Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 07:32 Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í lagafrumvarpi til eingreiðslu til öryrkja í desember 2025 hefur verið bætt við kröfum að öryrkjar séu með lögheimili á Íslandi frá 1. nóvember 2025. Eingreiðslur fyrri ára hafa ekki verið með þessa kröfu og því er gjörsamlega fáránlegt að þessu skuli vera bætt við núna og jafnvel að þetta sé ekki lögmæt breyting. Þar sem slíkar greiðslur á fyrri árum gerðu enga kröfu um lögheimili á Íslandi. Öryrkjar sem búa erlendis og þá sérstaklega sem eru búsettir á Norðurlöndunum borga fulla skatta til Íslands samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Annarstaðar innan Evrópusambandsins þar sem öryrkjar frá Íslandi búa. Þá er skattamálum mögulega hagað öðruvísi eftir því sem tvísköttunarsamningar segja til um slíkar greiðslur frá Íslandi. Það verður að taka út þessa hérna línu í frumvarpinu „[...] enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. [...]„ Það á ekki að framkvæma svona mismunun eftir búsetu öryrkja. Enda er staðan þannig á Íslandi að margir öryrkjar geta ekki búið á Íslandi. Þó svo að þeir gjarnan vildu. Þá er helsta ástæðan fyrir því kostnaður á leiguhúsnæði, síðan kostnaður á matvælum og fleira eftir því. Ástæður eru margar og þarna er verið að refsa fólki fyrir að búa ekki á Íslandi og stunda á sama tíma grófa mismunun gegn öryrkjum sem búa ekki á Íslandi. Svona greinar rata ekki inn í lagafrumvörp fyrir slysni. Þetta er gert mjög viljandi af Félags- og húsnæðismálaráðherra og hennar ráðuneyti. Ég veit ekki hvað hún hefur á móti öryrkjum sem eru búsettir erlendis og hver ástæðan er fyrir þessu er. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem öryrkjar ættu að sætta sig við. Hérna er samanburður á lagagreinum í heild sinni. Lagagreinin fyrir árið 2024. „Þeir sem eiga rétt á greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr., sbr. 26. gr., eða endurhæfingarlífeyris skv. 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2023 skulu fá eingreiðslu að fjárhæð 66.381 kr. Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem skal innt af hendi eigi síðar en 31. desember 2023, skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna.“ Þetta er í lögum 100/2007. Grein 12 undir „ákvæði til bráðabirgða“. Hérna er lagafrumvarpið fyrir árið 2025. „Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þeir greiðsluþegar sem hafa fengið greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri eða ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025 skulu fá eingreiðslu í desember, enda hafi þeir verið með skráð lögheimili hér á landi 1. nóvember 2025. Hið sama á við um þá einstaklinga sem fengu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð á árinu 2025. Full eingreiðsla skv. 1. mgr. skal vera 73.390 kr. Við útreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. Fjárhæð eingreiðslu skv. 1. mgr. skal lækka um 3,3% af tekjugrunni greiðsluþega umfram frítekjumark. Um meðferð tekna samkvæmt þessu ákvæði fer skv. 1., 2., 6. og 8. mgr. 30. gr. laganna. Hafi greiðsluþegi fengið eina eða fleiri af þeim greiðslum sem taldar eru upp í 1. mgr. hluta af árinu 2025 skal eingreiðsla skv. 1. mgr. vera í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem viðkomandi fékk greiðslur á árinu. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal hvorki teljast til tekna greiðsluþega né leiða til skerðingar annarra greiðslna samkvæmt lögum þessum. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal ekki greidd til dánarbúa. Eingreiðsla skv. 1. mgr. skal innt af hendi eigi síðar en 15. desember 2025. Um endurreikning eingreiðslu skv. 1. mgr. sem og um meðferð of- eða vangreiðslna fer skv. 3. og 4. mgr. 33. gr., sbr. 34. gr.“ Þetta er þingskjal 304. 236 mál. 157 löggjafarþing. Ég vona sem flestir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis mótmæli þeirri kröfu að lögheimilið skuli vera á Íslandi til þess að fá þessa auka greiðslu í desember. Það má einnig minna á að margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ferðast til Íslands um jólin og áramótin. Oft með miklum aukakostnaði og auka útgjöldum fyrir viðkomandi í Desember. Rithöfundur sem er búsettur í Danmörku.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun