Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2025 10:39 Orri, til vinstri, dembir sér af fullum krafti í bæjarmálin í Hafnarfirði og Kári hleypur í skarðið fyrir hann hjá Algalífi. Vísir Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu. Í fréttatilkynningu frá Algalífi segir að undir forystu Orra hafi öflugt teymi starfsmanna þróað leiðandi framleiðslutækni og byggt upp eitt af fremstu fyrirtækjum heims á sviði örþörungaræktar og skapað traustan grunn fyrir næstu skref í framþróun félagsins. Algalíf þakki Orra kærlega fyrir framlag hans í þágu félagsins. Úr kísilmálmum í þörunga Kári sé iðnaðarverkfræðingur með meistaragráðu í efnisfræði frá DTU í Danmörku og hafi yfir fimmtán ára reynslu af alþjóðlegri framleiðslu- og iðnaðarstarfsemi. Kári hafi nú síðast starfað sem forstjóri PCC Bakka, en hafi áður leitt söluteymi Elkem ASA, sem hafi borið ábyrgð á sölu og markaðsstjórn úr sex verksmiðjum fyrirtækisins í þremur heimsálfum. Þar áður hafi hann verið framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem Íslandi. „Stjórnunarreynsla Kára innan alþjóðlegrar framleiðslustarfsemi, þekking hans á stefnumótun og uppbyggingu alþjóðlegs sölustarfs, sem og tæknileg innsýn í framleiðsluferla, falla vel að næsta kafla í sögu Algalífs, þar sem félagið heldur áfram að vaxa og sækja fram á alþjóðlegum mörkuðum.“ Gefur sig allan í verkefnið Orri greindi frá því á Facebook í gær að mikil tímamót hefðu orðið í lífi hans, þar sem hann hefði sagt upp starfi sínu sem forstjóri Algalífs. „Þetta eru kaflaskil og ég geng ákaflega stoltur frá borði. Það hafa verið forréttindi að leiða uppbyggingu þessa spennandi og öfluga félags.“ Hann hafi nú tekið við sem formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ásamt því að vera formaður skipulags og byggingarráðs. „Þessi störf ásamt komandi prófkjörs- og kosningabaráttu krefjast mikils tíma og ég hef ákveðið, sem oddviti okkar Sjálfstæðismanna í bæjarmálunum í Hafnarfirði, að gefa mig allan í verkefnið.“ Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Nýsköpun Hafnarfjörður Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Algalífi segir að undir forystu Orra hafi öflugt teymi starfsmanna þróað leiðandi framleiðslutækni og byggt upp eitt af fremstu fyrirtækjum heims á sviði örþörungaræktar og skapað traustan grunn fyrir næstu skref í framþróun félagsins. Algalíf þakki Orra kærlega fyrir framlag hans í þágu félagsins. Úr kísilmálmum í þörunga Kári sé iðnaðarverkfræðingur með meistaragráðu í efnisfræði frá DTU í Danmörku og hafi yfir fimmtán ára reynslu af alþjóðlegri framleiðslu- og iðnaðarstarfsemi. Kári hafi nú síðast starfað sem forstjóri PCC Bakka, en hafi áður leitt söluteymi Elkem ASA, sem hafi borið ábyrgð á sölu og markaðsstjórn úr sex verksmiðjum fyrirtækisins í þremur heimsálfum. Þar áður hafi hann verið framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem Íslandi. „Stjórnunarreynsla Kára innan alþjóðlegrar framleiðslustarfsemi, þekking hans á stefnumótun og uppbyggingu alþjóðlegs sölustarfs, sem og tæknileg innsýn í framleiðsluferla, falla vel að næsta kafla í sögu Algalífs, þar sem félagið heldur áfram að vaxa og sækja fram á alþjóðlegum mörkuðum.“ Gefur sig allan í verkefnið Orri greindi frá því á Facebook í gær að mikil tímamót hefðu orðið í lífi hans, þar sem hann hefði sagt upp starfi sínu sem forstjóri Algalífs. „Þetta eru kaflaskil og ég geng ákaflega stoltur frá borði. Það hafa verið forréttindi að leiða uppbyggingu þessa spennandi og öfluga félags.“ Hann hafi nú tekið við sem formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ásamt því að vera formaður skipulags og byggingarráðs. „Þessi störf ásamt komandi prófkjörs- og kosningabaráttu krefjast mikils tíma og ég hef ákveðið, sem oddviti okkar Sjálfstæðismanna í bæjarmálunum í Hafnarfirði, að gefa mig allan í verkefnið.“
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Nýsköpun Hafnarfjörður Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira