Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Sólar ehf.

Atli Ísleifsson skrifar
Vilborg Anna Garðarsdóttir, Aneta Beata Wlodarczyk og Ingunn Margrét Ágústsdóttir.
Vilborg Anna Garðarsdóttir, Aneta Beata Wlodarczyk og Ingunn Margrét Ágústsdóttir. Sólar

Ingunn Margrét Ágústsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Í tilkynningu segir að Ingunn hafi hafið störf hjá Sólar árið 2014 og hafi mikla þekkingu á rekstri og starfsemi félagsins. Hún hafi lengst leitt þjónustu- og mannauðssvið Sólar, þar sem hún hafi meðal annars þróað metnaðarfull fræðslumál félagsins og innleiddi jafnlaunavottun.

Í kjölfar ráðningar Ingunnar hefur stjórn félagsins einnig gert tvær breytingar á stjórnendahóp félagsins.

„Vilborg Anna Garðarsdóttir kom til starfa hjá Sólar í lok árs 2024 sem aðalbókari en tók í sumar við sem Sviðsstjóri fjármála og reksturs. Vilborg hefur lengst af starfað í bókhaldi og fjármálum á sínum starfsferli sem nýtist vel í nýju hlutverki.

Aneta Beata Wlodarczyk, sem áður gegndi stöðu deildarstjóra þjónustudeildar hefur verið ráðin Sviðsstjóri þjónustusviðs. Aneta hefur starfað hjá Sólar í 18 ár, verið einn af lykilstarfsmönnum félagins og þekkir því starfsemi þess afar vel.

Vilborg og Aneta hafa báðar hafið störf í nýjum hlutverkum,“ segir í tilkynningunni.

Sólar ehf. er íslenskt ræstinga- og þjónustufyrirtæki með starfsemi um allt land og um 500 starfsmenn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×