækka fjárveitingar í stjórnun leikskóla o.s.frv. Systkinaforgangur Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að taka upp systkinaforgang í leikskólum borgarinnar svo systkini geti verið á sama leikskóla. Það eru augljós rök fyrir því að við léttum undir með barnmörgum fjölskyldum með því að yngri systkini geti innritast í sama leikskóla og eldra systkini á haustin. Ég geri mér vonir um að samstaða verði um þetta meðal borgarfulltrúa þvert á flokka og að tillaga þar um verði samþykkt á næstu vikum. Hreystileikskólar Varðandi nýjungar þá hefur borgarráð samþykkt tillögu mína um að hefja undirbúning að nýjum valkosti í leikskólakerfinu, hreystileikskólum, sem ætlað er að efla heilbrigði, útiveru og seiglu leikskólabarna í samvinnu leikskóla og íþróttafélaga. Þar gefst tækifæri til að nýta betur íþróttamannvirki í hverfum borgarinnar í þágu yngstu kynslóðarinnar og styrkja einn af grunnþáttum menntastefnu borgarinnar, sem lýtur að líkamlegu og andlegu heilbrigði barna. Markviss leikskólauppbygging Uppbygging nýrra leikskóla hefur gengið skv. áætlun og gott betur undanfarin ár, með opnun 7 nýrra leikskóla og um 1200 nýjum leikskólaplássum frá 2018. Í undirbúningi eru 1800 ný pláss á næstu 6 árum með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla, fjölgun ungbarnadeilda og fjölgun plássa hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Slík uppbygging felur jafnframt í sér umbætur í starfsumhverfi leikskóla því með nýju húsnæði gefst oft tækifæri til að taka úr notkun annað lakara húsnæði sem komið er til ára sinna. Það er jákvætt að mönnun hefur gengið betur undanfarin misseri, byrjað er að taka á móti 16 mánaða börnum í leikskóla og á þessu ári munu bætast við um 370 ný leikskólapláss og 150 til viðbótar opna á ný í eldri leikskólum eftir framkvæmdir. Bættar starfsaðstæður Verið er að leggja lokahönd á tillögur spretthóps borgarinnar um að bæta starfsaðstæður í leikskólum með það að markmiði að minnka álag, draga úr fáliðunaraðgerðum og bæta mönnun. Tillögunum er ekki síst ætlað að létta undir með foreldrum, leikskólastjórnendum og starfsfólki. Mikilvæg tillaga í því efni felst í að ráða sérstaka umsjónarmenn húsnæðis í leikskólum, sem hafi umsjón og eftirlit með húsnæðisþættinum, minniháttar viðhaldi og annist einnig samskipti við framkvæmdasvið borgarinnar þegar kemur að meiriháttar viðhaldi og endurbótum. Með því sparast mikill tími hjá leikskólastjórnendum sem geta þá betur haldið utan um starfsmannahópinn og skólastarfið sjálft. Þessum tillögum er þannig ætlað að hafa jákvæð áhrif á leikskólastarfið í borginni rétt eins og aðgerðir um bættar starfsaðstæður gerðu árið 2018. Þar var fjárfest í fagstarfi leikskóla með mikilvægum aðgerðum á borð við fjölgun undirbúningstíma, fjölgun starfsfólks, fækkun barna á deildum um 7%, auknu fjármagni í námsstyrki, faglegt starf og liðsheildarvinnu o.m.fl. Alls runnu um 4 milljarðar af nýju fjármagni í leikskólana með þessum aðgerðum. Með þeim mikilvægu aðgerðum sem framundan eru í mönnunarmálum og samstarfi ríkis og sveitarfélaga um brúun umönnunarbilsins hyllir sannarlega undir bjartari tíð í leikskólamálum borgarinnar og um land allt. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Mikil gerjun er í leikskólamálum hér á landi og almenn hreyfing er í þá átt að mikilvægt sé að brúa umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs. Þetta gerum við með því að fjölga leikskólakennurum og öðru fagmenntuðu og ófaglærðu en atorkusömu starfsfólki leikskóla, en einnig með því að bæta húsnæðiskost eldri leikskóla og halda áfram vinnu við að bæta starfskjör og starfsaðstæður. Samhliða þessu fjölgum við leikskólaplássum í borginni til að geta boðið yngri börnum að hefja sína skólagöngu. Það markar jákvæð tímamót að nú hyllir undir að lagður verði nýr grunnur að þéttara samstarfi ríkis, borgarinnar og annarra sveitarfélaga. Þar verður unnið að verkaskiptingu og sameiginlegri fjármögnun þessara aðila á málaflokknum, í tengslum við tillögur aðgerðahóps forsætisráðuneytisins um lögfestingu leikskólastigsins og sömuleiðis um lögfestan rétt barna til leikskólavistar. Betri fjármögnun leikskóla Með upptöku nýs fjárhagslíkans leikskóla á síðasta ári fóru 1,7 milljarðar króna til viðbótar í leikskóla borgarinnar og eru þeir þá fullfjármagnaðir eftir hallarekstur árin á undan. Nýja fjármagnið rann m.a. til þess að efla snemmtækan stuðning við börn sem á þurfa að halda í leikskólum, auka framlag til barna með annað móðurmál en íslensku, hækka fjárveitingar í stjórnun leikskóla o.s.frv. Systkinaforgangur Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að taka upp systkinaforgang í leikskólum borgarinnar svo systkini geti verið á sama leikskóla. Það eru augljós rök fyrir því að við léttum undir með barnmörgum fjölskyldum með því að yngri systkini geti innritast í sama leikskóla og eldra systkini á haustin. Ég geri mér vonir um að samstaða verði um þetta meðal borgarfulltrúa þvert á flokka og að tillaga þar um verði samþykkt á næstu vikum. Hreystileikskólar Varðandi nýjungar þá hefur borgarráð samþykkt tillögu mína um að hefja undirbúning að nýjum valkosti í leikskólakerfinu, hreystileikskólum, sem ætlað er að efla heilbrigði, útiveru og seiglu leikskólabarna í samvinnu leikskóla og íþróttafélaga. Þar gefst tækifæri til að nýta betur íþróttamannvirki í hverfum borgarinnar í þágu yngstu kynslóðarinnar og styrkja einn af grunnþáttum menntastefnu borgarinnar, sem lýtur að líkamlegu og andlegu heilbrigði barna. Markviss leikskólauppbygging Uppbygging nýrra leikskóla hefur gengið skv. áætlun og gott betur undanfarin ár, með opnun 7 nýrra leikskóla og um 1200 nýjum leikskólaplássum frá 2018. Í undirbúningi eru 1800 ný pláss á næstu 6 árum með nýjum leikskólum, stækkun starfandi leikskóla, fjölgun ungbarnadeilda og fjölgun plássa hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Slík uppbygging felur jafnframt í sér umbætur í starfsumhverfi leikskóla því með nýju húsnæði gefst oft tækifæri til að taka úr notkun annað lakara húsnæði sem komið er til ára sinna. Það er jákvætt að mönnun hefur gengið betur undanfarin misseri, byrjað er að taka á móti 16 mánaða börnum í leikskóla og á þessu ári munu bætast við um 370 ný leikskólapláss og 150 til viðbótar opna á ný í eldri leikskólum eftir framkvæmdir. Bættar starfsaðstæður Verið er að leggja lokahönd á tillögur spretthóps borgarinnar um að bæta starfsaðstæður í leikskólum með það að markmiði að minnka álag, draga úr fáliðunaraðgerðum og bæta mönnun. Tillögunum er ekki síst ætlað að létta undir með foreldrum, leikskólastjórnendum og starfsfólki. Mikilvæg tillaga í því efni felst í að ráða sérstaka umsjónarmenn húsnæðis í leikskólum, sem hafi umsjón og eftirlit með húsnæðisþættinum, minniháttar viðhaldi og annist einnig samskipti við framkvæmdasvið borgarinnar þegar kemur að meiriháttar viðhaldi og endurbótum. Með því sparast mikill tími hjá leikskólastjórnendum sem geta þá betur haldið utan um starfsmannahópinn og skólastarfið sjálft. Þessum tillögum er þannig ætlað að hafa jákvæð áhrif á leikskólastarfið í borginni rétt eins og aðgerðir um bættar starfsaðstæður gerðu árið 2018. Þar var fjárfest í fagstarfi leikskóla með mikilvægum aðgerðum á borð við fjölgun undirbúningstíma, fjölgun starfsfólks, fækkun barna á deildum um 7%, auknu fjármagni í námsstyrki, faglegt starf og liðsheildarvinnu o.m.fl. Alls runnu um 4 milljarðar af nýju fjármagni í leikskólana með þessum aðgerðum. Með þeim mikilvægu aðgerðum sem framundan eru í mönnunarmálum og samstarfi ríkis og sveitarfélaga um brúun umönnunarbilsins hyllir sannarlega undir bjartari tíð í leikskólamálum borgarinnar og um land allt. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun