Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar 10. desember 2025 13:45 Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Íslensk tunga Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun