Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2025 08:41 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun ásamt Tómasi Brynjólfssyni, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fundi klukkan 9:30. Vísir/Lýður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að eins og fjallað hafi verið um þá hafi á undanförnum vikum verið tilkynnt um fjölda sjóða sem ætli sér að fjárfesta með einstaklingum í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt yfirlýstum áætlunum sé fyrirhugað að bjóða til sölu fasteignir með þessum hætti sem nemi um þriðjungi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. „Ljóst er að þetta fyrirkomulag er áhættusamara en almenn íbúðakaup vegna lægra eiginfjárframlags kaupenda og hægari eiginfjármyndunar. Útbreidd notkun þessa fyrirkomulags gæti að óbreyttu leitt til aukinnar kerfisáhættu,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Stendur traustum fótum Í yfirlýsingunni segir að fjármálakerfið hér á landi handi traustum fótum og að eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. „Bankarnir hafa nýtt hagfelld skilyrði til að sækja sér aukið erlent lánsfé til lengri tíma og greitt upp óhagstæðari fjármögnun. Endurfjármögnunaráhætta hefur því minnkað og bankakerfið virðist vel í stakk búið til að takast á við óvænt áföll. Áhyggjur af alþjóðaþróun eru viðvarandi og víða um heim eru efasemdir um sjálfbærni opinberra fjármála. Helstu eignamarkaðir ytra þykja hátt verðlagðir á flesta mælikvarða. Við þær aðstæður eru auknar líkur á snarpri verðleiðréttingu sem gæti haft áhrif á innlenda fjármálamarkaði og aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum. Heimili og fyrirtæki búa almennt yfir ágætum viðnámsþrótti, sem m.a. má rekja til þétts taumhalds þjóðhagsvarúðarstefnunnar. Skuldahlutföll eru lág, kaupmáttur heimila hefur vaxið umtalsvert og lítið ber á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum hjá heimilum og fyrirtækjum. Húsnæðisverð er enn hátt miðað við ráðandi þætti, svo sem laun og leigu. Hlutfallslegt verðlag húsnæðis á þessa mælikvarða hefur þó heldur lækkað á síðustu misserum. Framboð á húsnæðismarkaði hefur haldið áfram að aukast og birgðatími lengst. Þrenging á fjármálalegum skilyrðum heimila í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar 14. október sl. hefur að nokkru leyti gengið til baka, m.a. vegna aðgerða fjármálastöðugleika- og peningastefnunefnda Seðlabanka Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Aukin kerfisáhætta Áfram segir að á undanförnum vikum hafi verið tilkynnt um fjölda sjóða sem hyggist fjárfesta með einstaklingum í íbúðarhúsnæði. „Samkvæmt yfirlýstum áætlunum er fyrirhugað að bjóða til sölu fasteignir með þessum hætti sem nema um þriðjungi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að þetta fyrirkomulag er áhættusamara en almenn íbúðakaup vegna lægra eiginfjárframlags kaupenda og hægari eiginfjármyndunar. Útbreidd notkun þessa fyrirkomulags gæti að óbreyttu leitt til aukinnar kerfisáhættu. Fjármálastöðugleikanefnd telur að framangreind leið geti grafið undan markmiðum lánþegaskilyrða Seðlabankans. Í ljósi þessa hefur nefndin samþykkt breytingar á reglum bankans nr. 1130/2025 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Nefndin minnir jafnframt á að svigrúm lánveitenda var aukið í október sl. með hækkun undanþáguheimildar í fyrrnefndum reglum úr 5% í 10% veittra fasteignalána,“ segir í yfirlýsingunni. Kerfislegt mikilvægi bankanna Nefndin ræðir sömuleiðis að á rlegu endurmati á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja sé lokið þar sem hún staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Hefur verið ákveðið að eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki verði óbreyttur í þremur prósentum. „Nefndin ákvað jafnframt að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áfram áherslu á aukinn viðnámsþrótt fjármálakerfisins og þar með rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Í því skyni samþykkti nefndin nýjar reglur um yfirsýn með kerfislega mikilvægum innviðum. Í reglunum er kveðið á um viðmið um hvaða innviðir skuli teljast kerfislega mikilvægir, enda gæti röskun á starfsemi þeirra haft áhrif á fjármálastöðugleika. Reglurnar kveða á um framkvæmd yfirsýnar Seðlabankans með þessum innviðum. Nefndin samþykkti einnig reglur um atvikamiðstöð fjármálainnviða sem ætlað er lykilhlutverk í skjótum og öruggum upplýsingaskiptum og samhæfingu vegna net- eða rekstraratvika. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Bein útsending klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Fjármálastöðugleika hefst svo klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Lánamál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að eins og fjallað hafi verið um þá hafi á undanförnum vikum verið tilkynnt um fjölda sjóða sem ætli sér að fjárfesta með einstaklingum í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt yfirlýstum áætlunum sé fyrirhugað að bjóða til sölu fasteignir með þessum hætti sem nemi um þriðjungi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. „Ljóst er að þetta fyrirkomulag er áhættusamara en almenn íbúðakaup vegna lægra eiginfjárframlags kaupenda og hægari eiginfjármyndunar. Útbreidd notkun þessa fyrirkomulags gæti að óbreyttu leitt til aukinnar kerfisáhættu,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Stendur traustum fótum Í yfirlýsingunni segir að fjármálakerfið hér á landi handi traustum fótum og að eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. „Bankarnir hafa nýtt hagfelld skilyrði til að sækja sér aukið erlent lánsfé til lengri tíma og greitt upp óhagstæðari fjármögnun. Endurfjármögnunaráhætta hefur því minnkað og bankakerfið virðist vel í stakk búið til að takast á við óvænt áföll. Áhyggjur af alþjóðaþróun eru viðvarandi og víða um heim eru efasemdir um sjálfbærni opinberra fjármála. Helstu eignamarkaðir ytra þykja hátt verðlagðir á flesta mælikvarða. Við þær aðstæður eru auknar líkur á snarpri verðleiðréttingu sem gæti haft áhrif á innlenda fjármálamarkaði og aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum. Heimili og fyrirtæki búa almennt yfir ágætum viðnámsþrótti, sem m.a. má rekja til þétts taumhalds þjóðhagsvarúðarstefnunnar. Skuldahlutföll eru lág, kaupmáttur heimila hefur vaxið umtalsvert og lítið ber á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum hjá heimilum og fyrirtækjum. Húsnæðisverð er enn hátt miðað við ráðandi þætti, svo sem laun og leigu. Hlutfallslegt verðlag húsnæðis á þessa mælikvarða hefur þó heldur lækkað á síðustu misserum. Framboð á húsnæðismarkaði hefur haldið áfram að aukast og birgðatími lengst. Þrenging á fjármálalegum skilyrðum heimila í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar 14. október sl. hefur að nokkru leyti gengið til baka, m.a. vegna aðgerða fjármálastöðugleika- og peningastefnunefnda Seðlabanka Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Aukin kerfisáhætta Áfram segir að á undanförnum vikum hafi verið tilkynnt um fjölda sjóða sem hyggist fjárfesta með einstaklingum í íbúðarhúsnæði. „Samkvæmt yfirlýstum áætlunum er fyrirhugað að bjóða til sölu fasteignir með þessum hætti sem nema um þriðjungi nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að þetta fyrirkomulag er áhættusamara en almenn íbúðakaup vegna lægra eiginfjárframlags kaupenda og hægari eiginfjármyndunar. Útbreidd notkun þessa fyrirkomulags gæti að óbreyttu leitt til aukinnar kerfisáhættu. Fjármálastöðugleikanefnd telur að framangreind leið geti grafið undan markmiðum lánþegaskilyrða Seðlabankans. Í ljósi þessa hefur nefndin samþykkt breytingar á reglum bankans nr. 1130/2025 um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Nefndin minnir jafnframt á að svigrúm lánveitenda var aukið í október sl. með hækkun undanþáguheimildar í fyrrnefndum reglum úr 5% í 10% veittra fasteignalána,“ segir í yfirlýsingunni. Kerfislegt mikilvægi bankanna Nefndin ræðir sömuleiðis að á rlegu endurmati á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja sé lokið þar sem hún staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Hefur verið ákveðið að eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki verði óbreyttur í þremur prósentum. „Nefndin ákvað jafnframt að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áfram áherslu á aukinn viðnámsþrótt fjármálakerfisins og þar með rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Í því skyni samþykkti nefndin nýjar reglur um yfirsýn með kerfislega mikilvægum innviðum. Í reglunum er kveðið á um viðmið um hvaða innviðir skuli teljast kerfislega mikilvægir, enda gæti röskun á starfsemi þeirra haft áhrif á fjármálastöðugleika. Reglurnar kveða á um framkvæmd yfirsýnar Seðlabankans með þessum innviðum. Nefndin samþykkti einnig reglur um atvikamiðstöð fjármálainnviða sem ætlað er lykilhlutverk í skjótum og öruggum upplýsingaskiptum og samhæfingu vegna net- eða rekstraratvika. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Bein útsending klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Fjármálastöðugleika hefst svo klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Seðlabankinn Efnahagsmál Lánamál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Sjá meira