Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. desember 2025 07:00 Markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess frá upphafi, að til verði að lokum evrópskt sambandsríki, var Kristjáni Vigfússyni að yrkisefni í grein á Vísi í gær. Kristján, sem er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og fer fyrir vinnuhópi Viðreisnar um Evrópumál, rifjaði þar upp eftirfarandi orð Winstons Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Zurich í Sviss 19. september 1946: „Við verðum að byggja upp eins konar Bandaríki Evrópu.“ Með því, segir í grein Kristjáns, hafi Churchill lagt „hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi.“ Tæpum fjórum árum síðar, þann 9. maí 1950, útvarpaði Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, yfirlýsingu úr franska utanríkisráðuneytinu sem lagði grunninn að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið að lokamarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Árið eftir varð Kola- og stálbandalag Evrópu að veruleika og síðan hefur hvert skrefið á fætur öðru verið tekið í áttina að lokamarkmiðinu. Hefur sambandið þegar öðlast flest einkenni ríkis. Til að mynda má velta því fyrir sér hvaða alþjóðastofnun eða annað milliríkjasamstarf í heiminum hafi sinn eigin hæstarétt, ríkisstjórn (framkvæmdastjórnina), löggjöfarþing, ígildi stjórnarskrár, löggjöf æðri löggjöf ríkjanna sem aðild eiga að henni, seðlabanka, gjaldmiðil, utanríkisþjónustu, ríkisborgararétt, vegabréf, ökuskírteini og jafnvel þjóðsöng svo eitthvað sé tínt til. Tvennt vantar helzt upp á í þeim efnum, ríkissjóð og eina utanríkisstefnu. Hins vegar hefur markvisst verið unnið að því á liðnum árum að hægt verði að sama skapi að merkja við þau atriði og er það langt komið. Hitt er annað mál að Churchill hafði aldrei í huga sambandsríki sem slíkt heldur fremur eitthvað í líkingu við Evrópuráðið sem stofnað var 1949, sem Ísland og 45 önnur Evrópuríki eiga aðild að og tengist ekki Evrópusambandinu. Fjallað er til dæmis um það í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir sambandsins. Sjálfur beitti Monnet sér fyrir því að til yrði eiginlegt evrópskt sambandsríki. Hið sama átti við og á enn við um helztu forystumenn á meginlandi Evrópu. Leitun er að slíkum einstaklingum sem ekki hafa stutt lokamarkmiðið. Meðal þeirra er Guy Verhofstadt, forseti samtakanna European Movement International og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður lokamarkmiðsins um sambandsríki. Samtökin sem hann fer fyrir voru stofnuð árið 1947 og hafa síðan haft það meginmarkmið en Evrópuhreyfingin hér á landi er aðili að þeim. Verhofstadt var heiðursgestur á landsþingi Viðreisnar í september og kallaði í ræðu sinni ekki aðeins eftir sambandsríki heldur evrópsku heimsveldi. Var ræðunni fagnað með standandi lófaklappi landsþingsfulltrúa flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess frá upphafi, að til verði að lokum evrópskt sambandsríki, var Kristjáni Vigfússyni að yrkisefni í grein á Vísi í gær. Kristján, sem er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og fer fyrir vinnuhópi Viðreisnar um Evrópumál, rifjaði þar upp eftirfarandi orð Winstons Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Zurich í Sviss 19. september 1946: „Við verðum að byggja upp eins konar Bandaríki Evrópu.“ Með því, segir í grein Kristjáns, hafi Churchill lagt „hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi.“ Tæpum fjórum árum síðar, þann 9. maí 1950, útvarpaði Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, yfirlýsingu úr franska utanríkisráðuneytinu sem lagði grunninn að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið að lokamarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Árið eftir varð Kola- og stálbandalag Evrópu að veruleika og síðan hefur hvert skrefið á fætur öðru verið tekið í áttina að lokamarkmiðinu. Hefur sambandið þegar öðlast flest einkenni ríkis. Til að mynda má velta því fyrir sér hvaða alþjóðastofnun eða annað milliríkjasamstarf í heiminum hafi sinn eigin hæstarétt, ríkisstjórn (framkvæmdastjórnina), löggjöfarþing, ígildi stjórnarskrár, löggjöf æðri löggjöf ríkjanna sem aðild eiga að henni, seðlabanka, gjaldmiðil, utanríkisþjónustu, ríkisborgararétt, vegabréf, ökuskírteini og jafnvel þjóðsöng svo eitthvað sé tínt til. Tvennt vantar helzt upp á í þeim efnum, ríkissjóð og eina utanríkisstefnu. Hins vegar hefur markvisst verið unnið að því á liðnum árum að hægt verði að sama skapi að merkja við þau atriði og er það langt komið. Hitt er annað mál að Churchill hafði aldrei í huga sambandsríki sem slíkt heldur fremur eitthvað í líkingu við Evrópuráðið sem stofnað var 1949, sem Ísland og 45 önnur Evrópuríki eiga aðild að og tengist ekki Evrópusambandinu. Fjallað er til dæmis um það í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir sambandsins. Sjálfur beitti Monnet sér fyrir því að til yrði eiginlegt evrópskt sambandsríki. Hið sama átti við og á enn við um helztu forystumenn á meginlandi Evrópu. Leitun er að slíkum einstaklingum sem ekki hafa stutt lokamarkmiðið. Meðal þeirra er Guy Verhofstadt, forseti samtakanna European Movement International og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður lokamarkmiðsins um sambandsríki. Samtökin sem hann fer fyrir voru stofnuð árið 1947 og hafa síðan haft það meginmarkmið en Evrópuhreyfingin hér á landi er aðili að þeim. Verhofstadt var heiðursgestur á landsþingi Viðreisnar í september og kallaði í ræðu sinni ekki aðeins eftir sambandsríki heldur evrópsku heimsveldi. Var ræðunni fagnað með standandi lófaklappi landsþingsfulltrúa flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar