Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 10:54 Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. Bæði ríki eiga í efnahagsbandalagi við Evrópusambandið með EES-samningnum. Aðgerðunum er lýst sem „mikilvægu skrefi“ til að vernda evrópskan járnblendiiðnað í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar segir ennfremur að þó að Ísland og Noregur séu ekki undanþegin aðgerðunum séu þær sérstaklega hannaðar til þess að hafa lágmarksáhrif á virðiskeðjur í Evrópu. Noregur og Ísland framleiðan stóran hluta járnblendis í Evrópu. „Framkvæmdastjórnin mun eiga í samráði við Noreg og Ísland á þriggja mánaða fresti og mun fara vandalega ofan í kjölinn á áhrifum aðgerðanna,“ segir í tilkynningunni. Tollarnir eiga að gilda í þrjú ár og eiga að draga úr innflutningi á járnblendi, þar á meðal kísilmálmi, um fjórðung borið saman við meðaltal áranna 2022 til 2024. Framkvæmdastjórnin lagði verndarráðstafanirnar til í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að innflutt járnblendi ógnaði framleiðslu innan álfunnar. Ástæðan væri meðal annars innflutningshömlur sem hefðu verið settar á annars staðar og almennar tollahækkanir í heiminum. Innflutningur á járnblendi hafi þannig aukist um sautján prósent frá 2019 til 2024 og markaðshlutdeild evrópskra framleiðenda dregist saman um 24 til 38 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Stóriðja Utanríkismál Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17. nóvember 2025 23:01 Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. Bæði ríki eiga í efnahagsbandalagi við Evrópusambandið með EES-samningnum. Aðgerðunum er lýst sem „mikilvægu skrefi“ til að vernda evrópskan járnblendiiðnað í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar segir ennfremur að þó að Ísland og Noregur séu ekki undanþegin aðgerðunum séu þær sérstaklega hannaðar til þess að hafa lágmarksáhrif á virðiskeðjur í Evrópu. Noregur og Ísland framleiðan stóran hluta járnblendis í Evrópu. „Framkvæmdastjórnin mun eiga í samráði við Noreg og Ísland á þriggja mánaða fresti og mun fara vandalega ofan í kjölinn á áhrifum aðgerðanna,“ segir í tilkynningunni. Tollarnir eiga að gilda í þrjú ár og eiga að draga úr innflutningi á járnblendi, þar á meðal kísilmálmi, um fjórðung borið saman við meðaltal áranna 2022 til 2024. Framkvæmdastjórnin lagði verndarráðstafanirnar til í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að innflutt járnblendi ógnaði framleiðslu innan álfunnar. Ástæðan væri meðal annars innflutningshömlur sem hefðu verið settar á annars staðar og almennar tollahækkanir í heiminum. Innflutningur á járnblendi hafi þannig aukist um sautján prósent frá 2019 til 2024 og markaðshlutdeild evrópskra framleiðenda dregist saman um 24 til 38 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Stóriðja Utanríkismál Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17. nóvember 2025 23:01 Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17. nóvember 2025 23:01
Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37