Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 22:03 Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala. vísir/bjarni Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira