Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 13:26 Dóra Tynes lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti segir tíðindin frá Brussel ekki hafa komið sér á óvart. Vísir Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ákveðið að undanskilja ekki Ísland og Noreg verndarráðstöfunum um kísiljárn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort aðildaríki ESB samþykki tillöguna. Dóra Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, segir tillögu framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa komið henni á óvart. „Því þetta eru ráðstafanir sem framkvæmdastjórnin er að grípa til undir GATS-samningnum, þetta er regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þar eru skýrar reglur um að ef tollabandalög setja á svona verndarráðstafanir þá gildi þær um alla aðila sem standa utan tollabandalagsins.“ Utanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum telja að framkvæmdastjórn ESB væri með tillögunni að fara gegn EES-samningnum. „Verndarráðstafanir eða ráðstafanir sem takmarka innflutning og frjálst flæði vara brjóta náttúrulega gegn meginreglum EES samningsins. Hins vegar er í EES samningnum úrræði um verndarráðstafanir sem samningsaðilar geta gripið til þannig að þeir víkja í rauninni til hliðar hlutum samningsins vegna tiltekinna aðstæðna þannig að það er kannski dálítið langt gengið að segja að þetta sé ólöglegt, það er frekar að hvaða marki er hægt að grípa til þessara verndaraðgerða undir EES-samningnum,“ útskýrir Dóra. Fari allt á versta veg þá segir Dóra að Elkem geti látið reyna á lögmæti tillögu framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómstól ESB. Kenningin um Kína langsótt Í samfélagsumræðu um málið hefur því verið velt upp hvort Ísland og Noregur séu ekki undanskilin aðgerðunum vegna eignarhaldsins en Kínverjar eiga stóran hlut í fyrirtækinu. „Það kæmi mér verulega á óvart vegna þess að það er alls konar eignarhald á innri markaðnum frá aðilum sem standa fyrir utan hann þannig að það held ég að sé nú kannski fulllangt seilst en menn hafa þá önnur tæki ef menn vilja grípa til ráðstafana gegn einhverju sérstöku ríki, þá geta menn sett á verndartolla og eitthvað slíkt, en ég held að það sé nú svolítið langsótt.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stóriðja Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ákveðið að undanskilja ekki Ísland og Noreg verndarráðstöfunum um kísiljárn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort aðildaríki ESB samþykki tillöguna. Dóra Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, segir tillögu framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa komið henni á óvart. „Því þetta eru ráðstafanir sem framkvæmdastjórnin er að grípa til undir GATS-samningnum, þetta er regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þar eru skýrar reglur um að ef tollabandalög setja á svona verndarráðstafanir þá gildi þær um alla aðila sem standa utan tollabandalagsins.“ Utanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum telja að framkvæmdastjórn ESB væri með tillögunni að fara gegn EES-samningnum. „Verndarráðstafanir eða ráðstafanir sem takmarka innflutning og frjálst flæði vara brjóta náttúrulega gegn meginreglum EES samningsins. Hins vegar er í EES samningnum úrræði um verndarráðstafanir sem samningsaðilar geta gripið til þannig að þeir víkja í rauninni til hliðar hlutum samningsins vegna tiltekinna aðstæðna þannig að það er kannski dálítið langt gengið að segja að þetta sé ólöglegt, það er frekar að hvaða marki er hægt að grípa til þessara verndaraðgerða undir EES-samningnum,“ útskýrir Dóra. Fari allt á versta veg þá segir Dóra að Elkem geti látið reyna á lögmæti tillögu framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómstól ESB. Kenningin um Kína langsótt Í samfélagsumræðu um málið hefur því verið velt upp hvort Ísland og Noregur séu ekki undanskilin aðgerðunum vegna eignarhaldsins en Kínverjar eiga stóran hlut í fyrirtækinu. „Það kæmi mér verulega á óvart vegna þess að það er alls konar eignarhald á innri markaðnum frá aðilum sem standa fyrir utan hann þannig að það held ég að sé nú kannski fulllangt seilst en menn hafa þá önnur tæki ef menn vilja grípa til ráðstafana gegn einhverju sérstöku ríki, þá geta menn sett á verndartolla og eitthvað slíkt, en ég held að það sé nú svolítið langsótt.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stóriðja Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37