Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2025 09:02 Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun