Hætt við að vextir hækki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2025 19:13 Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. Aðsend Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð. Heildarlán íslenskra lífeyrissjóða til íslenskra heimila eru um fjórðungur af öllum fasteignalánum fjármálastofnana landsins eða um 740 milljarða króna. Nú þegar er orðið ljóst að nokkrir sjóðanna hafa ákveðið að bíða með að lána ákveðna flokka fasteignalána eftir vaxtadóminn svokallaða þar sem ákveðnir skilmálar fasteignalána með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólöglegir. Óvissa Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að það hafi verið ákveðið strax eftir dóm Hæstaréttar. „Þetta hefur heilmikil áhrif því það er komin upp ákveðin óvissa. Það er búið að dæma í einu máli en það eru nokkur mál eftir. Af þessum sökum höfum við haldið að okkur höndum og erum að skoða þetta ofan í kjölinn og veitum ekki lengur lán á breytilegum vöxtum. Við veitum aðeins verðtryggð lán á föstum vöxtum eins og staðan er á meðan við erum að skoða málin betur,“ segir Harpa. Nú sé verið að fara yfir hvaða áhrif dómurinn um óverðtryggðu lánin kunni að hafa á sambærileg lán hjá sjóðnum. „Það er ómögulegt að segja, en það er ástæðan fyrir því að við höfum haldið að okkur höndum og viljum skoða málin betur. Okkar skilmálar eru ekki nákvæmlega eins og skilmálar Íslandsbanka en þetta er bara eitthvað sem við erum að fara yfir,“ segir hún. Kunni að hafa neikvæð áhrif Harpa telur að áhrif dómsins og vaxtamálin framundan kunni að vera neikvæð fyrir íslenska neytendur. „Vaxtamálin hafa ofboðslega mikil áhrif á íslenska neytendur. Það er hætt við því að þetta hafi þau áhrif að vextir hækki. Það er hætt við því,“ segir Harpa. Enn liggja nokkur mál fyrir Hæstarétti þar á meðal vegna skilmála verðtryggra fasteignalána. Harpa segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Það væri gott fyrir kerfið að það kæmi flýtimeðferð fyrir þessi mál sem nú liggja fyrir Hæstarétti svo við gætum unnið eftir meiri vissu,“ segir hún að lokum. Lánamál Vaxtamálið Lífeyrissjóðir Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Heildarlán íslenskra lífeyrissjóða til íslenskra heimila eru um fjórðungur af öllum fasteignalánum fjármálastofnana landsins eða um 740 milljarða króna. Nú þegar er orðið ljóst að nokkrir sjóðanna hafa ákveðið að bíða með að lána ákveðna flokka fasteignalána eftir vaxtadóminn svokallaða þar sem ákveðnir skilmálar fasteignalána með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólöglegir. Óvissa Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að það hafi verið ákveðið strax eftir dóm Hæstaréttar. „Þetta hefur heilmikil áhrif því það er komin upp ákveðin óvissa. Það er búið að dæma í einu máli en það eru nokkur mál eftir. Af þessum sökum höfum við haldið að okkur höndum og erum að skoða þetta ofan í kjölinn og veitum ekki lengur lán á breytilegum vöxtum. Við veitum aðeins verðtryggð lán á föstum vöxtum eins og staðan er á meðan við erum að skoða málin betur,“ segir Harpa. Nú sé verið að fara yfir hvaða áhrif dómurinn um óverðtryggðu lánin kunni að hafa á sambærileg lán hjá sjóðnum. „Það er ómögulegt að segja, en það er ástæðan fyrir því að við höfum haldið að okkur höndum og viljum skoða málin betur. Okkar skilmálar eru ekki nákvæmlega eins og skilmálar Íslandsbanka en þetta er bara eitthvað sem við erum að fara yfir,“ segir hún. Kunni að hafa neikvæð áhrif Harpa telur að áhrif dómsins og vaxtamálin framundan kunni að vera neikvæð fyrir íslenska neytendur. „Vaxtamálin hafa ofboðslega mikil áhrif á íslenska neytendur. Það er hætt við því að þetta hafi þau áhrif að vextir hækki. Það er hætt við því,“ segir Harpa. Enn liggja nokkur mál fyrir Hæstarétti þar á meðal vegna skilmála verðtryggra fasteignalána. Harpa segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Það væri gott fyrir kerfið að það kæmi flýtimeðferð fyrir þessi mál sem nú liggja fyrir Hæstarétti svo við gætum unnið eftir meiri vissu,“ segir hún að lokum.
Lánamál Vaxtamálið Lífeyrissjóðir Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira