Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 18. janúar 2026 16:01 Við sem ólumst upp áður en internetið og hinn stafræni heimur komu til sögunnar getum borið saman tímana tvenna. Tilkoma þessarar tækni hefur leitt til margra nýunga og kannski meiri samfélagsbreytinga en við áttum okkur á. Tæknin hefur óumdeilanlega haft jákvæð áhrif. Þar má helst nefna styttri boðleiðir, aukið og einfaldað aðgengi að upplýsingum og fræðslu, einföldun þjónustu og aukin samskipti án tillits til gæða samskiptanna. Netið hefur breytt og aukið aðgengi almennings að þjónustu opinberra stofnanna. Það hefur einnig aukið gæði og öryggi opinberra upplýsinga. Þetta allt eflir traust og skilning okkar á samfélaginu, réttindunum okkar og skyldum. Þegar horft er til breytinga á samskiptum má segja að heimurinn hafi hreinlega skroppið saman. Bréfleg skilaboð sem áður fóru milli manna tóku oft óratíma að berast með hestum, bifreiðum, skipum og síðar flugi. Í dag berast samskipti á sekúndubroti heimshornanna á milli og ekkert þykir sjálfsagðara en að eiga lifandi myndræn samskipti í rauntíma. Neikvæð áhrif netsins Neikvæð áhrif netsins eru að sama skapi óumdeilanleg. Börn og margir fullorðnir eru berskjölduð gagnvart skaðlegu efni, áreiti, áreitni og ofbeldi. Sem betur fer hefur fólk einnig lært að varast eða bregðast við þessum neikvæðu hliðum. Fólk sem komið er til vits og ára og hefur jafnframt fengið viðeigandi fræðslu veit hvað ber að forðast. Þetta er þó hvergi nærri skothelt því blekkingar á netinu þróast hratt. Svikarar og glæpamenn villa á sér heimildir, þróa sífellt meira sannfærandi tilboð um gæfu, gull og gott gengi allt eftir því hver ásetningur viðkomandi geranda er. Það allra versta á netinu er misnotkun á börnum Netið er orðið helsti vettvangur skipulagðrar glæpastarfsemi og næsta víst að þar sjáum við aðeins toppinn á ísjakanum. Hið stafræna umhverfi veitir glæpahópum háþróuð verkfæri og nýjar leiðir til að stunda ólöglega starfsemi. Netið er notað til sölu og smygls á fíkniefnum, peningaþvættis, vopnasölu, skipulagðrar hryðjuverkastarfsemi, mansals, kynferðisglæpa og alls konar svika og svindls, efnahagsbrota og skemmdar- og umhverfisbrota. Stórtækir glæpahópar nýta sér viðkvæma einstaklinga í gegnum netið og samfélagsmiðlar þjóna sem samhæfingarmiðstöðvar til að laða börn og fullorðna að ýmsu vafasömu atferli. Börn tæld eða þvinguð til glæpaverka Á öllum tímum hafa skipulagðir glæpahópar notað fjölbreyttar leiðir til að komast í tæri við ungmenni undir alls konar yfirskini. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og fleiri aðilum hefur þessi starfsemi aukist mikið. Í frétt á visi.is árið 2007 kom fram að börn undir tíu ára aldri voru grunuð í nær þrjú þúsund sakamálum á Englandi og í Wales árið 2006. Nær helmingur þessara glæpa, um1.300, tengdust skemmdarverkum eða íkveikjum. Fréttir berast af því að glæpahópar noti tölvuleiki og samfélagsmiðla í vaxandi mæli til að fá börn og ungmenni til að fremja glæpi. Glæpamenn nálgast börnin á spjallsíðum og bjóða þeim peninga fyrir að fremja skemmdarverk og jafnvel morð. Fjölmörg dæmi eru um að börn eru fengin til að senda upptökur af sjálfum sér að skaða sig og þau jafnvel hvött til að svipta sig lífi. Dæmi eru um að allt niður í níu ára börn hafi lent í klóm þessara glæpamanna. Framkvæmdarstjóri Europol hefur ítrekað tjáð sig um þessi mál í fjölmiðlum. Til að ná að uppræta þennan óhugnað sé nauðsynlegt að byggja upp traust og samvinnu milli þjóða. Foreldrarnir í framlínunni Margt þarf að koma til í fræðslu og forvörnum en umfram allt er mikilvægast að foreldrar og forráðamenn barna séu meðvitaðir um hætturnar. Þau fylgist grannt með því sem börnin aðhafast á netinu. Foreldrar eru í lang sterkustu stöðunni til að fylgjast með við hverja barnið hefur samskipti. Foreldrar eru einnig í bestu aðstöðunni til að ræða þessi mál við börn sín, fræða þau og upplýsa. Tryggasta leiðin er að vera í þéttu og góðu sambandi við börnin. Eiga traust þeirra til að tala um allt milli himins og jarðar. Góð tengsl foreldra barna er besta forvörnin gegn allri vá sem herja kann á barnið. Það er því mjög mikilvægt að rækta jákvæðar samskiptaleiðir og vera ávallt tilbúin að hlusta án þess að dæma. Heimsókn til Europol og Eurojust Fulltrúar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eru nýkomnir úr heimsókn til Haag í Hollandi þar sem nefndarfólk kynnti sér meðal annars löggæslusamstarf innan Evrópu. Nefndin heimsótti Europol og Eurojust. Þetta var lærdómsrík heimsókn sem opnaði augu okkar enn frekar fyrir alvarlegri stöðu í málaflokki skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum í dag. Europol þjónar sem samhæfingarmiðstöð í upplýsingaöflun og stuðningi við aðildarríki Evrópusambandsins og fleiri ríki þeirra á meðal Ísland. Ríkin vinna þannig sameiginlega gegn ýmsum gerðum alvarlegrar og skipulagðrar glæpastarfsemi, sem og hryðjuverkastarfsemi. Erurojust var stofnað til að bæta meðferð alvarlegra landamærabrota og skipulagðra glæpa með því að hvetja til samvinnu rannsóknar- og saksóknaraembætta ríkja í milli. Innan Eurojust er samstarfshópur dómara, saksóknara, lögreglu og fleiri aðila frá hverju hinna tuttugu og sjö aðildarríkjum ESB. Mikilvægt alþjóðlegt samstarf Vaxandi skipulögð glæpastarfsemi á netinu krefst nýstárlegra rannsóknaraðferða og alþjóðlegs samstarfs. Engin þjóð er laus við glæpi á netinu. Alþjóðlegt samstarf og miðlun upplýsinga skiptir höfuðmáli við að uppræta skipuleggjendur glæpasamtaka. Öðruvísi næst ekki að stöðva þessa glæpi. Sú vinna sem fram fer hjá Europol og Eurojust er ómetanleg. Þar er vettvangur til að safna upplýsingum víðs vegar að og deila þeim og dreifa til samstarfslanda. Þannig er hægt að stilla saman strengi í baráttunni gegn skipulögðum glæpagengjum. Brotin eiga sér oft stað í mörgum löndum samtímis og netið gegnir lykilhlutverki í skipulagningu og framkvæmd alls kyns glæpa. Íslendingar eru lánsamir að vera hluti af þessu samstarfi. Þar erum við ekki aðeins þiggjendur heldur leggjum við einnig okkar að mörkum. Mörg dæmi eru um að upplýsingar frá Íslandi hafi lagt lóð á vogarskálar við að uppræta glæpi í öðrum löndum. Til að vera fullgildur aðili að þessu mikilvæga samstarfi Evrópusamstarfsríkjanna og njóta alls þess sem það hefur að bjóða þurfa ríki að vera aðilar að ESB. Þar sem Ísland er ekki fullgildur aðili að ESB höfum við ekki beinan aðgang að gagnagrunni Europol. Í þessari baráttu vill enginn vera einn og einangraður. Glæpum og glæpasamtökum á netinu á eftir að fjölga og glæpasamtök sem fyrir eru eiga eftir að eflast ef ekki er spornað skipulega við þeim af afli. Það verður aðeins gert með því að efla enn frekar samstarf og upplýsingagjöf lögregluembætta í Evrópu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Við sem ólumst upp áður en internetið og hinn stafræni heimur komu til sögunnar getum borið saman tímana tvenna. Tilkoma þessarar tækni hefur leitt til margra nýunga og kannski meiri samfélagsbreytinga en við áttum okkur á. Tæknin hefur óumdeilanlega haft jákvæð áhrif. Þar má helst nefna styttri boðleiðir, aukið og einfaldað aðgengi að upplýsingum og fræðslu, einföldun þjónustu og aukin samskipti án tillits til gæða samskiptanna. Netið hefur breytt og aukið aðgengi almennings að þjónustu opinberra stofnanna. Það hefur einnig aukið gæði og öryggi opinberra upplýsinga. Þetta allt eflir traust og skilning okkar á samfélaginu, réttindunum okkar og skyldum. Þegar horft er til breytinga á samskiptum má segja að heimurinn hafi hreinlega skroppið saman. Bréfleg skilaboð sem áður fóru milli manna tóku oft óratíma að berast með hestum, bifreiðum, skipum og síðar flugi. Í dag berast samskipti á sekúndubroti heimshornanna á milli og ekkert þykir sjálfsagðara en að eiga lifandi myndræn samskipti í rauntíma. Neikvæð áhrif netsins Neikvæð áhrif netsins eru að sama skapi óumdeilanleg. Börn og margir fullorðnir eru berskjölduð gagnvart skaðlegu efni, áreiti, áreitni og ofbeldi. Sem betur fer hefur fólk einnig lært að varast eða bregðast við þessum neikvæðu hliðum. Fólk sem komið er til vits og ára og hefur jafnframt fengið viðeigandi fræðslu veit hvað ber að forðast. Þetta er þó hvergi nærri skothelt því blekkingar á netinu þróast hratt. Svikarar og glæpamenn villa á sér heimildir, þróa sífellt meira sannfærandi tilboð um gæfu, gull og gott gengi allt eftir því hver ásetningur viðkomandi geranda er. Það allra versta á netinu er misnotkun á börnum Netið er orðið helsti vettvangur skipulagðrar glæpastarfsemi og næsta víst að þar sjáum við aðeins toppinn á ísjakanum. Hið stafræna umhverfi veitir glæpahópum háþróuð verkfæri og nýjar leiðir til að stunda ólöglega starfsemi. Netið er notað til sölu og smygls á fíkniefnum, peningaþvættis, vopnasölu, skipulagðrar hryðjuverkastarfsemi, mansals, kynferðisglæpa og alls konar svika og svindls, efnahagsbrota og skemmdar- og umhverfisbrota. Stórtækir glæpahópar nýta sér viðkvæma einstaklinga í gegnum netið og samfélagsmiðlar þjóna sem samhæfingarmiðstöðvar til að laða börn og fullorðna að ýmsu vafasömu atferli. Börn tæld eða þvinguð til glæpaverka Á öllum tímum hafa skipulagðir glæpahópar notað fjölbreyttar leiðir til að komast í tæri við ungmenni undir alls konar yfirskini. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og fleiri aðilum hefur þessi starfsemi aukist mikið. Í frétt á visi.is árið 2007 kom fram að börn undir tíu ára aldri voru grunuð í nær þrjú þúsund sakamálum á Englandi og í Wales árið 2006. Nær helmingur þessara glæpa, um1.300, tengdust skemmdarverkum eða íkveikjum. Fréttir berast af því að glæpahópar noti tölvuleiki og samfélagsmiðla í vaxandi mæli til að fá börn og ungmenni til að fremja glæpi. Glæpamenn nálgast börnin á spjallsíðum og bjóða þeim peninga fyrir að fremja skemmdarverk og jafnvel morð. Fjölmörg dæmi eru um að börn eru fengin til að senda upptökur af sjálfum sér að skaða sig og þau jafnvel hvött til að svipta sig lífi. Dæmi eru um að allt niður í níu ára börn hafi lent í klóm þessara glæpamanna. Framkvæmdarstjóri Europol hefur ítrekað tjáð sig um þessi mál í fjölmiðlum. Til að ná að uppræta þennan óhugnað sé nauðsynlegt að byggja upp traust og samvinnu milli þjóða. Foreldrarnir í framlínunni Margt þarf að koma til í fræðslu og forvörnum en umfram allt er mikilvægast að foreldrar og forráðamenn barna séu meðvitaðir um hætturnar. Þau fylgist grannt með því sem börnin aðhafast á netinu. Foreldrar eru í lang sterkustu stöðunni til að fylgjast með við hverja barnið hefur samskipti. Foreldrar eru einnig í bestu aðstöðunni til að ræða þessi mál við börn sín, fræða þau og upplýsa. Tryggasta leiðin er að vera í þéttu og góðu sambandi við börnin. Eiga traust þeirra til að tala um allt milli himins og jarðar. Góð tengsl foreldra barna er besta forvörnin gegn allri vá sem herja kann á barnið. Það er því mjög mikilvægt að rækta jákvæðar samskiptaleiðir og vera ávallt tilbúin að hlusta án þess að dæma. Heimsókn til Europol og Eurojust Fulltrúar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eru nýkomnir úr heimsókn til Haag í Hollandi þar sem nefndarfólk kynnti sér meðal annars löggæslusamstarf innan Evrópu. Nefndin heimsótti Europol og Eurojust. Þetta var lærdómsrík heimsókn sem opnaði augu okkar enn frekar fyrir alvarlegri stöðu í málaflokki skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum í dag. Europol þjónar sem samhæfingarmiðstöð í upplýsingaöflun og stuðningi við aðildarríki Evrópusambandsins og fleiri ríki þeirra á meðal Ísland. Ríkin vinna þannig sameiginlega gegn ýmsum gerðum alvarlegrar og skipulagðrar glæpastarfsemi, sem og hryðjuverkastarfsemi. Erurojust var stofnað til að bæta meðferð alvarlegra landamærabrota og skipulagðra glæpa með því að hvetja til samvinnu rannsóknar- og saksóknaraembætta ríkja í milli. Innan Eurojust er samstarfshópur dómara, saksóknara, lögreglu og fleiri aðila frá hverju hinna tuttugu og sjö aðildarríkjum ESB. Mikilvægt alþjóðlegt samstarf Vaxandi skipulögð glæpastarfsemi á netinu krefst nýstárlegra rannsóknaraðferða og alþjóðlegs samstarfs. Engin þjóð er laus við glæpi á netinu. Alþjóðlegt samstarf og miðlun upplýsinga skiptir höfuðmáli við að uppræta skipuleggjendur glæpasamtaka. Öðruvísi næst ekki að stöðva þessa glæpi. Sú vinna sem fram fer hjá Europol og Eurojust er ómetanleg. Þar er vettvangur til að safna upplýsingum víðs vegar að og deila þeim og dreifa til samstarfslanda. Þannig er hægt að stilla saman strengi í baráttunni gegn skipulögðum glæpagengjum. Brotin eiga sér oft stað í mörgum löndum samtímis og netið gegnir lykilhlutverki í skipulagningu og framkvæmd alls kyns glæpa. Íslendingar eru lánsamir að vera hluti af þessu samstarfi. Þar erum við ekki aðeins þiggjendur heldur leggjum við einnig okkar að mörkum. Mörg dæmi eru um að upplýsingar frá Íslandi hafi lagt lóð á vogarskálar við að uppræta glæpi í öðrum löndum. Til að vera fullgildur aðili að þessu mikilvæga samstarfi Evrópusamstarfsríkjanna og njóta alls þess sem það hefur að bjóða þurfa ríki að vera aðilar að ESB. Þar sem Ísland er ekki fullgildur aðili að ESB höfum við ekki beinan aðgang að gagnagrunni Europol. Í þessari baráttu vill enginn vera einn og einangraður. Glæpum og glæpasamtökum á netinu á eftir að fjölga og glæpasamtök sem fyrir eru eiga eftir að eflast ef ekki er spornað skipulega við þeim af afli. Það verður aðeins gert með því að efla enn frekar samstarf og upplýsingagjöf lögregluembætta í Evrópu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun