Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 22:03 Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala. vísir/bjarni Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Þó nokkrar vendingar hafa orðið á húsnæðismarkaði síðustu vikur í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða þar sem skilmálar Íslandsbanka um óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Tímabundið býður bankinn aðeins upp á óverðtryggð lán á föstum vöxtum. Ríkisstjórnin hyggst eyða óvissu á markaði með því að birta vaxtaviðmið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Þá tilkynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands í gær að hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til fyrstu kaupenda verði hækkað úr 85 prósentum og í 90 prósent. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, fagnar því að lánþegaskilyrði séu rýmkuð í ljósi alls. „Það er mjög jákvætt að Seðlabankinn sé búinn að bregðast við ástandinu eins og það er núna. Og að minna á það úrræði sem fyrir var að það var undanþáguheimild á 35 prósent og 40 prósent reglunni varðandi ráðstöfunartekjurnar. Það var fimm prósent og hefur núna verið hækkað í tíu prósent þessi undanþáguheimild.“ Mun þetta koma að notum fyrir marga? „Einhverja. Eins og þetta er núna. Við erum að bíða eftir því að það sé aftur hægt að fá inn verðtryggðu lánin.“ Hún telur að óvissa muni ríkja þar til dómar falla í útistandandi vaxtamálum en fjögur mál eru enn fyrir Hæstarétti. „Þetta er óvissa sem er ekki búið að eyða enn þá. Þannig það er ekki gott fyrir fasteignamarkaðinn. Þannig staðan er ekki góð að þeim hluta til. Á meðan við munum ekki vita hvenær hlutirnir fara með þessi lán. Manstu til þess hvenær það ríkti jafnmikil óvissa á þessum markaði? „Ég hef ekki upplifað það á mínum ferli og er ég búin að vera starfa í þrettán ár. Ég held að þetta sé staða sem er mjög einstök í sögunni.“ Markaðurinn sé í raun í lausu lofti þótt fasteignaviðskipti haldi áfram að eiga sér stað. „En jú við getum ekkert annað gert en bara beðið eftir því hvað gerist og hvernig viðbrögðin verða og hvernig dómarnir munu falla. Við viljum auðvitað að þetta komi sem allra fyrst. Hver dagur sem líður og hver vika er auðvitað neikvæð fyrir fasteignamarkaðinn og framtíð hans því hann auðvitað hreyfir sig svo hægt.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vaxtamálið Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira