Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2025 20:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að styrkja þurfi EES-samninginn. vÍSIR/ÍVAR FANNAR Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. „Þetta var góður fundur. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál sem er til umræðu. Við fórum vel yfir þetta með tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og stöðu og næstu skref. Við hrósuðum stjórnvöldum fyrir sína hagsmunagæslu í málinu en til viðbótar höfum við og fyrirtækin sjálf staðið vaktina núna í marga mánuði,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar að loknum fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Mjög þungt andrúmsloft á fundum í Brussel „Það var gott að sjá að þó að ákvörðunin væri vonbrigði þá að minnsta kosti hlutu okkar sjónarmið hljómgrunn í Evrópu. Í síðustu viku voru mjög mikilvægir fundir í Brussel þar sem okkar fólk var ásamt ráðherra og þingmönnum þar sem mótmælum var komið rækilega á framfæri á fundum þar sem andrúmsloftið var mjög þungt. Við lögðum mikla áherslu á það að fá skýr skilaboð frá Evrópusambandinu, bæði embættismönnum og pólitíkusum, um það hvort þetta yrði fordæmi, hvort við gætum átt von á því að þetta gerðist aftur. Sem betur fer höfum við fengið skilaboð frá Evrópusambandinu um að svo sé ekki. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal,“ bætti Sigurður við. Vilja ekki að stjórnvöld svari fyrir sig Sigurður segir að fyrstu viðbrögð frá fulltrúum Evrópusambandsins eftir ákvörðunina hafi verið góð. „Á þeim grunni held ég að verkefnið hjá okkur sé það að styrkja EES-samninginn vegna þess að Evrópa er okkar stærsti markaður. EES-samningurinn er okkar mikilvægasti viðskiptasamningur og við eigum að byggja á honum áfram.“ Samtök iðnaðarins taki ekki undir með þeim sem hafi kallað eftir því að Ísland bregðist við með einhvers konar hefndaraðgerðum gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt til að þingið geri hlé á innleiðingum nýrra EES-gerða í íslensk lög. „Með hliðsjón af viðbrögðum Evrópusambandsins, sem greinilega átta sig á alvarleika málsins sem er gott að finna, þá teljum við ekki rétt að innleiðing til dæmis hökti. Þrátt fyrir að við séum mjög ánægð með hagsmunagæsluna þá teljum við að það þurfi að stórauka hagsmunagæslu gagnvart Evrópu. Það þarf að gerast á vettvangi stjórnmálanna, stjórnvalda en það þarf líka að gerast á vettvangi atvinnulífsins,“ sagði Sigurður að lokum. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Tengdar fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46 Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
„Þetta var góður fundur. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál sem er til umræðu. Við fórum vel yfir þetta með tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og stöðu og næstu skref. Við hrósuðum stjórnvöldum fyrir sína hagsmunagæslu í málinu en til viðbótar höfum við og fyrirtækin sjálf staðið vaktina núna í marga mánuði,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar að loknum fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Mjög þungt andrúmsloft á fundum í Brussel „Það var gott að sjá að þó að ákvörðunin væri vonbrigði þá að minnsta kosti hlutu okkar sjónarmið hljómgrunn í Evrópu. Í síðustu viku voru mjög mikilvægir fundir í Brussel þar sem okkar fólk var ásamt ráðherra og þingmönnum þar sem mótmælum var komið rækilega á framfæri á fundum þar sem andrúmsloftið var mjög þungt. Við lögðum mikla áherslu á það að fá skýr skilaboð frá Evrópusambandinu, bæði embættismönnum og pólitíkusum, um það hvort þetta yrði fordæmi, hvort við gætum átt von á því að þetta gerðist aftur. Sem betur fer höfum við fengið skilaboð frá Evrópusambandinu um að svo sé ekki. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal,“ bætti Sigurður við. Vilja ekki að stjórnvöld svari fyrir sig Sigurður segir að fyrstu viðbrögð frá fulltrúum Evrópusambandsins eftir ákvörðunina hafi verið góð. „Á þeim grunni held ég að verkefnið hjá okkur sé það að styrkja EES-samninginn vegna þess að Evrópa er okkar stærsti markaður. EES-samningurinn er okkar mikilvægasti viðskiptasamningur og við eigum að byggja á honum áfram.“ Samtök iðnaðarins taki ekki undir með þeim sem hafi kallað eftir því að Ísland bregðist við með einhvers konar hefndaraðgerðum gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt til að þingið geri hlé á innleiðingum nýrra EES-gerða í íslensk lög. „Með hliðsjón af viðbrögðum Evrópusambandsins, sem greinilega átta sig á alvarleika málsins sem er gott að finna, þá teljum við ekki rétt að innleiðing til dæmis hökti. Þrátt fyrir að við séum mjög ánægð með hagsmunagæsluna þá teljum við að það þurfi að stórauka hagsmunagæslu gagnvart Evrópu. Það þarf að gerast á vettvangi stjórnmálanna, stjórnvalda en það þarf líka að gerast á vettvangi atvinnulífsins,“ sagði Sigurður að lokum.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Tengdar fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46 Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39