Leik lokið: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista

Pálmi Þórsson skrifar
ÍR-ingar fagna körfu í kvöld en þeir skoruðu tíu fleiri þrista en Álftnesingar.
ÍR-ingar fagna körfu í kvöld en þeir skoruðu tíu fleiri þrista en Álftnesingar. Vísir/Hulda Margrét

ÍR-ingar fögnuðu ellefu stiga sigri á móti Álftanesi, 97-86, í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. Álftanesliðið var að frumsýna nýjan erlendan leikmann í Skógarselinu en tími hans byrjar ekki vel.

ÍR-ingar enduðu með þessu þriggja leikja taphrinu sína en Álftnesingar voru að tapa sínum þriðja deildarleik í röð.

Breiðhyltingar skoruðu sautján þrista í leiknum eða tíu fleiri en Álfnesingar.

Dimitrios Klonaras skoraði 21 stig á móti sínum gömlu félögum en Rati Andronikashvili, nýi maður Álftaness, var bara með sjö stig. Jacob Falko var með 18 stig og 11 stoðsendingar fyrir ÍR. David Okeke skoraði 21 stig fyrir Álftanes.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira