Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2025 13:17 Póló er mætt með veipvörurnar sínar í Vesturbæ Reykjavíkur. Esra Þór Jakobsson Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Vakin er athygli á þessum vendingum í virka íbúahópnum Vesturbænum á Facebook þar sem viðbrögðin eru frekar dræm þótt einn og einn fagni breytingunum. „Ég hefði átt að versla oftar á Thai Grill - virkilega fínn matur,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi veitingastaðarins Laundromat, í hópnum. „Virkilega sorgleg þróun“ Einn íbúi veltir fyrir sér hvort hin heilaga þrenning sé orðin að veruleika; pítsa, ís og að fá sér í vörina og vísar til þess að Ísbúð Vesturbæjar og Pizza 107 séu í húsinu. Mest ber á þeim sem vilja ekki fá verslun með nikótín og tóbaksvörur í hverfið barnanna vegna. „Æ, þetta er glatað. Virkilega sorgleg þróun, ekki síst fyrir ungmennin okkar í hverfinu. Getum við ekki tekið höndum saman og sniðgengið þessa ómenningu?“ spyr ein móðirin. Hvað í fjandanum er í gangi? Einn íbúi er þungt hugsi yfir uppgangi nikótínverslana og veipbúða hér á landi. „Getum við ekki farið að ræða þetta af alvöru? Staðsetning þessara verslana er algjörlega óviðeigandi,“ segir íbúinn. „Ég meina… hvað í fjandanum er í gangi? Þetta er meðhöndlað eins og nammi hér. Bráðum verður 50% afsláttur um helgar!“ Sambærilegar umræður hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar, meðal annars í Grímsbæ við Bústaðarveg í Fossvoginum. Þar rekur Svens verslun en austar í götunni er Póló með útibú. Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona á Gímaldinu og íbúi í Bústaðahverfi, hefur sagt níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Þeir sem tekið hafa upp hanskann fyrir viðkomandi verslanir hafa aðallega bent á að átján ára aldurstakmark sé í verslununum og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum. Lausleg könnun fréttastofu bendir til þess að á höfuðborgarsvæðinu reki Svens um tíu verslanir en Póló um fimm. Reykjavík Börn og uppeldi Nikótínpúðar Rafrettur Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Vakin er athygli á þessum vendingum í virka íbúahópnum Vesturbænum á Facebook þar sem viðbrögðin eru frekar dræm þótt einn og einn fagni breytingunum. „Ég hefði átt að versla oftar á Thai Grill - virkilega fínn matur,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi veitingastaðarins Laundromat, í hópnum. „Virkilega sorgleg þróun“ Einn íbúi veltir fyrir sér hvort hin heilaga þrenning sé orðin að veruleika; pítsa, ís og að fá sér í vörina og vísar til þess að Ísbúð Vesturbæjar og Pizza 107 séu í húsinu. Mest ber á þeim sem vilja ekki fá verslun með nikótín og tóbaksvörur í hverfið barnanna vegna. „Æ, þetta er glatað. Virkilega sorgleg þróun, ekki síst fyrir ungmennin okkar í hverfinu. Getum við ekki tekið höndum saman og sniðgengið þessa ómenningu?“ spyr ein móðirin. Hvað í fjandanum er í gangi? Einn íbúi er þungt hugsi yfir uppgangi nikótínverslana og veipbúða hér á landi. „Getum við ekki farið að ræða þetta af alvöru? Staðsetning þessara verslana er algjörlega óviðeigandi,“ segir íbúinn. „Ég meina… hvað í fjandanum er í gangi? Þetta er meðhöndlað eins og nammi hér. Bráðum verður 50% afsláttur um helgar!“ Sambærilegar umræður hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar, meðal annars í Grímsbæ við Bústaðarveg í Fossvoginum. Þar rekur Svens verslun en austar í götunni er Póló með útibú. Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona á Gímaldinu og íbúi í Bústaðahverfi, hefur sagt níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Þeir sem tekið hafa upp hanskann fyrir viðkomandi verslanir hafa aðallega bent á að átján ára aldurstakmark sé í verslununum og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum. Lausleg könnun fréttastofu bendir til þess að á höfuðborgarsvæðinu reki Svens um tíu verslanir en Póló um fimm.
Reykjavík Börn og uppeldi Nikótínpúðar Rafrettur Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira