Viðskipti innlent

Ketill nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Heilsu­gæslunni

Atli Ísleifsson skrifar
Ketill Berg Magnússon.
Ketill Berg Magnússon. HH

Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í tilkynningu segir að Ketill muni taka við stöðunni þann 1. janúar næstkomandi, en hann hafi starfað sem svæðisstjóri mannauðsmála fyrir Norður Evrópu hjá Marel á Íslandi undanfarin ár.

„Sigurborg Jónsdóttir hefur verið starfandi framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar frá því Svava Kristín Þorkelsdóttir lét af störfum í lok ágúst síðastliðins. Sigurborg mun sinna starfinu áfram þar til Ketill tekur við í byrjun næsta árs.

Ketill er reynslumikill leiðtogi með yfir tuttugu ára alþjóðlega reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun og sjálfbærni. Hann kemur til HH frá JBT Marel, þar sem hann starfaði sem svæðisstjóri mannauðsmála fyrir Norður Evrópu. Þar bar hann ábyrgð á mannauðsstefnu og þróun starfsumhverfis fyrir rúmlega 5.000 starfsmenn á 26 stöðum. Nú síðast hefur hann stýrt stefnumótun í ferðaöryggi og krísustjórnun á heimsvísu.

Áður var Ketill framkvæmdastjóri hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni. Þar leiddi hann uppbyggingu samstarfsnets yfir 100 fyrirtækja og stofnana. Hann hefur einnig starfað sem mannauðsstjóri hjá Símanum og sinnt fjölbreyttum stjórnunar- og ráðgjafastörfum þar sem hann hefur mótað stefnu, stutt við starfsmenningu og þróað leiðtogahæfni innan skipulagsheilda.

Ketill er með MBA-gráðu frá ESADE háskólanum í Barcelona, MA gráðu í heimspeki og viðskiptasiðfræði frá Saskatchewan í Kanada, BA próf í heimspeki Háskóla Íslands og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hann kennir jafnframt við Háskólann í Reykjavík á sviði sjálfbærni og siðfræði í viðskiptum,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×